Tíminn - 07.05.1950, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.05.1950, Blaðsíða 6
B TÍMINN, sunnudaginn 7. maí 1950 99. blað TJARNARBID Ballctt-kvöld | Heimsfirægir rússneskir ballett- ar og ballettinn úr Rauðu skón- um. Tónlist eftir Tchaikowski og J. Strauss. Bjarni Guðmunds son blaðafulltrúi flytur formáls orð og skýringar. Sýnd kl. 9. Á Vængjum Vindanna Aðalhlutverk: Anne Baxter WUliam Holden Sonny Tufts Sýnd kl. 5 og 7 REGNBOGAEYJAN Sýnd kl. 3. N Y J A B I □ i Ástarbrcf skáldsins Mjög sérkennileg og spenn- ] |andi ný amerísk mynd. Aðalhlutverk: Susan Hayward Robert Cummungs I Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Söl uinaður inn síkáti með Abbott og Costello Sýnd kl. 3. TRIPDLI-BÍÚ | Fanginn í Zcnda I I (The Prisoner of Zenda) •I Amerísk stórmynd gerð eftlr íhinni frægu skáldsögu Anthony ! Hope, sem komið hefir út 1 ísl. Sþýöingu. Myndin er mjög vel Jleikin og spennindi. Aðalhlutv.: Roland Colman " Madeleine Carroll Douglas Fairíanks Jr. ,, David Niven j Mary Astor * Reymond Massey i C. Aubrey Smith | Sýnd kl. 5, 7 og 9. „Ár vas alda“ (One Million B. C.) j Mjög spennandi og sérkennilegj amerísk kvikmynd, er gerist J milljón árum fyrir Kristburð á! tímum mammútdýrsins og risa-! eðlunnar. — Danskur texti. Aðalhlutverk: Victor Mature Carole Landis Lon Chaney Sýnd kl. 5, 7 og 9 — Litli og Stóri í hragningum * Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f. h. __ yerkalýðsftokkarnir' og Keilsuspillandi... (Framhald af 5. slOu.) fullt traust til bæjarstjórn- armeirihlutans i þessum efn um, en ekki geta þeir byggt þaff traust á reynslunni. Reynslan hefir sýnt það og sannað, að það fyrirkomulag, sem hér hefir gefist bezt, er byggingastarfsemi á grund- velli laganna um verkamanna bústaði og samvinnubygging ar. Að því þarf að vinna eft- ir beztu getu að tryggja sem mest f jármagn til slíkra bygg inga. Því miður hljóta þó slík fjárframlög að verða miklu naumari en ella á næstu miss erum vegna þess, hvernig hald ið hefir verið á rriálunum undanfarin ár með fuilum stuðningi verkalýðsflokk- anna. Verkalýðsflokkarnir hafa ekki þá aðstöðu í þessum mál um, að þeim farist að kasta grjóti. f stjórnartíð þeirar var besta tækifærið, sem fengist hefir til að Ieysa þessi mál, látið ónotað, en lúxushallir reistar í staðinn. Enn hafa þeir ekki upp á annað en sýnd jirtillögur að bjóða og að fela Revkjavíkuríhaldinu a ðal- framkvæmdirnar. Þrátt fyrir alla kreppu og erfiðleika er óhætt að lofa þvf, að meira skal ávinnast í þessum mál- um á næstu árum en í góð- ærinu hjá þeim, nema þeim takist þau áform að stöðva hjól framleiðslunnar alveg og stöðva þannig jafnframt byggingastarfsemina í land- inu. X+Y. Ástin sigraði Spennandl, ensk stórmynd í eðli legum litum, byggð á sam- nefndri skáldsögu, sem nýlega hefir komið út á íslenzku. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Litli Áapolcon Bráðsmellin sænsk hjúséapar- mynd eftir Max Hansen. Sýnd kl. 3, 5 og 7. BÆJARBÍÖj HAFNARFIRÐI Sjon er sögu ríkari (Smámyndasafn) Litmynd í 20 skemmtiatriðum, tekin af Lofti Guðmundssyni. Au kamynd Frá dýragarðinum í Kaup- mannhöfn. kl. 5, 7 og 9. Stormur yfir fjöllnnum (Mynd úr lífi íbúa Alpafjalla) Fjallar um ástríður ungra elskenda, vonbrigði þeirra og. drauma. — Danskur textt. Aðalhlutverk: Geny Spielmann Mataline Koebel Sýnd kl. 5, 7 og 9. Kartöfluinnflutn- ingur á síðari árnm (Framhald af 4. síðu.) Framleiðslan hefir því mið ur, ekki haft það aðdráttar- afl nú um skeið, á fjölda landsmanna, sem þyrfti og æskilegt væri. Önnur störf hafa reynst meira lokkandi, bæði vegna öruggari vona um tekjur í svipinn og meiri lífsþæginda, en þetta tvennt orkar miklu um það hvaða störf eru valin. Framleiðslu- störfin skipa, eins og nú stend ur, ekki þai^n sess í hugum margra, að þau teljist eftir- sóknarverð, né eru í þeim metum er þau verðskulda, sem undirstaða allrar af- komu þjóðarinnar.'