Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.06.1950, Blaðsíða 16
16 TÍMINN, laugardaginn 17. júní 1950 AUKABLAÐ Bávélar og ræktun Framh. af 15. síðu. sem ekki þarf að bíða eftir árum saman, sem hægt er að byggja á og rækta án mik- illa erfiðleika. Svo illa er þjóð in enn á vegi stödd í þessu máli. Því liggur leiðin áninga laust frá hinum afskekktu býlum dala og stranda beint til kaupstaðanna. Það er ekki um fleira að velja. Aðgengi- iegt land til byggða stendur ekki til boða, þar sem helzt skyldi og mest er vonin og moguleikarnir um framtíð búnaðarins”. í þessum orðum, sem hér eru tilfærð úr bók Á. G. E., fellst tvennt mjög athyglis-í vert, sem ég vil ræða nokkrul nánar. Annað er kenniug Á.l G. E. á _því, að mýrarnar þurfij að bíða ræstar í 10—20 ár áður en þær eru tiltækileg-j ar eða vit í að taka þær í ræktun. Hitt er fullyrðing! hans í því, að „í sveitxinumj skorti Iand til landnáms oe:j uýbyggðar, tiltækilegt og boð legt Iand, sem ekki þarf að bíða eftir árum saman, sem hægt er að byggja á og rækta án mikilla erfiðleika“. Við fyrra atriðið, sem ég hygg rétt vera, vil ég bæta þessari athugasemd: Það gef ur arðinn seint það fjármagn, sem í framræslu mýranna er lagt. Rentulaust í 10—20 ár,j og ég vil segja meira. E. t. v.j þurfa sumar mýrarnar að bíða ræstar í 30 ár, 50 ár eða hver veit hvað, áður en þær eru góðar til ræktunar. Og líklega þorna sumar mýrarn- ar, a.m.k. hér á Suðurlandi, aldrei til fullnustu, þótt vel séu ræstar. Nú vil ég benda Á. G. E. og öðrum mýradýrk- endum á fræga mýri ræsta fyrir ca. 15 árum síðan. Hún er oftast nefnd „Síbería". Er hún orðin þurr og tiltækileg til ræktunar? Nei. „Síbería“ er miklu nær því að vera sú sama mýri sem áður. Skurð- irnir, sem grafnir voru, eru hálfíullir nú, og meira, af gróðri, jörð og vatni. Sann- leikurinn er, að framræslu- skurðir í mýrum þurfa mikið og árlegt viðhald, ef þeir eiga að gera sitt gagn. Það er að segja, fjármagnið, sem í mýraframræsluna er lagt, er ekki aðeins rentu- og af- rakstrarlaust í 10—50 ár, með an bíða verður eftir mýrum til ræktunar, heldur verður að borga með því fjárhæðir árlega, ef vel á að vera. Eitt atriði enn vil ég benda á í sambandi við þurrkun og ræktun mýranna, sem þó einkum gildir um Suðurland og Borgarfjörð. Það er stað- reynd, að flestar mýrar á þessum svæðum þorna mjög seint og illa, þótt þétt og vel séu ræstar. Kveður svo rammt að þessu, að í rigningatíð stendur oft yfirborðsvatn í lægðum jafnvel allt fram á skurðbarma. Hvað veldur? Ég vil benda á eftirfarandi atriði: 1. Efna- og eðlisástand mýrajarðvegsins er það sem á Norðurlandamáli er nefnt „Kolloid-ríkt“. Það velcfur því, að hinar örsmáu agnir jarðvegsins síga ekki saman, botnfellast ekki. Vatnsgang- ar myndast því afar seint og illa í slíkum jarðvegi. 2. Hin- ar tíðu og miklu úrkomur sunnan og suðvesíanlands valda því, að mýrarnar fá sjaldan nógu langan sam- Baiutiyfta í noíkun við hlrðingu í votheysturn á Setbergi Stdðirnar, sem styðja lyflana eru settar felldan þurrk til að þorna að; ráði. 3. Loftslag hér á landii er yfirleitt svo kalt, aðj bakteríugróður nær sér aldrei verulega á strik, þar sem rak- inn er líka of mikill, og hinn seigi reiðingur mýranna breytist því seint og illa i; mold. „Auður“ mýranna leysí ist því lika seint og illa úr læðingi. Fyrir um það bil þremurj árum síðan var birt í Tím-j anum allglæsileg áætlun umj ræktun á næstum cllum Hvolsvelli í Rangárvallasýslu.' Átti sú ræktun að vera upp- haf á byggingu býggðahverf-j is á þessum stað. Hugsað var| að rækta korn, sennilega mest bygg fyrstu árin, og þá sem ákjósanlegan undirbúning undir túnrækt fyrir nýbýlin, ein 10 í hverfi, er byggja skyldi þar. Að þessari áætl-| un stóðu Bjarni Ásgeirsson þáverandi landbúnaðarráð-| herra, Pálmi Einarsson land-j námsstjóri og Klemens Krist jánsson tilraunastjóri á Sámsstöðum. Af öllu því, sem búið er að skrafa og skrá, ræða og rita, undanfarin 30 ár um nýbýli, samvinnubyggð ir, byggðahverfi, landnám, nýbyggðir og hvað það nú allt hefir verið nefnt, þá held ég, að þessi áætlun um Hvolsvöll hafi eftir atvikum verið það skársta. Ef korn- ræktin hefði tekizt eftir þess ari áætiun, var jafnvel uxn að ræða 10.000 tunnur korn- franíleiðslu á ári. Það var þó betra en ekkert í því gjald- eyris- og innflutningscng- þveiti, sem nú herjar land okkar. Anna.