Tíminn - 07.05.1950, Page 4

Tíminn - 07.05.1950, Page 4
 TÍMINN, sunnudaginn 7. maí 1950 VI ' 99. blað Kartöf luinnf lutningur á síðari árum Eftir Jón IvarsMm, forstjóra Að undanförnu hafa sum dagblöð í bænum birt grein- ar um ræktun kartaflna og innflutning þeirra til lands- ins. Þau hafa miklað fyrir sér og lesendunum hversu mikill hann væri, og nefnt tölur, sem hafa átt að færa mönnum heim sanninn um það, hversu ástatt væri í þeim efnum. Morgunblaðið 5 apríl siðast liðinn hefir það eftir jarð- ræktarráðunaut Reykjavíkur bæjar, að inn hafi verið flutt ir garðávextir og grænmeti fyrir 3,4 millj. kr. árið 1947 og árið eftir fyrir 5,4 millj. kr. Mestmegnis eru það kart- öflur, sem fluttar eru inn, og aðarar garðafurðir, sem við getúm á auðveldan hátt rækt að sjálfir, og sjálfsagt er að rækta í landinu“ segir Mbl. að jarðræktarráðunauturinn hafi sagt. í forustugrein sama blaðs 16. þ. m. er fjallað um sama efni og segir þar að síðastl. þrjú ár hafi verið fluttar inn „kartöflur fyrir mikið á sjöttu milljón króna.“ Á öðr- um stað í sömu grein spyr blaðið: „Hvers vegna eyðum við nær 6 millj- króna í er- lendum gjaldeyri á þrem ár- um til kaupa á erlendum kart öflum?“ Blaðinu finnst meira en litið bogið við þetta, og vill sem von er til spara milljón- irnar, enda telur blaðið það í lófa lagið. Vegna þess að þetta er mikilsvert og mörgum hug- leikið að vita hið rétta um þennan innflutning og hverju sá erlendi gjaldeyrir nemur, sem varið er til kaupa á kart öflum árlega, hefi ég leitað eftir þvi í Verzlunarskýrslum Hagstofu íslands hvern fróð- leik þær hafa að geyma um þau efni. Fer hér á eftir skýrsla um innflutning árin 1941—1949, magn hans og verðmæti, mið að við að kartöflurnar séu komnar á höfn hér á landi, jafnframt er sýnt meðalverð á kílógramm hvert ár. Enginn innlendur kostnaður er með- talinn. MeSal Ár Smál. þús. kr. verð. kgr. 1941 2142 773,7 36 aur. 1942 enginn innflutningur 1943 2114 772.5 38 — 1944 3014 1160.3 38 — 1945 1251 697.6 56 — 1946 1500 756.6 50 — 1947 1116 529.0 47 — 1948 4806 3319 0 69 — 1949 3151 1278.0 41 — Skýrslan sýnir að þrjú ár- in 1944, 1948 og 1949 skera sig úr um innflutningsynagn og verðmæti, enda var inn— lend framleiðsla árin á und- an, einkum 1943 og 1947 mjög lítil vegna óhagstæðrar veðr áttu. Það vekur eftirtekt, að eitt árið — 1942 — er enginn innflutningur, enda sýna skýrslur að uppskeran 1941 — árið áður — var sú mesta, sem orðið hefir, eða um 125 þús. tunnur, og gerði þá meira en að fullnægja eftir- spurninni. Árið 1948 varð innflutn- ingsmagnið mest og verðmæti innflutningsins hæst. Árið á undan, þ. e. 1947 var hið lak- asta uppskeruár og enn lak- ara en 1943, og var það af- leiðing kaldrar veðráttu og óvenjulegra rigninga og dimmviðris það sumar, eins og enn er öllum í fresku minni. í nágrannalöndun- um var einnig mikill upp- skerubrestur það ár, en ekki vegna kalsa og rigninga, held ur þurrka og hita um sumar- ið. Eftirspurn var þá miklu meiri en venjulega og verðið mjög hátt eða um 69 aurar kgr. að meðaltali þ. e. um 50% hærra en árið á undan, og veldu sú verðhækkun um einnar milljónar króna meiri þarfa í erl. gjaldeyri, en ef verðið hefði verið likt og árið áður. Seinustu þrjú árin, 1947, 1948, og 1949 nemur innflutn ingur kartaflanna 5.1 millj. króna, en ekki nærri 6 millj. eins og Mbl. sagði. Rétt er að benda á það, að verð það sem Hagstofan tel- ur, er ekki hreint gjaldeyris- verð, þ. e. sýnir ekki þá fjár- hæð sem