Tíminn - 23.06.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.06.1950, Blaðsíða 5
134. blað TÍMINN, fbstudaginn 23. juni 1950 5 Föstud. 23. júní Hættulegir raenn Þjóðviljinn gerir nú nm Kkeið talsvert að því að tala rm það, sem hann kaliar „ný- nasisma" á íslandi. Þykir honum það næsta kviðvæn- legt, að menn, sem höfðu sam úð með Þjóðverjum á stríðs- árunum, skuli enn vera hér fyrir mold ofan og ýmsir njóta nokkurs trúnaðar. Tíminn hefir enga ástæðu til að ganga i vörn fyrir Hitler eða fylgismenn hans. Alla tíð hefir þetta blað tal- að máli lýðræðis og frelsis og aldrei dekrað við nasistana. — En það er undarlegt, að Þjóðviljinn skuli þora að tala eins og hann gerir. Þeir menn. sem Þjóðviljinn foræmir nú harðast, eru gamlir bandamenn hans, þó að þeir létu reyndar litið á sér bera þegar nasistunum lá mest á. En aldrei skyldi það gleymast. að þegar óvæn- legast horfði fyrir lýðræðis- öflunum i síðustu styrjöld, var það eitt blað á íslandi, sem talaði gegn þeim. Það blað var Þjóðviljinn. Þegar nasisminn hafði brot ið Holland og Belgíu, Dan- mörk og Noreg undir sig, Frakkland var fallið og komið á hans vald og brezki herinn hrakinn til heimalands síns illa vopnum búinn, var eitt blað á íslandi, sem krafðist þ*ess, að íslendingar gengju í lið með Hitler og framleiddu nauðsynjar fyrir ríki hans. Þetta blað var Þjóðviljinn. Þegar lýðræðisöflin stóðu höllum fæti þar sem þau börðust fyrir tilveru sinni, átti nasisminn sér á íslandi flugumenn, sem komu að baki lýðræðissinnum. Þeir þóttust svo sem ekki vera nasistar þessir menn, en þeir heimtuðu samt, að málstað- ur nasistanna yrði studdur á örlagastundu. Þessir flugu- menn voru Þjóðviljamennirn ir. Það hefir aldrei verið veg- ur til virðingar á íslandi, að tigna og lúta þeim sterka, meðan hann má sín betur, en hrækja á hann fallinn. íslendingar kalla þá skríl, sem árum saman öskruðu til dýrðar einræðisherranum ítalska, en svivirtu lík hans þegar hann var liðinn. Slíkir menn hljóta fyrirlitningu en ekki traust eða sæmd. Það hefir heldur ekki ver- ið álitsauki eða virðingarveg- ur hingað til hér á landi, að svívirða sérstaklega gamla samstarfsmenn og vopnabræð ur fyrir sameiginlega viðleitni þó að hún hafi misheppnast. íslenzka þjóðin skilur það væntanlega, að þeir, sem eru hættulegir frelsi hennar og lýðræði, eru mennirnir, sem fyrirlíta persónuleg réttindi og hylla einræðisstjórn meiri hlutans og einhliða flokks- ræði hverjum nöfnum sem nefnist. Mennirnir sem þjóð- in verður að varast að efla til áhrifa eru þeir, sem tigna ofbeldið. vilja löghelga og lögvernda sinn málstað, sitt álit og sín völd og banna öðr- um að bera fram tillögur. Það Frelsisbaráttan er eilíf Ræða IIci;»a Bcnediktssonar 17. jiiní i Vcstmaniiaeyjum Hannes Hafstein kvað í' getur tekizt og þarf að tak- aldamótaljóðum sínurn: ast. Þjóðin er nú á gelgjuskeiöi, Starfið er margt, en eitt er I henni er líkt farið og unglingi bræðrabandið, sem hefir eins og kallaö er, boðorðið hvar sem þér í fylk- ing standið, hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á landið. Á þjóðhátíðardegi íslend- inga 17. júní, er minnst fæð- ingardags Jóns Sigurðssonar, mannsins, sem raunhæfastan þátt hefir átt í því, að ís- lendingar endurheimtu frelsi sitt. Síðasta þættinum í ytra formi endurheimtu