Tíminn - 01.11.1949, Blaðsíða 1
Ritstj&rl:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjórl:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
33. árg.
ReykjaVík, þriðjudaginn 1. nóvember 1949
234. blað
Rætt um úthreiðslu Biblíunnar og kristin
dómsfræðsluna í skólunum á hinum
menna kirkjufundi
Jsís 2® prcstar itnargfr aðrlr áhsigameiin
sækja ffissaeliiiK, eia iiouam lýkiaa* í kvoldí.
Alrticnnur kirkjufundur hófst hér i bænujn. í fyrradag.
Hófst hann með fjölsóttri guðsþjónustu, þar sem S^fá.'Éi-
rílcur Rrynjólfsson fvá Útskálum prédikaði.Sfðdegis vár fánd-
urinn settur, ög þá flufti séra Sigurbjöín Éfnarsstíh þró-
fessor erindi um lestur og útbreiðslu heilagrar ritningar, en
það er annað aðalmái fundarins. Fundurinn hélt áfram í
gær og lýkur honum væntanlega í dag.
Þessir kjólar eru nýjasta hausttízkan í Bandaríkjunum. Kjól-
arnir eru úr grófu efni með mörgum ólíkum litum.
Frá þingi Bandaiags starfs-
manna ríkis og bæja
Tólfta þing Randalags starfsmanna ríkis og bæja hélt
áfram fundum sínum á sunnudaginn og í gær. Á sunnudag-
inn fóru aðallega fram nefndarstörf, en í gær voru nefnd-
arálit og tillögur, sem fram hafa komið.
Erindi Kristins
Gunnarssonar.
Kristinn Gunnarsson við-
skiptafræðingur flutti á
sunnudaginn erindi um áhrif
verðbólgu á kjör launamanna,
og komst hann að þeirri niður
stöðu, að meginmáli skipti
fyrir launamenn landsins, að
dýrtíðin héldi ekki áfram að
gera kjarabætur þeirra að
engu. Þess vegna væri það
þýðingarmeira, að snúast
yrði gegn verðbólgunni með
raunhæfum aðgerðum og
raunverulegum dýrtíðarráð-
stöfunum, heldur en þótt
launin héldu áfram að hækka.
Hann sagði, að reynsla und
anfarinna ára hefði sýnt,
hvers samtök launþega væru
megnug og hvaða möguleik-
ar væru fyrir höndum til
þess að tryggja kaup og kjör
launþega á verðbólgutímum.
Hann leiddi einnig liós rök að
því,að launþegar yrðu þó ætíð
undir í þvi kapphlaupi, sem
ætti sér stað á milli kaup-
gjalds og verðlags á slíkum
tímum. Aðstöðu*íslendinga í
þessum málum væri líka
þannig háttað, sökum fram-
leiðsluhátta og markaðsskil-
yrða, að sveiflur, sem hefðu
svipuð áhrif og verðbólga,
ættu sér oft stað, þótt á
venjulegum tímum væri, og
ráðstafanir . þær, sem ríkis-
valdið gerði til bjargar at1
vinnuvegunum, þegar í óefni
væri komið, bitnuðu mjög á
launbegum. Þess vegna væri
nauðsynlegt að ríkið gerði
ráðstafanir til þess að safna
í sjcði þau ár, sem vel gengi
til þess að mæta erfiðleikum
harðari ára og reynt yrði éft-
ir mætti að finna þau ráð,
sem tryggðu launvegum jafn
ari skipti. Síðan yrði reynt að
halda kaupmætti launa jofn-
um og stöðugum.
Ný launalög.
S' æ~sta nefnd þingsins er
launamálanefndin. Hafði
Rannveig Þorsteinsdóttir
framsögu um fyrsta hluta á-
lits hennar á fundinum á
sunnudagihn, og fjallaði það
um nauðsyn á setningu nýrra
launalaga.
j Á fundinum í gær var rætt
um dýrtíðar- og verzlunar-
mál, og svo og- launamálin.
F.rindi scra Sigurbjarnar
Einai-ssonar p’ófessors.
Erindi það, sem séra Sigur-
biöi n Einarsson prófessor
flutli um lesiur og útbreiðslu
heilagrar ritningar var mjög
athyglisvert og merkilegt.
Kon hann par inn á mál-
efni, sem hugsandi fólki er
hollt að hyggja að. Hann
akti að nokkru orsakir þess,
að nú gætir aukins skilnings
og áhuga á lestri Biblíunnar.
Hann lagði áherzlu á það að
líf og starf kristinnar kirkju
hlyti að byggjast á nánum
tengslum við sjálfa Biblíuna.
Hún væri uppspretta og
kraftalind hins kristna lifs.
Hann sagði og frá þvi, að
prestar um all-an heiih gerðu
nú meira að því en áður að
leggja út af texta Biblíunnar
og nota hann í ræðum sínum.
Hins vegar væri dregið úr
ýmsum sálfræðilegum þenk-
ingum úr prédikunarstólum
kirknanna, og miklu óþörfu
orðskrúði sleppt. Þetta taldi
hann vormerki hinnar kristnu
kiikju.
Umræður.
í gær voru umræður um
hið merka erindi séra Sigur-
bjarnar. Tóku þar margir til
máls, enda er þetta mál sem
kirkjunnar menn láta sig
miklu skipta.