greidd er í erlend- um gjaldeyri, heidur er flutn ingsgjald til landsins meðtal ið. En séu vörurnar fluttar með Islenzkum skipum er verulegur hluti flutningsgjald sins íslenzkar krónur. Rétt gjaldeyrisverð er því veruleg um mun lægra heldur en skýrslrunar telja og ber á það að líta, þegar horft er á og dæmt um hvað notað sé af erlendum gjaldeyri til kaup- anna. Frásögn jarðræktarráðu- nautarins um innflutninginn er dálítið villandi, því hann telur verðmætið 3.4 millj, og 5.3 millj. árin 1947 og 1948, „mestmegnis kartöflur“ os aðrar garðjurtir, „sem við get um á auðveldan hátt ræktað sjálfir“, eins og hann orðar það. Nú er rétt aö lita á.hvaða Nú er rétt að líta á, hvaða vörur Verzlunarskýrslurnar telja undir heitinu: Græn- meti, garðávextir og vörur úr þeim, en ráðunauturinn nefn ir garðávexti og grænmeti. Þær eru þessar: Laukur, grænmeti nýtt, lagt í edik, þurrkað og niðursoðið, baun- ir, humall, síkoríurætur, kart öflumjöl, mustarður, kaffibæt ir, soyja, tómatamauk og sósa, kryddjurtir, pressugér og þur ger. Ekki er ég viss um, að mönnum mundi reynast það „auðvelt“ að rækta sumt af þessu á íslandi. Þótt farið væri á stað með það, er hæp ið að þeir sem slíkt reyndu tpldu „sjálfsagt" að halda þeirri ræktun áfram. Sumar þessar vörur, sem þarna eru taldar, nema verulegu að verðmæti. Svo er um lauk, baunir, síkoríurætur o. fí. Kartöflumjöl kostar einnig allmikla fjárhæð, en það mun ráðunauturinn telja að auðunnið væri úr ísl. kartöfl um, ef slík verksmiðja væri til. Sé verðmæti þeirra vara sem tæplega og ekki verða framleiddar hér á landi, tekn ar frá heildarinnflutningi í þessum vöruflokki ársins 1947 og 1948, og þær vörutegundir einar taldar, sem ræktanleg- ar eru á íslandi, breytast töl- ur þær mjög til lækkunnar, er ráðunauturinn lét tilfæra. Þótt kartöfluinnflutningur seinustu ára nemi miklu og æskilegt sé, að hann minnki vegna aukinnar framleiðslu í landinu, er fjarri því að hann skipti „milljónum árlega“, og kemur það ljóslega fram í skýrslunum. Um leið og minnst er á innflutningsmagn kartaflanna á undanförnum árum, er rétt til glöggvunar að skýra frá uppskerumagn- inu á sama tímabili, eins og Búnaðarskýrslur Hagstofu ís lends telja það. Samkvæmt þeim hefir framleiðslan árin 1941—1949 verið þessi: Árið 1941 124862 tunnur — 1942 86045 — — 1943 53319 — — 1944 76005 — — 1945 84680 — — 1946 83195 — — 1947 46557 — — 1948 69700 — Skýrsla þessi ber þess vott hversu uppskerumagnið hef- ir verið misjafnt á þessu tímabili og án alls efa er það veðráttan sem veldur því fyrst og fremst. Uppskeran 1947 er aðeins ríflega þriðj- ungur þess sem hún var tal- in 1941, enda voru þessi sum ur næsta ólik að veðráttufari. Sumarið 1943 er uppskeran ekki helmingur þess sem var 1941 en næstu árin þar á eft- ir eykst hún verulega. Hitt er svo jafnframt vitað, að fleiri ástæður koma til greipa, sem valdið hafa minni áhuga fyrir kartöflu- ræktinni nú um skeið. Má þár meðal annars telja hina miklu atvinnu hvarvetna í landinu og stöðugt kapp- hlaup um vinnuaflið bæði til framleiðslustarfa og margs annars. Hlaut þetta ástand að leiða til • þess að margir hyrfu frá þeirri atvinnu- grein, sem reynst hefir svo óviss eins og kartöfluræktin, og til þess, sem gaf öruggar atvinnutekjur það árið, jafn framt því, að menn losnuðu við áhættu af að festa verul. fjármagn í jarðvinnslu, girö- ingum, áburði og útsæði, er óhjákvæmlega varð að gera ef rækta átti kartöflur eða stunda slíka framleiðslu. Aðra