Tíminn - 03.01.1950, Qupperneq 5
1. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 3 janúar 1950
3
Þriifjud. 3. jait.
Nýársræöa forseta íslands
Á þessu ári mun höll ný-
sköpunarinnár annað hvort
hrynja eða risið verður lækk
að til að treysta grunninn.
Þetta var áramótaboðskap-
ur forsætisráðherrans ís-
lenzka, Ólafs Thors, sem er
ög hefir lengi verið formaður
S j álf stæðisf loksins.
Það rná segja, að með þess-
ari áramótakveðju hafi Ólaf-
ur Thors játað til fulls gjald-
þrot stefnu sinnar og alls
þess, sem .hann hefir barizt
fyrir mörg undanfarin ár.
Hér með er því slegið föstu,
að höllin geti alls ekki staðið
eins og til hennar hefir ver-
ið stofnað og frá henni geng-
ið. Annaðhvort verður að
treysta grunninn, eða höllin
hrynur. Það er ekki nema
tvennt til.
Þessi spámaður, sem nú er
forsætisráðherra, hefir lengi
átt í déilum við Framsóknar-
fiokkinn vegná þess, að
Framsóknarmenn sögðu það
fyrir strax frá byrjun, að það
þyrfti áð treysta grunninn.
Það máttu Sjálfstæðismenn
ekki heyra néfnt- Þeir létu
sem það þyrfti engan grunn
undir byggingu-sína. Og sjálf
ur sagði Ólafur Thors, að það
væri rétt að reyna fyrst hvað
grunnurinn bæri. Engin á-
stæða væri 'tri að treysta
hann fyrr eh haun brysti.
Það er ekki aðalatriði þess-
arar deilu, hvacý miklu raun-
veruleg skammsýni hafi vald
ið fyrir SjálfStæðisflokknum
og hvað mikið sé uppgerð og
látalæti. Það er staðreynd, að
hann þrætti fyrir það, sem
Framsóknarflokkurinn benti
á og kom í veg fyrlr, að grunn
urinn væri tréystur.
Það er sama hvaða orða-
leiki Sjálfstæðismehn temja
sér nú. Það gildir líka einu,
hvað líkingamyndum þeir
reyna að bregða á loft. Þeir
geta blessað nýsköpunina um
leið og þeir formæla fjár-
festingunni. Ef þeir vilja
halda áfram að gera sig að
fíflum, eiga þeir við sjálfa sig
hvort þeir nota þá aðferðina
eða ac'.ra.
Hitt er staðreynd, að þeir
vita það sjálfir og viður-
kenna, Sjálfstæðismennirnir,
að stefna þeirra hefir verið
hrunstefna. Sjálfur formaður
þeirra segir, að ef risið verði
ekki lækkað og grunnurinn
treystur— það er gjörbreytt
um stefnu, —. þá hrynji höll-
in. Með öðrum orðum: Ef
stefnu Sjálfstæðisfloksins frá
liðnum árum verður nú hald-
ið lemrra, þá er algjört hrun
fraimindan. Sjálfstæðisstefn-
an er hrunstefna.
Það eru þéssi einföldu og
nöpru sannindi, sem forsæt-
isráðherrann er að glíma við
í áramótaboðskap sínum. Hon
um er auðvitað vorkunn, þó
að hann reyni að orða þetta
um, svo að það verði sem
mýkst fvrír harin sjálfan og
flokk hans- En játningin er
söm fyrir því. Gjaldþrot er
gjaldbrot. þó að reynt sé að
nefna það mjúku orðalagi.
Hitt er svo annað atriði,
hvort þeim mönnum, sem
hingað til hafa ráðið því, að
hrunstefnunhi var fylgt, sé
bezt trúandi til þess að snúa
(Framliald af 4. stOu).
ið tvenns konar gróðurmold á
íslandi, steinefnamold (min-
eral soil) þ. e. móa, mela og
sanda og jurtaefnamold (bog
soil) þ. e. mýrár og mýrlendi.
Steinefnamoldin er mun bet-
ur fallin til ræktunar. Rækt-
unin sjálf oft dýrari og nær-
ingargildi jurta yfirleitt meira
í slíkum jarðvegi.
Við vitum öll hvílík óra-
flæmi af móum, melum og
söndum eru óræktuð hér á
landi. Og það er hörmung að
hugsa sér hve mikið af þess-
ari gróðurmold hefir fokið
burtu og er enn að fjúka.
Vonandi verður hindrað, að
þessi góða gróðurmold verði
vindinum að bráð hér eftir.
