Tíminn - 04.01.1950, Qupperneq 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 4. janúar 1950
2. blað
Hverjir eru Reykvíkingar?
Eflir Ilalldór Krist.|ánsson
Framsóknarmenn hafa nú
flutt á þremur þingufn í röð
frumvarp um stóríbúðaskatt.
Þó að mismunandi tak-
mörk hafi verið í þessum til-
lögum breytir það engu um
afstöðu til málsins. Eins og
bent hefir verið á er hægt
að liðka eða þrengja takmörk
in í meðferðinni. En eftir
að Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ir tvö ár í röð tekið þessu
máli með þögn og fálæti, er
nú svo skipt um, að hann
heyir tryllta baráttu gegn
sjálfri hugmyndinni um stór-
íbúðaskatt og telur þá, sem
slíku máli fylgja, verri venju-
legum ránsmönnum og kallar
að þeir ráðist með ofsókn-
um gegn Reykjavík.
Varnarsveitir Reykjavíkur.
Á þeirri hættunnar stund,
þegar „óvinir Reykjavíkur“ of
sækja höfuðborgina, vill Sjálf
stæðisflokkurinn verða líf-
vörður og verndari íbúa borg-
arinnar, eftir því sem blöð
hans segja frá. Og þessar
varnarsveitir ætlast til þess,
að almenningur Reykjavíkur
fyllist þakklæti og trausti í
þeirra garð fyrir það, að þeir
berjast gegn því, að nokkur
takmörk séu sett um það,
hversu stórar íbúðir menn
notL
'Og jafnframt þessu er Mbl.
látið segja hvað til ráða sé.
Úrræði Sjálfstæðismanna.
Mbl. segir, að Framsóknar-
menn séu flokkur héraðanna
og þeir hefðu átt að gæta
þess, að fólkið gæti verið
kyrrt, þar sem það fæddist
úti'um land. Þetta eru fyrstu
tillögurnar til að leysa hús-
næðisvandræðin í Reykjavík.
Það kemur ekki þessu máli
við, þó að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi lengi þótzt hin
eina forsjón útgerðar um allt
land og alltaf talið sig bezta
bændaflokkinn. Hann virðist
fiiiria til þess núna, þó að
seint sé, að það eru aðrir,
sem hafa reynt að halda við
byggðinni utan Reykjavíkur.
En hverjum skyldi þá vera að
kenna, að það hefir ekki tek-
izt betur?
En ef það á nú að vera
bjargráð húsvilltra Reykvík-
inga, að menn séu sendir
þaðan á fæðingarsveit sína,
gæti Mbl. reynt að byrja á
að ráðstafa fólki eins og til
dæmis Valtý Stefánssyni, Sig-
urði Bjarnasyni, Magnúsi Jóns
syni frá Mel, Jóhanni Haf-
stein, Auði Auðuns, Hallgrími
Benediktssyni, Birni Ólafs-
syni, Kristjáni Guðlaugs-
syni, Sigurði frá Veðramóti
og sonum hans og svo frv.
Það er ekki Framsóknar-
flokknum einum að kenna,
að þetta „aðkomufólk í bæn-
um“ þrengir nú að „Reyk-
víkingum."
Nú held ég að
Lágafell byggist!
Mbl. talar um að nú ætti
að hlutast til um að þær jarð-
ir, sem eru með nógúm hús-
um, verði fullnytjaðar.
„Lengi hefir á þvi borið, að
menn hafi lagt undir sig jarð-
ir, kannske fleiri en eina, nítt
þær niður, og setið þar fyrir
öðrum mönnum, .sem bæði
hafa haft til þess vilja og
getu að fullnytja jarðirnar,
ef þeir kæmust þar að.“
Þannig tekur Mbl. til orða.
