Tíminn - 19.08.1949, Síða 6

Tíminn - 19.08.1949, Síða 6
6 l~T-t TÍMINN, föstudaginn 19. ágúst 1949 174. blaff. TJARNARBID |. Að scttu markl j = ' (I know where 1 am going) = I Viðburðarík og spennandi i | jensk mynd. i |; Aðalhlutverk: 1 ; GEORGE CARNEY, I. ..WENDY HILLER, 1 5 m » R H 1» r ■ - Í-W.&UTER HUDD. j- Sýnd kl. 5, 7 og 9. E .............. NÝJA B í □ Ut leit að lífsham- I § (The Razor’s Edge) i j- Ameríska stórmyndin fræga i I eftir samnefndri sögu: | I .W. SOMMERSET MOUGHAM f i er komið hefir út í ísl. þýðingu. | j ' Aðalhlutverkin leika: TYRONE POWER | °g I: GENE TIERNEY. Sýnd kl. 5 og 9. ituiililllllilllillliiillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllí JErlent yfirllt '.'(Framhald af 5. síSu). markaður o. s. frv. En fang- arnir eiga að greiða 5—15% af launum sinum til þess að standa straum af „kostnaðinum við stjórn fangabúðanna", og 25% af launum sínum fá þeir ekki greidd, fyrr en þeir verða frjáls- ir- menn á ný. ; Það veit auðvitað enginn, hyort þessum lögum er fylgt eða ekki. Það er líklegt, að þau séu virt að vettugi í hinum af- skekktari fangabúðum, sem er illa stjórnað. Og ýmislegt í reglu gerðunum varðandi fangabúð- irar bendir einmitt til þess, að farið sé í kringum lögin. I fyrsta lagi fá fangaverðirnir kaup greitt í samræmi við það, hve mikilli vinnu fangarnir af- kasta. Ef fangarnir vinna mikið, fá fangaverðirnir góð laun. Ef fangarnir slæpast, verða laun fangavarðanna minni. Fangaverðirnir eiga m. ö. o. uni tvennt að velja: annaðhvort a.Q berja fangana áfram elleg- af að hugsa svo vel um þá. að þfeir verði það líkamlega hraust- ir, að þeir geti unnið mikið. E^yrri leiðin er sennilega ódýr- ari! í öðru lagi virðist þýzka „Kapo“-kerfið einnig notað í hinum rússnesku fangabúðum. í'jeglugerðunum mælir svo fyr- irj áð fangaverðirnir megi taka séí’cUl aðstoðar við eftirlitsstörf- iúi, þá fanga, „sem helzt er hægt að treysta — verkamenn og menn, sem dæmdir eru fyrir venjuleg afbrot“. 'f’f;. r ' ' 'Hverjir eru fangarnir? Þeim má skipta í tvo meginhópa. Það eru venjulegir glæpamenn og pólitískir fangar. Þar eð ekk- ert er minnst á það í lögunum, aö skilja beri þessa tvo flokka að, verður að reikna með, að þeir séu hafðir saman. Og þeir fangar „sem helzt er hægt' áð IVU $ h% í * ■ ? I AængjuS skip. f (Dæmningen). j Óvenju spennandi og á- j j hrifarík ensk stórmynd. — i j Kvikmynd þessi er tileinkuö j j H. M. S. Ark Royal og að | j nokkru leyti tekin um borð j j í þessu frægasta og mest um- | í talaða flugvélamóðurskipi síð j = ustu heimsstyrjaldar. Dansk- j § ur texti. | | Bönnuð börnum innan 16 ára I j Sýnd kl. 5, 7 og 9. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniii BÆJARBÍÓ I HAFNARFIRÐI [ I Á rúmstokkuum f j Skemmtileg amerisk gaman- j j mynd. I Aöalhlutverk: JOHN CAROLL i RUT HUSSEY ANN RUTHERFORD. j I Sýnd kl. 9. I Sími 9184. Minnisstæðustu [ atburðir ársins f j Sýnd kl. 7. — Sími 9184. j iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim treysta", munu vera hinir venjulegu glæpamenn. Pólitísku fangarnir eru í fangabúðunum einmitt vegna þess, að það var ekki hægt að treysta þeirn. Það eru glæpamennirnir, sem eru valdir til þess að hafa eftir- lit með hinum föngunum, sem eru neyddir til þess að þræla