Tíminn - 31.03.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1950, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 31. marz 1950 73. blað 1 nótt. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. Hvar eru. skip'in? Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Jón Ara- son“ eftir Gunnar Gunnarsson; (höfundur les). 21,00 Strengja- kvartett Ríkisútvarpsins: Kvartett í d-moll (Dauðinn og Stúlkan) eft ii Chubert. 21,35 Frá útlöndum (Jón Magnússon, fréttastjóri). 21,50 Spurningar og svö rum íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. DaDgskrár luk. (22,10 Endurvarpað dagskrá fiá Kalundborg til Grænlands). tinarsson, Zoéga & Co. Foldin e rá förum frá Hull áleið ia til Miðjarðarhafsins. Lingestroom er á Vestfjörðum, lestar fiskimjöl tii Hollands. h íkisskip. Hekla var Y®ntanleg til Seyðis- fjarðar seint í gærkvöld á suður- liið. Esja fór frá Reykjavík um hádegi í gær austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið var vænt anleg til Patreksfjarðar í gær- kvöld á norðurleið. Skjaldbreið var væntanleg til Akureyrar seint í gærkvöld. Þyrill er í Reykjavík. Ármann á að fara frá Reykjavík síðdegis í dag til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss fer frá Kaupmanna- höfn í dag til Frederikstad og Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Hafnarfiðri á hádegi í gær til Keflavíkur. Fjallfoss fór frá Leith 28. marz til Siglufjarðar. Goða- fcss fer frá Hamborg 3. apríl til Gdynia. Lagarfoss er í New York. Selfoss fer frá Reykjavík í kvöld vestur og norður og til Noregs. Tröllafoss er á leið til New York. Vatnajökull fór frá Marseilles í gær til Palestínu. Skipadeild S.f S. Arnarfell fór í gær til ísafjarðar. Hvassafell fór í gærkveldi til Ítalíu. Blöð og tímarit Smvinnan janúar—febrúarheftir er nýlega komið út. Ritstjóranum Hauk Snorrasyni hefir tekist að gera Samvinnuna eitt albezta tímarit sem út kemur á íslandi. Blaðið er sérstaklega vandað að efni og frágangi og flytur fjölbreytt efni eftir því sem hægt er að gera í tímariti af þessari stærð. Á forsíðu er heilsíðumynd af skíðafólki við Eyjafjörð. Efnahags legar öryggisráðstafanir fjalla um samvinnumál. Greinar um íslenzk- an iðnað gefa glögga hugmynd um framtakssemi forystumanna sam- vinnustefnunnar. Lýst er hinni nýju ullarþvottastöð Gefjunar og hinni fjölbreyttu framleiðslu Ið- unnar og frá sýningu þeirri sem Iðunn hélt á framleiðslu sinni í Reykjavík í febrúar. Annað efni. Hvenær koma atom orkuverin? Leyndardómurinn mesti . . Heili mannsins. Einnig er þar besti stíllinn úr ritgerða- samkeppni um hótel KEA. Lista- tízkan ( París. ðmásögur bg fraitt- ; 'i yj'/ ÍIiCi haldssaga. Mikill annar fróðleik- ur er í tímaritinu. Árbók íþróttamanna or nýkomin út. Bókin er fyrir árið 1948 og er því nokkuð sein á sér en mikinn fróð ieik er þó að finna fyrir áhuga- menn íþrótta. Ritstjóri er Jóhann Bernhard. Þetta er 6. útgáfa bók-/ arinnar. Fyrstu 2 árgangarnir hétu Árbók frjálsíþróttamanna en í þessa bók hefir verið bætt fróð- loik um aðrar íþróttagreinar. Því miður vantar bókina allt það sem gerðist á sviði íþróttanna árin 1948 og 49, sem voru athafna- söm ár. Bókinni er skipt niður eft ir tegund íþrótta í þessari röð. Frjálsar íþróttir, knattsppyrna, sund, glfma, golf, handknattleik- ur, hnefaleikar, og skíðaíþróttin. Auk þess er að finna samanburða töfiur yfir afrek innlendra og er- lendra íbróttamanna. Úr ýmsum áttum Jarðarför Jóhanns Magnússonar, Hamri í Borgarnesi, fer fram í dag. Grein um hann mun birtast í blaðinu síðar. Hrognkelsaveiðin. er nú aftur byrjuð og er nú þessi vorfæða bæjarbúa aftur á boðstólum. Ekki hefir veiðst nóg FÉLAGSLíF _ Páskavikan Kolviðarhóli Þeir, sem óska eftir að dvelja að Kol- viðarhóii um páskana, mæti í Í.R.-húsinu í kvöld kl. 8—9 til að láta skrá sig. Skíðakennari verð- ur á Hólnum um páskana og geta dvalargestir notið tilsagnar hans. Ath. Þeir, sem ekki panta í kvöld eiga á hættu að fá ekkert piáss. Skíðaferðir um helgina: í kvöld kl. 7, á morgun kl. 2, 6 cg 7 og sunnudag kl. 9, 10 og 1. Farmiðar við bílana hjá Varðarhúsinu. Stansað við Vatnsþró, Undraland og Langholtsveg. Skíðakennsla á laugardag kl. 3—4 og sunnudag kl. 10—11. Skíðadeild í. R. til nð fullnægja eftirspurninni en búast má við aukinni veiði næstu vikur. Skömmtunarseðlar. Afhending skömmtunarseðla fyr ir annað tímabil hefst á morgun ki. 10 f. h. í Góðtemplarahúsinu. Afhent verður á morgun og föstu- dag frá kl. 