Tíminn - 01.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 1. nóvember 1949 234. blað Innflutningur bíla aukinn Efti,r að ég kom' að norðan nú fyrir skömmu, rakst ég af hendmgu á dagblað frá 15. júlí s. 1., sem mér hafði þá sézt yfir í önnum dagsins, og stóð þar svohljóðandi tilkynn ing: ' Þeir, sem afla á löglegan hátt gjaldeyris, geta fengið bíla. Ég varð dálítið undrandi þegar ég las tilkynningu þessa um áframhaldandi bíla innflutning. Nú í gjaldeyris- vandræðunum er þjóðinni til kynnt þetta. Hvað er að ger- ast hér á fjármálasviðinu? Er gjaldeyris- og innflutn- ingsnefnd í samráði við stjórn arvöldin að endurnýja leyfi, sem fyrir mörgum árum voru eða hafa verið ógild? Eða eru þessi leyfi veitt þeim sem eiga gjaldeyri í erlendum bönkum, svo þeir geti flutt inn bíla og selt þá hér á svört um markaði? Meðfram máske af því líka að ríkisstj órnin fái einhvern skatt af innkaupun- um og svo af svarta markaðs sölunni. En okkar háttvirtu stj órnarvöldum hugkvæmdist ekki að leggja þann skatt á fyr en um áramót 1949. En mörg undanfarin ár, á með- an ógengdin á bílainnflutn- ingi stóð yfir sem áköfust og bílabraskarar höfðu lausan tauminn til að okra á bíla- sölu án þess að ríkissjóður fengi nokkurn skatt af því i sinn auma kassa, þögðu þeir herrar (stjórnarvöldin) og gerðu ekkert til þess að afla ríkissjóði tekna af þessari verzlun, vitandi vits að mill- jónir króna af bílasölunni hlóðust á einstakra manna hendur. í tilkynningunni um inn- flutningsleyfi á bílum þann 15. júlí s. 1. er fram tekið að þeir, sem afla á löglegan hátt gjaldeyris geti fengið bíl. Þessi setning á „löglegan hátt,“ þykir mér einkennileg. Er mögulegt að afla gjaldeyr is öðruvísi en á löglegan hátt til að kaupa fyrir bíla eða aðr ar vörur? Hafa menn getað fengið gjaldeyri eða gjaldeyr- isleyfi á ólöglegan hátt? Er þessi vari sagður í tilkynn- ingunni í tilefni af orðrómi þeim, sem dagblaðið Vísir gat um fyrir löngu síðan og dóms málaráðuneytið skipaði rann- sókn út‘ af og sem var hafin? Var hætt við rannsóknina? Annars finnst mér að hverj um þeim manni, sem keypt hefir erlendan gjaldeyri á þeim tíma, sem erlendur gjaldeyrir flóði út um hverja gátt til þeirra manna sem stóðú næstir þeim herrum, sem völdin hafa yfir fjármál- um þjóðarinnar séu í sínum fulla rétti. Að menn hafi keypt gjaldeyri á löglegan hátt er gefinn hlutur, þó þeir hafi lagt inn nokkrar milljón ir í erlenda banka. En að leyfa innflutning á bílum er annað mál, þar sem er komið svo mikið af þeim inn í land- ið og munu bráðlega fara að ganga úr sér og grotna niður, vegna þess hve mikið hefir verið flutt inn af þeim. Skynsamlegra hefði verið að nota gjaldeyri þennan, sem nú má kaupa bíla fyrir til nauðsynlegri vöruinn- kaupa en á bílum. Hvers vegna er ekki keypt fyr- ir inneign manna erlendis að- Eftir Ólaf J. Hvanudal. eins það, sem tilfinnanlega vantar handa fólkinu? Og það er æði margt, eins og sjá má á því, þegar eitthvert lítil- ræði af klæðnaði kemur í búð ir, stendur fólkið dag eftir dag í hvaða veðri sem viðrar í óralöngum biðröðum, þó ekki sé nema um sokka eða skó á fæturna að ræða, og jafnvel vakir heilar og hálfar nætur til að ná sér í flík að klæðast í. En bílar standa að gerðarlausir í röðum á hverri einustu götu í bænum, jafn- vel hundruð kílómetra löng- um ef mælt væri, þrátt fyrir það er bílaumferð svo mikil í bænum að ekki er hægt að komast yfir götu nema með langri bið og mikilli varkárni, svo að ekki verði slys af. Með þessum bílainnflutningi, sem átt hefir sér stað hér á landi á siöustu árum, hafa þeir, sem því hafa ráðið, orðið til hneykslis og háðungar fyrir íslenzku þjóðinni. Það hefir verið ritað um það í blöð hér, a$ viðhald á bíl- um og benzíneyðsla hafi kost- að þjóðina nú fyrir nokkrum járum um fjörutíu