Tíminn - 31.03.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.03.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 31. marz 1950 73. blað Aldrei gleymist Austurland Framh. Ekki má láta undan ganga að minnast á hin vopnfirzku skáldin, þau frá Teigi í Vopnafirði. Er þá fyrst að telja móð- ur hásfreyjunnar á Teigi, Rannveigu Sigfúsdóttur frá Skjögrastöðum í Skógum (f. 1869). Þessi Rannveig er al- systir Margrétar skáldkonu á Hrafnkelsstcðum í Fljótsdal (f. 1873). Þær voru dætur Sigfúsar Sigfússonar frá Langhúsum í Fljótsdal og konu hans Guðfinnu Egils- dóttur frá Hvannstóði í Borgarfirði eystra. Rannveigu átti Þorsteinn Eiríksson bóndi að Skjögra- stcðum. Þeirra dóttir var Guðfinna Þorsteinsdóttir, húsfreyja að Teigi (f. 1891), er gefið hefir út Ijóðabókina Héliiblóm (Rvík 1937) undir dulnefninu Erla. En hún, móðir hennar, móður systir og bróðir, Guðmundur Þor- steinsson, eiga merkilegan og skemmtilegan þátt í þess- ari bók. Guðfinna (Erla) er gift Valdimar Jóhannessyni frá Syðri-Vík í Vopnafirði, hálf- bróður Einars E. Sæmundsen skálds og skógarvarðar. Móð ir þeirra Einars og Valdi- mars var Guðrún Jónsdóttir frá Surtsstöðum i Jökulsár- hlíð. En sonur þeirra Guð- finnu og Valdimars er Þor- steinn Valdimarsson cand. theol., og á hann líka kvæði og þau eigi ómerk i þessari bók. Þær systurnar, gömlu kon- urnar, Rannveig og Margrét, yrkja bæði ljóð og ferskeytl- ur, en ekki mjög dýrt. Aftur á móti yrkir Guðfinna-Erla eins dýrt og sveitungi hennar (og frændi?) Gísli Helgason. Er engu líkara en að þau hafi kveðist á með ferskeytl- um, hringhendum, gagara- Ijóðum (Páll Ól.: Rangá varð mér þykkju-þung), siéttuböndum, fyrir utan dróttkvætt og aðra háttu yngri, dýra og ódýra; kvæði Erlu, ,,Svanir“, er af yngri toga spunnið. Guðmundur bróðir Erlu yrkir ekki dýrt á við systur sína; auk þess á hann kvæði um véldæluna sína, nýtt að efni. En ef augum er rennt yfir skáldskap hins unga guð- fræðings, Þorsteins, þá kem- ur i ljós, að hann er nýtízk- asta skáldið í bókinni. Kvæði hans um ölduna og dranginn er völundar-smíð, algerlega ósnortið af hringhendu-list mcðurinnar, en hnitmiðað í byggingu, svo þar er engu of- aukið né áfátt. Sver hann sig þannig í ætt hinna nýjustu skálda eins og Steins Steinars eða Snorra Hjartarsonar, og er sennilega mikils af honum að vænta. En þessi nýtízku- kvæði minna stundum nokk- uð á þulur vegna þess hve ljóðlínurnar eru stuttar. En það skilur þulurnar og hin nýju kvæði, að þulurnar eru léttar, hoppa á ríminu eins og lækir af heiðarbrún nið- ur hlíðar, en hin nýju kvæði eru njörvuð saman eins og viravirki stálbrúnna og ský- skafanna. En ekki þætti mér ólíkt, að hringhendur heimilisins hafi einhverntíma bögglast fyrir brjósti Þorsteins, eins og þær Eftir Stefán Ein: „hröngluðust í kja^fti“ skáld- bróður hans úr Skeggjastaða hreppi norðan Vopnafjarðar, en hann er líka að því er mér virðist einn af hinum efni- legri yngri skáldum í bók- inni. Hin nýtízku ljóð Þorsteins sýna, að stefnur og straum- ar tímanna brjóta enn á skerjum og boðum Austur- lands. Ef augum er rennt yf- ir ljóðasafnið frá því sjón- armiði, sést að það er ekki í fyrsta sinni. Frá árunum 1890—1900 má greina tvo þætti í ljóðunum, annan ljóðrænan, hinn afli og starfshuga þrunginn. Báða þessa þætti má greina í stórkvæðum þeirra Helga Valtýssonar („Óður moldar- innar“) og Sigurðar Arn- grímssonar („Austurland"). Framfarahugurinn frá fyrir- stríðs-árunum er og sterkur í kvæði Ríkarðs Jónssonar, „Austurland“ (1912): Aðeins þjóðin vildi vakna, vinna og sýna hver hún er. Ei vér þurfum Ameríku, yrkjum, plægjum land og mar! ísland gefur gull við slíku.... Aftur á móti er hinn ljóð- ræni tónn einvaldari í kvæð- um Sveins Sigurðssonar; hann yrkir líka sonnettur (eins og Smári), en sonnett- urnar hafa síðan á dögum Jónasar