Tíminn - 29.11.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1949, Blaðsíða 7
255. blað TÍMINN, þriðjudaginn 29. nóvember 1949 7 fslcndingaþættir (Framhald af 3. síðuj. honum stundum slík viðskipti svo grunsamleg, að ekkert varð úr viðskiptum af þeim sökum, eða þá að hann fékk ekki fullnægjandi upplýsing- ar um, að peningunum ætti að verja til nauðsynlegra eða gagnlegra hluta. Á síðari ár- um munu aðeins þeir, sem hann þekkti vel að skilvísi og dugnaði, hafa notið aðstoðar hans í peningamálum. Mér er það kunnugt, að ár- ið 1923 gerði Guðmundur þá ráðstöfun eigna sinna eftir sinn dag, að frændkona hans, Bjarnfríður Einarsdóttir, skyldi eignast íbúðarhúsið, með öllu tilheyrandi, og auk þess nokkra fjárupphæð, en eignir hans að öðru leyti ganga til ættingja hans- sem arfbornir væru, ef hann hefði ekki gert affrar ráffstafanir fyrir andlát sitt. Bjarnfríður fór ráðskona til hans þegar hann flutti að Lækjar- hvammi, og hefir síðan séð um heimili hans, og að öllu leyti verið hans önnur hönd, eftir að hann lagðist rúmfast ur fyrir nokkrum árum, oft þjáður, og síðast algerlega blindur, og vita það allir kunnugir, að hún hefir að öllu leyti gert það með mestu prýði. Fyrir nokkru breytti Guð- mundur þessari ráðstöfun frá 1923 að nokkru, en ákvæðin um eign Bjarnfríðar að hon- um látnum, skyldu vera ó- breytt. Bræður hans fjórir nefndir á nafn skyldu fá kr. 1000.00 hver þeirra, en að öðru leyti skyldi af eignum hans stofna sjóð við Háskóla íslands, er bæri nafn Guðmundar. Vexti skyldi að hálfu leyti ávallt leggja við höfuðstól, og úr sjóðnum veita styrki fátæk- um, efnilegum stúdentum, er stunduðu þar nám í læknis- fræði, lögfræði eða verkfræði, og til að styrkja visindalegar rannsóknir og starfsemi, eink um er snerti lögfræði, efna- fræði, íslenzk náttúruvisindi og heilbrigðismál, og énn- fremur til að styrkja útgáfu vel saminna, alþýðlegra fræði bóka. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða, og ekki veita minni styrk úr honum til hvers eins en 500 krcnur, og munu tilnefndir skiftafor- stjórar í búinu, prófessor í lögum 'við Háskólann og vel metinn lögfræðingur hér í bænum. Bú Guðmundar mun ekki ennþá vera uppgjört að fullu, en mér hefir vrið leyft að geta þess,'að sjóður þessi muni í uppfíafi nema 180— 200 þúsundupa króna. Þessi ráðstöfun á eignum Guð- mundar, sem ekki átti neina afkomendur, finnst mér vera eðlileg samkvæmt hugsunar- hætti þeim, er ég kynuntist hjá honum, að fjármununum skyldi varið til einhvers þess, er bæri ávöxt i framtíðinni, í stað þess að skiptast í marga staði og verða með því að minni notum þjóðinni en eila. Eins og að framan er get ið var Guðmundur orðinn há- aldraður, yfir 90 ára gamall, er hann andaðist, og alblind- ur síðast, encta vissi hann vel, að endir þessa jarðneska lífs væri tiálægur, og hafði orð á því við mig síðast, er ég kom til hans nokkru fyrir andlát Félagsheimilið verður fyrst um sinn opið félagsmönnum þriðju- daga og föstudaga frá kl. 8 e. h. Hver fylgist með tímanum ef ekki L O F T U H ? hans, að þessi fundur okkar mundi verða hinn síðasti í þessu lífi, og hugsaði hann hugrór og ókvíðinn til þess, er í vændum væri fyrir sér- Öll mín kynni af Guð- mundi Þorsteinssyni voru þannig, að við burtför hans úr þessum heimi hugsaði ég um hann sem yfirlætislausan, i göfugan mann, er elskaði land ! sitt og þjóð, og umfram allt gróður jarðarinnar, og ekki síðin' hinnar íslenzku jarðar, þó að það yrði hlutskipti hans að auka gróðurinn í annarri heimsálfu, og hann gladdist innilega af því" ef fé það, sem honum græddist vestra, gat á einhvern hátt orðið til þess að prýða islenzka mold eða gera hana arðbæra. Guð- mundur lét aldrei mikið á sér bera í lífinu, þó að hann væri vel efnaður, en sjóðstofn un sú, sem nefnd er hér á undan. verður væntanlega til mikils gagns fyrir alda og ó- borna, og mun halda minn- ingu hans á lofti á komandi árum og öldum. Sigurður Þorsteinsson. JAKKAFÖT á drengi 7—16 ára úr (Msl. og dökkum efnum). Send gegn póstkröfu. