Tíminn - 16.03.1950, Page 8

Tíminn - 16.03.1950, Page 8
\ W<'éhW\yWlM \7W?f2Wíí W Vh\á~2t Þjóðleikhúsið vígt 1. I\ýársi9»HDii. Fjalla-Eyvimiiir og' Islaiuls- klukkan fyrstu leikirnir Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri gerði það heyrin kunnugt í gær, að þjóðleikhúsið yrði vígt á sumardaginn fyrsta, 20. apríl. Verður Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson sýnd þann dag og Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjóns- son daginn eftir, en íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness þriðja daginn. ' . AHt verður gert til þess, að vígsla þjóðieákhússins fari sem glæsilegast fram. Á fyrstu sýningunni mun í þjóðleikhúsið bjóða á! milli fimm og sex hundruð I mönnum, en nokkuð af að- göngumiðum verður látið leikurum í té handa vanda fólki sínu. AIls verða 661 sæti I þjóðleikhúsinu, auk stúkna. Meðal boðsgestanna á vígslusýningunni verður fólk víðsvegar að af landinu, full trúar allra stétta og forgöngu menn á sviði leikmála. Einn ig verða meðal boðsgesta þjóðleikhússtjórar allra Norð urlandanna. Verð á aðgöngumiðum að þjóðleikhúsinu hefir verið á- kveðið 30 kr, 25, 20, 15 og 12 kr. Munur á sætum er þó ekki eins mikill og verðmun urinn bendir til, heldur er þessi skipun höfð á til þess, að allir geti veitt sér það að fara í leikhúsið, ef þá lystir. Á frumsýningu og næstu sýningu þar á eftir verður verð miða 50% hærra en ella og verða fastir gestir á þess- ar sýningar aö nokkru leyti. Fá þeír til skiptis aðgang að frumsýningu. Var þegar í fyrravor byrjað að spyrjast fyrir um aðgöngumiða handa fastagestum. Þó voru ekki néma 50 beiðnir komnar, er þjóðleikhússtjóri átti viðtöl um þetta efni við blöðin s.l. haustj en síðan hafa 1550 umsóknir borizt. Með tiíliti til fólks utan af landjl, mun svo verða tilhag- að.um helgar, einkum þegar líður að vori og vegir eru orðnir greiðfærar, að tveir eðá þrír leikir verði sýndir um sömu helgi, svo að þeir, sem efna vildu til hópferða til bæjarins til leikhúsfarar, geti séð fleiri en einn leik í sömu ferð eða valið á milli.! Þjóðleikhússtjóri gat þess' sérstaklega, að allt starfslið j leikhússins ynni einhuga að því, að vígsla þess gæti fariö fram með sem mestum glæsi brag.,. Bfður tilkynningar konungs Frjálslyndi flokkurinn í Belgíu hefir tilkynnt, að hann muni bíða með að taka afstöðu til heimkomu Leo- pold konungs þangað til kon ungur hafi sjálfur látið uppi ákvörðun sína og vilja í sam bandi við þjóðaratkvæða- gréiðsluna. Jessup kominn til New York Jessup sendimaður Banda- rikjastjórnar í Asíu kom heim til New York frá París. Við heimkomuna ræddi hann við fréttamenn og minntist meðal annars á ásökun óamerísku nefndarinnar. Hefir nefndin sakað hann um vilhylli við kommúnista fyrr á árum og krafizt þess að fortíð hans yrði rannsök- uð og hann kvaddur til frásagnar um afstöðu sína til kommúnista. Jessup lét þess getið, að ásakanir þess- ar væru úr lausu Iofti gripn ar. Fiskafli Norðmanna meiri en í fyrra Samkvæmt skýrslu Fiski- féiags íslands er vetrarsíld- veiði