Tíminn - 04.01.1950, Síða 3

Tíminn - 04.01.1950, Síða 3
2- blaö TÍMINN, miðvikudaginn 4. janúar 1950 3 ísiendingajpættir Áttræður: Guðmundur Sveinsson, bóndi, Bjarnarstaðahlíð í Skagafjarðardölum cr meiri náttúrufegurð en víða annarsstaðar á landinu. Slétt ar grundir og grösugar hlíð- ar eru hið neðra, en ofar fagrar fjallabrúnir, sums stað ar með klettabeltum og gníp- , um. Straumþungar jökulár falla þar fram ýmist í hrika- j legum gljúfrum eða milli malarkamba. Á fjallinu milli dalanna, Austurdals og Vest- | urdals, er fögur útsýn í góðu skyggni. Víðáttumikið og fag urt hérað blasir við á aðra hönd, en jökulbungur og fell hálendisins á hina. Þarna á fjallinu eru gamlar menjar hér og þar. Það eru hrunin smalabyrgi. Þessi lítilfjörlegu mannvirki eiga sína sögu, j sem nú er að mestu týnd. Það er fokið í spor smalamann- j anna og fáir þeirra ofar moldu. Við skulum reyna að gægj- ast undir tjald timans og lit- ast um á þessum slóðum. Viö sjáum þar þrjá smalamenn með hjarðir sínar, sinn frá i hverjum bæ. Þeir hittast dag j lega og gera sér ýmislegt til gamans í frístyndum sínum. | Þeir hafa hesta hjá sér, sem' veita þeirii mikla ánægju, og þeir skella á skeið bæði að þörfu og óþörfu. Elzti dreng- urinn hefir jafnan forustuna og leggur á ráðin í leikjum og starfi. Einu sinni dettur honum í hug, að þeir skuli riða út í tjcrn og kanna dýp- ið- Hann vissi það, að faðir hans og frændur hikuðu ekki við stór vatnsföll, þegar þörf gerðist að komast yfir. Hann grunaði að vísu, að blátt bann yrði sett við slíku til- tæki, ef vitað væri heima, en þrek og þor æskumannsins gerði sínar kröfur. 70 ár eru liðin og margt hefir breytzt, en forustumann inn á fjallinu finnum við enn þá í Vesturdal. Það er GuS- mundur Sveinsson, bóndi að Bj arnastaðahlíð. Hann er fæddur í Fremri- Svartárdal 28. marz 1869. For eldrar hans voru Sveinn Guð mundsson og Þorbjörg Ólafs- dóttir. Tveggja ára gimall fluttist hann með foreldrum sínum að Bjarnastaðahlíð og hefir dvalið þar síðan. Hann er fyrsta barn foreldra sinna, en þau áttu 15 börn og kom- ust 12 upp. Árið 1900 kvæntist Guð- mundur Ingibjörgu Friðfinns dóttur og reistu þau bú í Bjarnastaðahlíð sama ár og bjuggu þar síðan góðu búi í 47 ár samfleytt. Þau eignuð- ust þrjú börn, sem upp kom- ust, og eru það: Snjólaug, húsfreyja á Hafgrímsstöðum, Sveinn bóndi í Árnesi og Gísli bóndi í Bjarnastaðahlíð. Guðmundur í Bjarnastaða- hlíð er kominn af skagfirzk- um og húnvetnskum ættum. Ættf^ður hans hafa yfirleitt haldið sínum hlut í lífsbar- áttunni og margir þeirra skar að fmm úr og haft manna-. forráð. Afi hans í föðurætt var Guðmundur bóndi í Fremri-Svartárdal Guðmunds son bónda á Vindheimum, Tómassonar bónda í Sclva- nesi Jónssonar bónda í Litlu- hlíð, Ólafssonar bónda þar. Guðmundur í Bjarnastaða- hlíð er því 7- ættliður í bein- an karllegg, þeirra er bænd- ur hafa verið í Lýtingsstaða- hreppi fyrir og um miðja síð- ustu öld. Þorbjörg móðir Guðmund- ar í Bjarnastaðahlíð var dóttir Ólafs hreppstjóra í Litluhlíð. Hann var sonur Guðmundar bónda á Barka- stöðum og Ingibjargar konu hans, en þau voru systkina- börn að skyldleika. Guð- mundur á Barkastöðum var sonur Eyjólfs bónda á Eiríks- stöðum Jónssonar