í fangabúðunum vegna þess að frelsisþrá þeirra var of sterk, þeir leyfðu sér að gagnrýna stjórn Stalins, ef til vill aðeins í huganum, þeir leyfðu sér að hugsa sjálfstætt og mynda sér sjálfstæðar skoðanir. Og þess meira, sem fangarnir vinna, þess meiri laun fá fangaverð- irnir! Við vitum, hver árangur- inn af því varð í Þýzkalandi. Fangaverðirnir verða að vera óvenju vandaðír menn, og stjórn fangabúðanna óvenju góð, ef engin misnotkun vinnu- aflsins á að eiga sér stað. Þá virðist aðferð sú, sem höfð er við að dæma fangana í nauð- ungarvinnu, all gjörræðisleg. í lögunum segir, að hægt sé að dæma mann í nauðungarvinnu annaðhvort af dómstóli, eða eftir úrskurði frá „opinberu yf- irvaldi". Háttsettir embættis- menn í Rússlandi geta því allir sent landa sína í nauðungar- vinnu, ef þeim finnst slíkt vera 1 nauðsynlegt fyrir heill ríkisins. jhað er mjög óljóst, hvort menn 1 geta áfrýjað, er þeir hafa veriö j dæmdir í nauðungarvinnu. Sam kvæmt lögunum um fangabúðir j ber yfirmönnunum hins vegar að senda fangana þegar í stað heim, ef þeir hafa verið náðað- ir, eða ef tími hans er útrunn- inn. Ef það verður raunverulega hafist handa um að rannsaka fangabúðirnar, verður ekki einasta að fá svar við því, hve margir séu í fangabúðunum, (heldur og hvers vegna, hvað fangarir hafi brotið af sér og 1 hve margir þeirra hafi verið GAMLA BI □ {Þar scm engin lögj ríkja. (Trail Street). j Spennandi og mikilfeng- i j leg amerísk kvikmynd frá I j RKO Radio Pictures. | Aðalhlutverkin leika: 1 Randolpli Scott, Anne Jeffreys, j George „Gabby“ Hayes ] 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. j Bönnuö yngri en 12 ára. j IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIH StíÍMGOTU „Glettni örlag- i i anna 1 j (La Femme Perdue) i j Hrífandi frönsk kvikmynd, j I sem verður ógleymanleg þeim j j er sjá hana. j Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 TRIPDLI-BÍq Ást og afbrot. (Whistle Stop). j Afar spennandi amerísk { | sakamálamynd. | Aðalhlutverk: George Raft, Ava Gardner, Tom Conway. i Sýnd kl. 5, 7 og 9. j Bönnuð yngri en 16 ára. | Sími 1182. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiitiiiiiiinMiiiiiiiiiiiiiiiiii M.s. Dettifoss fer frá Reykjavík laugardag- j inn 20. ágúst til Akureyrar og Kaupmannahafnar. E.s.,Brúarfoss’j fer frá Reykjavík laugardag- inn 20. ágúst til Sarpsborg, Kaupmannahafnar og Gauta borgar. H.f. Eimskipafálag íslands 'UÚhtiÍii Tíftuzhn dæmir í nauðungarvinnu af. „opinberu yfirvaldi1', en ekki venjulegum dómstóli. Turri átti ófarin að minnsta kosti tuttugu skref, þegar hann tók ofan húfuna, og það var auðséö, að hann hafði aldrei fyrr drýgt slíka hetjudáð, sem hann var nú að inna af höndum. Það þurfti meiri dirfsku til þessa en að berjast við flokk hungraðra úlfa. Lars minntist þess ekki að hafa séö T.urra fyrr, og hann var stórum sviphreinni en Lappinn, sem skaut að honum broddstafnum niðri á tanganum. Turri endurtók þá sögu Vönnu, aö þau hefðu veriö á leið niður að Marzhlíð, og þá afréð Lars að fara með þeim upp á fjallið. Hann var þó alls ekki viss um, nema hér væru svik í tafli. Hann lét því Turra og Vönnu ganga á undan sér, svo aö hann þyrfti ekki að óttast árás aftan frá. Hreindýrin voru nokkuð ofan við skógarmörkin, á