Tíminn - 24.08.1949, Qupperneq 8

Tíminn - 24.08.1949, Qupperneq 8
„ERLENT YFIRLIT I DAG: Ruráttun við Ku KUtx Khm, 33. árg. Reykjavík „Á FÖBiVLM VEC1« í DAG: Lufiasverðið býart. 24. ágúst 19449 176. blað Frönsku skógarbrunarnir stórfelldari en búizt var við í fyrstu Um 90 maiins hafa látið lífið, hundrnð í- búðarhúsa og’ sveitabæjja brunnið og 45 þiis. ha. skóglendis eyðilagzt. Skógarbruninn í frönsku héruðunum Gironde og les Landes, hefir orðið meiri og kostað fleiri mannslíf en búizt var við í upphafi. Talið er að farizt hafi milli 80 og 90 manns af völdum hans. Franska lögreglan telur líklegt að brun- arnir séu af mannavöldum og sé hér um skemmdarstarf- semi að ræða. Nokkrir menn hafa verið teknir fastir af þeim sökum. Það var ekki fyrr en á sunnudagskvöld, sem slökkvi- liði tókst að ná fullkomnu valdi yfir brunanum, en þá höfðu meðal annars sex bruna liðslestir frá París, verið send ar á brunasvæðin. Eldurinn var aðeins 10 km. frá Bor- deaux, þegar tókst að hefta framrás hans í þá átt. Kom þá steypiregn, sem varð bruna liðssveitunum til hjálpar. Tal ið er að um 45 þús. ha. skóg- lendis sé eyðilagt af völdum eldsins. Brunnin hús og sveita bæir skipta hundruðum, en nákvæm rannsókn er ekki fyr ir hendi enn um það. Lík þau, sem fundizt hafa eftir brunann eru flest óþekkj anleg, en flest hafa þau ver- ið flutt í ráðhúsið í bænum Cortas. Á sunnudaginn stóðu (Framhald á 7. síðu) Jafntefli milli K. R. og Fram Reyk j avíkurmótskappleikur í knattspyrnu fór 1 gær fram á íþróttavellinum. Kepptu Fram og K.R., síðari umferð, og varð jafntefli, eitt mark gegn einu. Hurfu við Rúss- nesku landamærin Tveir danskir stúdentar, sem voru á ferð í Finnlandi í síðustu viku, hurfu á fimmtu daginn var við rússnesku landamærin og hefir ekkert til .þeirra spurzt síöan. Leik- ur grunur á, að þeir hafi ver- ið handteknir af rússneskum landamæravörðum. Stúdent- ar þessir voru í dvalarbúðum ásamt 100 öðrum norrænum stúdentum. Þeir höfðu brugð- ið sér í stutta hjólreiðaferð og ætluðu að koma aftur í búðirnar eftir nokkrar klukku stundir. Þegar þeir komu ekki var hafin leit að þeim og fundust þá hjólin skammt frá rússnesku landamærunum. Það þykir að vísu ekki úti- lokað að þeir hafi farizt en líklegra að þeir hafi verið teknir til fanga. Danska sendi ráðið í Helsingfors hefir skor- ist í leikinn og sent fyrir- s purn um þetta til rússneskra yfirvalda. María Markan. María Markan syngur í Gamla bíó annað kvöld María Markan óperusöng- kona efnir til söngskemmt- unar í Gamla Bíó annað kvöld, og mun Fritz Weiss- happel leika undir. Söngur- inn hefst klukkan 7,15. Meðal annars mun María Markan syngja aríur og ís- lenzk lög eftir Karl O. Run- ólfsson, Hallgrím Helgason, Pál ísólfsson og Þórarin Guðmundsson. María Markan var hér síð- ast árið 1946, og eru liðin þrjú ár frá því hún söng hér síðast. Mun því mörgum leika hugur á að heyra til hennar, enda er hún meðal þeirra ís- lenzkra listamanna, er lengst hafa komizt á erlendum vett vangi. SÁÐSTEFM um INDÓNESÍU í dag hófst í Haag ráð- stefna, undir forsæti hol- lenzka forsætisráðherrans, er á að fjalla um Indónesíumál ið. Sitja 150 fulltrúar ráð- stefnuna. Verður aðallega rætt um það, að bandaríki Indónesíu fái senn fullt sjálfstæði innan hollenzku krúnunnar. Hjálp til fólksins frá Skuggahlíð Öllum er í fersku minni hið voveiflega og hörmu- lega slys, er bærinn að Skuggahlíð í Norðfirði brann til kaldra kola, fimm manns fórust og þeir, sem eftir lifðu, sum- ir með svo stór bruna- sár, að við örkumlum ligg- ur, misstu nær aleigu sína, hús og heimili, fatnað og muni. Nú hefir þess verið far- ið á leit við Tímann, að hann bæri fram þau til- mæli, að þeir, sem þess eru umkomnir, hlypu undir bagga með hinu ógæfu- sama fólki og léti ein- hverjar fégjafir af hendi rakna við það, svo að bætt verði að nokkru leyti það tjón, sem það hefir beðið og bætt verður með fjár- munum. Það hefir oft komið glögglega í ljós, að íslend- ingar eru örir á fé við þá, sem hjálparþurfa eru, og er þess að vænta, að fólk- ið frá Skuggahlíð megi finiia, að það á í raunum sínum samhyggð fólks um allt land. Myndarleg samkoma