Tíminn - 27.11.1949, Qupperneq 4

Tíminn - 27.11.1949, Qupperneq 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 27. nóvember 1949 254. blað Bæjarmálin á Siglufirði Á fundi, sem haldinn var í fulltrúaráði Framsóknarfé- lags Siglufjarðar s.l. fimmtu- dagskvöld, var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Með því að bæjarstjóra- laust hefir verið hér í um það bil tvo mánuði, eða síðan Sjálfstæðis- og Sósíalista- flokkurinn settu Gunnar Vagnsson frá störfum, og þar sem þessir tveir aðilar hafa ekki komið sér saman um nýjan bæjarstjóra, þrátt fyr- ir meirihlutaaðstöðu sína, og ekki hefir heldur tekizt að fá samkomulag allra flokka um ráðningu nýs bæjarstjóra, og þar sem búast má við því, að algjört öngþveiti ríki í stjórn bæjarfélagsins til næstu kosn inga eða hingað verði af rík- isstjórn sendur opinber eftir- litsmaður, verði ekkert að gert, en jafnhliða er upplýst, | að Jón Kjartansson nýtur stuðnings a. m. k. 6 bæjar- stjórnarfulltrúa sem bæjar- J stjóra efni, þá samþykkir fulltrúaráðið að skora á Jón Kjartansson að taka starf þetta að sér“. Hér á eftir verður I stuttu máli drepið á nokkur helztu atriði, sem fulltrúaráð Fram- sóknarfélagsins telur skipta máli og réði því, að það tók framangreinda afstöðu. Brottvikning: Gunnars Vagnssonar. Fyrir um það bil tveim mánuðum samþykktu tveir flokkar bæjarstjórnar tillögu um það að setja Gunnar Vagnsson frá störfum. í beinu framhaldi af þessari sam- þykkt var eðlilegt að gera ráð fyrir því, að þessir tveir flokk ar, Sjálfstæðis- og Sósíalista- flokkurinn, er saman hafa 5 bæjarfulltrúa af 9, sæju bæj- arfélaginu fyrir nýjum fram- kvæmdastjóra. , Öllum hlaut að vera ljóst, að ekki var forsvaranlegt að gera samþykktir, sem til þess leiddu, að bæjarstjóralaust yrði hér, án þess fyrirfram væri vitað, hvað við tæki. Brátt kom þó á daginn. að þannig hafði verið að málum unnið. Samþykkt um brott- vikningu bæjarstjóra var gerð, án þess að hugsað væri fyrir næsta degi. Þessi vinnubrögð leiddu til þess, að hér skapaðist langt tímabil, sem hefir í senn ver- ið bæjarfélaginu til vansa og tjóns. Almenningur í bænum hefir almennt fordæmt þau vinnubrögð, sem hér voru við höfð og þá alveg sérstaklega kveðið upp áfellisdóm yfir þeim aðilum, sem juku vanda bæjarfélagsins með vanhugs- aðri atkvæðagreiðslu. Bæjarstjórnarfundur og yfirlýsing forseta bæjar- stjórnar. Þegar röskur mánuður var liðinn frá því, að hér varð bæjarstjóralaust, var haldinn fundur í bæjarstjórn og mik- ið rifist um hið svokallaða „bæjarstjóramál". — Á fundi þessum voru margir bæjar- búar og fannst þeim lítils góðs að vænta um úrlausnir vanda bæjarfélagsins, ef bæj arstjórn gerði ekki annað en að rífast um málin. Gunnar Jóhannsson birti á fundi þessum bréf. sem sósíalistar höfðu skrifað öðr- Greinargerð „Elnherja^ um kjör Jóns Kjartanssonar í bæjarstjórastöðuna. um flokkum, þar sem þeir' biðja þá að ganga til sam- starfs við • sig um ráðningu bæjarstjóra. Þessu bréfi höfðu Framsóknarmenn svar að skýrt og greinilega. Þeir tóku fram í svari sínu, að þar sem þeir tveir flokkar, sem gert hefðu samþykkt um brottvikningu Gunnars Vagns sonar hefðu hreinan meiri- hluta bæjarstjórnar, liti flokkurinn á það sem skyldu þeirra að leysa málið. Fram- sóknarmenn voru ekki til, viðtals um þetta mál, nema, það kæmi í ljós, að þessir ( tveir flokkar gætu ekki ráð- ’ ið fram úr þeim vanda, er þeir höfðu skapað. Gunnar Jóhannsson upp- lýsti, að hann hefði átt við- ræðu við bæjarfulltrúa Sjálf stæðismanna og þar hefði greinilega komið í ljós, að ekki gæti tekizt samkomulag Sjálfstæðis og sósíalista um ráðningu bæjarstjóra. Eftir að þetta kom fram var allt málið komið á nýtt stig. Enda kom þá í ljós, að Framsóknarmenn voru reiðu búnir og óskuðu að athugað yrði, hvort ekki gæti tekizt samstarf á breiðum grund- velli um ráðningu nýs bæj- arstjóra. Alþýðuflokksmenn höfðu, að því er bezt er vit- að, haft lík sjónarmið í öllu þessu máli og Framsóknar- menn, og voru, þegar hér var komið, því samþykkir, að þessi leið yrði