svip- uðum slóðum og hann átti heyið haustið áður. Sumir hesju- staurarnir stóðu enn upp úr snjónum eins og þögulir ákær- endur. í sumar hafði grasspretta verið góð niðri í hlíðinni, svo að Lars hafði ekki heyjað uppi á hálsinum. Hér komu á vettvang fáeinir gamlir Lappar, sem allir voru álíka auðmjúkir og Turri, og enn fékk Lars það staðfest, að þeir ætluðu að láta hann fá hreindýr. Lars hefði ekki aðeins getað fengið fimm hreindýr, heldur hundrað, ef hann hefði krafizt þess staðfastlega. En frum- býlingurinn vissi ekki, hvílíkur ótti hafði ríkt meðal Lapp- anna þetta sumar og sífellt magnazt, þegar ekkert bar til tíðinda. Þeir þóttust vissir um það, að grimmileg hefnd biði þeirra, er þeir færu með hjarðir sínar framhjá Marz- vatninu. Frumbýlingurinn við Marzhlíð var í þeirra augum ofurmenni, sem gat leyft sér að biða ákveðinnar stundar, eins og sjálfur drottinn með sjálft víti handa þeim, sem áttu að lenda í brennisteinslogunum. Það voru fá orö, sem fóru á milli Lars og Lappanna. Lapp- arnir virtust vilja inna skaðabæturnar sem fyrst af hönd- um, og Lars langaði ekki heldur til þess að eiga lengur orðastað við þá en nauðsyn krafði. En svo þungt sem Lars var í skapi, gat hann þó ekki annað en dáðst að lipurð og færni Turra, er hann fangaði hreindýrin með slöngvivað sínum, eftir ábendingu Vönnu. Það voru allt feit og væn dýr, sem hann fékk, og hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér, að ekki hefði hann getað valið svona vænstu dýrin úr hópnum. Vanna, Anti faðir hennar og Turri hjálpuðu Lars með hreindýrin niður að Marzhlíð. Dóni kom þjótandi á mótl þeim, en Lars rak hann í burtu, svo að hann hræddi ekki Lappana um of. Klukkustund síðar var hreindýrunum slátrað, og Birgitta stóð við hlóðin með blóð og innmat í döllum og trogum. Stærsti potturinn, sem til var, hafði verið settur yfir eld- inn, og börnin spaðjörkuðu í kring, sleiktu út um og smjött- uðu. Hvorki Turri né Anti höfðu komið inn. Vanna hafði aftur á móti farið inn og talað við börnin. Birgitta þorði ekki annað en gefa henni nánar gætur. Hún var ekki búin að gleyma knýtinu, sem arsenikið var í. Lars rumdi ánægjulega, þegar hann hafði hengt hrein- dýraskrokkana fimm upp í stauraskemmu sína. Þar fraus kjötið undir eins og geymdist sem nýtt allt til vors. En þótt hann væri ánægður, voru samt græðgislegir 'drættir í kringum munninn. Þótt Lapparnir hefðu boðiö honum hundrað dýr, þá hefði hann þekkzt það. Það gat aldrei orðið of mikið af mat. En ánægöastur allra var Dóni. Hann hafði aldrei fengið aðra eins máltíð í Marzhlíö. Hann lagð- ist mettur til svefns þetta kvöld. — Hvernig stóð á því, að Lapparnir gáfu þér svona mörg hreindýr? spurði Birgitta seinna. — Það veit ég ekki. Þeir sögðu, að þetta væru skaðabæt- ur fyrir heyið. En það er líklega í fyrsta skipti, að þeir bjóða skaðabætur af fúsum vilji. — Vanna var skrítin á svipinn, fannst mér. — Skrítin? Lars hnussaði. — Hún var svo eirðarlaus. — Nú—ú. Það getur svo sem verið, sagði Lars þurrlega. Nú rifjaðist það líka upp fyrir honum, að Turri hafði varla haft af henni augun. Það var vafalaust eitthvað á seyði milli þeirra. Lars fór enn einu sinni út að stauraskemmunni, áður

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.