Tíminn - 26.11.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.11.1949, Blaðsíða 3
253. blað TÍMINN, laugardaginn 26. nóvember 1949 / slend'LngalDættir Dánarminning: Jóhanna Ebenesersdóttir Skriðnafelli Þann 9. október síðastlið- inn andaðist Jóhanna Ebenes ersdóttir að heimili sínu Skriðnafelli, Barðaströnd. Jóhanna var fædd 24. maí árið 1875 að Vaðli á Barða- strönd. Þann 18. sept. giftist hún manni sínum Jóni Guð- bjarti Eliassyni, og þá skömmu á eftir byrjuðu þau búskap á fremra Skriðnafelli og bjuggu þar í 40 ár. Bættu þau jörð sína mikið, komu upp myndarhúsum og bjuggu rausnarbúi. Gestrisin voru þau með afbrigðum. Þau hjón in eignuðust þrjú börn, sem öll eru á lífi: Guðrúnu Elísa- bet Valgerði, Elínborgu og Knút. Valgerður býr nú á Skriðnafelli. Tók hún við jörð inni eftir foreldra sína, er þau hættu búskap. Ólu þau upp tvö fósturbörn, þá Jón B. Jónsson og Jón Guðmunds- son. Missti Jóhanna mann sinn árið 1944 og síðan hefir hún dvalið á heimili dóttur sinnar, Valgerðar. Jóhanna var framúrskarandi dugnað- arkona, því að útiverkin vann hún jafnt og karlmaður því þau hjónin voru svo samhent í búskapnum. Hver höndin styrkti aðra, úti og inni. Ég hygg, að þessi mörgu starfs- ár hafi Jóhanna afkastað meira starfi og erfiði en boð- legt sé að réttu lagi einum manni. Samt hafði hún alltaf stundir afgangs handa vin- um sínum, og allir vita það sem með henni störfuðu í fé- lagsskap, að þar var hún sí- fellt boðin og búin til þess að leggja fram krafta sína. Þrátt fyrir nokkurn aðdrag anda, var sem fregn þessi bæri þungan örlagadóm yfir sál mína. Það var persónu- lega svo sárt, að heyra hana upp kveðna. Um leið flaug mér í hug orð skáldsins góða: Dáinn. horfinn. — Harma- fregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit, látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. Mér fór líkt og skáldinu, er það átti bezta vini sínum bak að sjá. Þar sem það, í ljóð- um þessum, um leið og það harmar, slær á þann streng- inn, sem flytur oss mesta huggun, að geta um það, að látin lifir. Einhver hefir sagt, að sá sé nóg lifað hér á jörð, er réttilega sé lifað. Þetta er spaklega mælt. En að nóg sé lifaö einkum þeg- ar góðum og mikilhæfum manni er kippt burtu á fyllsta þroskaskeiði æfinnar, eins og mörg dæmi eru til. Það er þó nokkuð erfitt að fallast á, en verður þó að vera. Trú- fasta vina, ég er sannfærður um það, að nú ertu kölluð til enn háleitari starfa í æðra heimi til þess hefir þú lifað nóg. Því svo réttilega varðir þú jarðlífi þínu. Þeir hinir mörgu, nær og fjær, er svo voru lánsamir að kynnast þér, sakna þin sárt, og sárast þeir, sem þekktu þig bezt, meðal þeirra tel ég sjálfan mig. Þú hafðir þeim öllum svo miklu af að miðla, og gerðir það bæði fúslega og vel. Nú stend ur auður bær þinn og hníp- inn og vinurinn, sem á þér svo ósegjanlega mikið að þakka, drúpir í sorg og sökn- ' uði, þar sem svo stórt skarð er fyrir skildi. Eftir eru minn- 1 íngarnar um þig, allar svo ■ ljúfar og bera vitni um mann- kosti og göfgi sálar þinnar,' eigi siður en fjölþættar skarp ar andans gáfur og frábæra hæfileika í öllu snyrtilegu starfi