Tíminn - 03.01.1950, Page 3

Tíminn - 03.01.1950, Page 3
1. blað TÍðlINN, þriðjudaginn 3- janúar 1950 íslendingaþættLr Dánarminning: Ólöf Eyjólfsdóttir, Vatnsholti, Grímsnesi Það eru jól. Ég sit inni i stofunni okkar og horfi á kertaljósin- Ég er aftur um- vafin jóladýrðinni, eins og þegar ég var barn á jólunum heima hjá pabba og mömmu. Þá fannst mér, að jólin væru hvergi dýrðlegri en heima. Nú veit ég, að hvert heimili á slík jól í hugum barnanna. Ég man, að þegar búið var að kveikja á kertunum og hug- urinn fór að reika til alls, sem mér var kært, þá óskaði ég svo oft að allir, sem mér þótti vænt um, menn og málleys- ingjar, fengju að vera hjá okkur, þótt ekki væri nema á jólanóttina. Þá loguðu líka ljó.s í hverjum afkima í bæn- um. En nú er hugur minn ekki svo mjög öðruvísi, þótt ekki sé ég barn lengur. í kvöld langar mig til að hús mitt sé fullt af vinum. Ég sakna þó sérstaklega Ólafar heitinn ar Eyjólfsdóttur, en til henn- ar og manns hennar kom ég oft á jólum, þegar ég komst ekki heim til pabba og mömmu. Nú eru þau bæði dá- in þessi öldnu hjón. Ólcf Eyjólfsdóttir lézt síðastliðið vor að heimili sonar síns, Páls Diðrikssonar að Búrfelli í Grímsnesi. Maður hennar, Diðrik Stefánsson, var látinn fyrir 9 árum. Ólöf lézt 10. maí síðastl. Hún var fædd 18- febrúar 1861. Fyrstu kynni min af Ólöfu sálugu var á heimili sonar hennar, íítefáns á Minniborg. Ég á elskulega og umhyggju- sama móður, en ömmur mín- ar dóu fyrir mitt minni. Ég gat þess vegna ekki annað en öfundað litlu börnin á Minni- borg, en Ólöf var amma þeirra. Þessi rólega, broshýra kona, elzt og virðulegust af öllum á heimilinu, hafði tíma til alls og hjálpaði öllum. Þótt hönd hennar væri kreppt, — því svo illa hafði giktin leik- ið þéssa sterku konu — gleymi ég ekki, ungiingurinn, hve vel hún bætti fctin mín. Sið- ustu tuttugu árin gat hún ekki hjálparlaust fært sig milli rúma, en klæddist þó og sat með prjónana fram til hins síðasta. Þótt likami hennar væri farinn að kröft- um, var sálarþrek hennar ó- skert. Af sál hennar stafaði Ijómi og handtakið var svo hlýtt, að helzt vildi maður njóta þess sem lengst. Ólöf var óvenju þrekmikil kona. Hún gat alla hughreyst. Hún hafði þó ekki farið slétt- ar leiðir i lífinu. Þau hjón urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa þrjú börn sín, Pál á fyrsta ári, Stefaníu 12 ára, er drukknaði í Apavatni, og son sinn uppkominn, Eyjólf, mjcg efnilegan og hugljúfa allra. Ég veit, að guðstrúin, trú- in á eilíft líf, gerði þeim sorg- ina léttari. Ólöf sáluga vann öll verk sín vel og vildi lifa lífinu guði þóknanlega. Eitt sinn sagði hún við mig: „Ef þig langar að gera öðrum gott, þá gerðu það. Guð met- ur ekki gjöfina, hvort hún er stór eða smá, aðeins þann hug, er fylgir“. Það var ætíð opið hús hjá Ólöfu og Diðrik og var Gróa dóttir þeirra þeim kær aðstoð, er heilsa Ólafar var þrotin. Á heimili þeirra var cllum borið það bezta. Hjónaband þeirra var til fyrirmyndar. Ástúðin og virðingin skipuðu þar önd- vegi. Það var þessi ævintýra- Ijómi á heimili þeirra, sem gerði það svo friðsælt og elskulegt. Þess vegna var