Norðmanna nú orðin um 7,8 miilj. hl, en var 5,5 millj. hl. í fyrra um sama leyti eða 11. marz. Þorskveiðiafl- inn var á sama tíma orðinn 46,1 þús. smál, á móti 45 þús. smál. á sama tíma í fyrra. Þorskveiðin við Lófót er mun minni ’ en í fyrra um þetta leyti enn sem komið er, en aflinn hefir hins vegar verið miklu betri í verstöðvum sunnar í landinu. Tvær sprengjuflug- vélar farast Tvær brezkar sprengju- flugvélar. af Lincoln-gerð fórust i Bretlandi i gær. Með þeim fórust 11 manns. Ekki hefir enn verið gert kunn- ugt, hvað olli flugslysi þessu. sumardai Skinfaxi kominn út Aðallega belgaður landsmwílnu Skinfaxi, tímarit U.M.F.I, er nýkomið út og hefir bor- izt blaðinu. Er þetta hefti að mestu helgað Landsmóti U.M.F.Í. að Hveragerði s. 1.! sumar. | Hefst ritið á kvæði eftir Helga Sveinsson, sem hann nefnir ávarp til æskunnar. Þá er ræða sú er Eysteinn j Jónsson ráðherra flutti á mót inu og ber heitið Hlutverk ungmennafélaganna. Ræða prófessors Ásmundar Guð- mundssonar við sama tæki- færi er nefnist Kraftur jarð ar og kraftur himins, en Daníel Ágústínusson skrifar lýsingu á landsmótinu. Auk þess er í heftinu frásögn af norrænni æskulýðsviku og minningargrein um Guð- mund Eggertsson, fréttir af sambandsþingi, íþróttaþátt- ur og sitthvað fleira. Nektarhreyfingin danska ætlar að stofna sam- virka nýlendu á Jótlandi Anðugur Sallisigbiii Itefir gcfið hreyfing- cmni allar efgnir sínar í |iessu skyni Auðugur maður í Salling á Jótlandi ákvað nýlega að gefa ailar eignir sínar til styrktar danskri nektarhreyfingu. Mað- ur þessi hefir undanfarin ár átt við sjúkdóm að stríða og gerzt mjög sannfærður fylgismaður nektarhreyfingarinnar. Um daginn og veg- inn, eftir Jón í Yztafelli ísafoldarprentsmiðja hefir gefið út ritling eftir Jón Sig- urðsson, bónda á Ystafelli, Um daginn og veginn, sex útvarpserindi. Ekki voru þó nema fimm þeirra flutt, þar eð hinu sjötta var hafnað, og öll eru þau óbreytt, nema lítilsháttar er féjlt úr einu erindinu, sem flutt var. Erindin fjalla um þjóðlífið og þjóðlífsvandamálin, og er ofið inn í þau mörgum skemmtilegum og skarplegum athugasemdum um ýms efni. athugasemdum. I tilboði því, sem gefand- inn gerði nektarhreyfingunni, lagði hann til, að eignum sínum yrði varið til kaupa á sveitabýli eða jarðeign, sem vel væri til þess fallin að vera bækistöð nektarhreyfingar- innar. Er nú verið að leita að slíkum stað í Mið-Jótlandi. Sjálfur er gefandinn á ferða- lagi í Þýzkalandi, Sviss og Ítalíu, þar sem hann kynnir sér bækistöðvar og nýlendur, sem nektarhreyfingin í þess um löndum hefir komið upp. • Gert er ráð íyrir því, að hin nýja bækistöð nektar- hreyfingarinnar dönsku taki til starfa í vor, og þar á að gefa öllum sönnum. fylgis- mönnum hreyfingarinnar kost á að taka sér bólfestu, gegn því að þeir taki þátt í því starfi, sem nauðsynlegt er til þess að koma nýlend- unni farsællega á stofn. Fyrst í stað þykir einkum æskilegt, að fá handverksmenn í ný- lenduna, en seinna meir er ráðgert, að þarna rísi upp bær, sem að öllu leyti verði helgaður