Tíminn - 30.10.1949, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, sunnudaginn 30. október 1949
233. blað
Hvar eru skipin?
Eimskip:
Brúarfoss er væntanlegur til
R^kjavíkur kl. 16 í dag. Dettifoss
fór frá Hull 26. okt., væntanlegur
til Reykjavíkur kl. 6 í dag. Fjall-
foss er á Siglufirði. Goðafoss kom
til Antwerpen 28. okt., fer þaðan
til Rotterdam. Lagarfoss kom til
Hull 27. okt., fer þaðan á morgun
tii London. Selfoss fór frá Siglu-
firði 20. okt., kom til Gautaborg-
ar 28. okt. Tröllafoss fór frá New
York 19. okt., væntanlegur til
Reykjavíkur kl. 8—9 í fyrramálið.
Vatnajökull fór frá Eskifirði 26.
ókt. til Hamborgar.
Rikisskip:
Esja er í Reykjavík. Hekla er á
Austfjörðum á norðurleið. Herðu-
breiií er á Austfjörðum á suðurleið.
Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyrill
er í Reykjavík.
Blöð og tímarit
Vinnan
tímarit Aiþýðusambands íslands,
ágúst—sept. hefti, er nýkomið út
og hefir borizt blaðinu. í því eru
meðal annars greinarnar Gengis-
lækkun er engin lækning, eftir
Helga Hannesson, Alþjóðavinnu-
málaþingið eftir Magnús Ástmars-
son. Verkalýðshreyfingin og nor-
ræn samvinna, Hvalveiðistöðin cft
ir Sæmund Ólafsson, Göngur og
réttir og kaupgjaldstíðindi. All-
margt mynda er í heftinu. Ritstjóri
er Karl ísfeld.
*
Ur ýmsum áttum
Gengisskráning Lands-
banka íslands.
Sterlingspund 26.09. Bandaríkja-
öo'.lar (100) 931.75. Danskar kr.
(100) 134.90. Norskar kr. (100)
130.45. Sænskar kr. (100) 180.10.
Pr. frankar (1000) 26.62. Gyllini
(100) 245.43. Belg. frankar (100)
18.65. Tékkneskar kr. (100) 18.63.
Svissn. frankar (100 ) 2213.33.
Canad. dollarar (100) 847.10. Lírur
(óskráð). Gullgengi ísl. krónu síð-
an 19. september 1949: 423.84 papp
irskrónur jafngilda 100 gullkrón-
um.
Síðasti sýningardagur.
í dag er síðasti dagur málverka-
sýn'ngar ÞorvalOar Skúlasonar.
Sýningin er i sýningarsal Ásmund-
ar Sveinssonar við Preyjugötu og
rtafa um sex hundruð manns séð
hana. Seldar hafa verið 10 myndtr.
fyrirlestur um rímur-
Eins og blöðin hafa áður skýrt
irá, hefir Sir Wiiliam Craigie ver-
ð íenginn til að halda fyrirlestur
úð G’asgow-háskólann í minningu
jm prcfessor W. P. Ker, og valdi
jann rímur að umtalsefni. Er nú
ikveðið að hann flytji erindi sitt
læstkomandi þriðjudag, 1. nóvem-
oer, og verður þaö síðan prentað.
Þessi rit eru nú ýmst fullprent-
jð eða í prentun hjá Rimnafélag-
inu: Fyiirlestur sá, er Sir William
Craigie flutti í Háskóla íslands i
fyrra. Tvennar rímur eftir Guð-
mund Andrésson (og þar með lok-
ið útgáfu allra rita hans). Tvenn-
ar rímur eftir Steinunni Finnsdótt
ur í Höfn (ömmu síra Snorra
Björnssonar á Húsafelli>. Hrólfs-
rímur kraka, eftir síra Eirik Halls-
son, og Ambálesrímur, ortar út af
sömu sögu og Hamlet Shakespearé.
Dr. Björn K. Þórólfsson mun
hafa Rollantsrimur i undirbúningi,
en útgáfa þeirra hlýtur að taka
langan tíma sökum handritafjöld-
ans. Hann flytur erindi um höfund
inn, Þórð á Strjúgi, á ársfundi
Rímnafélagsins seint i næsta mán-
uði.