Jæja! Ég hugsa, að þeir
Valtýr og Sigurður frændi
hans Bjarnason ættu þá að
geta fengði ábúð á Lágafelli
hjá Ólafi Thors og bræðr-
um hans. Þessi fallega jörð
er komin í eyði og niðurníðslu
Þeir frændur munu kunna til
landbúskapar og þeir hafa
bíl til að skjótast á í bæinn
til að skrifa Mbl. millLgegn-
inga. Og nóg eru húsin á
Lágafelli fyrir fólk þeirra.
Við langeldana.
Nú er svo ástatt í landinu,
að tilfinnanlegur skortur er
á brýnustu nauðsynjum til
húsagerðar. Byggingar tefj-
ast í sjálfri höfuðborginni af
því að gler í glugga fæst ekki
svo að ekki sé minnst á mun-
aðarvörur eins og eldavélar
og upphitunartæki. Er helzt
svo að sjá, að íslendingar eigi
að venjast karlmannlegri hátt
um en tíðkast hafa um hríð,
nú, þegar flokksstjórn Sjálf-
stæðisflokksins, sem lofaði
auknum neyzluvöruinnflutn-
ingi fyrir síðustu kosningar,
fer með völd i landinu. Mun
landsmönnum ætlað að éta
hrátt, svo sem Helgi Hundings
bani gerði forðum daga í
Hjörrungavogi og sitji við
langelda að fornum sið en
gluggar séu opnir.
Það eru nú hópar Reyk-
víkinga, sem hafa slikar
staðreyndir fyrir augum í
sambandi við framtíðarheim-
ili sín. Og þó eru þeir auð-
vitað vel á vegi staddir hjá
öðrum, sem skemmra eru
komnir.
300 votheysturnar.
Fjárhagsráði hafa borizt
umsóknir um fjárfestingar-
leyfi til að steypa 300 vot-
heysturna á þessu ári. Gera
má ráð fyrir að þessir 300
turnar gætu varðveitt 4500
kýrfóður samtals. Það er verð
mæti, sem nemur um 10 miHj.
króna. Ekki er hægt að reikna
hvað miklu verðmæti þessar
heystæður björguðu beinlínis
en telja má víst, að í sum-
um árum yrði það yfir 5
millj. króna. Auk þess myndi
þessi nýja heyverkun gera
fóðurbætisgjöf þeirra 4500'
kúa sem fengu fóður sitt það-
an að mestu eða öllu óþarfa
og binda enda á hana, en það
er gjaldeyrislegt hagsmuna-
mál.
Þetta dæmi er nefnt til að
sýna hvernig íslenzk bænda-
stétt vill breyta búnaðarhátt
um sínum til að gera afkomu
sína öruggari og landbúnaðar
framleisluna jafnframt ó-
dýrari. Turnarnir eru hér
nefndir af því, að þeir eru
ódýrustu heystæður, þar sem
þeir geta átt við, og votheys-
verkunin er bezta ráðið til
að gera heyskapinn ódýran
og árvissan. En fjárhagsráð
neyðist til að takmarka svona
framkvæmdir og það er með-
al annars vegna þess. hve mik
il byggingaþörfin er í Reykja-
vík.
Hófleysi í húsnæðismálum
Reykjavíkur tefur því fram-
för íslenzkra sveita. Sú töf
kemur Reykvíkingum í koll,
því að hennar vegna verður
framleiðsla landbúnaðaraf-
urða bæði minni og ódýrari.
Óhófsíbúðirnar í Reykja-
vík eru steinar í götu nægr-
ar, góðrar og ódýrrar mjólk-
ur og mjólkurafurða í bæn-
um.
Hófleysi í húsnæðismálum
borgarinnar heldur mjólkur-
verðinu uppi.
Ævintýrið um
danska borðið.
Það er hægt að segja ýms-
ar sannar sögur um notkun
og meðferð húsnæðis í Rvík.
Þriggja manna fjölskylda,
hjón með eitt barn, voru rek-
in úr húsnæði, þar sem farið
hafði vel um þau, þó að ekki
væri rúmt. Ástæðan tjl þesSa
var sú, að litil fjölskylda, sem
hafði heila hæð í stóru húsi,
til ábúðar, átti gamalt og sér
kennilegt danskt borð, sem
ekki þótti fara sem bezt við
önnur húsgögn i stofunum.