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá BÆKUR Saga mannsandans j^eftir Ágúst H. Bjarnason,! |þetta er vinsælasta sögu-: h'itið- saga menningarinn- ar, fróðlegt og alþýðlegt rit. Menntandi rit sem hvert: j heimili hefir varanlega á- {nægju af. Bætið því í bókasafn yðar.; Lítið til bóksalans eða: jpantið bækurnar frá for- jílaginu. Hlaðbúð Pósthólf 1067. J 'Útbreitii ~Títnaww fluglýAiÍ í Típtahutn Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð, við andlát og útför VALTÝS H. VALTÝSSONAR, héraðsiæknis Eiginkona, foreldrar og systkinin. ffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiin | | s I I i i i I Hjartans þakkir til barna minna og annara, sem glöddu 1 mig á áttræðisafmæli mínu 10. nóvember s. 1. með heim- f sóknum, gjöfum og skeytum. — Ég bið guð að launa f ykkur öllum. Kristín Hannesdóttir, | Hvarfi. ! f f iiiiiiiiiiiiiittitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiitiiiiii ■ *- Júlabækur ísafoldarprentsmiöju 1. Sögur Isafoldar. T Björn heitinn Jónsson ráðherra er í hópi hinna merkustu blaðamanna, sem veriff hafa á íslandi, og er því sérstaklega viðbrug'ðið, hve hann ritaði snjallt og þróttmikið mál, og þýðandi var hann með afbrigðum. Sögur ísafoldar eru skemmtilegar, en auk þess bera þær svip máls og stíls Björns JónsSöhar. 4. Nonni og Manni og Sólskinsdagar. Tvær unglingabækur eftir Jón Sveinsson (Nonna). Nonnabækurnar verða jólagjafir meðan þær endast. En á næstunni munu allar bækur Nonna koma út. 5. Á sjó og landi. Endurminningar austfirzks bónda, mundar Helgasonar frá Bjargi. Ás- 2. Bólu-Hjálmar. Nú koma rit hans öll. Mörg af kvæðum hans hafa ekki komið út áður og sum verið prentuð með ólæsilegu letri. Hér kemur Hjálm ar til dyranna, eins og hann er klæddur. 3. Elísabet Englandsdrottning. eftir John E. Nail. í bók þessari rekur einn af yngri rithöfundum Englendinga sögu Elisa- betar Englandsdrottningar. En eins og mönn- um er kunnugt af sögum, var Elísabet hin merkasta kona og stórbrotinn þjóðhöfðingi. 6. A sal. eftir Sigurð Guðmundsson skólameistara. Sigurður Guðmundsson skólameistari, er ein- hver sérstæðasti og svipmesti skólamaður, sem við íslendingar höfum átt hin síðari ár- in. Hann var vanur að heilsa nemendum sin- um og kveðja þá með ræðu, við upphaf og lok skólaárs. í bókinni eru nokkrar af þess- um ræðum, auk hugvekju- og minninga- greina. 7. Á hvalveiðistöðvum, eftir Magnús Gíslason. Skemmtileg bók og fróðleg. 8. Manneldi og heilsufar í fornöld, heitir bók eftir dr. Skúla Guðjónsson. Sú bók mun vekja mikla athygli og verða þjóð- ínni þarfleg. 9. Eiðurinn eftir Þorstein Erlingsson. Hinn seiðfagri ljóðaflokkur um ástir Ragnheiðar biskupsdóttur og Daða Halldórs- sonar i nýrri útgáfu. Hugljúf og fögur bók. 10. íslenzk nútímalýrik. í þessari bók er saman komið úrval af lýr- ískum ljóðum þeirra skálda, sem heyra til 20. öldinni. Valið hafa annast þeir Kristinn E. Andrésson og Snorri Hjartarson bókavörður. 11. Rit Kristínar Sigfúsdóttur. í þessu fyrsta bindi af ritsafni skáldkon- unnar eru bernskuminningar hennar, frá- sagnir af sérkennilegu fólki og merkum at- burðum og loks ljóð hennar og þrír leikþættir i lióðum. Békaverzlun ísafoldar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.