á Skeggja- stöðum, sem Skgegjastaða- ætt er kennd við, en Ingi- bjcrg dóttir Ólafs Andrésson- ar í Valadal og Bjargar Jóns- dóttur frá Skeggstöðum. Það var eitt hið mesta gæfuspor Guðmundar í Bjarnastaðahlíð, þegar hann gekk að eiga Ingibjörgu Frið finnsdóttur. Hún er sóma- kona, sem ekki má vamm sitt vita i neinu. Ljúflyndi henn- ar og prúðmennska er frá- bær. Hún er ein af þeim kon- um, sem gera garðinn fræg- an með hljóðlátu starfi og hlýju brosi. Faðir hennar, Friðfinnur Friðfinnsson, var Eyfirðingur að ætt. Hann lézt þegar hún var kornung. Eftir það ólst Ingibjörg upp á Ábæ hjá Margréti móður sinni, en hún var dóttir Guð- mundar Guðmundssonar bónda þar og konu hans, Valgerðar Guðmundsdóttur frá Skildinganesi syðra. Guð- mundur á Ábæ var gildur bóndi og merkur maður á sinni tíð, meðal annars fyr- ir samgöngubætur sínar í Austurdal laust eftir miðja síðustu öld. Fyrstu minningar um Guð- mund í Bjarnastaðahlíð á ég frá þeim tíma, er ég kom fyrst til kirkju að Goðdölum. Ég heyrði klukkurnar hringja og athygli mín beindist að mann inum, sem stjórnaði þessum dásamlega hljóm. Ég hafði líka heyrt talað um hann sem einn af mestu bústólpum sveit arinnar. Árin liðu og ég gekk til spurninga í nokkra vetur, og ekki minnist ég þess, að það kæmi fyrir, að Guðmund ur væri ekki við kirkju. Hann kom venjulega fyrstur og fór síðastur. Þó hafði hann verk að vinna á helgum dögum sem aðra daga og blessun fylgir bænagerð. Hann gætti fjár á beitarhúsum hinum megin við ána, á móti Goð- dölum. Þarna í fjallshlíðinni fögru, þar sem vorsólin leys- ir klakabönd vetrarins fyrr en annarsstaðar, á hann mörg spor. Þar hefir hann haft á hendi fjárgeymslu og gengið á beitarhús nokkuð á sjötta tug ára. Svo sem að líkum lætur með mann á þessum aldri, hefir hann lifað tvenna tíma. Hann hefir í æsku mótast af lífsvenjum liðinnar aldar, en síðar fylgst með hinum stór- felldu breytingum og tekið þátt í hinni tæknilegu þró- (Framhald á 7. síðuj Athugasemd við „Tvær rímur” Ræða forsetans Snæbjcrn Jónsson bóksali hefir gefið út bók, sem hann néfnir „Tvær rímur“. Fyrri ríman heitir „Litið í Natans- sögu“, en hin síðari „Skálda- flotinn“. | Eftir formála og efnisyfir- lit hefst bókin á langri rit- gerð, sem hann nefnir „For- spjall“. Þetta er athyglisverð grein; höfundur kemur víða við og ræðir efnið af fullri hreinskilni. Hann bendir á margt, sem miður fer hjá okk ur íslendingum og verið get- ur, að einhverja svíði undan ádeilum hans. Eflaust má deila um það, hvort hann er ávallt sanngjarn í dómurii sín um. En samt sem áður á hann þakkir fyrir forspjallið. Fyrir fyrri rímuna vildi ég einnig mega rétta höfundi hlýja þakkarhönd. Þess væri full þcrf, ef unnt væri að bregða ljósi nýrrar þekking- ar yfir þetta fólk, sem sagan fjallar um, svo að unnt væri að skilja betur en áður var eðliskosti þess og örlög. Á skáldslcap höfundar legg ég engan dóm, tel mig ekki þeim vanda vaxinn. Þó virð- ist mér bregða fyrir í Skálda- flotanum meiri óvandvirkni en ég hafði búist við Gildi bókarinnar sem fræðirit rj>rn ar ekkert við það-. Það sem kom mér til að taka pennann, eru ummæli höfundar um eitt skáldið, Guðmund Sveinbjarnarson í Borgarnesi. Hann segir (bls. 