stjórn- málalegs frelsis lauk 17. júní 1944, þegar ísland var við- urkennt sjálfstætt ríki. En frelsisbaráttan er marg þaött, menningarleg, stjórn- arfarsleg og fjárhagsleg. Frelsisbaráttan er eilíf eins og tilveran öll, og henni á og aldrei að ljúka. Frelsisbarátt- an er og verður alltaf snar þáttur i daglegu lífi hvers manns. Á dögum eins og þess um, þegar fólk almennt tek- ur sér hvíld frá daglegum störfum, þá er sérstakt tæki- færi til þess að staldra við og líta til baka yfir farinn veg og horfa fram á braut- ina. Að visu sjáum við skammt aftur og lítt fram, þar sem Skuld skyggir fyrir sýn. Á liðandi stund ber mikið á gagnrýni þess skipulags, er þjóðin hefir búið sér. Talað er um dýrtíð og atvinnuöng- þvéiti, einkum við sjávarsíð- una. Verðfall og sölutregðu á útflutningsvörum lands- manna og þverrandi atvinnu. Og ríkisbáknið, þ. e. starfs- lið hins opinbera er almenn- íngi þyrnir í augum. Undan- farinn áratug hefir íslenzka þjóðin búið við mesta efna- hagslegt góðæri sem yfir landið hefir gengið, en sá skuggi hvílir yfir því góð- æri, að það er fyrst og fremst til orðið vegna blóðs, tára og eyðileggingar annars staðar í heiminum, og nú lifir þjóðin á erlendu gjafakorni. Frelsisbarátta okkar er skammt á veg komin, meðan þjóðin getur ekki brauðfætt sig, nema styrjaldir og eyði- legging geysi annars staðar í heiminum. íslenzku þjóð- inni er það þess vegna brýn nauðsyn og skylda að skipa innanlandsmálum sínum þannig, að hún geti sem mest staðið á eigin fótum atvinnu lega og fjárhagslega. Þetta tekið cl snemma og ört út líkamlegan vöxt, en andleg- ur þroski ekki verið jafn hraður að þróun. Á undanförnum fjárhags- góðærum hefir þjóðin aflað sér mikillar gnægðar margs- konar véla og tækja, skip verið byggð og keypt og húsa kostur landsmanna stór auk- inr. og bættur. Reiðufé er hins vegar horfið í bili. Slikar ráðstafanir skipta eðlilega skoðunum manna, sumir telja of hratt farið í framkvæmdunum, en aðrir störfum, jafnvel þeim, sem Jæpst eru Jaunuð, og stfni þetta, svo ekki verði um deilt „oiiv 6eii ser lyiiilega ljóst, að þcir, sem þessi störf stunda, eiga að öllu saman- lögðu v ð betri lífskjör að búa en flestir aðrir. En fram- hjá þvi verður ekki gengið, að það veltur á því að nægi- lcga margir fáist til þess á hverjum tíma að sækja afla- föng í greipar hafsins og erja moldina, að þjóðfélag- ið geti haldið uppi fjölmennu starfsliði. Auk þess, sem fæst af hinum grófgerðari fram- Jelðslustörfum. verða fram- kvæmd með árangri.nema af harðgerðu dugnaðarfólk.i Þess vegna er það mesta atvinnuöryggið, líka fyrir starfslið hins opinbera, að þannig sé búið að framleiðslu stéttunum til lands og sjáv- ar, að sérstaklega þau fram- leiðslustörfin, sem undirstaða framleiðslunnar hvílir á, séu og verði arðgæf og eftirsókn- arverð, bæði i samræmi við of hægt, en kapp er bezt með þjóðfélagslega þýðingu þeirra forsjá. En það reynist mörgum mestur vandi að geyma feng- ins fjár, og á næstu árum reynir á það hjá íslending- um að koma nothæfu skipu- lagi á notkun og rekstur hinna nýju og dýru tækja sinna. Á þrettándu öld glötuðu ís- lendingar frelsi sínu vegna innbyrðis sundrungar, sem róið var undir af erlendum öflum. Frelsinu fylgja skyld- ur samtímis og það skap- ar réttindi. Það, hversu tekst að varðveita