ástæðu til minni áhuga fyrir kartöfluræktinni, má án efa telja þá, að rikisvaldið hefir haldið söluverði kartafl anna lágu, miklu lægra en svaraði til framleiðsluverðs og sum árin lækkaði það því meir sem leið á veturinn í stað þess að þá er eðlilegt að verðið hækki, vegna rýrnun- ar og geymslukóstnaðar. Fjöldi einstaklinga i kauptún um og kaupstöðum getur haft smágarða, sem þeir geta ræktað í nægilega mikið af kartöflum til heimila sinna, og margir hafa gert þetta án þess að hafa af þvi veruleg- an kostnað. Hið lága og lækk andi verð, sem fyrirskipað hefir verið, er vafalaust rík orsök þess að ýmsir kosta ekki kapps um garðræktina, þótt aðstöðu og getu hefðu til þess. ILLA TÓKST til hjá mér í fyrar dag, brenglaðist hjá mér ein vís- an. Hún er svona: Mig vill fergja mseða og slys má því kergju bera, eg er erginn innvortis, eiri hvergi að vera. Þetta bið ég að virða á betri veg. HÉR KE&ÍUR ÞÁ næst seinnl hlutinn af vísnaþætti Refs bónda. „EKKI GET EG á mér setið eftir mig að senda stökur. Pyrst er þá staka er ég kvað, eftir mannskaða- veður nokkurt. Tjóni hefir unnið að aflið norðanvinda. Ýmsir líka eftir það eiga um sárt að binda. Á ALDARAFMÆLI Jóns Ólafs- sonar ritstjóra og skálds varð þessi staka til. Prónska lýðinn fyllti móð frelsis rammi-slagur. Aldrei greymist íslands þjóð íslendingabragur. EG KOM í kaupfélagsbúð eina í vetur og spurði um álnavöru, en sá að allar hyllur voru tómar. Þá kom þessi staka, er ég lét þó engan heyra. Engan sé ég enn á ný álnavöru stranga. Bráðum margir einum í Adams klæðum ganga. EFTIR AÐ HAPA lesið opið bréf Helga Ben. til Jóh. Þ. Jós. kvað ég: Jóhann, þér er margt til meins, menn það eru að hvísla. Varla gerist önnur eins ævisferilsskýrsla. / ÞEGAR TÍMINN birti mynd af Sá ég mynd af Ríkisráði í ráðherrunum nýju með. Eysteini þar að ég gáði, en ég gat hann hvergl séð. í því hót ég ekki skildi — ei það getur talist. synd. Spyrja aðeins eins ég vildi: „Er það máske — felumynd“. EFTIR AÐ frumvarpið um geng isskráninguna hafði verið sam- þykkt kvað faðir minn, sem er meira en hálf niræður að aldri: Nú er lækkað gæfugengi Garð- arshólma. en mýsnar tista píslarsálma. Kettir þingsins mala og mjálma, ÞESSI BLESSAÐI vetur er nú senn á enda og því rétt að enda bréfið með visum um vorið. Þessi vorvísa er eftir föður minn. Fjalls í skjóli foldin rjóð fögrum kjóli skartar. Meðan sólar geislaglóð gjörir njólur bjartar. ÁST MINNI Á VORINU lýsi ég í eftirfarandi stöku. Lóu sæti söngurinn sifellt hressir þorið. Ekkert kætir anda minn eins og blessað vorið. Svo vil ég að lokum óska ykkur öllum i baðstofunni gleðilegs sum- ars og þakka liðinn vetur. í guðs friði“. NÆSTA VÍSNAÞÁTT læt ég biða í nokkra daga, en nú skulum við vona að þessar vorvísur séu birtar á réttum tima. Nú er þíð- viðri um allt land og vonandi verða engin vorharðindi framar að þessu sinni, en íslenzk náttúra blíð og' góð móðir landsins börn- um, eins og hún hefir verið svo oft. hinu nýja ríkisráði kvað ég: Starkaður gamli Hjartans þakklæti til allra sem sýndu mér samúð og hjálp við andlát sonar míns og bróður okkar GUÐMUNDAR EINARS JÓNSSONAR Guð blessi ykkur öll. » Jóhanna Magnúsdóttir og börn. Viðskiptamenn ♦ vorir eru beðnir að vitja garðáburðarpantana sinna ó sem fyrst í vörugeymslu vora að Hverfisgötu 52. || 0 “ v |Frestið ekki lengur, að gerast S áskrifendur TÍMANS .UVI.t.SI\«AKlNI TtHANS ER 8)300 (Framhald á 6. siðu.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.