nektarhreyfingunni og stefnu hennar og grund- vallast á fullkominni sam- virmu og samhjálp íbúanna. Þegar eru uppi fyrirætl- anir um íþróttavelli, sund- laugar. fimleikasali, sam- komunús og lítil sumarhús. sem leigð verða sumargest- um. — Finnsku söngkon- unni vel fagnað Finska söngkonan frú Tii Niemelá hélt söngskemmtun í Gamla bíó í fyrrakvöld á vegum Finnsk-íslenzkafélags ins hér í bænum. Húsið var ekki alveg þéttskipað áheyr- endum, enda voru hljóm- leikarnir á óhentugum tíma. Söngkonunni var hins vegar tekið afburðavel, og varð hún að endurtaka lög og syngja aukalög að lokum, enda er rcdd þessarar söngkonu fög- ur og þjálfuð. Söngkonunni bárust og blóm. Maður henn ar Pentti Koskimes, píanó- leikari, lék undir af mikilli prýði. Frú Niemelá heimsótti í gær elliheimilið Grund og söng fyrir vistfólkið þar við mikla hrifningu. Hefir gamla fólki og forstjóri elliheimilis- ins beðið blaðið að færa lista- hjónunum innilegt þakklæti fyrir þá ógleymanlegu stund. Frá kvenfélagasam- * bandi Islands Pólland segir sig úr alþjóðabankanum TékkwNlóvakía cina iamiið anslan járn- tjalds, som enn er aðili að bankanuni Það var opinberlega tilkynnt í Washington í gær, að Pól- land hefði sagt sig úr alþjóðabankanum og alþjóða gjald- eyrissjóðnum. Er PóIIand fyrsta landið sem hættir aðild sinni að bankanum og krefst endurgreiðslu á framlagi sínu. Sendiherra Póllands í Washington sendi stjórn bankans bréf þessa efnis í gær og segir í bréfi þessu, að ástæðan til úrsagnarinnar sé sú, að Póllandl hafi verið neitað um 200 millj. dollara lán úr bankanum til endur- reisnar landsins, og hafi neit unin verið rökstudd með þvi að Pólland hafi neitað að ger ast aðili að Marshallhjálp- inni, sem sé tilraun til að undiroka þjóðir Evrópu und ir Bandaríkin 1 efnahagslegu tilliti. Tékkóslóvakía er nú eina Kominformlandið, sem enn er aðili að sjóðnum. Alþjóðabankinn var stofn- aður árið 1945 og til þess ætlaður að veita lán til end- urreisnarstarfsins í Evrópu og víðar. Samtímis var alþjóða gj aldeyrisb?,'nkinn stofnaður í sambandi við bankann og á hann að auðvelda verzlun og viðskipti þjóða í milli. Eins og mörgum mun kunn ugt tók kvenfélagasamband- ið upp þá nýbreytni á s. 1. hausti að ráða til sín ráðu- naut sem annaðist upplýsing arstarfsemi á vegum sam- bandsins. Réði það Halldóru Eggertsdóttur til þesSa starfs, og vinnur hún að einum þriðja fyrir sambandið, en er annars námsstjóri húsmæðra skólanna. Halldóra Eggerts- dóttir hefir á ferðum sinum til húsmæðraskólanna heim- sótt allmörg kvenfélög og haldið fyrirlestra með skugga myndum. í janúar var hún til viðtals í skrifstofu sambandsins Laugavegi 18, mánudaga, mið vikudaga og föstudaga, kl. 2—4 e. h. Hún mun nú frá 15.—31. þ. m. vera aftur til viðtals í skrifstofunni sömu daga og sama tíma. Getur fólk snúið sér þangað mð erindi sin. Hún mun leiðbeina fólki með haganlegt fyrirkomulag og innréttingu húsa, skipulagn ingu og framkvæmd daglegra heimilisstarfa, mataræði og (Framhald ú 2. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.