Tíminn - 19.08.1949, Síða 3

Tíminn - 19.08.1949, Síða 3
174. blað. TÍMINN, föstudaginn 19. ágúst 1949 I siendingajpæthr 7/ rwwwwvwvw'/wyw •/! S/WWW s/ ^VWWW X Fimmtugur: Benedikt Guttormsson, banka- stjóri, Eskiíiröi Bréfið til Toscanini Eftir l>«rarimi Guðnason l^r @*s Einn af kunnustu mönn-1 um á Austurlancli hin síðari ár, Benedikt Guttormsson, bankastjóri á Eskifirði, varð fi'mmtugur S- ágúst síöastliö- inn. Hann er fæddur aö Stöð í Stöðvarfirði. Sonur sr. Gutt orms Vigfússonar sóknar- prests í Stöð og konu hans, Þórhildar Sigurðard. Benedikt stundaði nám í Verzlunar- skóla íslands einn vetur og síðar um tíma í Þýzkalandi. Þá nam hann við lýðháskóla í Danmörku. Hann kvæntist 1923, frænd konu sinni, Fríðu Hallgríms- dóttur Austmann. Eiga þau einn son, Hrein stúdent. Þá , eiga þau unga fósturdóttur' og 13 ára gamlan fósturson misstu þau af slysförum á1 síðastliðnu vori. Benedikt hóf búskap í Stöð 1916 og bjó þar til 1932 er hann varð kaupfélags- stjóri Kaupfélags Stöðfirð- inga, sem stoínað var það ár. Gengdi hann því starfi til ’39. er hann var skipaður banka- stjóri fyrir útibú Lands- banka íslands á Eskifirði. Á búskaparárum sínum gerði Benedikt miklar fram- kvæmdir á ábýlisjörð sinni, byggði hana upp og jók rækt að land að miklum mun. Hann gerðist síðan forgöíigu rnaður í samvinnumálum hér aðsins og kom þeim á örugg- an rekspöl. Oddviti Stöðvar- hrepps var hann frá 1934 til 1939 er hann flutti burt úr byggðarlaginu og skipaður var hann eftirlitsmaður með bæjar- og hreppsfélögum á Austurlandi 1937 og 1938. — Mörgum öðrum trúnaðar- störfum hefir Eenedikt gegnt. Hann hefir með vargvíslegu móti tekið virkan þátt í fé- lags- og athafnalífi Austfirð inga tvo síðustu áratugina. Hin síðari ár hefir Bene- dikt verið miðstjórnarmaður Framsóknarflokksins fyrir Suður-Múlasýslu og jafn- framt átt sæti á lista ílokks- ins við alþingiskosningar. — Hefðu margir kosið að mega fela honum meiri trúnað á þeim vettvangi en crðið er. Sýnir það bezt þá almennu tiltrú og vinsældir, sem Bene ciikt nýtur- Þykir flestum þeim málum vel og örugglega borgið, sem Benedikt tekur að sér, Þetta er eðlilegt. Hann er í eðli sínu einlægur um- bótamaður, en þó gætinn og hagsýnn. Traustur í öllum viðskiptum, úrræðagóður i margvíslegum vanda og holl- ráður þeim, er til hans leita með vandamál sín. Hreinskil inn og drenglundaður í hví- vetna. Slíkir menn eru fædd ir til mannaforráða. Þá munu og fáir hafa jafn staðgóða þekkingu á atvinnumálum þjóðarinnar, til lands og sjávar og Benedikt, vegna starfa sinna, sem bóndi, kaupfélagsstjóri og banlca- stjóri. Margir — einkum Austfirð ingar — munu minnast hans á þessum tímamótum, með einlægu þakklæti fyrir marg vísleg samskipti á umliðnum árum. X. KJÖR % til alþingiskosninga í Reykjavík, er gildir frá 15. júní !■ !■ •I 1949 til 14. júní 1950 og kosið verður eftir 23. október I* L n. k., liggur frammi í skrifstofu borgarstjóra, Austur- í j* .■ stræti 16 og í manntalsskrifstofunni, Austurstræti 10, „■ í !> < frá 23. ágúst til 20. september næstk., ld. 9. f. h. — 6 e. h. % ■; ■; .■ Kærur yfir kjörskránni skulu komnar til borgar- "■ 1 | ■; Borgarstjórinn í Reykjavík ■I 18. ágúst 1949 ■; í ■: ■" Gunnar Thoroddsen. ■; I í: r.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.w.v.'