Hallgrímssonar bú- ið yfir miklum ljóðtöfrum (kvæði 1913—19). Kvisl af þessu ljóðræna flóði voru grátljóðin, sem voru hæstmóðins meðal hinna ungu skálda um 1920. Hér er Sigurjón bóndi Jónsson í Snæhvammi fulltrúi þeirra eins og kvæðin „Brot úr Niflungaljóðum" og „Sólar- leysi“ bera vott um. Þótt kynlegt megi virðast bera þessi austfirzku ljóð litt eða ekki merki hins róttæka boðskápar hinna Rauðu Penna frá áratuginum 1930— 40, og það þótt leiðtoginn Kristinn E. Andrésson væri Austfirðingur frá Eskifirði. Þó er ekki svo að skilja, að ekki hittist slíkur ádeilu- tónn, einkum hjá hinum yngri skáldum, og er það að vonum. Þannig segir Þor- steinn Valdimarsson um þetta líf: Sumum finnst til þess sárt að hugsa, sumum gaman — að einhverntíma verði enda skipti á öllu saman. Hér hefir nú hitt og ann- að verið til tínt um Aldrei gleymist Austurland, og er þó síður en svo að bókin hafi verið athuguð frá öllum köntum. Til dæmis gæti það verið fróðlegt að athuga hvemig skáldin skiptast á sveitirnar, eða hví nokkrar sveitir hafa orðið útundan, eins og Mjói- fjörður, Norðfjörður og Beru fjörður. Hygg ég, að það sé hiklaust tilviljun. í Beru- firði bjuggu, þegar ég þekkti til, tveir skáldbræður, Guð- mundur og Hallur Guð- mundssynir. Átti hinn fyrr- nefndi margt barna og væri þeim illa úr ætt skotið, ef eitthvert þeirra yrkti ekki. Ef litið er á uppruna skáld anna, virðast flest vera úr irsson prófessor. Vopnafirði (9), þar næst úr Loðmundarfirði (7) og Breið dal (7). Má vera, að kunn- ugleiki Helga í Loðmundar- firði valdi því, hve tiltölu- lega margir eru þaðan úr jafn lítilli sveit, því að Helgi er sjálfur Loðmfirðingur. Hinsvegar hefði ég ekki vit- að, að svo mörg skáld væru í Breiðdal, þótt ég væri þar kunnugur. Ef litið er á fjölda skáld- anna, sem enn búa og yrkja heima í sveitunum, þá eru þau flest 5 á Jökuldal, í Hró- arstungu, á Vopnafirði og í Breiðdál. Ennþá fróðlegri en sveit- festin eru ættartengslin. Hef ir nóg verið skrifað hér að framan til að benda á það: um vopnfirzku skáldin af ætt Hallgríms í Stóra-Sand- felli — og um skáldætt Guð- finnu í Teigi. Margt merki- legt mundi koma í Ijós, ef um það væri fjallað af kunnug- um rnanni og fróðum, eins og Benedikt Gíslasyni, en ég á ekki innangengt í ættartölu- bækur sr. Einars Jónssonar á Hofi. Af skáldum vestan hafs hefi ég minnzt á Einar Pál, en ekki Gísla Jónsson bróð- ur hans, sem á hér fallegt kvæði, „Fardagar". Eigi held- ur hefi ég minnzt á Hjálmar Gíslason, bróður Þorsteins Gíslasonar skálds. Austan hafsins eru systkinin í Heið- arseli, Arnheiður og Einar H. Guðjónsson; systkinin þrjú á Ásgeirsstöðum, en Jón Guð- mundsson kvað vera föður- bróðir þeirra. Þá er Knútur Þorsteinsson, systursonur Helga Valtýssonar. Mér nærtækari og kunn- ugri eru skáldin í Breiðdal. Þau systkinin Þuríður og Har aldur Briem voru börn Ólafs Briem í Eyjum, en Haraldur Briem faðir hans var albróð- ir Valdimars skálds og vígslu biskups. Hygg ég, að þeir feðgar Haraldur og Ólafur hafi báðir verið skáldmæltir. Jón Björgólfsson, bóndi á Þorvaldsstöðum, er albróðir Sigurðar Björgólfssonar, kennara á Siglufirði, er skrif að hefir leikrit fyrir börn. Systir þeirra var Björg, móð- ir Páls Jóhannessonar bónda í Stöð, en faðir hans, Jó- hannes frá Skjögrastöðum, var líka prýðilega hagmælt- ur og orðheppinn. Sigurjón bóndi í Snæhvammi er skyld ur þessum mcnnum að frænd semi. Þær Guðný Jónasdóttir og Sigríður Þórðardóttir eru og skyldar, báðar í ætt við Benedikt gamla Þórarinsson, hinn mikla bókamann. Loks má minna á hina al- kunnu frændsemi þeirra Þór- unnar Ríkarðsdóttur, Rík- arðs Jónssonar og Richards Beck. Að lokum gæti verlð fróð- legt að athuga aldursröð skáldanna og hefi ég því rað- að þeim hér eftir áratugum: 1860—70: 4; 1870—80 16; 1880—90: 10; 1890—1900: 14; 1900—10: 15; 1910—20: 