farin. Á þessum bæjarstjórnar- fundi var síðan samþykkt mótatkvæðalaust að fela for- seta bæjarstjórnar að beita sér fyrir því, að viðræður færu fram milli allra flokka- Viðræður flokkanna. Þess gerist ekki þörf að greina hér frá viðræðum þeim, sem fram fóru tnilli fulltrúa flokkanna á sameig- inlegum þrem fundum í ein- stökum atriðum. Niðurstaðan varð sú, að fjórir menn voru tilnefndir sem bæjarstjóraefni. Pétur Laxdal naut stuðnings sósíal- ista einna; Andrés Hafliða- son var tilnefndur af Sjálf- stæðisínönnum og töldu Sósíalistar hann geta komið til greina fyrir sitt leyti. Síð- ar kom þó i ljós, að þeir fylgdu Andrési ekki. Erlendur Þorsteinsson var tilnefndur af Alþýðuflokknum og Jón Kjartansson af Framsókn. Framsóknarmenn töldu sig þó geta stutt Erlend, en Sjálfstæðismenn voru honum andvígir. Jón Kjartansson virtist njóta stuðnings a.m.k. þriggja aðilja, en Alþýðufl,- menn gáfu ekki upp afstöðu sína strax. Eftir að rætt hafði verið nánar við Jón Kjartansson var upplýst, að hann myndi fáanlegur til að taka bæjar- stjórastarfið að' sér, það sem eftir er kjörtímabilsins, en þó treysti hann sér ekki til þess nema hann nyti stuðnings allra flokka bæjarstjórnar. Þessi afstaða var skiljan- leg og jafnframt eðlileg. Vandi bæjarfélagsins er mik ill. StÖrf þess manns, sem sezt í sæti bæjarstjóra og gegnir því embætti .þá þrjá mánuði, sem eftir eruí^f kjör tímabilinu, verða á engan hátt þau sömu og undir venjulegum kringumstæðum eru aðalstörf bæjarstjóra. — Hér verður fyrst og fremst um viðnámsstarf að ræða til að reyna að tryggja það, að al- gjört öngþveiti verði ekki rikj andi hér, þrátt fyrir erfiðleika þá, sem samfara hafa orðið mörgum aflaleysisárum- Fram sóknarmenn voru eindregið þeirrar skoðunar, að vegna hagsmuna bæjarfélagsins væri mikilsvert, að samkomu lag allra flokka næðist um lausn bæjarstjóramálsins. Á síðasta fundi viðræðu- nefndar þeirrar, er um mál þetta fjallaði, upplýstu full- trúar Alþýðuflokksins, að Jón Kjartansson myndi ekki njóta stuðnings þeirra. Af þessu leiddi, að Jón var ekki í kjöri, þar sem tilskilinn stuðningur var ekki fyrir hendi. Niðurstaðan af störf- um þessarar nefndar varð því sú, að ekki náðist samkomu- lag um lausn málsins. Ráðning nýs bæjarstjóra. Frá sjónarmiði Framsókn- ar var það óhjákvæmilegt, að maður fengizt til að veita bænum forstöðu. í tvo mán- uði var bæjarfélagið búið að reka stjórnlaust og ýmist eng in afgreiðsla eða mjög lítil- fjörleg hefir fengizt á aðkall- andi málum. Fjöldinn allur af bæjarbú- um mun hafa verið samþykk ur þessu sjónarmiði Fram- sóknarmanna og biðlund al- mennings var að þrotum komin. Auðvitað var það fyrst og fremst skylda hinna tveggja flokka, sem fyrsta leikinn áttu, að leysa. verk- efnið. Að þeim uppgefnum hvíldi vandinn að sjálfsögðu þyngra á þeim flokkum bæj- arstjórnar, er hafa tvo og þrjá bæjarfulltrúa, en á beim flokki, er hefir einn fulltrúa. Samt töldu Framsóknarmenn það sjálfsagt að leggja at- kvæði sitt fram til þess að reyna að skapa viðunandi úr- lausn. Alþýðuflokksmenn höfðu boðið Erlend Þorsteinsson fram sem -bæjarstjóraefni. Fyrir margra hluta sakir fannst Framsóknarmönnum það virðingarvert boð, og voru þeir fyrir sitt leyti fúsir til að leggja því lið, að hann yrði ráðinn til starfsins. Er- lendur er kunnugur bæjarmál um og helztu verkefnum, sem fyrir liggja, þótt ekki sé hann heimamaður. Hann hefir all- mikla reynslu í viðskipta- og félagsmálum. Hann er full- trúi þess flokks, sem átti hér bæjarstjóra seinast og af þeim sökum meðal annars ekki óeðlilegt, að hann skipi sæti hans þann stutta tíma, sem eftir er kjörtímabilsins. Bæjarstjórnarfundur var haldinn síðastliðinn fimmtu- dag- Alþýðuflokkurinn mun hafa ætlast til þess, að þar kæmi við atkvæðagreiðslu fram, hvers stuðnings Erlend ur Þorsteinsson nyti. Fram- sóknarmenn töldu fyrir sitt (Framhald á 7. xíðuj ÞEGAR TALA SKAL um ein- hvern sið eða eitthvert einkenni, er Ijósara að nefna dœmi máli sínu til skýringar. Því ætla ég nú að nefna dæmi um leiöan sið, sem mig