Fram- sóknarmanna að Ketilási - í Fljótum Á fjórða liundrað manns sóttu sainkoin- ep fór hið bezta fram. Framsóknarmenn í Fljótum í Skagafirði og á Siglu- firði, héldu alnienna samlcomu að Ketilási í Fljótum á sunnudaginn var. Sótti samkomuna hátt á fjórða hundr- að manns og fór hún hið bezta fram. Veður var hið ákjós- anlegasta, sólskin og blíoa þegar leið á daginn. Hermann Jönsson, bóndi á Yzta-mói, formaður Fram- sóknarfélags Fljótamanna setti samkomuná með nokkr- um ávarpsorðum og stjórnaði henni. Ræður flúttu þeir Ey- steinn Jónssoh, ráðherra, Steingrímur Steíhþórss., bún- aðarmálastjóri og Þráinn Valdemarsson, erindreki. Á milli ræðanna sungu fjór ar ungar stúlkur frá Siglu- firði við gítarundirleik. AS síðustu var dans&tiginn fram eftir kvöldi. Samkoma þessi var hin myndarlegasta í alla staði og vel til hennar vandað. Kalda stríðið milii Tító og Rússa harðnar stöðugt Svar Júgóslava við síðnstu ásökunnm Riissa „Kalda stríðið" milli Júgóslavíu og R^jands færist nú stöðugt í aukana og undanfarna daga hýpy; ekki geng- ið á öðru en hvassyrtum orðsendingum á bá^íbóga. Júgó- slavar hafa nú svarað nýjustu orðsendingu Úfíssa, þar sem þeir voru sakaðir um, að hafa handtekið og igi^þyrmt rúss- neeskum borgurum alsaklausum. Svar Júgóslava. í svari Júgóslava er þess krafist, að Rússar hætti að skifta sér af innanlandsmál- um þeirra. Júgóslavía sé sjálf stætt ríkr og afskifti erlendis frá af innanríkismálum muni ekki þoluð. Segir að hinir rússnesku borgarar, sem hand teknir hafi verið, hafi verið rússneskir njósnarar, er gerst hafi brotlegir við júgóslav- nesk lög. Það sé sjálfsagt, að senda þessa menn heim til Rússlands, ef Rússar æski þess, og ennfremur sé öllum öðrum rússneskum borgurum í Júgóslavíu frjálst að snúa aftur heim, þegar þeir vilji. „Arftakar Gestapo“ í fyrri orðsendingu Rússa var Tito og samstarfsmenn hans kallaðir „fasistar og arf takar Gestapo". Sagði, að þeir létu ofsækja saklausa borg- ara. Enginn gæti nú verið óhultur um að vera handtek- inn að ósekju og yfirleitt væri Tito á góðum vegi með að af- nema allt frelsi í landinu. Tito hógværari. Svar Titos við ásökunum þessum var mun hógværara, en þó hvassyrt. Sagði m. a. T ÍTÓ að „fjandskapur Rússa í garð Júgóslava væri J fullu sam- ræmi við yfirgangsstefnu þeirra“. Afneitað. í Búkarest yoru. allmikil há- tíðahöld í dag, rí tilefni þess að 5 ár eru liðin frá því land- ið var frelsað úr klóm Þjóð- verja. Utánríkisráðherra Rúmeníu notaði tækifærið, og afneitaði Títo í ræðu, fyr- ir að hafa „gehgið heimsveld- issinnum á hönd“. Séra Þorsteinn Briem jarðsettur i gær Séra Þorsteinn Briem var jarðsettur á Akranesi í gær að viðstöddu mjög miklu fjöl menni. Kveðjuathöfn hafði farið fram í Reykjavík daginn áð- ur- Flutti þá séra Friðrik Frið riksson húskveðju á heimili hans, en séra Sigurður Páls- son, Sigurbjörn Einarsson dcsent og séra Bjarni Jóns- son þjónuðu í dómkirkjunni. Síðan báru piltar úr K.F.U.M. og frændur hins látna kist- una til skips, en hún var flutt sjóleiðis til Akraness. Við útfararathöfnina á Akranesi þjónuðu séra Frið- rik Friðriksson, séra Magnús Runólfsson, séra Jón Guð- jónsson og séra Sigurjón Guðjónsson. Yill einn gjaldmiðil fyrir V.-Evrópn Á þingi Evrópuráðsins í Strassburg í dag var rætt um efnahagsmál. Þrír fulltrúar Breta (úr Verkamannaflokkn um) lögðu til, að einn gjald- miðill yrði látinn gilda í öll- um Vestur-Evrópuríkjunum- — Dalton (Bretland) skýrði frá því, að frá því 1938 hefði iðnaðarframleiðslan í Bret- landi aukizt meira en hjá nokkru öðru þátttökuriki í Evrópuráðinu, að Svíþjóð og Danmörku undanskildum. — Ennfremur sagði hann, að á sama tíma hefði útflutningur Breta aukizt meira en hjá nokkurri annarri þjóð. Ritstjórinn var sýknaður Ritstjóri þýzka blaðsins Síiddeutsche Zeitung, sem sakaður var um að hafa egnt til Gyðingahaturs og átt hlut deild í því að koma af stað óeirðum í Múnchen, svo sem skýrt var frá hér i blaðinu á dögunum, hefir verið sýkn- aður af þeirri ákæru. Uppþot Gyðinganna verði ekki rétt- lætt með neinum sakargift- um á hendur ritstjóranum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.