10—5> e. h. Laugardag frá kl. 10—12 f. h. Á þeim skömmtunarseðli, sem af hentur verður, verða engir vefn- aðarvörureitir. jörnum veai Nýr fáni við hú n Á skrifstofubyggingu Sambands íslenzkra samvinnufélaga í Reykja vík hefi rundanfarna daga blakt grænn fáni með einkennisstöfum sambandsins í tígli á miðjum feldi. Þessi fáni hefir ekki sést hér oft við hún áður, enda er hann tákn um mikinn og nýunninn sig ur á vettvangi samvinnustarfsins í landinu. Þetta er skipaútgerðar- fáni Sambandsins. Hvassafell og Arnarfeil, hafa bæði gist Reykja- víkurhöfn undanfarna daga. Ekki eiga þessi skip þar þó tíðar legur, því oftar eru þau að færa sam- bandsfélögunum víðs vegar um iandið björg í bú, eða taka þar fiamleiðsluvörur til útflutnings. Það vildi aðeins svo skemmtilega til, að systurskipin, ef svo mætti kalla þau, hittust hér á förnum vogi, og áttu hér skamma sam- vist. Arnarfell var að koma úr fyrstu vöruferð sinni frá Ameríku, en Hvassafell hafði lokið við að taka saltfiskfarm á höfnum norð- an lands og vestan. Og í gær skild ust leiðir á ný. Arnarfell hélt vest- ur og norður með vörurnar til kaupfélaganna þar og fólksins, sem bíður þeirra, en Hvassafell hélt suður á bóginn áleiðis til Ítalíu með framleiðsluvörur landsmanna. Með þessum nýju skipum og starfsemi skipadeildar Sambands- ins hefir samvinnuhreyfingunhi á íslandi bætzt nýr hornsteinn í grunninn, hornsteinn, sem siðar verða reistar á stoðir mikillar bygg ingar. Með tilkomu þessara skipa hefir rætzt draumur, sem sam- vinnumenn hér á landi hafa alið í brjósti allt frá fæðingu fyrstu kaupfélaganna. Fyrífr' seitíú1' árutn ' átti fyísta : if}ta ;ióivi -s 'j’iii. kaupfélagið í landinu sérstaklega í völt að verjast eitt vorið, og þá kreppti svo að, að minnstu munaði, að félagið liði undir lok. Það var orðið áliðið vors, en skipið með vörurnar til kaupfélagsins var ekki komið. Þurrð var orðin í búi flestra kaupfélagsmanna, og sums staðar farið að sverfa harðlega að. Illa horfði, ef ekki rættist úr innan skamms. Það var átakan- legt fyrir heimilisfeður að verða að horfa fram á bjargarleysi fjöl- skyldna sinna, en aðeins ein ieið virtist til bjargar. Hún var sú að snúa sér til faktorsins á staðn- um og verzla við hann, en því fylgdi eítt ófrávíkjanlegt skilyrði. Þeir urðu að ganga úr kaupfélag- inu. En kaupfélagsmenn seldu ekki hugsjón sína fyrir brauð í þetta sinn fremur en endra nær og áð- ur en algert þrot varð, kom skip- ið með vörurnar til kaupfélagsins. Þrautseigja þeirra hafði sigrað og bjargað kaupfélaginu. En hver ef- ast um, að draumurinn um það að kaupfélögin ættu sína eigin far kosti, sem færðu þeim vörur, hafi búið í brjósti þessara manna, hvort sem þeir hafa átt langsýni til að færa hann í búning hugs- ana og orða. En nú eiga íslenzkir samvinnu- menn þessi skip, og okkur sem nú njótum þessa mikla sigurs er hollt að minnast þess, að ef til vill eigum við hann fyrst og fremst að þakka mönnunum, sem áttu þrautseigju til að bíða skipskom- unnar fyrir sextíu árum. Hlutur þeirra í sigrinum er að minnsta kosti mikill. - A. K. Sýhing norrænna atvinnuljósmyndara Síðasti dagur sýningarinnar er í dag. — Látið ekki þessa stórmerku sýningu fara fram hjá yður. Sýningin er í Listamannaskálanum, opin frá kl. 10 f. h. til kl. 23. Skátaskemmtun verður haldin í Skátaheimilinu sunnudag 2. apríl kl. 4 fyrir ljósálfa og ylfinga. Mánudag 3. apríl kl. 8 fyr- r skáta. — Miðar seldir í Skátabúðinni föstudag og augardag kl. 2—4. TONLISTARFELAGSKOLINN OG SYMFONIUHLJOMSVEITIN FLYTJA Jóhannesarpassíuna eftir Joh. Seb. Bach n. k. sunnudag Pálmasunnudag kl. 5 í Fríkirkjunni. Stjórnandi: dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar seldir hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og Bókum og ritföngum. Húnvetningar! Húnvetningafélagið heldur skemmtifund í Flug- vallarhótelinu laugard. 1. apríl kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði: Kórsöngur: Söngfélagið Húnar. Söngur: karla-kvartett. — —Dansað til kl. 1. Kvikmyndir: Kjartna Ó Bjarnasson sýnir nýjar ísl kvikmyndir. Aðgöngumiðar seldir í verzl. Brynju í dag og laugard. Einnig við innganginn. Húnvetningar fjölmennið. Stjórnin. Happdrætti hússjóðs Framsóknarmanna Eignist vonina í eigulegum hlut! Greiðið fyrir sölu happdrættismiðanna! Margt smátt gerir eitt stórt! Dregið verður í happdrættinu 15. apríl n. lc. ♦ AIJGLÝSINGASÍMI TÍMANS ER 8130» 'Í!J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.