Bókavörður félagsins er Friðgeir
Björnsson stjórnarráðsfulltrúi. Hjá
honum geta áhugamenn fengið lög
þess til útbýtingar.
(Frá Rímnafélaginu).
Barnaverndarfélag
Reykjavikur
óskar efíir nýjuni félögum. Áskrift
arlistar liggja frammi á eftirtöld-
um stöðum: Bókabúð Braga Brynj
ólfssonar, Haínarstræti 22. Bóka-
búð Helgafells, Laugavegi 100.
Bókabúðin Laugarnes, við Laugar-
nesveg og Sundlaugaveg. Bókaverzl
un Sigfúsar Eymundssonar, Aust-
urstræti 18. Hljóðfæraverzlun Sig-
ríðar Helgadóttur, Lækjargötu 2.
Greiðslum veita auk þess móttöku
og afhenda félagsskírteini: Sira
Jón Auöuns, Garðastræti 42, sími
1406. Þorkell Kristjánsson, Ingóifs-
stræti 0B (kl. 2—3), sími 5063.
Magnús Sigurðsson kennari, Hof-
teig 38, sími 1378. Frú Svafa Þor-
leifsdóttir, Hjallaveg 14, sími 6685.
Stjórn félagsins treystir öllum góð
um mönnum til að bregðast vel
við þessari málaleitun.
26. aðalfundur danska
félagsins.
Danska félagið í Reykjavík (D.
D. S.) hélt nýlega 26. aðalfund
sinn í Tjarnarcafé.
Formaður gaf skýrslu um at-
burði og fundi ársins og lagði
fram reikninga. Við kosningar
baðst hinn fráfarandi formaður,
O. Kornerup-Hansen, eindregið
undan endurkosningu, enda hefir
hann verið í formannssæti siðustu
átta árin. Var honum og frú hans
af fleiri ræðumönnum þakkað
hjartanlega. í hans stað var kos-
inn K. A. Bruun og ennfremur í
stjórn danska félagsins þeir E. O.
Malmberg, Victor Strange, Robert
Færgemann og Robert Bendixen.
Endurskoðendur þeir Ivan Ras-
musson, Ludvig Petersen og H.
Holm.
Carl Olsen stórkaupmaður stjórn
aði funtíinum, og kvöldinu lauk
með borðhaldi. — Næsti skemmti-
fundur félags'ns verður um miðj-
an nóvembermánuð.
Toppermynd.
Austurbæjarbíó sýnir um þessar
mundir Topper-mynd. Nefnist hún
Topper kemur aftur og er talin
ailgóð. Topper-myndir hafa orðið
mjög vinsælar, enda eru þær
fyndnar í bezta lagi.
Messur í dag:
Dómkirkjan.
Messað kl. 11, síra Bjarni Jón^-
son (ferming). Kl. 5 síra Jón Auö-
uns (allra sálna messa).
Ilallgrímskirkja.
Messa kl. 11 f. h. (ferming). Sr.
Jakob Jónsson. Kl. 2 e. h. Kirkju-
fundarmessa, sr. Eiríkur Brynjólfs
son prédikar.
Nesprestakall.
Messað í Mýrarhúsaskóla kl.
2.30 e. h. Sr. Jón Thorarensen.
Laugarnesprestakall.
Messað kl. 2 e. h. Séra Garðar
Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl.
10 f. h. Sr. Garðar Svavarsson.
Fríkirkjan.
Messa kl. 2 e. h. (ferming). Pró-
fecsor Ásmundur Guðmundsson.
Landakotskirkja.
Lágmessa kl. 8.30. Krist-Konungs
messa kl. 10. Hr. biskupinn mess-
ar. Vígsla nýs Maríulíkneskis eft-
ir messuna. Guðsþjónusta. Blessun
og prédikun kl. 6 síðdegis (Séra
Hákon Loftson).
Hafnarf jarðarkirkja.
Mcssa kl. 2 e. h. Barnaguösþjón-
usta kl. 10 f. h. Sr. Garöar Þor-
steinsson.
Brautarholtskirkja.
Messa kl. 14. Sr. Hálfdán Helga-
son.