frelsið, byggist á daglegri breytni hvers ein- asta þjóðfélagsþegns. Á þjóðveldistímanum sköp- uðu ættirnar í landinu hlið- stæðan sess og stéttirnar og stéttarfélögin nú. Innbyrðis- barátta og hjaðningavíg ætt- anna kom landinu þá undir erlenda kúgun. Stéttirnar þurfa nú að gæta hófs um innbyrðis keppni ef vel á að fara. Sú skoðun er almenn meðal þeirra. sem að framleiðslu vinnna bæði til lands og sjávar, aö ríkisbákn ið sé að sliga þjóðfélagið fjár hagslega. erfiði, áhættu og vinnutíma- lengd. En ríkisbáknið verður ekki minnkað á annan hátt en þann, að fækka starfsliði rík- isins og draga úr opinberri íhlutun, ásamt því að gera ríkiskerfið allt einfaldara og ódýrara í meðförum. Það er eðlileg krafa, að ætlast til tilsvarandi vinnu- tínia og hliðstæðum afköst- um hjá starfsmönnum í op- inberri pjónustu, eins og hjá vel reknum einka- og félags- fyrirtækjum, samtimis og ætl ast verður til þess, að opin- berir starfsmenn verji starfs kröftum sínum til þess að vinna þau störf sem þeir taka laun fyrir og sé þá jafn- framt óheimilt að taka að sér umfangsmikil aukastörf samhliða aðalstarfinu. VitanJega er það þjóðfélag- inu fyrir bezt.u, að búa vel að starfsliði sínu, en opinberir starfsmenn eiga almennt að skilja það, að þeir eru þjón- ar í þjónustu lands og þjóð- ar. en ekki setulið í hersetnu héraði. Mikið af þeim erfiðleikum, sem nú er við að stríða hér- Fjárlögin eru glöggt dæmi lendis, eru heimaalin vand- þessa ástands, þar sem út- ræði, við ráðum að vísu ekki gjöld ríkisins nema hærri við verðJag á erlendum mörk upphæð, heldur en horfur eru á að útflutningur lands- ins í heild nemi. Meðal erfiðisvinnumanna, sem lítið eða ekkert atvinnu- Öryggi hafa, ef út af ber í framleiðslunni, er á það bent, að opinberum starfs- mönnum sé tryggð föst vinna vetur og sumar, að vinnu- skilyrði þeirra séu hæg og vinnutíminn miklu styttri heldur en hjá öðrum stétt- um. Þessu til áherzlu, ér svo á það bent, að mikil eftirsókn er jafnan eftir opinberum er þetta virðingarleysi fyrir einstaklingsrétti og persónu- frelsi, sem er meinsemdin, sem varast verður. Þjóðviljamenn þurfa ekki að halda, að þeim takist að fela eða láta gleymast að- dáun sjálfra sín á ofbeldinu, þó að þeir geri hróp að ein- hverjum öðrum. Og þegar þeir rifja upp pólitlska skoð- un manna fyrir 10 árum og áfellast þá sem studdu Hitl- er, rifjast það enn upp fyrir Hitlers og nasismans á Is- landi. Þjóðviljinn er þvl að vinna gegn sér og sínum mönnum á töluvert áhrifaríkan hátt, þegar hann minnir þjóðina á að varast þá menn, sem sú ógæfa henti að reka erindi nasismans hér á landi og veita riki Hitlers fulltingi.Slík ir menn þurfa sannarlega að sýna ótvíræð yfirbótamerki áður en þeir eru verðugir trausts á sviði stjórnmálanna | þjóðinni, að þeir voru sjálfir I þó að góðir geti verið að öðru I beztu liðsmenn og þjónar-l leyti. uðum, en við ráðum innan- lands skipulagi atvinnuhátta okkar og getum hagað þeim haganlegar en nú er gert. íslend'ngar eiga aðgang að fiskauðugustu veiðistöðvum veraldarinnar og islenzka frjó moldin geymir ótæmmdi verðmæti og möguleika. Ennþá er lögð megin á- herzJa á það í íslenzkum at- vinnurekstri og framleiðslu, að hafa framleiðslumagnið sem mest, en minna hirt um gæði og verðmæti. — Á þessu þarf að verða breyting. Aðal- viðfangsefni