ð atriði, ekki svo veigalítið, var, að þarna þurfti ekki að Ieggja eina krcnu í framræslu, hvað þá að bíða eftir landinu í ára- tugi, þar til það mætti telj- ast ræktunarhæft. En því miður bólar ekkert á þessum framkvæmdum enn. Hinsveg ar er búið að ræsa mikiö mýr ina undir Ingólfsfjalli í Ölf- usi og strax byrjað á að vinna hana á fyrsta og öðru ári eft- ir að skurðir hafa verið grafnir. En -mikið fjármagn verður grafio í jörðu í Ölfus- mýrinni, áður en það gefur ávöxt. IV. Vinnuhestarnir. Ég hafði mikla unun af að lesa kaflann um jarðvinnslu með hestum í bók Á. G. E. Bæði ég og aðrir hafa trú- að því um stund, að hægt myndi að fá íslenzka bænd- ur til að rækta vinnuhesta og nota þá til ýmislegra bú- starfa, svo sem títt hefir ver- ið um aldaraðir erlendis, og enn eru hestar ein aðaluppi- staða vinnuafls við bústörf í í Garðahreppi smnarið 1949. til bráðabirgða. flestum menningarlcndum heims. Nú er ég mjcg vantrúaöur á, að íslenzkir bændur vaxi upp í það í náinni framtíð að ala hesta og nota þá, svo sem stéttarbræður þeirra í öðrum löndum. Til þessa liggja margar ástæður. Árni G. Eylands rekur einmitt mjcg skemmtilega aðstöðu íslendinga gagnvart hestun- um í kaflanum „Landið og hestarnir". Hann færir fyrir því mörg söguleg rök, að eðli legt var að svona færi um hestarækt og hestanotkun íslenzkra bænda. Á. G. E. er þó enn nokkuð bjartsýnn í þessu sambandi, þar sem hann segir í lok áðurnefnds kafla: „Hitt er þó meira um vert, að sérstaklega í þeim byggðarlcgum, sem fæst hafa hrossin og fara bezt með þau, er strjálingur af bændum, sem líklegir eru til að sýna þá skynsemd í framkvæmd- um að nota hestaaflið frarn- vegis til hjálpar og til að full gera ýms þau verk, sem að mestu eru unnin með leigð- um aflvélum. Þær afkasta þyngsta erfiðinu, taka þau tök, sem lélegu hestafli er torvelt að vinna. Um leið verður hægra um vik að nýta slikt afl með betri árangri en áður var. Vandinn er ekki að velja og hafna hestafli og aflvélum, en samræma og Heyinu ekið heim á s’eða. tengja saman, þó að alda vani og áratuga vanræksla í hrossaræktinni geri kost hest anna minni hjá oss, sarnan borið við aflvélarnar, heldur en hjá öðrum þjóðum. Þann- ig horfir málið við í hinni nánustu framtíð". V. Bókin. Það væri vissulega freist- andi og sannarlega þess virði að rita mikið um bók Á.G.E. „Búvélar og ræktun“. Bókin er að flestu leyti snilldar- verk. Árni vill ekki kalla hana búvélafræði, heldur ekki kennslubók, en helzt hand- bók og lesbók. Hún er áreið- anlega eitthvaö af þessu öllu. Og hún er meira. Hún er saga. Saga um hraðþróun, raunar byltingu í bútækni og ræktun íslenzkra bænda. Við skulum kalla hana fræðslubók. Það nafn mun hún geta borið hvernig sem á er litið. Útgáfan er öll hin prýði- legasta, mikið og gott mynda val, fjöldi úrvalsmynda. Mennipgarsjóður á að vaxa af þessari bók, bæði að aur og áliti. Ýmsir bænaur hörmuðu það, er Árni G. Eylands hætti að hafa virkar leiðbeiningar með höndum um val og inn- kaup búvéla, svo sem hann hafði um mcrg ár, er hann var starfsmaöur Búnaðarfé- lags íslands og Samb. ísl. samvinnufélaga. Ennfremur þótti mörgum missir að Árna frá Áburðareinkasölu og Grænmetisverzlun ríkisins, svo og búnaðarblaöinu Frey. í þessu sambandi mætti segja: „Fátt er svo með öllu illt“ o. s. frv, Því ég efast um, að nokkur tök hefðu verið á því fyrir Árna að ljúka þessu mikla ritverki um búvélar og ræktun í „tómstundum" með áðurnefndum störfum. Það skiptir vitanlega heldur aldrei höfuðmáli, né ræður úrslitum um verk manna, hvaða stöðu þeir hafa í þjóðfélag- inu. Hitt verður að lokum þungamiðjan i lifi hvers borg ara, af hvað miklum þegn- skap hann vinnur landi sinu og þjóð. Enginn íslendingur hefir fylgzt betur með þróun og scgu búvélanotkunar ís- lenzkra bænda og búvélatækn inni yfirleitt i þeim löndum, sem við megum mest af læra í þessum efnum, en Árni G. Eylands. Ræktunarmálin verða heldur ekki frágreind í þessu sambandi. í síðasta og stærsta áhlaupinu, sem gerist með hingaðkomu heimilis hjólatraktorsins, beltatraktoranna og skurð- grafanna vita allir, að Árni G. Eylands á snarasta þátt- inn, Enda þótt höfundur um ræddrar bókar hafi vandlega sniðið sinn eigin þátt frá þró un þeirra mála, sem þar eru rædd, yrði það ekki hægt, ef saga búvélanotkunar á ís- landi yrði skráð hlutlaust. Á.rni G. Eylands hefir nú enn á ný unnið mikið og að- kallandi nauðsynjaverk í þágu bændastéttarinnar með ritverki sínu, „Búvélar og ræktun". Ég flyt honum þakkir mínar fyrir verkið, og ég veit, að margir munu und ir taka. Runólfur Sveinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.