Þá varð þetta úrræðið að reka
leigjendurna út, svo að
danska borðið gæti fengið þá
íbúð.
Það eru svona ævintýri,
sem „vinir Reykjavíkur“ eru
að vernda.
En þetta ævintýri um
danska borðið gerist með ýms
um hætti í fjölmörgum hús-
um í Reykjavík. Og baráttan
stendur um það, hvort danska
borðið eigi að vera rétthærra
en fólkið og framfaramálin.
Misskipt ástríkinu.
Reykvíkingar eru 50 þús.
að tölu. Aðeins lítill hluti
þeirra manna myndi þurfa að
minnka það húsnæði, sem
hann hefir nú, til að losna
við væntanlegan stóríbúða-
skatt. Það eru ef till vill 200
—300 fjölskyldur, sem af of-
metnaði myndu halda auð-
um heilum íbúðum. Það er
gert í trássi og beinni and-
stöðu við hagsmuni allra
hinna.
En það vill svo undarlega
til, að ást Sjálfstæðismanna
á Reykvíkingum nær ekki til
hins mikla fjölda, sem hefir
almennra hagsmuna að gæta,
en hún er því heitari á hin-
um, sem búa í óhófsíbúðun-
um, svo að þetta verður að
jafna sig. En það jafnar sig
aldrei þannig, að sá fjöldi,
sem er réttlægri en húsgögn-
in, sem eyðslustéttin er
vandræðum með að koma fyr
ir, hafi nokkuð að virða við
flokk og verndara óhófslýðs-
ins, — Sjálfstæðisflokkinn.
Hverjir eru Reykvíkingar?
Þegar þessi mál eru rakin
að rótum verður það því
ljóst, að annars vegar eru
menn, sem af þjóðhollustu
krefjast hófsemdar og skyn-,
samlegra lifnaðarhátta, Hins
vegar eru þeir, sem /leggja
slíkt ofurkapp á að verja ó-
hófsvenjur eyðslustéttarinn- j
ar, að þeir skeyta engu um
húsnæðisþörf almennings eða
framfaramál þjóðarinnar i
heild.
Svo óvirðir Mbl. Reykjavík ;
og Reykvíkinga með því, að j
kalla það að vernda hag og I
heill Reykvíkinga að skjóta!
skildi fyrir vitleysu og stjórn
leysi tiltölulega fárra manna.
Fátæk og og heiðarleg alþýða
fær ekki að heita Reykvíking
ar á máli þess.
Eða á að skilja Mbl. svo,
að það hafi nú valið sér það
hlutverkið, að svíkja alþýðu
Reykjavíkur með kossi, á vald
þeirra manna, sem meta
(Framh. á 6. siðu.l I
HÉR ER í FYRSTU bréfkafli
frá Norra. Ég leiði hjá mér að
segja nokkuð sérstakt um hann
sjálfur að þessu sinni.
,,Ég les alltaf pistlana þína,
Starkaður gamli, og hefi ánægju
af. Oft hefi ég hugsað mér að
taka þar til máls, en áhugaefnin
eru mörg og hefi ég þá ekki vitað,
hvað helzt skyldi taka. Eitt mál-
efni hefir þó ekki verið rætt í þessu
„hjali" og það eru spádómarnir um
Iandið okkar og „Dagrenning“
Jónasar Guðmundssonar. Sennileg-
ast tel ég, að ástæðan sé sú, að
fólk yfirleitt telji þessa hluti ekki
umræðuverða á þeim grundvelli,
sem „Dagrenning" byggir á. Grund
völlurinn er þó ekki lakari en það,
að vera sjálf biblían. Sjálf trúar-
uppspretta kristinna manna. Mér
fyndist því eðlilegt, að „Dagrenn-
ing“ og þau mál, sem hún flytur,
vektu óskipta athygli og umhugs-
un fólks. Mér finnst, að það sé trú-
arvakning, sem okkur íslendinga
vantar, með þeim áhrifum, sem
slíkt ætti að hafa á allt félagslíf
og atvinnulíf lalndsmanna. Við
þurfum að trúa á guð, þá leysist
allt annað auðveldlega. Það er mitt
álit.
