Tíminn - 04.01.1950, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miðvikndaginn 4. janúar 1950
2. blað
TJARNARBÍD
STÓRMYNDIN
Sagan af A1 Jolsoni
i
(The Jolson Story)
Amerísk verðlaunamynd byggð
á ævi hins heimsfræga amer-
íska söngvara A1 Jolson. Þetta
er einstæð söngva- og músik-
mynd tekin í eðlilegum litum.
Fjöldi alþekktra og vinsælla
laga eru sungin í myndinni. —
Aðalhlutverk:
Larry Parks
Evelyn Keyes
Sýnd kl. 5 og 9.
' * «• r * \
N Y J A B I □
Fjárbændurnir
í Fagradal
NÝÁRSMYND
Falleg og skemmtileg amerísk
stórmynd í eðlilegum litum. —
Leikurinn fer fram I einum
hinna fögru, skozku fjalladala.
stelpan
Efnismikil og mjög vel leikin
sænsk stórmynd, byggð á sam-
nefndri skáldsögu eftir hina
frægu skáldkonu Selmu Lagerlöf
Margareta Fahlén
Alf Kjellin
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
raOllllM
<& *
Ólympínlcikarnir
í Berlín 1936
Kvikmynd af glæsilegustu
GAMLA B í □
Kona bisknpsins
(The Bishop s Wife). — Bráð-
skemmtileg og vel leikin amer-
ísk kvikmynd, gerð af Samuel
Goldwyn, framleiðanda úrvals-
mynda eins og: „Beztu ár æv-
innar“, Danny Kaye-myndanna,
„Prinsessan og sjóræninginn"
o. fl. — Aðalhlutverk:
Cary Grant
Loretta Yoiing
David Niven
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBÍD
HAFNARFIRÐI
Irska villirósin
Bráðskemmtileg og falleg amer-
ísk söngva- og gamanmynd,
tekin í eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Lon McCallister
Peggy Ann Garner
Edmund Gwenn
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Ólympíuleikum, sem haldnir
hafa verið. Ný, amerísk upptaka
með enskum skýringum.
Leikstjóri: Geraldina Lerner.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
n ■iiiiwmwwniriinmrininiiiii ii n oii i hii^h
Dennis Morgan
Arlens Dahl
Sýnd kl. 7 og 9.
Kmnimi(iu:ni
Hafnarf jarðarbíó
Merki krossins
Stórfengleg mynd frá Róma-
i borg á dögum Neru.
Aðalhlutverk:
Fredric March
Elissa Landi
Claudette Colbert
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9249.
Steinblómið
Hin vinsæla ævintýramynd í
hinum undurfögru Agfa-litum.
Ógleymanleg fyrir yngri sem
eldri. — Sýnd kl. 5.
Ríðancli
lögregluhet j a
Aukamyndir:
Tónlist frá Harlem með
Lena Horne, Teddy Wilson og
Leo Weisman og íþróttahátíð í
Moskvu.
Sýnd kl. 7 og 9.
TRIPQLI-BÍÚ
GÖG og GOKKE
í bims villta vestri
Bráðskemmtileg og sprenghlægi
leg amerlsk skopmynd með hin-
um heimsfrægu skopleikurum
GÖG og GOKKE
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
WILLY CORSARY:
3. dagur
Gestur í heimahúsum
fólks, viðskiptavina manns hennar. Hún yrði að skipa fyrir,
svara spurningum, gefa ráð, gera að gamni sínu, hlæja og
hlusta — alveg sérstaklega hlusta. „Góðri húsmóður ber
'umfram allt að hlusta jafnan af kostgæfni og áhuga á orð
gesta sinna“. Svo hljóðaði það boðorð. Hún neyddist til
þess að hlustá á hrókaræður um stjórnmál og listir, ferða-
! lög og veiðifarir, hneykslismál og svikult þjónustufólk,
' fegurðarlyf og fegrunaraðgerðir, tizku í trú og klæðaburði.