.w.v.v. AlGLVSIXGASlMI TÍMANS ER 81300 Hvergi í víðri veröld eiga flakkarar og landshorna- menn, sem yndi hafa af hljómlist, þess kost að sjá og heyra jafn marga nafntog-! aða snillinga og í New York.' Hvergi kemst landinn undir eitt þak með jafnmörgum1 meisturum úr plötusafninu j hennar Guðrúnar Reykholt heima í Ríkisútvarpi >— það er að segja, ef hann er sér j út um miða í Carnegie Hall og Metfópoli'tan og tímir að eyða í slíkt dýrmætum doll- ' urum og sentum. Fyrir bragð ið verður hann kannske að' neita sér um nokkra kokk- teila og næturklúbba, sem annars hefði hlotnazt heið- \ urinn af nærveru hans, en það gerir þá ekki svo mikið til. Enn eiga klúbbar og kokkteilar ítök í hugum svo margra íslendinga, sem út fyrir pollinn komast, að naumast er ástæða til að ugga um horfur þeirra í sam keppninni. Ýmsar eru orsakir þess, að New York er ótæmandi náma góðrar tónlistar. Fjölmargir meðal snjöllustu tónlistar- manna Evrópu hafa flutzt vestur um haf á síðustu ára- tugum, ýmist af því, að þeir töldu ’sér ekki vært í heima- löndum sínum, eða þá hinu, að ameríski dollarinn freist- aði þeirra, og heimsfrægur tónlistarmaður, sem kemur til Bandaríkjanna, þarf ekki að kviða féleysi- Að vísu eiga ekki allir þessir góðu menn heima í New York sjálfri, en flestir eða allir koma þeir þangað að minnsta kosti nokkrum sinnum á ári og leika listir sínar. New York er höfuðborgin, þegar á er lagður mælikvarði menning- ar og lista, þar eru blaða- gagnrýnendur, sem öðru fremur megna að fella og reisa, og hverjum landnáms- manni, sem kemur, sér og sigrar þar, er borgið. Þar eru mjög góðar symfóníuhljóm- sveitir, beztu hljómsveitir annarra borga tíðir gestir, og þar er fullkomnasta óper- an — kannske eina full- komna óperan — á vestur- hveli jarðar. Við hjónin dvöldumst í New York um skeið s.l. haust, að vísu lengur en ætlað hafði verið, sökum breytinga á á- ætlun skipa, en samt sízt of lengi, að okkur fannst, því að tækifærin til að sjá og heyra ýmislegt, sem hugur- inn girntist, virtust tak- markalaus. Freistandi væri að rifja upp sumt af þvi, sem á þessa daga dreif, en yfir þá sögu verður að fara fljótt, \ ella sprengdi hún utan af sér rammann, sem henni er ætlaður. Fáein nöfn, sem all ir lcannast við, gefa nokkra hugmynd um fjölbreytnina — Schnabel, Rubinstein, Brailowsky, Serkin, Szigeti, Elman, Busch, Koussevitzky, Ormandy, Marian Anderson, Helen Traubel, Melchior, Björling, Pinza. Nei, „það þýðir ekki að þylja nöfnin tóm,“ en þó er eitt eftir enn — Toscanini. Sumarið 1943 var ég um hríð við nám í Manchester. Kennari minn þar, prófessor í læknisfræði, hafði víða far- ið og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Sunnudag einn síðla sumars hélt hin forn- fræga Hallé-hljómsveit fyrsta konsert sinn eftir nokkurra ára gleymsku og dá. Við henni var tekinn John Barbi! rolli, ungur og bráðdugleg-; ur stjórnandi, nýkominn heim til Bretlands eftir frægðar- og framadvöl í Bandaríkjunum. Daginn eft ir hljómleikana barst taliö að þeim við kaffiborð lækn- anna. Flestir höfðum við far ið og létum hið bezta yfir. Allt í einu skaut prófessor- inn inn í samræðurnar: „Ekki nennti ég nú í gær. Það á ekki vel við gigtina í mér að sitja hreyíingarlaus á þess- um hörðu stólum í tvo klukku tíma. Ég held, að ekkert gæti fengið mig til slíks, nema auðvitað Toscanini.“ Ef til vill átti þetta tilsvar einhvern þátt í því, að ég einsetti mér að láta einskis ófreistað til þess áð sjá og heyra Toscanini, ef leið mín kynni síðar að liggja vestur á bóginn. Og nú vorum við sem sagt í New York, en litl- ar líkur til þess að við kæm- umst í færi við þann mikla mann- Hann er með öllú hæ.tt ur að sinna venjulegu opin- beru hljómleikahaldi, en öðru hvoru stjórnar hann symfóníuhlj ómsveit útvarps- félagsins N.B.C. og var ein- mitt að hefja einn þessara konsertflokka, og skyldi ein- göngu flytja verk eftir Brahms. Einn góðan föstu- dag löbbuðum við niður í