Tíminn - 24.09.1949, Side 2

Tíminn - 24.09.1949, Side 2
2 TÍMINN, langardaginn, 24. sept. 1949 203. blað hap til heiia í dag. Sólin kom upp kl. 7.16. Sólarlag kl. 19.23. Apcjegisflóð kl. 7.25. Síððegisflóð kl. 19.45. 1 nótt. Næturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í lyfjabúðinni Iðunn, sími 7911. Næturakstur annast B.S.R., simi 1720. Útvarpih Útvarpið' í kvöld. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Útvarpstríóið: Einleik- ur og tríó. 20.45 Leikrit: „Laug- ardagskvöld“ eftir Vilhelm Mo- berg (Leikstjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen). 21.25 Tónleikar: Lög úr söngleikjum eftir Victor Herbert (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög (plöt ur). 24.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipLn? Eimskip. Brúarfoss er í Reykjavík. Detti foss fór frá Kaupmannahöfn 21. sept. til Gdynia og Finnlands. Fjailfoss er í Kaupmannahöfn. Goðafoss fór frá Reykjavík 22. sept. til Vestmannaeyja og fsa- fjarðar og New York. Lagarfoss kom til London 22. sept., fer þaðan til Antwerpen, Rotterdam og Hull. Selfoss er á Siglufirði. Tröllafoss er í Reykjavík. Vatna- jokúlí er í Reykjavík. Sambandsskip. Hvassafell er í Reykjavík. Ríkisskip. Hekla er í Álaborg. Esja var á Akureyri í gær á vesturleið. — Herðubreið var á Breiðdalsvík í gær á norðurleið. Skjaldbreið fór i gærkvöldi frá Reykjavík til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyrill er í Reykjavík. Einarsson & Zoega. Foldin er í Reykjavík. Linge- stroom er í Amsterdam. Úr ýmsunrL áttum Frá Kvcnfél. Hallgrímskirkju. Félagskonur eru vinsamlega foeðnar að senda andvirði happ- drættismiðanna frá kl. 10—12 og 6—3 til Guðrúnar Fr. Rydén, ■ Eiríksgötu 29. Kvennaskólinn í Reykjavík. Námsmeyjar skólans komi tii viðtals í skólann á þriðjudaginn kemur, 27. september, fyrsti og annar bekkur klukkan 10, en þriðji og fjórði bekkur kl. 2. Frá ríkisrá.ðsritara. á ríkisráðsfundi 21. sept. 1949 skipaði forseti íslands: Pétur Eggerz Stefánsson vararæðis- mann íslands í Bremerhaven og Harry Otto Johnson ræðismann íslands í Mexico með aösetri í Mexicoborg. — Á sama fundi setti forseti íslands: 1. Bráða- birgðalög um breyting á lögum nr. 56, 7. maí 1946, um breyting á 1. nr. 80, 7. sept. 1942, um kosn- ingar til Alþingis. 2. Bráðabirgða lög um breyting á lögum nr. 51/1940 um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. — Ennfremur var staðfest breyt- ing á reglugerð fyrir Háskóla ís- lands, nr. 47, 30. júní 1942, þá var ennfremur fullgiltur milli - ríkjasamningur milli Islands, Danmerkur, Finnlands, Noregs, og Svíþjóðar um gagnkvæma veitingu lífeyris. — Á sama fundi var þeim Magnúsi Péturssyni héraðslækni í Reykjavík veitt lausn frá embætti frá 1. jan. n. k„ og Kolbeini Kristóferssyni héraðslækni i Þingeyrarhéraði veitt lausn frá embætti frá 1. nóv. n. k. að telja. Knattspyrna. S.l. þriðjudag kepptu starfs- menn Pepsi-Cola og Coca-Cola gegn starfsmönnum trygginga- félaganna hér í bænum og fóru leikar þannig að Cola-menn sigruðu með tveimur mörkum gegn engu. Coia-menn hafa í þeim knattspyrnuleikjum, sem þeir hafa leikið undanfariö reynst ósigrandi, enda eiga þeir allgóðum knattspyrnumönnum á að skipa. — Á þriðjudag fór fram . úrslitaleikurinn í lands- móti 2. flokks milli K. R. og Vals og varð jafntefli 1:1 — og verða félögin því að leika aftur til úr- slita. Fréttir frá f.S.f. íþróttanámskeið. Axel Andrés son, sendikennari í.S.l. hefir hefir lokið handknattleiks- og knattspyrnunámskeiði hjá í- þróttabandalagi ísafjarðar. Þátt takendur voru alls 217. Staðfest sunilmet. 200 metra bringusund. Árangur 2:42,6 mín. sett 18./7. 1949, af Sigurði Jóp.s- syni (H.S.Þ.) — Þá hefir fram- kvæmdastjórn í.S.í. samþykkt að bæta 10x50 m. boðsundi, frjáls aðferð, við þau sund, sem þegar eru ákveðin í sundreglum í.S.í. aö séu staðfest sem ís- landsmet. íþróttabækur f.S.f. Aðalútsala á þeim er nú í Bókaverzlun ísa- foldar, Reykjavík. En eins og áð- ur geta sambandsfélög í.S.