'Allt þetta þvaður varð hún að hlusta á af þeirri þolinmæði
'og kostgæfni, sem hafði aflað henni svo margra vina og
|aðdáenda. Hún kunni að hlusta þannig, að allir héldu, að
þeir væru eihstaklega skemmtiiegir. Og þannig átti allt
að ganga eins og í sögu. En það þurfti sterkar taugar til
þess að þola slíka raun, án þess að biða varanlegt tjón
á sálu sinni. ...
En það var margs annars af henni krafizt. Hún varð að
vera f 1 j ót að ákveða, hvað veita átti gestunum: hvernig
liaga skyldi matnum, hvaða vín átti að veita, hvar hver
átti að sitja, Tivaða fólk átti að kynna, hvaða umræðuefni
átti að fitja upp á, hverja átti að laða að heimilinu, hverj-
um rétt var að halda í hæfilegri fjarlægð. En allt varð að
gerast eftir réttum reglum og af fullkomninni og strangri
kurteisi.
Þannig leið hver dagurinn af öðrum. Þetta virtist glæsi-
legt og ánægjulegt hlutskipti — eftirsóknarvert og heill-
andi. Því hafði hún einu sinni trúað. En nú hryllti hana
við því. Meðan hún titraði af ótta við það, að henni kynni
nú að bregöast bogalistin í einhverju smáatriði, hafði þetta
hlutskipti fangað huga hennar. Nú var það hvimleið skylda,
sem hún hugsaöi til með viðbjóði og skelfingu.
Á heimleiðinni skaut úPP í huga hennar gamalli ósk: að
vera alein í Heiðarbæ, laus við gesti og þjónustulið. Kristján
ætlaði áreiðanlega að fara daginn eftir. Síðustu gestirnir
íæru í dag. Allt hafði bent til þess, að hún gæti nú látið
þetta eftir sér; En í gær hafði komið símskeyti frá Edit,
þar sem hún sagði, að sig langaði til Hollands, en faðir
sinn kæmi ekki þangað úr Englandsferð sinni fyrr en eftir
eina viku, og þess vegna mætti Elsting-fólkið eiga von á
sér til Utrerht. Þetta símskeyti hafði komið eins og reiðar-
slag. Allard myndi ekki skilja það, ef hún sendi Edit afboð
— vegna þess eins, að hún vildi vera fáeina daga ein í
Heiðarbæ. Þess vegna hafði hún sagt Edit, að hún væri vel-
komin til Utrecht.
Ef hún aðeins gæti verið frjáls í örfáa daga! Ef hún
gæti örfáa daga verið laus við alla gesti, öll skyldustörf,
allt þetta innantóma og tilgangslausa mas og þvaður og
lifað í friði og náðum! En þeir dagar voru úr sögunni —
þeir komu ekki aftur. Hún gat þetta ekki — mátti það
ekki. Það var svo leiðinlega margt, sem mátti ekki. Jafnvel
dóttir hennar, Olga, sem aðeins var níu ára gömul, var bú-
In að læra það, að hún varð að brosa kurteislega, þegar
fullorðna fólkið spurði hana heimskulegra og þreytandi
spurninga eða vildi gæla við hana af einskærri uppgerð
cg hræsni. Olga hafði líka verið vel uppalin. Meðal annars
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. slOtiJ.
að tii hafa flokkarnir látið sér
nægja áróður í ræðu og riti til að
tryggja þátttökuna, en ekki gripið
til þess að smala kjósendum sam-
an á kjördegi, eins og hér tíðkast.
Ef til vill verður þetta nú gert í
fyrsta sinn í stórum stíl i Banda-
ríkjunum. Ýmsir telja, að það geti
þó reynzt tvíeggjað, því að slík
smölun geti mælzt illa fyrir og æst
til mótspyrnu.
Ilverjir eru Reyk-
víking’ar?
(Framhald af 4. slOu).
dönsku borðin meira en lif-
andi fólk?