ég oft komin til þeirra og sezt á rúmið hjá Ólöfu, þótt ferð- (Framh. á 6. síðu.) Ávinningur þess að eldast Tvennir múrar um Grænland íslendingar námu og byggðu að vísu allar strendur Græn- lands, en aðalkjarni þessarar nýlendu voru tvær bænda- byggðir — stórbúabyggðir, því jarðirnar voru annaðhvort setnar í fjölbýli eða af stór- bændum, og þær voru kallað- ar byggðir. f Eystribyggð voru 190 byggða (stakra bæja), en 90 í Vestribyggð. Sigurður heitinn búnaðar- málastjóri fór um mestan Eystribyggðar og lýsti henni svo fyrir Dönum, að hún svar aði til eins fjórðungs á ís- landi og gæti borið álíka mik inn bústofn og einn lands- fjórðungur hér. En Vestri- byggö verður aldrei metin minna en til helmings á við Eystribyggð. í þessum fornu byggðum vorum, sem nú eru svo til mannlausar, er svo búsældar- legt, að fornu túnin eru enn í rækt, og sauðfé þarf þar svo til ekkert fóður. Grænlending ar í Görðum ætluðu hinum dönsku kúm sínum fjóra hest burði af heyi hverri til vetr- arins. Það var kýrfóðrið þar. Um búlönd þessi renna ár og lækir, sem eru bókstaflega fullir af fiskum, svo taka má fiskana með berum höndum. Og inn í þessi búlönd skerast fiskauðugustu firðir, sem til eru- Úti fyrir miklum hluta vest urstrandar Grænlands eru fiskiauðugustu mið í heimi, svo auðug og eftirsóknarverð, að á þessar fjarlægustu fiski- slóðir sækja allar stórfiski- þjóðir Evrópu nema íslending ar, sem þó eru næstir björg- inni. Hefir þú aldrei hugleitt, hvernig á því stæði, að tslend ingar hafa ekki vitjað þess- arar auðugu, löglegu arfleifð ar sinnar, sem þó er nær þeim en nokkurri annarri þjóð? Það stendur þannig á þvi, að Grænland er gagnvart íslend ingum umgirt af tveimur há- um „múrum“, sem ekki er fyrirhafnarlaust yfir að kom ast. Annar er einokunarverzl- unin og hin löglausa lokun (Framhald á 7. síðu) Blaðið Landet í Danmörku bað í september síðastliðn- um konur, sem komnar væru yfir fertugt, að senda kvenna síðu sinni svar við spurning- unni: Hvað græddi ég á því að eldast? Svörin máttu ekki vera lengri en 300 orð. En það bár ust mörg svör og nokkur af þeim er ætlunin að endur- segja hér. En fyrst skal þess getið, að ein þeirra kvenna, sem svaraði spurningunni, lét þau orð fylgja_ með, að náttúrlega væri það gott, ef svar hennar væri hentugt til birtingar, en án tillits til þess væri hún þakklát fyrir að hafa verið látin hugsa um þetta og móta úrlausn sína í orð. Og svipað viðhorf kom fram hjá fleirum. I . i Ég fékk trú á tilgang 1 lífsins. Sextíu og fimm ára göm- ul bóndakona skrifar: | Ég spyr sjálfa mig, hvort ég hafi nokkuð grætt á því að eldast. Hefi ég ekki líka, miklu tapað? Heilsa mín er farin að bila, starfsþrek mitt er minnkað og ýmsir þeirra, sem mér hefir þótt vænt um,, eru horfnir, og ég er orðin einmana. Samt er það meira, sem mér hefir græðzt. Ég hefi cðlast þrek til að bera þá sorg og mótlæti, sem að höndum ber. Ég hefi lært að líta til baka á liðna ævi með þakklæti fyrir það, sem lífið gaf, og horfa fram á veg inn, ekki með dreymandi þrá æskunnar, heldur með von og trausti til þess tíma, sem fer í hönd. Ég hefi ekki náð