Af hverju er ég, að tala
um þetta? Af þvi ég hefi, síð-
an ég varð sveitamaður, feng-
ið vaxandi trú á því, að land-
búnaðurinn eigi áfram að
vera öndvegisatvinnuvegur á
íslandi. En til þess að svo
megi verða þarf ýmsar gagn-
gerðar breytingar frá því sem
áður var og er ennþá, um-
fram það sem þegar hefir
komizt í framkvæmd. Ef vér
setjum oss það mark, sem ég
hygg ekki vera neinar öfgar,
að minnsta kosti allvíða í land
inu, að hér verði landbúnaður
rekinn svo, að afurðir hans
séu ekki eingöngu samkeppn-
isfærar við afurðir annara
landa innanlands, án vernd-
artolla eða innflutningshafta
og án rekstrarstyrkja, heldur
einnig til útflutnings, þá tel
ég markið rétt sett. Leiðin að
því er aukin og betri ræktun,
byggð á vísindalegum grund-
velli, ræktun gróðurmoldar,
ræktun og kynbætur nytja-
jurta, ræktun beitilanda, rækt
J un og kynbætur. húsdýra,
, útrýming hvers konar illgres-
is, lækning og útrýming hús-
dýra- og jurtasjúkdóma. Auk
þess þarf að batna þekking á
vélum og verkfærum, með-
ferð þeirra, viðhaldi og við-
gerðum.
„Rómaborg var ekki byggð
á einum degi,“ segir gamalt
máltæki. Sú breyting, sem
þarf í íslenzkum landbúnaði
verður ekki á einu ári eða fá-
um árum.
Sumir munu telja það of
mikla bjartsýni, að hér sé
hægt að reka svo hagnýtan
nýtízkubúskap, sem ég á við.
Ég hefi minnzt á álit merkra
eriendra manna á gæðum
gróðurmoldarinnar og hvað
megi rækta hér, sem hefir
ekki verið ræktað hér áður
eða aðeins nýbyrjað á. Þá
mun verða nefnt af þeim
svartsýnu, að veðráttan hér á
landi sé erfiðari en víða ann-
ars staðar. Það er rétt, að
veðráttan er erfið, en hún er
þó ekki mikiö erfiðari en í
sumurn öðrum löndum, fyrir
ýmsan búrekstur. Og á sumu
má sigrast. Veturinn síðasti
var harðari og lengri en mörg
ár undanfarin. Sumarið ó-
þurrkasamt, sífelldar rigning
ar síðari hlutann allt fram í
október hér á Suðurlandi.
Samt var hlaðan full hér á
Bessastöðum af þurru heyi;
enda eru hér súgþurrkunar-
tæki. Allar súrheysgryfjur
fullar. Bygg og hafrar full-
þroskað, þótt seint yrði. Kart-
öfluuppskeran ágæt. Ég skýri
hér frá staðreyndum, serr.
dæmi, en er ekki að miklast af
því, enda er afraksturinn bú-
stjóranum en ekki mér að
þakka. Þótt veðráttan geti
verið þreytandi er hún ekki
sá Þrándur í Götu, sem ekki
megi taka fangbrögðum, með
von um nokkurn árangur.
Eitt viðfangsefni er erfitt,
það er kostnaður við nægi-
lega varanlegar byggingar.
En vér þurfum að auka
að mun vísindalegar rann-
sóknir fyrir landbúnaðinum
og tilraunastöðvar.
Nú erum vér að eignast
hæfa vísindamenn á þessu
sviði; þeim þarf að fjölga og
að þeim þarf að hlúa. Og
koma þarf upp tilraunastöðv-
um svo mörgum, sem þarf til
þess að þær hafi gildi fyrir
bændur í öllum landshlutum.
Áhugi er vakinn fyrir auk-
inni ræktun og umbótum og
ýmsar framkvæmdir eru hafn
ar. Það sem ég óttast er það
eitt, að vér setjum ekki mark-
ið nógu hátt, að vér fylgjumst,
ekki nógu vel með tímanum.
Öðrum þjóðum er það nú
jljóst, að landbúnað verður
að byggja alveg á vísindaleg-
um grundvelli. Það sama hlýt
ur að eiga við oss íslendinga,
ef tækni nútímans á að koma
að fullu gagni.