í sjálfstæoisbar- áttu íslendinga á næstu ár- um. er að öðlast fjárhags- legt og andkgt.sjálfstæði, og viðhalda hvorutvcggja. Það á að koma framleiðslu útflutningsvara okkar, fiskn um, aftur í þann sess vöru- gæða, sem hann hefir áður notið. Sama máli gegnir um aðrar framleiðsluvörur okk- ar. Nafnið, „íslenzk fram- leiðsla“ á að'verða örugg trygging vörugæða og vöru- vöndunar. Þá mun fljótt fær- ast í horf um fjárhagslegt sjálfstæði okkar. Andlega frelsinu viðhöltí- (Framhald i 6. tlOu.) Nýrækt hafsins Eitt af fyrstu verkum nú- verandi ríkisstjórnar var að gefa út tilskipun um, að all- ir flóar og firðir fyrir Norður landi skyldu vera alfriðaðir fyrir botnvörpum, dragnót- um og útlendum veiðiskip- um frá 1. júní 1950. Fyrir- mæli þessi eru því þegar geng in í gildi. Er hér um mikið svæði að ræða, sem nú verð- ur á þennan hátt friðað ut- an hinnar fyrri landhelgi, því að hingað til hefir hið ófrið- aða svæði náð yfir veruleg- an hluta af miðbiki hinna breiðari fjarða, en auk þess er hin nýja varnarlína dreg- in 4 sjómílur utan við minhi fjarðanna, og við það færist cnn út til muna hið friðlýsta svæði. Á síldveiðunum verða nú miklu færri skip en undan- farið á miðunum á Húnaflóa, Skagafirði, Skjálfanda, Öxar firði og Þistilfirði. þar sem öll erlend skip eiga að halda sig utan varnarlínunnar, það er að segja, ef varzia land- helginnar tekst svo sem von- ir standa til. . . Ráðstöfun sú, sem hér er um að ræða er fyrst og fremst gerð til verndar hinum verð- mætu fiskstofnum á land- grunni íslands og jafnvel víð- ar í Norðurhöfum, og ætti því að vera sameiginlegt áhugamál öllum þjóðum, sem fiskveiðar stunda hér á norð urslóðum. Er þess því að vænta, að þær viðurkenni og virði þær reglur, sem settar hafa verið og stuðli að því að stjórnendur fiskiskipa á þeirra vegum geri hið sama. Mega þær og sjá, að íslend- ingar sjálfir vilja hér nokk- uð á sig leggja, þar sem is- lenzkir botnvörpungar og dragnótabátar verða nú einn ig að hverfa með veiðarfæri sín af hinum nýfriðlýstu mið um. En fyrir marga drag- nótabáta að minnsta kosti er hér um alltilfinnanlega ráð- stöfun að ræða. Þó munu nú þeir íslenzkir aðilar, er hér eiga hlut að máli, yfirleitt sætta sig við þá takmörkun, sem nú verður á atvinnu- rekstri þeirra í von um að það vinnist upp, er stundir líða. En auk þess óhagræðis, sem sumir fiskimenn kunna að líða af þessum ráðstöfunum, er þess ekki að dyljast, að af þeim getur orðið all mikill kostnaður fyrir ríkissjóð. Hið friðlýsta svæði er nú miklu stærra en áður, og allt þettá svæði þarf að verja. Skip þau er landhelgisgæzluna annast, þurfa að geta verið á ferð um allt þetta svæði nægilega oft til þess, að erlend fiskiskip og þau fiskiskip innlend, sem þar er óheimil veiði, áræði ekki að brjóta settar reglur eða verði að öðrum kosti lát- in sæta ábyrgð fyrir. Því að- eins kemur friðlýsingin að haldi, að þetta takizt. Reyndur skipstjóri lét þau orð falla, er tllskipun ríkis- stjórnarinnar varð kunngerð, að nú hefði komið sér vel að hafa hraðbátana þrjá, sem keyptir voru af brezka flot- anum i stríðslokin fyrir lægra verð samtals en „María Júlía“ ein kostaði, en var skilað aft ur, sem kunnugt er, af því að sumum virtist þeir óþægileg (Framhald i 6. slðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.