ásamt prúðri framkomu í hvívetna. En dýrstan sjóð; minningar hefir þú þó eftir- 1 látið þínum nánustu ástvin- um, elskulegum börnum og íóstursonunum og barnabörn unum og systkinum þínum. Þar munt þú sífellt lifa sem fegurstu blóm djúpt gróður- sett í saknandi hjörtum þeirra og vera þeim huggun harmi gegn, ásamt vissunni um að látin lifir. í kirkju báru Jó- hönnu, sonur hennar. fóstur- sonur, tengdasonur og barna- börn, úr kirkju þeir sömu. Jarðsett var að Haga á Barðaströnd. Farðu vel kæra vina, friður guðs þig blessi. — Hafðu þökk fyrir allt og allt. J. Sigurvin Pétursson. Hversvegna ber bátaútgerðin sig ekki?' Eftir dr. Jón Diíason. i Um nokkur undanfarin ár hefir kveðið við látlaus sónn um það, að bátaútvegurinn beri sig ekki. Um þetta hefir staðið látlaus jarmur án þess, að neitt væri gert til að bæta úr þessu. Og þetta hefir minnt átakanlega á þessa gömlu Reyk j avikurvísu: ff " Með hendurnar ganga í vel- rifnum vösum, veinadi um kaffi, sykur og mj ólk. Eldurinn brennur úr þeirra nösum, ef að þessu er fundið, en svona er vort fólk.“ Það hefir ekki horft til vin- sældarauka að segja, að báta- útgerðin ætti að bjarga sér sjálf, og að hún væri ofur- vel megnug til þess, ef sálar- líf útgerðarmanna væri ekki í of nánum tengslum við þann hug, sem lýsir sér í vísunni. Ástæðan fyrir því, að báta- útvegurinn hefir ekki grætt undanfarin ár, heldur haft tap ofan í tap, er ekki sá, að sjómennirnir séu duglausir eða bátarnir séu óhæfir til veiða, fjarri fer því. Töpin stafa af því, að það hefir vant að starfsgrundvöll fyrir út- gerðina. Bátarnir hafa borið sig á vetrarvertíðinni, þ. e. ca. 3 veðurhörðustu mánuði ársins. En með hvaða sanngirni er hægt að ætlast til þess, að þrír vetrarmánuðir beri uppi reksturskostnað heils árs? Er vetrarvertíðinni sleppir, Athugasemd Hr. ritstjóri. „Tíminn“ birti í fyrradag (22. nóv.) viðtal við þá Gunn- laug Ólafsson bryta og Böðvar Steinþórsson matreiðslu- mann um hinn væntanlega matreiðsluskóla í Sjómanna- skólahúsinu. En af því að þessir heimildarmenn blaðs- ins virðast harla ófróðir um málefni sinnar eigin iðnar og láta hafa eftir sér rangmæli, sem ég tel rétt að leiðrétta, vil ég biðja yður fyrir eftir- farandi athugasemd. Það eru um það 10 ár síð- an að matreiðsla og fram- reiðsla voru viðurkenndar iðn greinar, samkvæmt ósk lærðra starfsmanna í þessum greinum (sbr. reglugerð um iðnnám frá 1941), og ákvæði um námstíma, kunnáttukröf- ur og prófkröfur settar í sam- ráði við þá. Það er því rangt, að engin stofnun eða ákvæði hafa verið til um menntun manna í þessum iðngreinum. Hitt er aftur rétt, að ýmsir í þessum iðngreinum hafa til þessa ekki viljað hlýta þeim lögum, sem þeir óskuðu eftir að komast undir, ekki viljað kenna nemendum á löglegan hátt eða veita þeim þá fræðslu, sem þeir hafa átt heimtingu á, heldur alið þá upp sem hjálparmenn eða „fúskara“ og árlega sótt um undanþágur til þess að mega veita þesum mönnum rétt- indi. Hitt mun ég ekki ræða hér, hvort meistarakennsla er úr- elt fyrirkomulag á iðnnámí eða ekki, heimildarmenn blaðs ins vita auðsjáanlega of lítið um þau mál til þess að hægt sé að rökræða