Hvort heldur er, mun sá
dagur renna, að þjóðin skilji
Mbl. og flokk þess orðabókar-
laust.
Þá verður Sjálfstæðisflokk-
urinn. Jítill.
Og þá mun þjóðinni farn-
ast vel, bæði Reykvíkingum
og öðrum.
Staðfesting
Á ríkisráðsfundi í dag, 30.
desember, staðfesti forseti ís-
lands eftirfarandi lcg:
Lög um breytingu á lögum
nr. 61 31. maí 1947, um vá-
tryggingarfélög fyrir fiski-
skip.
Lög um bæjarstjórn í Húsa
vík.
Lög um framlengingu heim
ilda í lögum nr. 92, 29. des-
ember 1948, um viðauka við
lög nr. 50, 7- maí 1946, um al-
mannatryggingar.
Lög um bráðabirgðafjár-
greiðslur úr ríkissjóði á ár-
inu 1950.
Lög um tekjuskattsviðauka
1950.
Lög um heimild fyrir ríkis-
stjórnina til að innheimta
ýmis gjöld 1950 með viðauka.
Lög um breyting á lögum
nr. 98, 9. júlí 1941, um heim-
ild fyrir ríkisstjórnina til ráð
stafana og tekjuöflunar
nýrra laga
vegna dýrtíðar og erfiðleika
atvinnuveganna.
Lög um breyting á lögum
nr. 60 1939, um gjald af inn-
lendum tollvörutegundum.
Lög um framlenging á III.
kafla laga nr. 100 1948, um
dýrtíðarráðstafanir vegna at
vinnuveganna.
Lög um breyting á lögum
nr. 8 1944, um breyting á lög-
um nr 44 1932, um skipun
læknishéraða, verksvið land
læknis og störf héraðslækna-
Lög um heimild fyrir rík-
isstjórnina til að innheimta
skemmtanaskatt með viðauka
árið 1950.
Þar með eru staðfest öll
þau lög, sem Alþingi hefir
samþykkt til þessa.
+
Á sama fundi var Þorgeir
Jónsson cand. med. skipaður
héraðslæknir í Þingeyrar-
læknishéraði.
hafði barnið verið sent til Genf. Hún myndi aldrei koma
kvíðandi inn í sal, þar sem fullt var af ókunnu fólki. Henni
lá í léttu rúmi, hvort hún þekkti fólkið eða ekki. Hún
myndi aldrei láta á sig fá, þótt fólk dembdi yfir hana
heimskulegar fullyrðingar um listir eða annað, sem það
bar ekkert skynbragð á.
ína brosti. En nú brosti hún á allt annan hátt en þegar
hún lagði af stað. En allt í einu kipptist hún við. Það var
eins og hún hefði litið í spegil og séð þar andlit, sem hún
kannaðist ekkl við. Nú fann hún skyndilega, að allt hennar
líf hafði verið hræðileg villa í glórulausri þoku. En í þessari
andrá hrutu framan í hana tveir eða þrír regndropar. Hún
leit upp. Himinninn var orðinn alskýjaður. Hún hvatti hest-
inn og hleypti á stökk.
| Hugsanirnar höfðu flykkst að henni, dimmar og drunga-
legar, eins og skýin, sem huldu himininn. Nú reyndi hún
að flýja frá þeim og rigningunni.
Hárið á henni var orðið rennvott, þegar hún gekk frá
ihesthúsinu héim að íbúðarhúsinu. Vætan hnappaðist á
kinnum hennar. En hún brosti, og augu hennar voru björt
og skær.
Nú tók hún eftir silkiklútnum, sem hékk á þyrnunum á
klifurjurtunum við svalirnar. Hún tók hann með sér, þvi
að henni datt í hug, að einhver af gestunum kynni að eiga
hann. Hann var blautur, en þegar hún ákoðaði hann nán-
ar, fann hún, að af honum lagði einkennilega angan. Það
var sætbeisk nellíkulykt, virtist henni.