144): „Gvendur ýtti Sveinbjörns- son, seglin vel hann greiðir; henti slys sem var til von, hann valdi hættuleiðir. En þótt fræði að fullu reynd fengi ei staðist prófið; þessi orti allt af greind; er þá á lofi hófið“. Forseti íslands, hr Sveinn | Björnsson, lieilsaði nýju ári j með ræðu á nýársdag. Ræða J forsetans var mjög ólík og j frábrugðin öðrum tímamóta- j ræðum, sem heyrzt hafa hér , á landi síðustu arin. Ræðan var öll Iofgerð og ^ cður til íslenzkrar gróður- [ moldur. íslenzk gróðurmold j hefir beðið þess í 1000 ár, að , henni væri sómi sýndur, j sagði forsetinn. Þeir sem rækta jörðina^- ganga í lið með guði almáttugum, að skapa. Forsetinn Iagði áherzlu á, að landbúnaðurinn ætti að verða höfuðatvinnuvegur ís- lendinga í framtíðinni. Það væri sá sess, sem hann ætti skilið. Hann rökstuddi mál sitt með dæmum og áliti ýmsra merkra manna og sinni eigin lífsreynslu. Ræðan var vel byggð, ný- stárleg og öll hin merkasta, svo af bar. Er nýtt að heyra menn í æðstu stöðum tala þannig, sem brýtur svo ger- I samlega gegn ríkjandi skoð- | unum og stefnu í þjóðmálum ! síðustu ára. En eins og gerzt ; má sjá, ef skyggnzt er til j veðurs í þjóðflutningum nú- I tímans, stefnir hröðtim skref i um að því, að flestir lands- menn safnist saman á eitt j útnes og skaga á suðvestur- strönd íslands. En það skulu menn hafa fyrir satt, að þetta gerist ekki án orsaka. Heldur er þetta bein afleið- ing og óhjákvæmileg af menntun og f jármálaþróun og stefnu sfðustu áratuga. í blöðum og á munnfund- um, í þingsölum og útvarpi hefir verið haldið uppi fána þorsksins og síldarinnar og kaupmennskunnar. Þetta hef ir vei'kað á þjóðina líkt og áfengt öl á óreyndan ungl- ing Henni hefir förlast minni og daprast sýn til feðra sinna og mæðra, en fest sjónar á gullnum sölum og dáindis fallegum klæðum og fótleggj- um klæddum silki eða nyloxi í íslenzkum snjóéljum. Hún hefir fest sjónar á síldar- happdrætti og lagt ótrúlega mikið af orku sinni undir, til að freista að vinna í því. En eins og gengur í happdrætt- um, er jafnan tvísýnt um vinningana. En þá er þó hægi að kenna öðrum um sínai eigin ófarir. Nú ciga fimm síð ustu árgangar síldarinnai ckki upp á pallborðið hjá ýmsum íslenzkum stjórnmála mönnum. Mætti raunar svo fnra, að líf síldarinnar tor- vcldaði framabraut þeiira og xTæri minnst eftirsjá að. Hitt er meira um vert, og hreinn þjóðarvoði, ef fram ei haldið stefnunni, sem nú hort ir, að allt þjóðlífið magnisi af kaupmennsku og trú á fljóttekinn gróða, sem komi upp í fangið, án lítillar áreynslu. Er þá komið út á flughálku, sem erfitt er að fóta sig á. En neðan undii svellbólstranum vís hnignun andlega og líkamlega. Við lestur áramótahugleið- inga forystumanna stjórn- málaflokkanna nú um ára- mótin verður ríkast í huga, að þeir telji þjóðina standa ískyggilega nálægt fossbrún- inni, svo tvísýnt sé um fram- tíðina. Þá tekur forsetinn til máls og kveður á um, hver muni giftudrýgst stefna í málum þjcðarinnar á næstu áratug- um. En hún er í fáum orðum að efla landbúnaðinn, gcra hann að höfuðatvinmivegii þjóðarinnar. Endurheimta trúna á landið. Ræða forsetans eru or í tíma töluð. Mestu auðæfin sem við eigum er íslonzk gróð' urmold og fossar og