milljónir , króna. Hvað margir tugir milljóna er það nú? Ekki mun sá kostnaður lækka þegar bú- ið er að kaupa marga til við- bótar fyrir milljónir í erlend- um gjaldeyri. Það er sagt i tilkynningunni að innflutningsnefnd hafi ekki leyft innflutning nema á sex bílum síðustu tvö árin. Það er mér óráðin gáta, því vitað er að fluttir hafa verið inn i landið, samkvæmt grein i „Vísi“ þann 10. nóv. 1948, 272 bifreiðar á níu mán- uðum, eða sem næst ein á degi hverjum. Frá þessu skýr ir Sigurður Kristjánsson al- þingismaður, í greinagerð með frumvarpi, sem hann bar fram til að fá flutta inn eina jeppabifreið fyrir umsjónar- manninn á Þingvöllum. Er hér fullgild sönnun fyrir því að hér sé farið með rétt mál um bílainnflutning á þessu tímabili. En samkvæmt skýrslu Hagstofunnar hafa verið fluttir inn á öllu árinu 1948, 344 bílar, þar af 248 fólksbifreiðar. Svo er borið á borð fyrir almenning að hér hafi aðeins verið leyfður inn- flutningur á sex bifreiðum á tveim síðustu árum. — Hringdu á Hagstofuna og spurðu um bílainnflutning ár ið 1947. — Hafa þá allir þess- ir bílar verið fluttir inn í leyfisleysi og afskiptaleysi þeirra, sem völdin hafa? Það mega vera meira en lítil brjóstheilindi að geta boðið þjóðinni uppá að hlusta á slíkar staðhæfingar. Þegar ritað er um þessi mál er ekki hægt aö komast hjá að minnast á frönsku bílana, sem fluttir voru inn í íyrra og ríkisstjórnin lagði löghald á. Af þeim höfðu innflytjend- ur ráðstafað nokkrum bílum til manna, sem þurftu á þeim að halda. Eftir því var ekki farið við úthlutunina, heldur voru bílarnir seldir með hækk uðu verði, sem skipti þúsund um á hvern bíl, hinum og öðr um, sem ekki höfðu neitt með þá að gera annað en að „rúnta“ á þeim á kvöldin um miðbæinn, til að uppfylla akstursöngþveitið og tefja fyr atvinnubílum. Það var svo sem sett á stofn nefnd til að úthluta þessum bílum, sem kölluð var manna á meðal Hagamúsanefnd, lík- lega af því að bílarnir voru geymdir suður í Haga og að nefndin sást aldrei koma fram í dagsljósið. Því haga- músanefndin, sem átti að vinsa úr umsækjendum, var leyninefnd, og til hennar áttu umsóknirnar að ganga í gegn um pósthúsið. Þannig fór fram þessi dularfulla sala á þeim frægu bílum. Það var ekki verið að hugsa um þá, sem raunverulega þurftu á bíl að halda. T. d. var fyrir- tækjum, sem sum voru allt að því 30 ára gömul í starfi, neitað, eða ekki einu sinni svarað. og það þó þau rækju starfsemi sina utan við bæinn, og gátu því illa bíllaus verið. Skólastjóra Ausurbæjarskól- ans var neitað, þó hann þurfti víða að fara til að hafa tal af foreldrum barna í sínu skólaumdæmi, og meira að segja var lækni hér í bænum einnig neitað um að fá bíl. Svona mætti lengi telja, en ég læt þetta nægja til að gefa aðeins sýnishorn af vinnu- brögðum þessarar nefndar. Ég get ekki stillt mig um að geta þess í sambandi við þessi bílamál, að árið 1946 fóru tveir ungir menn efnalausir til Kaliforniu til að læra loft- ' siglingafræði og flug, þar 1 sem hér vantaði tilfinnanlega 'menn í þeirri grein, eins og |búið var að sýna sig af slys- förum hér heima. Það voru þeir Stefán Gíslason frá l Galtavík og Ingvar Þorgils- son héðan úr bænum. Þessir |ungu menn fór fram á styrk til námsins, en það hafði eng 'an árangur. Þessi lærdómur kostaði marga tugi þúsunda króna á hvorn þeirra, sem þeir urðu að taka að láni. Stefán varð efstur við próf af 100 námsmönnum, og Ingvar þar nálægt. Áður en þeir fóru vestur, fengu þeir keyptan bíl, sem maður hér heima átti úti í Ameríku, og greiddu þeir hann með íslenzkum pening- um, þeim sama manni. Á þess um bíl óku þeir yfir þverá Ameríku, því það var ódýr- ara en að ferðast á annan hátt, svo var þeim líka nauð- synlegt að hafa bíl þar, á með an þeir voru að læra. Þegar þeir höfðu lokið námi og fengið