Tíminn - 13.10.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, fimmtudaginn 13. október 1949
219. blað
Svörin í Morgunblaðinu
Þau ár, sem ég hefi stund-
að blaðamennsku að öðrum
þræði, hefi ég verið að reyna
að fá Mbl. til að ræða um
þjóðmál við mig, — með litl-
um árangri. Ég hefi því yfir-
leitt orðið að tala við fólkið
en ekki Mbl., enda ólíkt
skemmtilegra.
Til þess að forsmá ekki
viðléitni Mbl. til að svara
mér og Tímanum, þó að í
smáu sé, ætla ég nú að fara
nokkrum orðum um þau at-
riði þeirrar tegundar, sem ég
hefi fundið í blaðinu síðustu
dagana.
Er Framsóknarflokkur-
Inn klofinn?
Mbl. heldur því fram, að-
það sé út í bláinn að segja,
að Framsóknarflokkurinn sé
ekki klofinn og talar um
' samninginn um Keflavíkur-
flugvöllinn og Atlantshafs-
bándalagið í því sambandi.
Framsóknarflokkurinn er
heill og óklofinn um þá
stefnu, að íslendingar séu
sjálfstæð þjóð, — lýðræðis-
þjóð, sem hafi vinsamlegt
sámstarf við nánustu frænd-
þjóðir og viðskiptaþjóðir sín-
ar, en þó þannig, að réttur
íslendinga sé ekki skertur.
Slíkur flokkur getur komizt
í nokkurn vanda og skoðan-
ir orðið skiptar innan hans
um afstöðu og fylgi við ein-
staka samninga. í þvi sam-
bahdi er rétt að gera dálit-
inn samanburð-
r* i » J l t "
Stefnumál að semja
eða semja ekki.
Þeir, sem hafa að stpfnu-
máli að semja eða semja ekki
við ákveðnar þjóðir, þurfa
ekki að hafa heilabrot um
hagkvæmni samninga út frá
islenzku sjónarmiði. Komm-
únistum er það stefnumál að
semja ekki um neitt við lýð-
ræðisþjcðirnar, nema Rúss-
um líki. Þeir eru því ákveðn-
ir á móti öllum samningum
við Bandaríkin án alls til-
lits til íslenzkra hagsmuna.
Sjálfstæðismönnum er það
líka stefnumál að semja við
Bandaríkin án tillits til hags
muna íslendinga.
Sjálfstæðismenn vildu
99 ára herstöðvasamning.
Ég veit, að Gunnar Thor-
oddsen sagði svo frá vetur-
inn 1945—46, að það væru
einir þrír þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins á móti því að
gera 99 ára herstöðvasamn-
ing við Bandaríkin.
Öll þjóðin veit, að haustið
1946 kom Ólafur Thors for-
sætisráðh. fram með á Al-
þingi uppkast að samningi
um flugvöllinn í Keflavík og
lét svo um mælt:
„Það er hægt að segja: Ég
vil alls engan samning við
Bandaríkin. Ég vil fjandskap
ast við Bandaríkin. En það
er ómögulegt að segja: Ég
vil halda vinfengi við Banda-
ríkin og þess vegna leysa þörf
þeirra ef ég get það mér að
meinfangalausu, en neita þó
að gera þennan samning“.
Forsætisráðherrann full-
yrti, að betri samning fyrir
íslendinga væri ekki hægt
að fá. Annaðhvort yrðu
menn að fallast á þetta eina
og ákveðna samningsuppkast
eða sýna Bandaríkjunum
fjandskap.
Þessi stóru orð varð Ólafur
Thors að éta ofan I sig, af
Eftir Halldór Kristjánsson
því að Framsóknarmenn
fluttu og fengu samþykkt-
ar breytingar á samningn-
um, íslendingum i hag. Hins
vegar þótti þeim öllum og
einhuga of skammt gengið í
því sambandi, þó að sumir
þeirra greiddu atkvæði með
honum án frekari breytinga,
þegar sýnt var, að ekki náð-
ist þingmeirihluti með því,
að ganga lengra.
Það á ekki að nefna
snöru —
Mbl. ætti ekki alltaf að
vera að minna á undirlægju-
hátt sinna manna með því
að vera að tala um afstöðu
Framsóknarmanna í þessu
sambandi. Það ætti líka að
hafa vit á að þegja um leyni-
makk Ólafs Thors bak við
þing og þjóð í stað þess að
minna alltaf á það, með
grobbi um hina ,,frábæru“
utanríkismálastjórn manns-
ins.
Vinnubrögð Ólafs Thors í
sambandi við Keflavíkur-
samninginn og meðferð þess
máls, er eitt af meiriháttar
slysum í sögu íslenzkra utan-
ríkismála-
Það á ekki að nefna snöru
í hengds manns húsi eða
tala um utanríkismálastjórn í
blaði Sj álfstæðisflokksins.
Minni þeir sem bezt á.