hverir- Þetta allt, bessi náttúruauð- æfi, eru sá vitazgjafi, sem mun fæða og verma og efla til dáða óbornar kynslóðii þjóðarinnar. B. G. Og á bls. 260 segir: „— en ekki hefir hann var- að sig á því, hve ótraust heim ild islenzk biöð eru, til skiln- ings á fjarlægum heimsvið- burðum“. Hvaðan kemur Snæbirni til efni til þess að segja, að skáld ið hafi hent slys? Hvernig getur hann séð, hvaða heim- ildir það hafi notað? Hver prófaði þeklcingu þess á fjar- lægum heimsviðburðum? Sem betur fer eru til fleiri heimildir um þessa hluti en blcðin ein og vík ég að þvi síðar. Vegna þess að kunnugt er, að herra Snæbjörn Jónsson er mikill aðdáandi og vinur Breta — og er það sízt að lasta, — verður það skiljan- legt, að eftirfarandi erindi úr Borgfirzkum ljóðum hefir ver ið honum þyrnir í augum: „Lýðræðisskrumarar skrafa um frelsi, en skilja þó aldrei, hvað er helsi. halda fast á hnefans valdi, hvergi vilja slaka til. Hvað um Sýrland? Hvað um Jövu? Hvað um Burma og Indlands krcfu? Mannfórnir og skattaskil. Fleira mætti tína og telja, Til er margt — úr nógu að velja. Til himnaríkis breitt er bil“ Þegar þess er gætt, að kvæð ið, sem þetta erindi er í, var ort árið 1945, meðan ófriður- . inn var enn i fullum gangi og J enginn gat séð fyrir, hver verða mundu örlög þeirra j þjóða, sem skáldið nefnir sem 'dæmi, máli sínu til skýring- ar, þá virðist það vera nokk- uð fljótræðiskennt að kasta i fram svona dómsorðum. Hvernig er unnt að telja mönnum það til slysa eða van sæmdar, að þeir geta ekki sagt, iöngu fyrirfram, hvað. muni gerast á komandi árum langt úti í heimi? Eins og drepið er á hér að framan, eru til fleiri heimild- ir um ýmsa heimsviðburði og þá menn, sem þar koma við sögu, en íslenzk blöð. Sem dæmi skal ég nefna Prestafélagsritið 1927 og 1928- j Þar er gagnmerk ritgerð um í indverska mikilmennið Ma- j hatma Gandhi eftir Kjartan prófast Helgason, og mun það hverjum manni ofraun að ve- fengja frásögn hans. Þess er skylt að geta, með fullri viðurkenningu, að Brst ar eru nú búnir að slaka til á hnefavaldinu hvað Indland snertir og fleiri lönd þar syðra, en þrátt fyrir það geym ir sagan glöggar myndir af fyrri framkomu þeirra við þessar þjóðir. Árið 1900 orti Guðmundur Friðjónsson kvæði til vinar síns, sem var á fcrum til Vest urheims. Hann segir: „Ætlarðu að glata ánum þín- um? afbragðs hesti, tryggum vini? þínu góða kúakyni? kasta í enskinn börnum þín- umV Níðinginn, sem Búa bítux, Búddha lýð til heljar syeltir, hundingjann sem hausi veltir, hvar sem bráð á jörðu litur. Viltu heldur þrælnum þjöna, þeim sem hefir gull í lendúm, heldur en Kára klæðabrennd- um, kónginum við öskustóna?“ Ég man ekki eftir, aó nefnn íslendingur tæki þá svari Breta. En hvað segir Snæ- björn um þessi ummæli Guð- mundar Friðjónssonar? Að lokum skal ég taka þaö fram, að ég ber engan kala til Breta, það er síður en svc, ég dáist að þeim fyrir sam- heldni þeirra, þrautseigju og fleira, en mér finnst það o- þarfi að loka augunum fyri göilum þeirra, eða rjúka upp til andmæla, þó að bent se fc eitthvað af því, sern miður íer hjá þeim í stjórnmálun., heima eða erlendis. Sigurjón Kristjánssoii frá Krumshólum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.