Tíminn - 03.01.1950, Síða 6

Tíminn - 03.01.1950, Síða 6
6 TÍMINN, hriðjudaginn 3- janúar 1950 1. blað TJARNARBiD STÓRMYNDIN (The Jolson Story) Amerísk verðlaunamynd byggð á ævi hins heimsfræga amer- íska söngvara A1 Jolson. Þetta er einstæð söngva- og músik- mynd tekin í eðlilegum litum. Pjöldi alþekktra og vinsælla laga eru sungin í myndinni. — Aðalhlutverk: Larry Parks Evelyn Keyes Sýnd kl. 5 og 9. í Fagradal NÝÁRSMYND Falleg og skemmtileg amerísk stórmynd í eðlilegum litum. — Leikurinn fer fram i einum hinna fögru, skozku fjalladala. Aðalhlutverk: \ Lon McCallister Peggy Ann Garner Edmund Gwenn Sýnd kl. 5, 7 og 9. ■■■nfUffnnniiiiiiiiiiimiifiiMinimismmniimifiiiiii Hafnarf jarðarbíó í \ Morki lirossins Stórfengleg mynd frá Róma- borg á dögum Neru. Aðalhlutverk: Fredric March Elissa Landi Claudette Colbert Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9249. Þarfasta hugvekjan (Framhald af 5. slBu), lifir hún aldrei lengi sem frjáls og óháð, né heldur til- kalli sínu til landsins. Þeir tímar koma, að sú þjóð, sem ekki nytjar land sitt, mun missa rétt sinn til þess, enda á hún líka að gera það. Fólks- fjölgunin í heiminum mun leiða það af sér, að engin þjóð mun geta átt land til sports, en ekki til að nytja það — sízt af öllu eins gott land og ísland. Nýársboðskapur forsetans var því sannarlega þarfur og nauðsynlegur. Hann á miklar þakkir skilið fyrir hann og þjóðinni og forráðamönnum hennar ber að taka hann til eftirbreytni. X+Y. GAMLA B I □ 1 ^©Rífl^VÍ Kona biskupsins (The Bishops Wife). — Bráð- skemmtileg og vel leikin amer- Mýrarkots- ísk kvikmynd, gerð af Samuel ! Goldwyn, framleiðanda úrvals- stclpan mynda eins og: „Beztu ár æv- ! innar“, Danny Kaye-myndanna, l Efnismikil og mjög vel leikin „Prinsessan og sjóræninginn" | sænsk stórmynd, byggð á sam- o. fl. — Aðalhlutverk: nefndri skáldsögu eftir hina Cary Grant frægu skáldkonu Selmu Lagerlöf Loretta Young Margareta Fahlén David Niven Alf Kjellin Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. * BÆJARBÍÓ HAFNARFIROI | I : ilúi írska villirósin 1 ~ d *■ Ólympíulelkarnir Bráðskemmtileg og falleg amer- ; § ísk söngva- og gamanmynd, i í Bcrlín 1936 tekin í eðlilegum litum. Kvikmynd af glæsilegustu Ólympíuleikum, sem haldnir Dennis Morgan hafa verið. Ný, amerísk upptaka með enskum skýringum. Leikstjóri: Geraldina Lerner. Arlens Dahl Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 5 TRIPDLI-BID Stcinblómið GÖG og GOKKE Hin vinsæla ævintýramynd í hinum undurfögru Agfa-litum. Ógleymanleg fyrir yngri sem eldri. — Sýnd kl. 5. í hinu villta vestri Bráðskemmtileg og sprenghlægi Ríðandi leg amerfsk skopmynd með hin- um heimsfrægu skopleikurum lögrcgluhetja Aukamyndir: GÖG og GOKKE Tónlist frá Harlem með Lena Horne, Teddy Wilson og Leo Weisman og íþróttahátíð í Sýnd kl. 5, 7 og 9. Moskvu. Sýnd kl. 7 og 9. WILLY CORSARY: 2. dagur Gerizt áskrifendur að ZJínicuiiun Áskriftasímar 81300 og 2323 fslendingaþættir ... (Framhald af 3. slðu). inni hafi ef til vill stundum verið heitið annað, er lagt var af stað. Það var svo gam- an að heyra hana rifja upp liðna tímann. Hún var svo minnug, en minnugust á það góða, sem hafði mætt henni á lífsleiðinni og það bezta í fari hvers manns. Hún var gáfuð kona og hreinlynd. Hreinskilni hennar var hlýj- ar leiðbeiningar, en ekki sær- andi útásetningar- Þau hjónin eignuðust 9 börn, góð börn og efnileg, sem reyndust foreldrum sín- um vel. Ég veit, að litlu börnin á Búrfelli hafa saknað ömmu nú á jólunum. Enginn skildi gleði þeirra betur en hún, og til hennar var svo gott að leita, ef eitthvað var að. Ég veit, að sonur hennan og tengdadóttir þakka guði fyr- ir þau ár, er hún dvaldi á heimili þeirra. Nú veit ég, að þjáningar þínar eru á enda, kæra vin- kona, og jóladýrð guðs hand- an við hafið umlykur þig og þína ástvini. Ég þakka þér fyrir þær perlur, sem þú gafst mér i veganesti. Guð blessi þig. Lára Böðvarsdóttir. TENGILL H.F. Sími 80 694 Heiði við Kleppsveg annast hverskonara raflagn- ir og viðgerðir svo sem: Verk smiðjulagnir, húsalagnir, skipalagnir ásamt viðgerðum og uppsetningu á mótorum, röntgentækjum og heimilis- vélum. Hver fylgist með tímanum ef ehfci LOFTVR? Gestur í heimahúsum helzt, að hesturinn þekkti hana eins vel. Hann vissi, hvað hún hugsaði og vildi. Hún þurfti ekki að hreyfa sig, ekki að segja neitt — á einhvern dularfullan