í. sent pantanir sínar á skrifstofu í.S.j., Amtmannssstíg 1, Reykja- vík. Arnað heilla Steindór Gunnlaugsson lögfræðingur frá Kiðjabergi er sextugur á morgun. é Blöð og timarit Heimilisritið, september hefti- er komið út. Forsíðumynd í litum af kvik- myndaleikaranum Charles Boy- er. Smásaga, sem heitir: Enginn er annars bróðir í leik, eftir Halla Teits. „Tíu boðorð vinátt- unnar“ eru heilræði. Hin miklu skáld er kvæði eftir Slána Slag- brandsson. Hvaö sefurðu lengi, er grein um svefninn. Þá eru margar smásögur o ggreinar um ýms efni i ritinu. S. K. T. Nýju og gömlu dansarnir í G. T.- húsinu sunnudagskvöld kl. 9 — Húsinu lokað kl. 10.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6.30. i Skemitiíið ykkíii* sin áfengis. S.G.T. GömSu dansarnir aö Röðli í kvöld kl. 9. Músik: Hljcmsveit, 6 manna, undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar (K. K. sextett). Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8. Sími 5327- Hótei Garður L O K A D Óskil Rauðblesóttur graðhestur tveggja vetra verður boð- inn upp og seldur á Arnarholti í Kjalarneshreppi 1. okt n. k. Þeir sem kynnu að eiga hest þennan gefi sig fram fyrir söludag. Hreppstjórinn í Kjalaneshreppi ig vanfar tvo pípulagningamenn nú þegar Svanur Skæringsson Pípulagningameistari Oss vantar i! it þegar stúlkur til hreingerninga á skrifstofum vor || Reykjavíkurflugvelli. Upplýsingar í síma 6600. tí Flugfélag Islands h.f. | i jf « 8 •♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»•»♦•♦<♦♦♦ ♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦»♦*♦♦»♦♦»♦♦♦.♦♦♦♦♦♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦♦»»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦«»é*»»<»»»* Blöndunartækin enn til umræðu Upplýsingar þær, sem birtust hér í blaðinu um íurðulega mis- munandi verö á ítölskum blönd- unartækjum í baðherbergi, hafa að vonum vakið athygli. Að vísu var það áður alkunna, að oft er reginmunur á verði sama varn- ings, þótt frá sama landi sé og keyptur um svipað leyti. En þessu hefir samt lítt verið hreyft. Það er svo margs konar óreiða í verzlunarmálunum i landi okkar, að fólk kallar ekki orðið allt ömmu sína. Nú hefir verzlunin J. Þorláks- son & Norðmann sent mér bréf þessu viðvíkjandi, svolátandi: „í Timanum 21. þ. m. birtist grein í dálkinum „Á förnum vegi“ undir fyrirsögninni , Blönd unartæki og blandið verð.“ — Misræmið í verðlagi þessarar vöru og á svokölluð „Armatur“ yfirleitt, hefir að sjálfsögðu vak- ið furðu. Við gerum ráð fyrir að tilgreind verð eigi við ítölsk blöndunartæki, en talsvert hefir verið flutt inn af þessari vöru frá ítalíu og það af aðilum, sem aldrei liafa verzlaö með þessa vöru áður. Þar sem við höfum um langt árabil verið með stærstu innflytjendum á þessu sviði, hefði ekki verið úr vegi ' að geta um verð á ítölskum j blöndunartækjum í verzlun okk ; ar, en bað er kr. 198.35. Misræm- ið í verðlagi blöndunartækjanna, er aðeins eitt dæmi af mörgum um óstjórn í gjaldeyrismáluni okkar og hvernig lögin um fjár- hagsráð (beztu kjarakaupin) hafa verið framkvæmd. Þær verzlanir, sem gera hagkvæm og góð innkaup, virðast ekki njóta þess í leyfisveitingum.“ Jafnframt hefir Slippfélagið óskað bess, að.getið væri, að það hafði um skeið í sumar á bóð- stólum ítölsk blöndunartækt, sem kostuðu 195 krónu.r. En þau seldust öll á skömmum tíma. J. H. Hugheilar þakkir til allra, er sýndu mér vinarhug með gjcfum, skeytum og árnaðaróskum á sextugsaf- mæli minu. Guð blessi ykkur. Jón Sumarliðason, Breiðabólstað Ollum þeim mörgu er sendu mér vinarkveðjur og glöddu mig á einn eða annan hátt á 75 ára afmælis- degi mínum 11. sept. Votta ég hér með mitt innilegasta þakklæti. Carl Berndsen, Skagaströnd Alúðarþakkir til allra, sem studdu mig með peninga- gjöfum og á annan hátt í veikindum mínum. Blómsturvöllum, Djúpavogi, í sept. 1949, Albert J. Sigurðsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.