Tíminn - 22.12.1949, Síða 3

Tíminn - 22.12.1949, Síða 3
275. blað TÍMINN, fimmtudaginn 22. desember 1949 3 Sjómannaútgáfan Síðasta bók Sjómannaútgáfunnar er norska skáldsagan VEIÐIFLOTINN Á VERTÍÐ eftir Andreas Markusson, í þýðingu Skúla Bjarkan. — Saga þessi skiptist í tvo höf- uðþætti: Draumur æskunnar og Vígvöllur manndómsins. VEIÐIFLOTINN Á VERTÍÐ er falleg saga um iðandi athafnalíf, óbilandi þrek og manndóm. VEIÐIFLOTINN Á VERTÍÐ er 12. saga S jómannaútgáfunnar. Aöur eru komnar út: 1. Hvirfilvindur. 2. Ævintýri í Suðurhöfum. 3. Indíafarinn Mads Lange. 4. Worse skipstjóri. 5. Garman og Worse. # 6. Nordenskjold. 7. Margt skeður á sæ. 8. Smaragðurinn. 9. í Vesturveg. 10. í sævarklóm. 11. Blámaður um borð. Bækur Sjómannaútgáfunnar þurfa allir að lesa, sem unna sjóferðum og ævin- týrum á sjó. — Umboðsmaour Sjómannaútgáfunnar fyrir Reykjavík og nágrenni er HJÁLMAR STEINÐÓRSSON, Framnesvegi 24A, sími 5898. Nýir áskrifendur geta fengiö bækurnar frá byrjun á áskriftarveröi. Bækurnar eru bornar heim til kaup- enda. Gerist áskrifendur! Kaupið bækur Sjómannaútgáíunnar! SJÓMANNAÚTGÁFAN, Rox 144. — Reykjavík. Eddurnar eru komnar út Áskrifendur vitji þeirra sem fyrst því upplag er mjög fítið fyrir jól ■3$:: fi; Túngaíu 7., — Sú 7508 og 81244 I slencLingaþættir Níræður: Páll Jónssson, Hvítafelli, Reykjadal 'Á S K RIF T A B í M I TIMANS E R 2323 Fyrir fáum dögum, sunnu- daginn 18. þ. m., varð Páll Jónsson eldri að Hvítafelli í Reykjadal, níræður. Páll er fæddur á Stóruvöllum í Bárð- ardal og ólst þar upp. Hann kvæntist Guðrúnu Tómas- dóttur frá Stafni i Reykjadal og bjuggu þau alllengi á Jarlsstöoum, en síðar fluttu þau í Stafn. Þau eignuðust son, er þau misstu ungan- Guðrún er nú látin fyrir nokkru. Fáa, er ekki þekktu Pál, en sáu hann ganga að slætti síð- ustu sumrin, mundi hafa grunað það, að hann væri að verða níræður. Hann er enn furðu kvikur i hreyfingum, beinn í baki og ber sig svo vel, að margur aldarfjórðungi yngri má öfunda hann. Páll hefir þó ekki setið í helgum steini um dagana. Hann hfe- ir unnið hörðum höndum að harðsóttum bústörfum í inn- dölum. Það er ekki gott að segja, hvað helzt hefir hald- ið honum svo keikum á niu- tíu ára göngu, en hin milda, glaða lund, góðhugur og vin- semd í garð allra, er hann umgekkst, mun vafalaust eiga þar drjúgan hlut að. Páll hefir ætíð verið svo mikill snyrtimaður í háttum og umgengni, að óskipta at- hygli og aðdáun hefir vakið. Dr. Guðmundur Finnbogason lét þess eitt sinn sérstaklega getið, að það hefði vakið at- hygli sína, er hann kom ung- ur eitt sinn um síðustu alda- mót til engjafólks frá Jarls- stöðum í Bárðardal, er það var að heyskap uppi í heiði, og þáði hjá því góðgerðir. Borðaði fólkið þá með full- komnum hnífapörum og af diskum á enginu sem heima væri, segir Guðmundur, og mun það hafa verið fátítt í þá daga, að slíkt væri haft við engjasnæðing. En þetta litla atvik, sem vakti athygli i komumannsins, sýnir gerla þá alúð og snyrtimennsku, sem einkenndi búskap þeirra Páls og Guðrúnar. En nú er Páll orðinn ní- ræður. Hann tekur þó enn þétt í hönd, heilsar glaðlega og innilega, og manni finnst þetta ekki vera öldungur á grafarbakka, heldur maður, sem horfir djarflega framan í lífið. Og geti maður staldr- að við hjá honum um stund og fái að heyra hann segja frá liðnum dögum, kemst maður að raun um, að hann á enn fjör og gott minni til að gæða fráscgn sína lifi og litum. Og þá er ekki ólíklegt, að talið berist að hestum, því að Páll var frábær hestamað- ur og hefir átt margan góð- an hest- Umhyggja hans fyr- ir þessum ferfættu vinum sín um, sem og öðrum skepnum, var svo frábær, að enginn þóttist geta um bætt í þvi efni. Mér varð oft hugsað til þess, er ég sá hann ungling- ur strjúka vinarhöndum hest sinn á stalli, að gott væri að vera hestur í höndum Páls. En vinarhönd Páls er ekki aðeins mjúk við málleysingj- ana eina. Enginn kann bet- ur ða þerra grátna barns- kinn, og fáa hefi ég séð þol- inmóðari og lagnari við að kenna litlum börnum lestur og önnur torráðin fræði, enda varð árangur kennslunnar eftir því. Páll var dverghag- ur maður og telgdi með hníf sínum marga smíð, sem að- dáun vakti. Honum var það | nautn að lagfæra og fegra í j kringum sig. Og þannig er hann enn í dag. Hann tekur til handargagns það, sem í óreiðu liggur, gerir við og lag ar biluð áhöld, snyrtir við hús ið og reynir að bæta um- hverfi sitt. Það er alltaf fallegra um að litast á hverj- um stað en áður, eftir að hann hefir gengið um. Það er eins og augu hans séu sí- fellt leitandi að einhverju til að bæta og lagfæra, og hvert hans handtak miðar að því að færa til rétts vegar. Ég get tæplega hugsað mér hann gera nokkuð, sem færir afvega. Ef hann gerði það vitandi vits, held ég að hon- | um væri gengið. Páll dvelur nú á heimili fóstursonar síns, Páls H. Jóns sonar, kennara að Laugum og nýtur þar hlýrrar umcnnun- ar, enda á hann það öllum mönnum betur skilið. Og þeg ar grös gróa úr moldu á nýju vori, vona ég að honum auðn- ist heilsa til að taka orfið sitt og bera niður einu sinni enn á fyrsta sumri hins tíunda tugar- A. ♦ j Allt til að auka ánægjuna! i T í STOFUNA: Stofuskápar — borð. með og án tvöf. plötu — bor5-""f stofustólar — útvarpsbo.rð fl. gerðir — bókahillur f f blómasúlur — armstólar — divanar, ( .mlir teknir I <9 f I upp í) —skrifborö. eins og tveggja skápá — vegghillur ■ f1 ♦ — hornhillur — . „,4 4IÁ . * Verzl ! un Ingpórs Scifossi. Sími 27 ..

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.