Á sunnudagskvöldið flútti
ólafur Ólafsson kristniboði
fróðlegt erindi um kynni
Yfirlýsing
Vegna orðróms þess, sem
breiddur hefir verið út um
bæinn undanfarna daga,
að ég sé á förum úr landi
til dvalar erlendis, skal það
tekið fram, að þessar sögu-
sagnir eru tilhæfulausar og
ekkert slíkt er eða hefir
verið í ráði.
Rannveig Þorsteinsdóttir-
þjóða af Biblíunni og nefndi
hann það ,,Biblían á tungum
þúsund þjóða.“
í gær hélt fundurinn svo
áfram eins og ráð hafði verið
fyrir gert. Hófst hann með
morgunbænum, sem séra Sig-
urjón Guðjónsson prófast-
ur í Saurbæ annaðist.
Kristindómsfræðslan.
Síðdegis í gær hófust um-
ræður um annað aðalmál
fundarins, sem er kristindóms
fræðslan og skólakerfið nýja.
Frummælendur voru þeir
séra Þorgrímur Sigurðsson
prestur að Staðarstað og Stein
grímur Benediktsson kennari
í Vestmannaeyjum. í gær-
kvöldi flutti séra Sigurður
jPálsson í Hraungerði erindi
um kirkjuna.
| Ráðgert er að fundinum
jljúki í kvöld. Fyrir hádegi í
dag verður rætt um framtíðar
samþykktir fyrir hinn al-
menna kirkjufund. Þá flytur
; einnig erindi Róbert Abra-
ham söngstjóri um kirkju-
i tónlist á dögum Lúthers.
I Klukkan tvö í dag verður
kvikmyndasýning í Stjörnu-
! bíó, og nefnist myndin Dá-
semdarverk sköpunarinnar.
Síðar um daginn verður stjórn
arkosning og altarisganga i
dómkirkjunni, en um kvöldið
verður kveðjusamsæti.
Þessir almennu kirkjufund-
ir hafa aldrei haft neitt lög-
(Framhald á 7. síðu.i
Nýi barnaskóiimi í
Ólafsfirði vígðui
Hin nýja barnaskólabygg-
ing i Ólafsfirði var vígð á
sunnudaginn með skrúðgöngu
í kaupstaðnum, ræðum og
söng. Voru um sex hundruð
manns viðstaddir hátíðahöld-
in.
Hinn nýi barnaskóli er hinn
fullkomnasti, eins og áður
hefir veriö skýrt frá hér í
blaðinu, og að öllu leyti hin
veglegasta byggins;, sem er
bænum til sóma. Byggingar-
kostnaðurinn mun nema um
1100 þúsundum króna.
Þurrð á kaffi
í landinu?
Það heíir ílogið fyrir, að
verð á kaffi muni hækka all-
mikið innan skamms, og sé
orsök þess verðhækkun á kaffi
í Suður-Ameríku.
Nú um helgina tók skyndi-
lega að bera á kaffiþurrð í
bænum, og má búast við,'að
erfitt verði að fá kaffi í verzl-
unum, þar til nýjar og dýrari
kaffitegundir koma til lands-
ins.
Það hlýtur að vera krafa
almennings, að strangt eftir-
lit sé haft með því, að ekki
séu geymdar í landinu gaml-
ar og ódýrari kaffibirgðir,
sem síðan verði settar inn á
markaðinn, ásamt hinu dýr-
ara kaffi, þegar það kemur,
undir því yfirskini, að allt
kaffi sé þegar þrotið. Hljóta
menn í því efni að vera minn-
ugir þess, hvernig stórkost-
legar birgðir af skömmtunar-
vöru hafa horfið á undan-
förnum misserum, ef marka
má tölur, sem háttsettir emb-
ættismenn hafa notað opin-
berlega, án þess að nokkur
hafi getað gert grein fyrir því,
hvað af þeim hafi orðið. Það
er lágmarkskrafa, að reynt
verði að koma í veg fyrir,
að slíkt gerist nú.
itHnui uitiiiimiiiiimMtfiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiimiiMiiiiiniimiiiiimimiMiKititmiiiiiuimMMNMiHiuiimuiMnu
Aðalfundur F.U.F.
í Reykjavik
Aðalfandur Félags ungra Framsóknarmanna í
1 Reykjavík er á föstudagskvöldið kemur í samkomusaln-
| um í Edduhúsinu, og hefst klukkan 8,30.
F. U. F. í Reykjavík er nú þróttmesta sljórnmála-
i féiag ungra manna, sem starfandi er á landinu, og
| hefir þegar markað djúp spor i stjórnmálasögu lands-
I ins.
Fjölmennið á aðalfund F. U. F. í Reykjavík á föstu-
I dagskvöidið. Frjálslyndir æskumenn í höfuðstaðnum:
I Skipið ykkur undir merki ungra Framsóknarmanna.
ififimmtiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiimtmttiitiiiimititivmitiiiiiitiiiiiiiitiiiiitimiimiiiiiiiiiiitiiiititiiiiiiiiiiiiHiiiimu*
1IIMMMIMMMMMMI»IMMMMMMMIMMMIIMMMMMM*MMMIMMIMMIIIMimMM*ll