það við þá. Þar sem ég hef verið for- stöðumaður Iðnskólans í Rvík undanfarin 26 ár, og ætti því að vera kunnugt um hvað kennt hefir verið í honum eða átt að kenna þar, þætti mér fróðlegt að fá skýringu á því, hverjir vildu láta kenna mat- reiðslumönnum húsateikning ar og hverjir voru að þæfa það atriði á milli sin. Svo mikið er víst, að það hefir aldrei komið .til tals í skólanum, i iðnþingum eða hjá stjórn Landssambands Iðnaðar- manna, en þessir aðilar gengu frá námskröfum í samráði við hlutaðeigandi iðnaðar- menn. Eins og tekið er fram i grein inni í „Tímanum“, er mat- reiðsluskóla Sjómannaskólans ætlað að ala upp matreiðslu- menn fyrir fiskiflotann, en ekki að útskrifa iðnaðar- menn í matreiðslu og fram- reiðslu, eins og þó er jafn- framt gefið í skyn. Með þökk fyrir birtinguna. 24. nóv. 1949. Helgi H. Eiríksson. eru 9 veðurblíðustu og afla- mestu mánuðir ársins eftir. Og þessi afli er eins raun- verulega staðreynd fyrir því, þótt hann sé ekki í hlaðvarpa Reykjavíkur, eða i Faxaflóan- um. Það er t.d. staðreynd, að á þessum tíma stendur yfir ein af uppgripamestu vertíðum heimsins við Nýfundnaland (Bjarnarey við Markland) og við Labrador (M ar kland), gamalkunn islenzk lönd. Það er ekki ófært haf þangað né ósiglandi sjór þar! Og ís- lendingar eru næstir þessum (Framhald á 7. xíðu) Brottvikningin á Keflavíkur- flugvellinum Srchtargprð frá Alþýðnsamliandi Íslamls. Vegna þess atviks, er kom fyrir á Keflavíkurflugvelli i gær að fjórum mönnum var vikið fyrirvaralaust úr vinnu og níu menn aðrir lögðu nið- ur vinnu í mótmælaskyni við þá ákvörðun, þykir Alþýðu- sambandinu rétt að gera grein fyrir tildrögum þess máls að svo miklu leyti, sem samband- inu er það kunnugt. í sumar, og þá sérstaklega eftir að kaup hafði hækkað hér í Reykjavík.fóru Alþýðu- sambandinu að berast kvart- anir frá islenzkum starfs- mönnum á Keflavíkurflug- velli um að ekki væri greitt það kaup, sem bæri að greðia samkvæmt þeirri yfirlýsingu, sem sagt er að hinir erlendu atvinnurekendur hefðu gefið um að kaup verkamanna á vellinum skyldi á hverjum tíma vera það sama og hér í Reykjavík. Þá varð og á- greiningur á milli hinna er- lendu yfirboðara og þeirra, íslenzku manna á vellinum er vinna að hreinsun flug- véla, bæði út af kaupi og vinnutilhögun, ágreiningur um vinnutilhögun var út af því, að íslenzku verkamönn- unum var sagt að sópa þann hluta flugvallarbyggingarinn ar, sem flugumferðarstjórnin hefir til sinnar starfsemi, en verkamennirnir töldu sig ekki til þess ráðna og neituðu. Vegna þessa, fóru þeir Helgi Hannesson, forstjóri Alþýðu- sambandsins og Jón Sigurðs- son framkvæmdastjóri þess, suður á flugvöll og áttu, á- samt flugvallarstjóra Agnari Koefoed-Hansen, viðtal við Mr. Gribbson en hann er for- stjóri félags þess er hefir með starfsrækslu flugvallar- ins að gera. Fulltrúar Alþýðusambands- ins, gjörðu þær kröfur að sama kaup yrði greitt verka- | mönnunum á vellinum og igreitt var í Reykjavik og þar jað auki 15% álag á kaupið vegna vaktaskiptavinnu, þá var og gjörð sú krafa að þessi hækkun kaups yrði greidd frá t sama tíma og kaupið hækkaði j í Reykjavík þ. e. 