Á meðan svo er ástatt, mun á skorta, að ýmsar þær vörur sem framleiða má hér á landi, hrökkvi fyrir þörfinni, og verður þá sá kostur fyrir hendi, að flytja þær frá út- GAMLA Bí□ Nóttin langa (THE LONG NIGHT) Hrikaleg og spennandi, ný, am- erísk kvikmynd, byggð á sann- sögulegum viðburði. Aðalhlut- verkin eru framúrskarandi vel leikin af: Henry Fonda , Vincent Price Barbara Bel Geddes Ann Dvorak , Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. | Tciknimyndasafn | Gamalt og nýtt. j . Sýnd kl. 3. Fasteignasölu- miöstöðin Lækjargötu 10 B. Síml 6530 Annast sölu fasteigna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar, svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboðd Jón Finnbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftir samkomulagi. löndum ef gjaldeyrisástand- ið leyfir, svo framarlega sem þær eru ekki látnar vanta að meira eða minna leyti. Jón ívarsson JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM ---- 5. DAGUR --- — Frá Síon! Hinum megin við Lötschberg! Á maður að • trúa þvi, að hún hafi komið alla þá leið? — Hún hefir kannske komið með lestinni, sagði Emma. — Hamingjan góða! — Lénharður, sagði Röthlisberger, um leið og hann skar væna sneið af rúbrauðshleifnum. Skrepptu út og sæktu hana. Teresa var enn í hinu nýja herbergi sínu. Hún sat á rúm- stokknum í myrkrinu. Allt i einu heyrði hún þungt fótatak, og í næstu andrá hrópaði karlmaður úti fyrir: Hvar ertu? Komdu, Teresa — við erum farin að borða. Hún lét sjalið á rúmið, fór úr skóm og sokkum og opnaði dyrnar. — Komdu, Teresa, sagði hann aftur. — Ég kem, sagði hún. Hún gekk berfætt út á hlaðið og fylgdi Lénharði eftir. — Komdu hér og setztu, sagði Röthlisberger, þegar hún birtist í dyrunum. Setztu niður og taktu til matar þíns. ída, Emma og Hanna — færið ykkur, svo að hún komist að! Teresa.settist, og nú varð dauðaþögn. Allir störðu á ó- kunnu stúlkuna. Karlmennirnir virtu áfjáðir fyrir sér grannt mitti hennar og létu sig gruna þrýstin brjóstin, sem hófust og hnigu undir svartri og slitinni blússunni. Kon- urnar létu augun dvelja við rifinn blúndukraga. stúlkunn- ar og dökkjarpt hárið. Það var greitt slétt aftur, og sló á það dumbrauðum blæ. Yfir mjóu og fölu enninu hringuðu sig lausir lokkar. — Og þú sagðir föður þinn sveitamann? sagði Röthlis- berger. , — Já, svaraði Teresa og roðnaði. — Átti hann jörð? * ; — Já. — En nú á hann ekki jörð lengur? ] — Nei — hann seldi jörðina. — Svo hefir hann ráðið sig hjá öðrum. — Já — hann vann að vínyrkjunni. . — Hvað gerir hann nú? — Hann er dáinn. — Hvenær dó hann? spurði Röthlisberger eftir stutta þögn. — í síðastliðinni viku. — Guð komi til! Það var sorglegt. Teresa svaraði honum ekki. Hún mataðist þegjandi og reyndi að láta sem minnst bera á því, hve svöng hún var. En nú var hitt fólkið hætt að gefa henni gætur. Það var snögglega eins og ekkert væri eðlilegra en hún sæti við þetta borð. Það hefði meira að segja mátt ætla, að hitt íólkið væri ekki aðeins landar hennar, heldur kunningjar hennar og ættmenni. Hún hlustaði á samræður fólksins og varð þess undir eins áskynja, að mjög var kært með sumu af því, en hjá öðru virtist samlyndið miður gott. Hún komst að raun um, að Anton Möller hafði farið með gripi á bú- fi ársýningu í Thun, og hans var von heim aftur innan fárra daga. Fólkið talaði lika um Möller yngri — Gottfreð Sixtus Möller, son Antons, er var við nám -í háskólanum í Basel. — Það var nú gaman, þegar Gottfreð Sixtus var hér, sagði Adrían. Hann ætlaði að telja okkur trú um, að hann myndi verða- frægur lögfræðingur, og þó gat hann ekki einu sinni látið fang á heysátu! — Hann hefir það í höfðinu, sem hann vantar í hand- leggina, sagði Kosímó. Teresa var orðin mett. Hún reis á fætur og spurði, hvort hún mætti fara. Heiðveig sagði, að hún yrði að fá lampa, því að niðamyrkur væri í herbergi hennar. Fríða áminnti hana um að slökkva ljósið, jafnskjótt og hún væri háttuð, og Röthlisberger hrópaði á eftir henni: — Klukkan fimm í fyrramálið! Góða nótt! Hún gekk út að brunninum, þvoði sér og fékk sér vatn að drekka. Siðan háttaði hún. Henni var ekki fyrr farið að hlýna undir sænginni en hún sofnaði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.