og óskýranlegan hátt vissi hann óskir hennar. Svo ríkur getur verið sam- hugur manns og dýrs. Einstaka sinnum kemur líka fyrir, að tveir menn tengjast slíkum böndum. En það er harla sjaldgæft. Það var töfrandi haustblær yfir öllu. Á bláum himnin- um voru stór, hvít ský, sem sigldu eins og víkingaskip í morgungolunhi. Hinir hlýlegu ásar voru undurfagrir þenn- an dag. ína þrýsti hnjánum þéttar að síðum hestsins og vatt sér við í hnakknum. Húsiö stóð þarna eitt sér, um það bil hálftímagang frá þorpinu, og hingað komu ekki járn- brautarlestir nema tvisvar á degi hverjum. Það var engan að sjá úti á svölunum, og enn var ekki búið að draga tjöld- in frá gluggunum niðri. Hún hló dátt, eins og lítið barn, sem er að hlaupast brott og finnst, að það sé komið úr mestu hættunni. Næst þegar hún leit við, var hún komin langt út á ás- cna. Hún klappaði hestinum á heitan hálsinn, og snöggvast varð henni hugsað til Annettu de Lorme, sem sjálfsagt hefði viljað fara með henni þessa ferð — síðasta morgun- inn hennar í Heiðarbæ. En hún hafði ekki neitt samvizku- bit. Annetta kunni í rauninni ekki að meta það yndi, sem slíkt veitti. Hún var svo löt og værukær, og sólskin og náttúrufeðurð orkaði ekki á hana. Hún kunni ekki að íneta angan úr lyngi og laufi né hressandi morgungolu. Annetta vildi aðeins fara á hestbak, þegar hún hélt, að Kristján færi lika. Nú hvarflaöi hugur ínu að því, hversu mikil áhrif Krist- ján, hinn nitján ára gamli stjúpsonur hennar, virtist hafa á konur, jafnvel þótt þær væru miklu eldri en hann. Hann var að vísu fullorðinslegur, einkum nú í seinni tíð.. Annetta \ar tuttugu og fjögurra ára gömul, og í tvær vikur hafði hún ekki annað gert en halda sér til fyrir Kristjáni og reyna að koma honum til við sig. Hann virtist láta sér þetta lynda og stundum svaraði hann henni i sömu mynt, en ína gat þó ekki annað en séð háðsviprurnar kringum munninn á honum. Samt fór því fjarri, að hún felldi sig við framkomu hans. Hún sómdi illa pilti á hans reki. Það var eins og hann væri ekki ungur lengur, hugsaði hún, og hann virtist eldast með hverjum degi sem leið. Það mátti ef til vill rekja til kynna hans af Edit. ínu hafði aldrei geðjazt að þeim. En faöir Editar, Cordona banka- stjóri var einn af þýðingarmestu viðskiptavinum manns hennar. Hún varð þess vegna að umbera stúlkuna og treysta dómgreind stjúpsonar síns. En gat kornungur pilt- ur haft kynni af Edit, án þess að það hefndi sín? spurði hún sjálfa sig. Edit hafði ekki verið nema sextán ára, þegar hún fór að leggja lag sitt við elskhuga móður sinnar, og lét sér meira að segja eklci fyrir brjósti brenna að lýsa fyrir föður sínum þeim heiftúðlegu árekstrum, er af því hlutust. Foreldrar hennar bjuggu nú ekki lengur saman, og meiri hluta ársins var Edit í Cannes hjá móður sinni. En stundum kom hún öllum á óvænt til Hollands, og það þótti sjálfsagt, að þá byggi hún eins lengi og henni sýndist hjá Elsting-hjóunum i Utrecht. Kristján talaði oft um hana með gremjublandinni hæðni. En samt sem áður leyni það sér ekki, að henni tókst að hafa á hann talsverð áhrif. Hún var eins og skemmt epli, sem eitraði frá sér. ína stöðvaði hestinn. „Það er skylda húsmóðurinnar að koma til morgunverð- ar“. Þetta stóð einhvers staðar í bók, þar sem konum var kennd sú list að haga sér rétt og virðulega. Og þá bók hafði hún marglesið spjaldanna á milli. En það var langt síðan, og hún brosti að því, að henni skyldi allt i einu detta þessi setning í hug. — En þetta er líklega rétt, sagði hún samt við sjálfa sig. Ég verð að fara heim. Hún stundi þu&gan. En í huga sínum sá hún all, sem gerast myndi. Þegar liði á daginn, færu síðustu gestirnir: Jan Lander, einn af umboðsmönnum manns hennar og gamall vinur, Emma, koiia hans, Annetta de Lorme og faðir henn- ar. Og að morgni ætlaði hún sjálf að flytja til borgarinnar — með Kristján og þjónustufólkið. Heim til Utrecht! Eftir iáa daga kæpý m^ður hennar úr ferð sinni um Þýzkaland og Rúmeníu, og þá byrjaði gamla sagan: gestakomur, veizl- ur, kokkteilboð, spilakvöld. Á herðar hennar legðust ótal húsmóðurskyldur, sem hún varð að láta eins og væri sér- stök ánægja að inna af höndum. Hún var þó kona Allards Elsting, forstjóra og aðaleiganda vélaverksmiðjunnar ÍNemófa. Aftur beið hennar hringiða fólks: kunningja tengda-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.