7; 1920—30: 6; 1930—: 1. Sjálfsagt er ekkert leggj- andi upp úr hinni lágu tölu skálda eftir 1910; þar eru ef- laust mörg kurl ókomin til (Framhald á 6. síðu.) VILLIMINKUR er orðinn plága hér á landi. Það er staðreynd, sem ekki verður móti mælt. Þó að menn vilji gera sig að fífli með því að þræta fyrir það, að villtur minkur sé skaðræðisdýr, bætir það ekki málstað hans eða breytir neinu. Slíkt ofstæki gerir þann að undri og athlægi, sem með það fer, en bætir á engan hátt um fyrir minkinum. FRUMVARP UM BANN við minkaeldi er nú komið langt á- leiðis á Alþingi. Það er fram bor- ið vegna þess, að menn vilja stöðva útbreiðslu minka hér á landi á þann hátí> að þeir sleppi úr búr- um og minkaræktarmenn haldi á- fram að ala upp villimink. Það er að ýmsu leyti eðlilegt, að þetta komi fram. Mönnum finnst það tilgangslítið að vera að reyna að eyða vililmink, ef þeir halda, að stöðugt berist nýir og nýir herskarar þeirra úr minka- búri. Ein óveðursnótt getur opnað HITT VERÐA MENN að athuga, að þó að minkaeldi verði bann- að, er villiminkurinn ekki sigraður með því móti einu. Sú viðureign hlýtur eflaust að verða bæði löng og ströng. Og mörgum virðist hún tvísýn, þó að allir voni, að halda megi minknum í skefjum. EN REYNSLAN hefir kennt minkaræktarmönnum, að það borgi sig betur að hafa mink í húsum en girðingum. Það þarf allt af þök yfir búrin, en ef þau eru höfð úti, svo sem verið hefir, end- ist girðing og búr ekki nema um það bil 10 ár. Snjóar og stormar eru girðingunum hættulegir og það er aldrei fullt öryggi um að minkar geti ekki sloppið úr slíku búri. En óveðursnótt getur opnað fyrir þeim. NÚ HAFA TVEIR minkabænd- ur komið sér upp minkahúsum i nágrenni Reykjavíkur. Þau eru um það bil að verða fullgerð. Gölfin eru steypt og járn í veggjum og þaki, en net fyrir gluggum og túð- um. Eigendurnir telja, að hirðing- in verði miklu auðveldari í húsi en úti, auk þess endast búrin og byggingin sjálf miklu lengur með því móti, og ennfremur sé minni hætta á vanhöldum. Til dæmis megi alltaf búast við vanhöldum ef hittist á ótíð þegar minkurinn gýtur í búrum úti, en þar sem got- tíminn er um mánaðamótin apríl og maí má nærri geta hvort alltaf hittist á blíðu. MINKARÆKTARMENN okkar hafa því komizt að þeirri niður- stöðu, að minkurinn eigi að vera húsdýr, það borgi sig bezt að rækta hann í húsum inni. En við þau skilyrði er auðvitað allt ann- að viðhorf en ef hann er í búrum og girðingum úti. Það er allt ann- að mál að treysta húsi en girð- ingu. Þetta nýja viðhorf gefur því fullt tilefni tíl þess, að menn at- huguðu, hvort ekki væri rétt að leyfa þeim mönnum, sem nú hafa minkabú, að halda áfram enn um sinn, ef þeir hefðu minkabúrin inni 1 lokuðum húsum með steyptu gólfi og neti fyrir gluggum. MINKAELDI Á ÍSLANDI var byrjað í óvitaskap og það er orðið þjóðinni dýrt, hvernig þar hefir til tekizt. Það verður þó ekki aftur tekið, hvað illt sem okkur þykir. Nú þarf að einbeita sér að þvi að reyna að halda villiminknum I skefjum og helzt að útrýma hon- um. En ef það tekst ekki að fækka honum verulega, svo að hann næst um því hverfi, sýnist það vera gagnslítil hefndarráðstöfun, að drepa þá tiltölulega fáu minka, sem eru í vörzlu, sem virðist vera fyllilega örugg. Starkaður gamli. Grásleppuhrogn Ég undirritaður kaupi hreinsuð og léttsöltuð grá- i > sleppuhrogn, hvar sem er á landinu í 50 kg. tunnum. o o 11 Get selt tunnur. ' i (» Upplýsingar í síma 2586. Sæmundur Þórðarson \ Líkkistuverkstæði Sig. Stefánssonar Eyrabakka, er flutt til Trésmiðju Eyrabakka og eru þar jafnan til afgreiðslu fullsmíðaðar líkkistur án fyrirvara Einnig smíðar Trésmiðja Eyrarbakka, eins og að undanförnu, glugga, hurðir, eldhúsborð og skápa. gólf- lista og fl. — Reynið viðskiptin. . Trésmiðja Eyrarbakka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.