NÚ FLYTUR „DAGRENNTNC“
hverja stórgreinina á eftir annarri
um heimsstjórnmálin. Áöur hefir
ritstjórinn oftsinnis tekið til með-
ferðar kommúnistana hér og það
hefir enginn gert jafn hlífðarlaust
og af jafn miklum skilningi á
innsta eðli þessarar hreyfingar. Hér
er um það að ræða að vera með
eða móti. Hálfvelgjan er hvergi
hlutgeng. Því vildi ég skora á menn
að kynna sér það, sem „Dagrenn-
ing“ flytur, og hefja umræður urn
þau mál. Erfiðleikarnir kreppa allt
af meir og meir að þessari þjóð.
Um ástæðurnar rífast stjórnmála-
mennirnir. En það er annað, «em
ekki er athugað nógu vel. Grund-
völlinn vantar til þess að þjóðin
í heild þrói sín mál á heilbrigðan
hátt. Togstreitan um auð og völd
er mjög áberandi og það, sem fjöld-
inn allur sækist mest eftir, sem á
annað borð hefir aðstöðu til þess.
Allir finna, að það þarf að koma
eitthvað nýtt. Fjöldi fólks er orð-
inn leiður á stjórnmálaflokkunum
sér um kommúnismann, aðrir
hanga í hinum flokkunum, til þess
þó á þann hátt að vinna á móti
kommúnistum. En auðvitað fylgir
fjöldi flokkunum af sannfæringu.
Ég vil því enn á ný vekja eftir-
tekt allra, sem þetta kunna að
lesa, á „Dagrenningu". Það gæti
farið svo með fleiri en mig, að
áhugi þeirra vaknaði fyrir biblí-
unni, sá áhugi, sem hinir „skrift-
lærðu“ hafa ekki getað vakið“.
SVO ERU HÉRNA vísuhlutar
eftir Gamla. Hann sendir þetta:
Það er von að vaxi kur,
verðgildið er svikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
Rottuholureitingur
rýrnar ekki mikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
Aflaklóa ástmögur
áður valdi ei hikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
En þegar Ólafur Thors var að
tala á gamlárskvöld, bættist þessl
vísa við:
íhaldsmanna ástmögur
af sér hristir rykið.
Er nú kominn Ólafur,
— en ekki pennastrikið.
Svo vildi Gamli gjarnan láta
þessa stöku fljóta með, þótt eldri
sé:
Allt eins geta af marki misst
menn og heilar þjóðir,
sem að jafnan fremst og fyrst
fara troðnar slóðir.
Borgfirðingur kveður:
Vitt um byggðir kraumar kör,
hvert er loforð svikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
En annar Vestur-Húnvetningur
vill hafa vísuna svona:
Grátbroslegur grobbbelgur
getur flesta svikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
Austur-Húnvetningur kveður:
Blaðrar sá við búendur
bæði hátt og mikið.
Ekki kemur Ólafur
enn með pennastrikið.
Þetta látum við nægja í dag.
Starkaður gamli.
GÚÐ BÖKAKAUP
Úrvalsbækur, sem áður kostuðu 50—60 krónur fást
nú fyrir kr. 25,00. Bækurnar eru þessar:
Þeir gerðu garðinn frægan 1—2 bindi
og Dáðir voru drýgðar
Sendist í pósthólf 1044.
Undirrit......óskar eftir að fá sendar i póstkröfu:
j I Dáðir voru drýgðar. fyrir samtals kr. 25,00
Þeir gerðu garðinn frægan + burðargjald
Nafn ..............................................
Heimili ...........................................
Póststöð ..........................................
í og baráttu þeirra. Sumir flykkja