Um þátttöku íslands í At-
Iantshafsbandalaginu er svip
aða sögu að segja. Ég er per-
sónulega fylgjandi þátttöku
íslands í því bandalagi, en
ég skil ekki, hvað gat verið
hættulegt við það, að fyrir-
varinn um sérstöðu íslands
og vopnleyysi hafði verið
skjalfestur með sjálfum
samningnum.
Þvi lengur, sem Mbl. ræð-
ir þessi mál, mun það koma
skýrar fram, að Framsókn-
arflokkurinn er einhuga um
að óska fyrir íslendinga
hönd lýðræðislegra samn-
inga við aðrar lýðræðisþjóð-
ir á þann hátt, að frjálsum
þjóðum sé traust og öryggi
að og réttur íslands sé vel
tryggður.
Hitt er Framsóknarmönn-
um ekki stefnumál, að gera
samninga með eða móti nein
um sérstökum þjóðum.
Varnir brennivíns-
forsetans.
Fyrir nokkru nefndi ég
hér í blaðinu ýms dæmi um
spillingu þá, sem þróast
hefði í opinberri fjárgæzlu
undir stjórn Sjálfstæðis-
manna. Minntist ég þar á
hin illræmdu áfengisfríðindi
einstakra opinberra starfs-
manna og skýrði frá þvl, að
forseti sameinaðs þings hefði
í vetur neitað fjárveitinga-
nefnd um upplýsingar um
það, hversu mikið einstakir
menn hefðu notað þessi fríð-
indi. Þetta dæmi nefndi ég,
vegna þess, að þá er spilling-
in komin nærri hámarki,
þegar sá maðurinn, sem sér-
staklega er trúað til að vaka
yfir sæmd Alþingis, notar að
stöðu sína og vald til að fela
hneykslin og breiða yfir þau.
Það, sem Jón Pálmason
hefir til mála að leggja sem
svar við þessu er þannig:
„Framsóknarflokkurinn
hafði orðið sér til lands-
þekktrar smánar með því að
gera fíflið frá Kirkjubóli að
frambjóðanda í Barðastrand
arsýslu“.
Þannig ver hann nú sóma
sinn og þingsins og ekki með
öðru.
Þetta eru ákveðin orð, en
lítið eru þau rökstudd, og
þarf ég þá ekki að fjölyrða
meira um spekinginn á Akri.
Misskilin tilvitnun.
Vaxtarbroddur Sjálfstæðis-
flokksins, Gunnar Helgason
frá Hlíðarenda, flutti út-
varpsræðu, sem mjög var
rómuð í Mbl. og síðan birt
í Heimdalli. Þar segir svo:
„í Tímanum hefir í seinni
tíð oft verið borið mikið lof
á kommúnista. Hafa sálma-
skáldið frá Kirkjubóli og
Hermann Jónasson aðallega
staðið fyrir þeim skrifum. í
grein, er birtist í Tímanum
nýlega, stendur: „í flokki
sósíalista er sundurleit hjörð.
Þar eru menn, sem eru ein-
lægir samvinnumenn og um-
bótamenn á lýðræðisgrund-
velli“.
Sjálfráð eða ósjálfráð
fölsun.
Mér er sama hvort heldur
Gunnar frá Hlíðarenda er
fífl eða fálsari. Þessi orð eiga
vitanlega við þá menn „í
flokki sósíalista“, sem ekki
eru kommúnistar. Hafi Gunn
ar ekki skilið það, er hann
fífl, en þá getur hann verið
heiðarlegt fífl, og er það
miklu betra hlutskipti en
hinn síðari kosturinn, að
hafa að vísu greind til að
skilja, en reyna að láta aðra
taka þetta öðruvísi en það
er meint.
Kosið af misskilningi.
Ég mun standa við þessi
orð um mennina í flokki
sósíalista. Ég mun líka
standa við það, sem Tíminn
hefir sagt, að mikill fjöMi
fólks, sem kosið hefir Sjálf-
stæðisflokkinn undanfarið,
væru einlægir samvinnu-
menn. Það fólk hefir kosið
með Sjálfstæðisflokknum af
misskilningi.
Þó að ég fari þannig al-
mennum viðurkenningarorð-
um um heiðarlegt og óspillt
alþýðufólk, sem af misskiln-
ingi hefir kosið Sjálfstæðis-
flokkinn eða Éósíalistaflokk-
inn, fer því alls fjarri, að í
því felist nokkurt loforð um
samstarf við Ólaf Thors eða
Brynjólf Bjarnason, Bjarna
Benediktsson eða Áka Jak-
obsson. Mér liggur í léttu
rúmi þó að skrifstofupiltar
íhaldsins skilji þetta ekki.
Mér er nóg, ef þjóðin skilur
það.
Lýðræðissinnaðir umbóta-
menn munu læra það, að
þeir mega hvorki efla tæki-
færissinnaða Moskvumenn
eða heildsala og þjóna þeirra
til valda í landinu. Þess
vegna geri ég ráð fyrir, að
þeir muni í stórum stíl snúa
frá þessum ógæfuflokkum til
liðs við Framsóknarflokkinn.