20. júní s. L þessu var ákveðið lofað er jafnframt var um það talað að frekar skyldi samið um kaup alls hins íslenzka starfí fólks og þá jafnframt urri verkskiptíngu og vinnutilhög- un. Eftir þetta komu þó alvar- legar kvartanir um aö alli væri við það sama gagnvarl þessum mönnum hvað kaup snertir, og bættust við kvart- anir frá fólki úr fleiri starfs- greinum. Óskaði þá stj órn sambands- ins viðræðna við fulltrúa í Utanríkismálaráðuneytinu og fór þess á leit að það beitti áhrifum sínum til þess að hin- ir erlendu atvinnurekenöui gerðu samninga við verkalýðs samtökin um kaup og kjöi þess íslenzks starfsfólks er hjs þeím ynni, eða í það minnsts gæfi skriflega yfirlýsingu urr. að kaup og kjör skyldu á hverjum tíma vera það sama og samningar eða lög segðu til um í hverri starfsgreir. fyrir sig. Eftir ósk Utanríkismálaráðr neytisins hefir Alþýðusam- bandið látið því í té, álit þess um hvaða kaup og kjör ætti að gilda i um 25—30 starfs- greinum, hverri fyrir sig, senr.. til greina koma á vellinum, ásamt samningum, launaregi um og lögum, sem ráðuneytiö ætlaði að sjá um þýðingu á til þess að láta hina erlendr atvinnurekendur eða trúnað- armenn þeirra fá. Að undanförnu hefir utan- ríkismálaráðuneytið unnið at þessum málum í samráði við f ulltrúa flugmálastj óra á Keflavíkurflugvelli og hélt A: þýðusambandiö aö málum þessum væri það iangt komið að bráðiega væri hægt að íí ákveðið samkomulag um þessi mái. Þá skeði það í gær, að Al- þýðusambandinu var tjáð, at enn á ný heföi komið krafaix um sópunina en verkamenn- irnir neitaö á grundvelli þess að engir samningar væru enr (Framhald á 7. siðu.) ■ FRAMSOKNARVIST Ég ílýti mér niður á framsóknarvist og fæ mér þar stúlku og sæti. Þá samkomu ræki ég síðast og fyrst, því svo er þar mikið um kæti. Ég blýantinn yddi og brosi svo hýrt, ef borðdaman hlæjandi spaugar, og þótt ég með eyrum ei skilji það skýrt, þá skynja það samt mínar taugar. Þá brýzt fram að hljóðnema mað- ur í móð og mænir til borðanna raða og flytur til allra þann fagnaðaróð að fljótt skuli byrja á spaða. Ég spila til enda, þótt spaðinn sé rýr og spott væri undan að kvarta, því alltaf er brosið og andblærinn hlýr. sem öðlast með nýfengnu hjarta. En hjartað er stopult og hamingj- an með og hjartnanna samband er vandi, þótt tapist mér hjarta, þá títt get- ur skeð, að takist mér sigur í grandi. í grandinu biðum við gífurlegt tjót í „game-inu“ reýndist eg magut'. Þó unnum við saman sem einlæg ast hjói Og endirinn: — tapaður slagut'. Að tíglinum loknum, sem tókst heldur ve. var tafariaust „bíttað“ um dömu en mér fannst það graiegi, sem gjörningaé, að geta ekki notaö þá sömu. í laúfinu reyndist mér lipur og góc ein ljómandi peýsuklædd dama. Ég skildist við hana í minnkandi móc og mér var það talsvert til ama. í nólónni’ er ásini; a oíu. um meif og ekki er ug he.dur t. ljúga, að stundum ég c-eyind:. tvar ;ð ilint. beit og bjóst vife eg vær ai smjlga. Þoit img t :a ncnt bc a marg he ,jð slyt er máttugra selfeinagn og kraftur Við framsóknar .istina fer ei á mt en fer bangatf aftur og aftur. X-£

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.