því tak- marki, sem mig dreymdi um í æsku. Ég vann ekki heldur auð og tign, en ég öðlaðist þá trú, að þrátt fyrir allt hafi lífið tilgang. Nú er ég komin á það ævi- skeið, sem kallað er elli, og | ég get tekið undir með skáld- ; inu Vilhelm Birkedal: Þá fyrst lærði hjartað að blessa þá byrði, sem bundin mér var af þeim góða hirði. Ég á minningar ástar og móðernis. „Mýrakonan“ segist vera 56 ára og skrifar þetta: Ég er undarlega glöð og á- nægð og finnst það mjög gott að vera orðin roskin húsmóð- ir, en það dreymdi mig aldrei um meðan ég var innan við fimmtugt. Ástæðurnar eru þessar: I. Ég hefi tómstundir fyrir sjálfa mig, af því ég hefi færri herbergi að hirða og aðeins yngsta barnið er eftir heima. Ég á kvöldin frjáls til lesturs, handavinnu og námsæfinga. II. Ástæðurnar eru rýmri. Enda þótt sum börnin njóti styrks til náms, er hægt að kaupa ýmislegt umfram brýn ustu nauðsynjar til hnifs og skeiðar. Við höfum til dæmis eignast útvarpstæki, dálítið af góðum bókum og fallegum myndum, húsbúnaður er end urnýjaður og aukinn. Nú nýt ég rólegrar skemmtunar og hvíldar heima, þar sem börn- unum fylgdi fyrri ókyrrð og nokkurskonar ófriður. III. Ég þekki manninn minn- Þeir gallar, sem ég í barnaskap æskunnar hélt, að ég gæti lagað hjá honum. eru ekki framar gallar, heldur Alit nokkurra cðanskra kvcnna á því Iivað |ieim kufi græðzt við að oldast „sérkenni“, sem ég hefi trún- að við. IV. Hann er faðir barnanna. Þegar þau eltust, fann ég hjá þeim cllum einkenni, sem minntu á æsku hans. Ég þekkti hann ekki sem ung- ling. Nú geri ég það. V. Mér þykir vænt um föð- ur barnanna á annan hátt en manninn, sem ég stóð hjá sem brúður. Við getum vel farið hvort sína leið (i stjórnmál- um, störfum og trú), því að við vitum, að við mætumst aftur. Það vissi ég ekki, þeg- ar ég var ung og ör. VI. Ég á minningar langr- ar ævi til að lifa á, minning- ar ástar og móðernis. VII. Þessir dagar bera mér margs konar gleði, þegar upp komnu börnin hringja heim eða skrifa, senda einhverjar smásendingar eða koma í heimsókn 1 trúnaði og þökk. Ég hefi mikið grætt á því að eldast- Ég fékk þrek til að lifa. Smábóndakona skrifar: Hlutverk húsfreyjunnar á smábýlinu var að hafa heim- ilið og börnin í sæmilegri i reglu jafnhliða þátttöku í úti j vinnu og skepnuhirðingu. 1 Þetta bitnaði á næturhvíld inni og ég fékk slitnar taug- ar og reikninga yfir meðul, og átti felmtruð börn og um- burðarlyndan mann. Þegar gröfin birgði eitt af bcrnum okkar, sá ég hverful- leik lífsins og ábyrgð mína, sem húsfreyju og móður í nýju ljósi. Ég sló af mörgum kröfum. Garðurinn varð minni og óbrotnari. Vængur bundinn á tréskaft var not- aður til að hreinsa ryk og vefi bak við húsgögn og myndir og gluggablómin urðu að kaktusum. Gólfburstinn varð vinur minn. — Ég fékk tíma til miðdegishvíldar, — tóm til að sinna manni og börnum, og frið og jafnvægi í skapið. Ég sýndi grannkonu minni takmarkalaust traust, en svo lærði ég, að við megum ekki ætlast til meira af öðrum en okkur sjálfum. Ég gerði mér að takmarki, ef einhver sýndi mér trúnað, að vera trausts makleg, og þegar árin liðu vann