Ég vildi óska þess, að unga
fólkið hér á landi mætti koma
auga á það, hve mikið bíður
þess í þessu góða landi, sem
hefir haldið lífinu í íslenzku
þjóðinni í meira en þúsund
ár, þrátt fyrir allar þær hörm
ungar, sem yfir hafa dunið á
mörgum og löngum öldum. ís-
lenzka gróðurmoldin hefir
beðið þess í þúsund ár að vel
væri með hana farið. Nú er
kostur á þekkingu vísindanna
og góðri tækni til þess að gera
þetta vel. Betur, eins og
brezki vísindamaðurinn benti
á. Ég hygg, að margir mundu
öfunda yður af að eiga slíka
fósturmold.
í bók fyrir danska bændur
ritar danskur háskólakennari,
að það sé einn af kostum land
búnaðarins, að varla sé hægt
að tala um stéttarmun milli
launþega og vinnuveitenda í
landbúnaðinum. Hann segir:
„Það hefir verið mjög mikils1
virði fyrir innri þróun þjóð-
féJagsins að slíkt félagsmála-
samræmi hefir verið í öðrum
aðalatvinnuvegi Dana.“ Hann
bendir á það, að danskir bænd
ur hafi jafnan haft sjálfstæða
stjórnmálasannfæringu, að
vagga frjálslyndisins hafi ver
ið í sveitum; að sveitamenn-
irnir, sem stundi þá atvinnu,
er í flestum löndum sé upp-
runalegur atvinnuvegur þjóð
arinnar, hafi haldið uppi
ræktinni við menningararf
forfeðranna. og loks. að sveita
fólkið sé yfirleitt þjóðrækn-
ara en borgarbúar.
Margt það sama mætti
segja um íslenzka bændur og
sveitamenningu. Það ætti að
vera frekari örvun til þess að
halda uppi veg og virðingu
landbúnaðarins.
Eitt aðalsmerki jarðrækt-
arinnar á að vera það, að þeir
sem rækta jörðina eru engu
síður að búa í hendur kom-
andi kynslóð en sjálfum sér.
Sá áhugi, sem góðu heilli er
vaknaður fyrir skógrækt hér
á landi ber sama aöalsmerkið.
Fæstir þeir, sem nú planta
skóg, gera ráð fyrir því, að
þeir fái sjálfir að njóta hag-
nýtra ávaxta af skógræktinni,
heldur þeir, sem á eftir þeirn
koma.
Og ég vil bæta þessu við. Ég
þekki ekki neina atvinnu-
grein, sem gefur mönnum
betri tækifæri til samlífs með
móðurmoldinni og náttúrunni
en landbúnaðurinn. Þeir, sem
við hann vinna, eiga þess betri
kost en aðrir að kynnast dá-
semdum skaparans. Þeir sjá
störfin í moldinni að sköpun
nýs lífs; sjá grös, jurtir og
blóm spretta úr skauti móð-
urmoldarinnar eins og í ævin-
týri, læra að meta samlífið
með blessuðum skepnunum;
njóta unaðar af fuglum him-
insins og öðrum lífverum.
Þetta hlýtur m. a. að skapa
hjá hverri heilbrigðri mann-
eskju aðdáun og lotningu fyr-
ir höfundi tilverunnar. Hvert
getur verið stjórnandi afl alls
þessa, nema sá, sem er upp-
runi alls lífs heimsins? Ef til
vill á þetta ekki minnstan
þátt í því, að skapa sveita-
menninguna og gera bænd-
urna að þeim máttarstoðuin
þjóðfélagsins, sem þeir eru.
Ég óska öllum þeim, sem
heyra mál mitt og öllum ts-
lendingum árnaðar og fac-
sældar á þessu nýbyrjaða ári,
sem er síðasta ár fyrra helrn-
ings tuttugustu aldarinnar.
nú á farsælli brautir. Það
hafa ekki þótt meðmæli með
mönnum hingað til, að þeir
hefðu gert eitthvað illa, þó að
aldrei sé vonlaust, að menn
geti lært af því að reka sig
á. En fyrst í stað færi þó vel
á því, að hrunstefnupostular
Sjálfstæíisflokksins sýndu
einhver merki þess, að.þeir
væru ekki stoltir og hróðugir
af þjóömálaforustu sinni á
liðnum árum. Að öðrum kosti
er hætt við, að framkoma
þeirra veki ekki traust. '
Þær þúsundir íslendinga,
sem. hafa trúað SJálfstæðis-
flokknum til forustu, hafa
sjálfsagt gott af að hugleiða
boðskap formanns síns, að
hrunið sé óhjákvæmilegt, ef
lengur verði haldið hrun-
stefnu Sjálfstæðisfloksins.