Kveðja til samvinnu-
manna.
Annars eru alltaf vaxandi
vonir um það, að Sjálfstæð-
isflokknum takist að drepa
(Framhald á 7. síðu)
Það er gaman að heyra menn
rabba um málin fyrir kosningarn-
ar. Nú lesum við í blöðunum und-
anfarna daga langar og brenn-
andi greinar um áhuga flokkanna
á því, að láta öllum líða vel og
svo framvegis. Alþýðuflokkurinn
vill byggja 200 verkamannabústaði
á ári um leið og hann framkvæm-
ir 4 ára áætlunina miklu, eykur
neyzluvöruinnflutninginn og dreg-
ur úr fjárfestingunni. Og Sjálf-
stæðisflokkurinn þá — ja — ég veit
nú ekki, hver ósköpin hann vill
gera.
Eitt er það þó, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vill ekki. Hann vill ekki
setja neinar reglur um að nota
I vel og skynsamlega það húsnæði,
' sem komið er. Hann kallar það
J mikla illmennsku við Reykvíkinga,
j.að Framsóknarmenn hafa viljað
jog vilja koma á stóríbúðaskatti,
svo að fólk verði annaðhvort að
1 greiða sérstakt gjald til almanna-
sjóða eða láta sér lynda hóflegan
húsakost. Svo mikil goðgá finnst
Sjálfstæðismönnum þessi viðleitni
Framsóknarmanna, að þeir kalla
það býsn, að slíkur flokkur skuli
dirfast að bjóða fram mann í
Reykjavík.
Hverjir eru Reykvíkingar? Þeg-
ar Mbl. talar, eru það víst þeir,
sem eiga hús og búa „flott“, sem
bera þann titil. Fátæka fólkið er
ekki Reykvíkingar. Það eru ekki
Reykvíkingar sem verða að hýr-
ast í lélegasta húsnæðinu og það
eru heldur ekki Reykvíkingar, sem
verða að borga okurleigu fyrir hús
næði. Þetta fólk heitir „aðkomu-
fólk“ á kosningamáli Mbl. En það
eru Reykvíkingar, sem stóribúða-
skatturinn myndi bitna á.
Það er dýrt að byggja og ís-
lenzka þjóðin hefir mörgu að sinna.
Ég held, að við ættum að keppa
að meiri hagsýni í þjóðarbúskap.
Þá er fyrst, að gera framleiðslu-
störfin arðvænlegri og meira að-
laðandi en braskið. Svo er að láta
innflutninginn miðast við raunveru
legar þarfir. Flytja inn góðar og
nauðsynlegar vörur, en ekki gling-
ur og óþarfa. Skrautarmbönd,
krystalsvörur og vínsett verður
þjóðinni dýrt, þegar hún verður
að neita sér um ljós, skjólfatnað og
verkfæri vegna þessa, en þannig
hefir innflutningnum verið hagað
og er ennþá, hvað sem Ólafur
Björnsson segir. Ég held meira að
segja, að við verðum að flytja inn
gúmmístígvél á sjómenn og fá-
tækra börn áður en húsmæðurn-
ar fá rafgengar hrærivélar, þó að
góðar séu.
En þar sem við þurfum að eyða
sem minnstu til daglegrar neyzlu,
verðum við að gæta heiðarlegra
verzlunarhátta og jafnaðar í dreif-
ingu nauðsynja og spara óþarf-
ann, og fyrst og fremst vil ég
minna á áfengi, en árlegt vinnu-
tap af meðferð og neyzlu þess
mun sennilega nema 50 milljónum
króna. Þar næst nefni ég tóbak,
en það er töluleg staðreynd, að
tóbaksmenn þjóðarinnar leggja ár-
hinn tapaði tóbaksgjaldeyrir er
reiknaður til húsaverðs. Svo
finnst mér óþarfi að hengja
á sig hálsmen og gullkeðj-
ur, meðan þúsundir af íbúum
landsins fá ekki vatnsleiðslu inn
til sin. Dýrustu loðskinn og lúxus-
bílar eru líka óskemmtilegar vör-
ur fyrir þá, sem ekki fá vasaklút
eða skósóla vegna þessa innflutn-
ings.
Ég held því, að við þurfum fyrst
og fremst skynsamlegri sjónarmið
og heiðarlegri verzlunarhætti, og
það sé þá fyrst, sem eitthvað þýð-
ir að auka innflutning neyzluvör-
unnar. Og ef við viljum gera vel
til allra í húsnæðismálum, er fyrst
að nota skynsamlega það húsnæði,
sem til er, en þar næst að byggja
skynsamlega og haganlega, en
þetta verður hvorugt gert nema
auðmennirnir séu undir aðhaldi.
Starkaður gamli.
• •
HANGIKJOT
nægar birgðir fyrirliggjandL
Ný framíeiðsla kemur í hverri viku.
REYKHÚS S.Í.S.
Sími 4241.
KJÓSIÐ
B-LISTANN!
/ /
AUGLYSIÐ I TIMANUM