ég traust eldri og yngri. Til er fólk af þeirri gerð, sem ég fyrirleit einu sinni. Þegar mitt fólk lenti í þeim hópi, græddi ég þann skiln- ing, að hver sá maður, sem ég hitti á leið minni, er ná- ungi minn, sem ég á að elska eins og sjálfa mig. Tengdamóðir mín lá bana- leguna á heimili okkar. Hún hafði tapað málinu. Dætur hennar voru komnar að kveðja. Hin yngri stóð þögul við rúmið. Eldri dóttirin laut niður að móður sinni og sagði: Það er gott, mamma, þegar hin jarðneska tjaldbúð okkar fellur, að eiga eilíft at- hvarf, sem ekki er af þess- um heimi“. Þá fann ég, að þangað til haföi ég lifað fýr- ir fánýti og árangur erfiois míns var mæða, og ég reyndi upp frá því að safna mér íjár sjóðum, sem mölur og ryð granda ekki. Og ég fékk djörf ung til að vinna, eins og ég ætti að vera hér að eilífu, þrek til að lifa, eins og hve:’ dagur væri minn síðasti. Ég lærði að þakka gjafir lífsins. Fjórða konan svarar svo: Ég er bóndakona, 59 árs gcmul, 9 barna móðir. Meðan barnahópurinn er í æsku og bernsku er mörgu að sinna og heldur lítill tími tii. að hugsa um sjálfa sig og: sérmál sín. Nú eru börniri. komin upp og þá hefi ég feng ið meiri tíma til að sinna við- fangsefnum sjálfrar mín. Ég hefi árum saman haft þann sið að gera áætlun um daglegt starf. Ég er líka vörj. að taka mér dálitla miðdags- hvíld. Þá verður allt léttara, Ég vil sjá blöðin og þá er líka gott að láta líða úr sér um stund. Ég vil ekki missa aí þessari hvild. Grannkona míri spurði mig, hvernig ég hefðí. tíma til að fá mér miðdags- blund. Ég svaraði samstund- is: Ég hefi ekki tíma til að' sleppa honum. Nú ganga verkin ekki eins fljótt hjá mér og áður var, en andlegu kraftarnir eru ó- bugaðir og mér finnst meira að segja oft, að ég hafi gleggri sjón á lífinu og mönnunum. Ég hefi eftir því sem árirt liðu lært að meta menn og hluti á annan hátt en fyrr, orðið ekki jafn skjót í dóm- um um aðra. Það er sann- leikur í hinu fornkveðna heil- ræði, að skilja allt í beztu meiningu. Því fer fjarri, að mér finn- ist lífið leiðinlegt eða sö hnuggin vegna aldurs míns og við hjónin gleðjumst vib' þá von að fá að njóta nokk- urra góðra ára, þegar störf- in kalla ekki jafn fast að og áður. en við höfum tóm til að sinna eigin hugðarmálum og þroska andann, og svo gleðst ég allt af þegar börn, tengdabörn og barnabcrn leita heim. í stuttu máli: Ég græddi þakklátssemi og ánægju og ég lærði að þakka gjafir lífs- ins, en kveinka mér ekki unct an byrðum þess. Þessi sýnishorn verða ekkL fleiri. Þau eru birt hér til gamans og athugunar. Hvern ig vilja íslenzkar konur og ís- lenzkir lesendur yl'irleitt svara svona spurningu? Æskan er oft vegsömuð, enda dásamleg. En er nún bezta skeið ævinnar? Um það er erfitt að svara, en nokkuð mun það vera misjafnt á hvaða aldursskeiði menn lifa sitt fegursta. Og ef allt er með felldu, á þroski og vizka að fylgja aldrinum. Eldurinn gerir ekki boð á undan sá: Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá Samvi 'inutryggingun Siöld Ii©b*ö ©g Eicii' ur matur sendum út um allan bf SlLD & FISKUR.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.