hefir lengi langað til að tala um. Það er ein tegund af grautar- hugsun þeirri, sem í mæltu máli er oft nefnd „hundalógik". Þetta dæmi er í bréfi, sem birtist ný- lega í Þjóðviljanum. Efni bréfs- ins á að vera það, að sýna og sanna hvað íhaldssálin sé lítil. Það geti verið að hæla sér af því, að Lækjargatan var breikkuð. Það hafi þó verið sjálfsagður hlutur og einungis smásálum geti fundizt á- stæða til að hæla sér af slku. En svo tekur höfundur það fram, að hann ætli samt ekki að taka neina afstöðu til deilunnar um eyðilegg- ingu Menntaskólatúnsins í þessu sambandi! SVONA ERU grautarhausarnir. Nú er það hins vegar staðreynd, að Menntaskólatúnið lá að Lækj- argötunni. Það var því ekki hægt að breikka hana til austurs án þess að ganga á túnið. Það var ekki svo þægilegt að breikka hana bara upp í loftið og láta túnið halda sér, ef hún átti að verða til umferðar fyrir dauðlega menn og venjuleg farartæki. Hér er ekki um neinar hugmyndir og teikningar að ræða. Breikkun götunnar og minnkun túnsins eru tvö atriði málsins, óaðskiljanleg, svo að ekki er tekin afstaða til annars með því að leiða hitt hjá sér. Það er ekki hægt að segja: Ég vil breikka götuna, en greiði ekki atkvæði um stærð túnsins. Eða: Ég vil láta tún ið halda sér, en er ekki á móti breikkun götunnar. Það geta eng- ir nema grautarhausar. ÞAÐ TEKUR ÞVÍ EKKI að gera veður út af því, þó að eitt rök- villubréf slæðist inn í blað. En þetta er bara orðinn mikill þátt- ur í öllum okkar stjórnmálaum- ræðum. Heilir flokkar treysta því, að þeir geti fengið tugi þúsunda af gráutarhausaatkvæðum. Þeirra röksemdir eru á þessa leið, að það sé sjálfsagt og meira en sjálfsagt að breikka götuna, en þeir séu alls ekki með því að skerða túnið, ef þeir eru þá ekki alveg á móti því, að nokkuð sé hróflað við túninu. Og það er þetta, sem er alvarlegt mál. ÚTIFUNDIR eru stundum hafð- ir í porti Miðbæjarskólans, — stundum á Lækjartorgi. Þeir, sem koma á þessa staði, eiga hægt með að sjá breiðu götuna meðfram Menntaskólatúninu. Þeir hefðu kannske gott af að hugsa um þetta þegar þeir hlusta á ræð- urnar. Það er trúlegt, að nógir verði til að tala fyrir breikkun götunnar án þess að vilja taka af- stöðu til eyðileggingar túnsins. Og það er meira að segja ekki ómögu- legt. að einhver bjóðist til afreka á borð við það, að stækka túnið út á götuna og breikka götuna jafn framt inn á túnið. ÞIÐ ÞURFIÐ ekki á neinn úti- fund. Þið munuð heyra talað um góðar stefnur, sem muni láta okk- ur öllum i té breiðari götur og þeir sem ætla að breikka fyrir ykkur göturnar, skjóta því ef til vill inn í, að þeir taki ekki afstöðu til eyð- ingar túnsins eða séu þar á móti. En þykja ykkur þetta álitlegir menn til að fara með völd í land- inu og bænum og stjórna málum ykkar? Starkaður gamli. TILKYNNING frá Menntamálaráði Islands Umsóknir um „námsstyrki samkvæmt ákvörðun Menntamálaráðs,“ sem væntanlega verða veittir á fjár- lögum 1950, verða að vera komnar til skrifstofu ráðs- ins að Hverfisgötu 21 eða í pósthólf 1043, Reykjavík, fyrir 1. janúar næstkomandi. Um úthlutun námsstyrkjanna vill Menntamálaráð sérstaklega taka þetta fram: 1. Námsstyrkirnir verða eingöngu veittir íslenzku fólki til náms erlendis. 2. Framhaldsstyrkir verða alls ekki veittir, nema um- sókn fylgi vottorði frá skólastjóri eða kennara um skólavist umsækjanda. 3. Styrkirnir verða ekki veittir til þess náms, sem hægt er að stunda hér á landi. 4. Tilgangslaust er fyrir þá að senda umsóknir, sem þegar hafa hlotið styrk fjórum sinnum frá Mennta- málaráði eða lokið kandidatsprófi. 5. Umsóknirnar verða að vera á sérstökum eyðublöð- um, sem fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráðum íslands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknunum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar sem þau verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en ekki endursend. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS AlCLÝSIXGASlMI TÍMAAS ER 81300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.