Um Hallgrímskirkju.
Nokkrar skekkjur hafa slæðst
inn í skýringarnar við myndina
frá Hallgrímskirkju, er birtist 1
blaðinu í gær. Ljósastjakainir eru
ekki úr silíri, heldur kopar. Altar-
isdúkurinn er gefinn af frú Val-
dí:i, en altarisklæðið af kvenfé-
laginu. Misprentast hafði nafn frú
Unnar Ólafsdóttur, er ásamt
manni sinum, Óla ísakssyni, gaf
hinn svarta hökul, sem er hin
mesta gersemi, eins og svo margir
aðrir hlutir, er frú Unnur hefir
saumað. En starf hennar cr merki
legt brautryðjendastarf í þágu
kirkjulegrar menningar.
eftir Somerset Maugham. Sýning í kvöld kl. 8. — Miða-
(» sala i dag frá .kl. 2. — Sími 3191.,
Fólkið sagði nei við íhalds-
burgeisana
Hin islenzka þjóð er frjálslynd
og framfarasinnuð og gædd ríkri
réttlætiskennd. Hún fordæmir yf-
i irgang og uppivööslu og sérhags-
munastreitu. Það er ekki henni að
skapi. að íjárplógsmenn hafi að-
| stöðu til þess að raka í sinn vasa
| eftirtekjuna af starfi tugþúsunda
i vinnandi handa i þessu landi. Hún
krefst þess, að þeir, sem ranglega
hafa setið yfir hag almennings,
verði nú að skila aftur því, sem
þeir hafa sölsað undir sig — að
það verði fórnin, sem þelr verði,
nauðugir eða viljugir, að leggja á
altari alþjóðar.
Ýmsar aðstæður hafa valdið því,
að frjálslynd ö/l í þjóðfélaginu [
hafa ekki notið sín. Fjárplógs- [
mennirnir hafa teygt klær sínar
niður í hvers manns vasa, og þjóð
in hefir ekki megnað að sporna við
því.
En nú er kominn tima til þess
að hrista af sér drungann og sækja
aftur það herfang, sem kaupmang-
ararnir hafa dregið undir sig. Nú
á hinn frjálslyndi, framfarasinn-
aði almenningur leikinn i taflinu
við sérhagsmunakóngana í „Sjálf-
stæðis“-herbúðunum. Gullið, sem
fórnað var fyrir kosningar, til þess
að reyna að blekkja fólkið til að
smeygja á sig klafann, kom ekki að
tilætluðum notum. Það vakti fólk
ið í landinu til meðvitundar um
hættuna, sem yflr henni vofði. Það
vakti fólkið til meðvitundar um
það, hversu harðsvíraðir og kald-
rifjaðir menn það voru, er reyndu
að fá það til þess að leggja sjálft
á sig þann læðing, sem því gat
dýrkeyptastur orðið — afkomu þess
og framtið aliri. Fólkið sagði nei
við íhaldsburgeisana.
J. H.
S. K.T.
Nýju og göfnlu dansarnlr I G. T.-
húsinu sunnudagskvöld kl. 9 —
Húsinu lokað kl. 10.30.
AðgöngumiSar seldir frá kl. 6.30.
Gascoignes
§ Jk . HH
u 1
Ný sending af hinum þekktu
Gascoignes
m jaltavélum er nú væntanleg til landsins innan
skamms. Eldri pantanir óskast staðfestar og
nýjum. pöntunum. veitt móttaka. — Vélar þær,
sem nú koma tfl landsins, eru af nýrri og full-
komnari gerð og geta nú fcændur sjálfur auð-
veldlega annast uppsetningu vélanna án að-
stoðar fagm.anns. Auk þess fylgir vélunum full-
komnar uppsetningar- og notkunarreglur á
íslenzku.
Varahlutabirgðir ávallt fyrirliggjandi.
HEILDVERZLUNIN HEKLA H.F.
Sími 1275 Reykjavík
Fóðurlýsi
Sel gott fóðurlýsi
' BERNH. PETERSEN, REYKJAVIK
Símar: 1570 og 3598.
GEKIST ASKKII IMU K AB
TÍMAXIM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323.