sínar góðu einkunn ir, komu þeir til íslands og vinna þeir nú við flug hér heima. Stefán er loftsiglinga fræðingur í millilandaferðum. Um það leyti, sem þeir lögðu af stað heim með farangur sinn, ætluðu þeir auðvitað að taka bílinn með, sem þeir höfðu keypt án erlends gjald eyris eins og áður segir. En yfirvöldin þar vestra til- kynntu þeim þá, að þeir yrðu að fá innflutningsleyfi fyrir bifreiðinni til íslands. Var þá þegar sótt um leyfi hjá inn- flutningsnefnd fyrir þessum bíl án nokkurs gjaldeyris, en því var synjað þrisvar sinn- um. Eftir það var sótt um það til sjórnarráðsins, og þar var (Framhald á 6. slSu) Það var verið að benda mér á umgengnismenninguna í stræt- isvögnunum. Því var haldið fram, að til væri talsvert af kvenmönnum, sem ekki vildu setjast fyrir aftan miðjan vagn. Þó að þar væru auð sæti, stæðu þær milli fremstu sætanna og ætluðust til þess að staðiö væri upp_fyrir þeim. Mér finnst ungri og hraustri konu engin vorkunn að standa, en sjálfsagt að láta eldra fólk, lasið, fatlað og það sem með smábörn og pinkla ferðast, njóta sætanna meðan hægt er. En mér finnst vorkunarlaust að fólk sitji aftan til í vagni og yfir- leitt ekki gott að það þrengist saman fremst í vagni meðan autt er aftan til. Kunningi minn sagði, að við skyldum hugsá heimspekilega um þetta og reyna að sálgreina hópinn, sem í vagninn kæmi. Ef menn miðuðu við greiða af- greiðslu ættu allir að sækjast heldur eftir því að komast aftur í vagninn og þar út, en þess í stað standa menn framarlega og smeygja sér svo út um fremri dyrnar í fangið á þeim ,sem þar eru á leið inn. Með þessu eru vagnarnir tafðir til muna í sumum ferðunum. Þetta virðast smámunir, en þetta á sinar orsakir. Kunningi minn sagði, að svo mikið væri víst, að hér væri ekki á íerð hugsandi fólk, sem gerði sér grein fyrir hlutunum og miðaði við allra hag. Þetta gæti verið hugsunarlaus hjörð, sem gengi um vagnana eins og skynlansar skepnur án þess að hugsa um gang ferðarinnar í heild. Og þetta gætu líka verið eigin- gjarnar persónur, sem þætti heldur betra að vera fremst i vagni og tækju þvi sæti og stæði þar meðan hægt væri, án þess að hugsa um hvernig ferðin gengi greiðlegast og bezt fyrir fólkið í heild. Annars þyrftu þeir, sem inn kæmu, ekki að troðast á rönd ög þrengja sér gegnum hópinn fremst í vagn- inum til að komast á autt gólf aftan til í honum, en þetta sama fólk, sem stendur fremst, fer svo kannske út næst þegar vagninn stanzar, og þá um framdyrnar. Það getur verið gaman að hugleiðí. stundum svona smá- muni. Kunningi minn spurði, hvernig ég héldi að hægt væri að stjórna þessari þjóð, sem ekki hefði ennþá lært að haga sér í strætisvögnum? Það er ef til vill hlægileg spurning, en þó held ég, að það sé nú sama fólkið, sem ferðast með strætisvögnun- um og gerir kröfur til stjórnar- valdanna og tekur við boðskap þeirra og fyrirmælum. Og stund- um mætti ef til vill ganga fram með meiri hugsun og athugun á hverju þessara sviða sem væri. En fyrst ég nefndi strætis- vagna, vil ég biðja menn að varast þann ljóta sið að skella hurðum þeirra á eftir sér, án þess að líta við. Vinstúlka min er meidd í fingri af því að vagn- hurð var skellt á hana og stund- um höfum við séð að lá við slysi af þeirri óaðgæzlu. — En nú snúum við okkur að öðru efni. „Bósi“ hefir kveðið eftir kosn- ingaúrslit í Strandasýslu 1949: Hermann lifði Eggert af. íhalds-„jeppinn“ strandar. Nylonssokka nægtatraf „netum“ íhalds granuar. Kex á Ströndum konur fá, kassar opnir standa. „íhaldsnetin" af sér flá, — ekki „veiðist" branda. „Veiðibrellur“ voga, á vitsmuni að reyna. — Þá er vel ef þroskinn má þrýsta á kýlið meina. Stundum verða veiðibrellur til annars en ætlað var. Starkaður gamli. ÚTBREIÐIÐ TÍMANN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.