Þeim mun verða lítil hugg-
un og stoð í því að kalla ára-
mótaboðskap foringja síns
bölsýnisvæl og ráðherrann
sjálfan barlómsbumbu. Það
eru þó gömlu slagorðin.’ En
eftir er sú staðreyndin, að
byggingin getur ekki staðið
eins og frá henni er gengið.
Því verða nú allir hugsandi
og ábyrgir menn að ganga til
liðs við þá steínu, sem Fram-
sóknarflokurinn hefir alla tíð
lagt áherzlu á, að treysta
grunninn, svo að hann beri
höllina.
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Annast. sölu fasteigna,
sklpa/, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
|innbús-, líftryggingar o. fl. í
! umboðí Jón Finnbogasonar
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands h. f. Viðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tíma eftir samkomulagi.
Þarfasta hugvekjan
í sambandi við áramótii
hafa verið ritaðar margai
góðar greinar og snjallar ræð
ur fluttar. Af öllum þessum
áramótahugleiöingum ber þc
ein Jangt af. Það var útvarps-
ræðan, sem forseti íslands
flutti á nýársdaginn.
í ræðum og greinum þeírra
sem létu til sín heyra um ára
mótin, bar einna mest a ugg
og ótta við þá fjárhagslegL
erfiðleika, sem atvinnuveg
irnir eiga nú við að búa. Ilins
vegar var óvíða bent á leiðir
til úrbóta né þjóðinni bent á
raunhæf viðfangsefni. Ræða
forsetans skar sig úr af>
þessu leyti. Ilún benti þjóð-
inni á það viðfangsefnið, sen
er stærst og þýðingarmest
nytjun landsins Hún var
þrungin trú á gæði íslenzkr-
ar moidar og þá miklu, ónýttu
möguleika, sem þjóðin á þai
til að tryggja sér betri af-
komu og menningarlíf á kom
andi árum og öldum.
Engan boðskap var ollu
nauðsynlegra að flytja þjóð
inni á þessum tímamótum.
í gullæði því, sem heíir ríkt
hér um nokkurt skeið, hefir
alltof mörgum glapist sýn og
trú á ágæti íslenzkrar gróð
urmoldar. Aðrar atvinnu
greinar, sem í bili gáfu fijóí
fengnari gróða en landbúnað
urinn, hafa verið látnar hafa
forgangsrétt. Landbúnaður-
inn hefir verið olnbogabarn
Aðeins þrek og dugur bænda
stéttarinnar veldur þvi, afi
starfið í sveitum landsins
liefir ekki verið látið níðui
falla, heldur enn sótt fran.
þrátt fyrir fólksfækkun og
erfið skilyrði.
Nú sér þjóðin það ljóst, ae
uppbyggingu atvinnulíts
hennar á seinustu árum het-
ir ekki verið rétt háttað. OI
mikið hefir verið hugsað un
hinn skjótfengna sjávaraila
en minna um nýtingu náit
úrugæðanna í landi, vatns
aflsins og moldarinnar. Mec
þessu er þó síður en svo vet-
ið að segja, að ekki hafi vei
ið rétt að hlynna að sjávar
útveginum, heldur hitt, ac
við megum ekki treysta a.
hann einan.
Nú verður þjóðin að breyta
um starfshætti, ef vel a ac.
fara og koma auknu jafn-
vægi á búskap sinn. Húi.
verður að gera sér Ijost, aé
hún á sinn mesta auð, þar
sem landið er. Stærsta verk-
efni framtíðarinnar er an
vinna að fullri nytjun þess
og uppbyggingu.
Á sviði visindanna hata
margir hlutir gerzt seinustt
árin. er styðja trúna á is-
lenzku gróðurmoldina. Fyrir
atbeina slíkra framfara er nu
hægt að gera hana margfah
verömætari en fyrir 20—3C
árum. Réttar ræktunarao
ferðir. rétt áburðarnotkui.
ræktun nýrra jurtategunua
og auknar kynbætur búfjár-
ins, svo nokkuð sé nefnt. geta
nú Iátið moldina svara marg-
földum arði á við það, sen
áður þekktist Það er vissu-
lcga satt, er John Boyd On
sagði, er hann tók við friðai
verðlaunum Nóbels fyrh
nokkrum dögum síðan: Truic
þvi, að það er ekki hægt ac
ávaxta peninga betur en n»e<
því að leggja bá í ræktmi.
Petta þarf islenzka þ.ióðii.
að gera sér lióst. Hún verðui
að gera sér Ijóst. að án öf>-
ugs og blómlegs landbúnaðai
(Framh. á 6, siau.j