að- alstöðvar N.B.C., skýjakljúf við Fimmta Avenue og Fimmt ugustu-götu, og leituðum upp þá skrifstofuna, sem okkur þótti einna líklegust. En það fór eins og oftast fer, þegar reka þarf erindi við skrif- stofur — það er allt annar maður á allt annarri skrif- stofu, sem getur gefið allar upplýsingar. Sem bet.ur fór þurftum við ekki að fara út úr húsbákninu, bara hækka okkur um eina hæð eða svo. Þar bárum við svo upp er- indið — hvort nokkur leið væri, að þeir gætu útvegað okkur aðgöngumiða að Tosca nini-konsertinum annað kvöld eða þeim í næstu viku. Ungi maðurinn, sem við töluðum við, gat ekki varizt því að hlæja að slíkri- fjar- stæðu. „Það er því miður ekki hægt,“ sagði hann. „Þessir hljómleikar eru haldnir hér í útvarpssal, sem rúmar að- eins tólf hundruð áheyrend- ur, eingöngu boðsgesti, og það mun vera búið að ráð- stafa öllum aðgöngumiðum fyrir næstu tvö ár. Við, sem vinnum hér í stofnuninni, þykjumst heppin, ef við fá- um miða einu sinni á ári.“ Við sögðum honum, að við værum langt að komin og þætti okkur súrt í broti að fara frá New York án þess að sjá hinn aldna snilling á „stjórnpalli,“ og spurðum að lokum, hvort hann gæti vís- að okkur á nokkurn þann mann eða nokkra þá skrif- stofu, sem gæti greitt götu okkar. „Því miður. Þó að ég þyrfti sjálfur nauðsynlega á að göngumiða að halda, kynni ég engin ráð til að afla hans.“ Ekki var nú útlitið glæsi- legt. Við bárum saman ráð okkar og komumst að þeirri TOSCANINI. niðurstöðu, ao eini hugsan- legi möguleikinn væri . að skrifa Toscanini sjálfum — og því fyrr, því betra- Við suðum saman stutt en laggott bréf, sögðumst eiga heima á íslandi og vera á leið heim eftir tveggja ára dvöl í Norður-Ameríku. En það væri aðeins eitt, sem í framtíðinni myndiv ber-a skugga á minninguna um þessa för — að okkur hefði ekki tekizt að ná í miða á konsert hjá Toscanini. Nú væru það vinsamleg tilmæli okkar, að hann beitti áhrif- um sínum til þess að við fengjum að vera meðal á- heyrenda hans í útvarpssaln um í N.B.C. í næstu viku, Yðar einl. o. s. frv. Þegar ég límdi frímerkið á bréfið, kom mér ósjálfrátt í hug vísubrot eftir Káin: „Aldrei hefir verið ver varið fimmtán sentum.“ Sennilega kæmi þessi miði aldrei fyrir augu Maestro Toscanini sjálfum, og enda þótt svo ólíklega skyldi viljá til, að hann gerði það, færi hann auðvitað rétta boðleið í ruslakörfuna, afgreiddur með viðeigandi ítölsku blóts- yrði eða öðru slíku, sem bú- ast má við af örgeðja höfð- ingja í ríki listarinnar, sem kann því illa að vera tafinn með heimskulegu kvabbi. Morguninn eftir fórum við burt úr borginni og komum ekki aftur fyrr en að fjórum dögum liðnum. Þá beið okk- ar dálítið af pósti, bréf og blöð að heiman og viti menn — umslag, sem á var letrað National Broadcasting Com- pany. Það hafði að geyma tvo aðgöngumiða að útvarps- hljómleikunum næsta laug- ardag. ? Arturo Toscanini fæddist í Parma á ítaliu 1867 og hlaut. þegar á unga aldri mikla frægð fyrir hljómsveitar- stjórn, bæði heima og er- lendis. Hann var um langt skeið aðalstj órnandi Scala- óperunnar í Milanó, en dvald ist í Bandaríkjunum 190&t—. 1915, við Metropolitanóper- una í New York. Árið 1926 fluttist hann alfarinn vestur um haf og mun óánægja hans með stjórnarfar fas- ismans hafa átt drjúgan þát.t í þeirri ákvörðun hans.; að' yfirgefa ættland sitt. Um langa hríð stjórnaði hann New York Philharmonic Symphony Orchestra, en síð- ar og til þessa dags hefir hann helgað N.BC. hljóm- sveitinni krafta sína. Flestir munu á einu máli um það, að Toscanini sé merk fVramliald á 7. síOu)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.