Tíminn - 13.07.1950, Side 6

Tíminn - 13.07.1950, Side 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 13. júli 1950 150. blaff TJARNARBÍÚ Pipar í plokk- ( fiskinum (Tappa Inte sugen) . Hin bráðskemmtilega sænska gamanmynd. Nils Poppe leikur aðalhlut- verkið. Sýnd vegna áskorana. kl. 5, 7 og 9 Græna vítið Afar spennandi og við- burðarík amerísk mynd, er gerist í frumskógum Brasilíu. Aðalhlutverk: Douglas Fairbanks jr. Joan Bennett Alan Hale George Sanders Sýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuð börnum innan 14 ára BÆJARBÍD HAFNARFIRÐI Glitra daggir, grær fold Sýnd kl. 9. Stúlkan frá Manhattan Skemtmileg ný amerísk kvikmynd. Aðalhlutverk: Dorothy Lamour Charles Laughton. Sýnd kl. 7. Sími 9184 Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.> eru tilgreindir undir 2.—4. lið. 6. Nánir ættingjar þeirra, sem eru meðlimir í gagnbylt- ingarsamtökunum. 7. Þjóðverjar, sem hafa viljað fara heim til Þýzkalands, en eru þó ófarnir. 8. Hórkonur, sem hafa verið skrásettar hj á * lögregluyfirvöld- unum. 9. Dæmdir glæpamenn. Allir sjá kaldhæðnina í þess- ari upptalningu. Skækjur og glæpamenn eru taldar síðast. Að vissu leyti er það þó rök- rétt, því að þetta fólk var hættulaust fyrir Sovétríkin, enda margt af því tekið fagn- andi á móti Sovéthersveitunum og hrópað húrra fyrir „föður vorum Stalín“. Grimmileg meðferð. Fólki því, sem var hertekið samkvæmt þessari fyrirskipun, var skipt í tvo flokka, A og B. A-flokkurinn var sendur til fangabúða í Rússlandi og látinn vinna þar þrælavinnu. B-flokk- urinn var sendur til fjarlægra staða í Síberíu eða annars stað ar, þar sem vöntun var á land- nemum. í A-flokknum voru yf- irleitt fjölskyldufeður, en konur og börn í B-ílokknum. Samkvæmt samhljóða fram- burði fjölda vitna voru brott- flutningarnir framkvæmdir á hinn hrottalegasta hátt. Yfir- leitt var fólkið flutt burtu í járnbrautarvögnum, sem voru gerðir fyrir stórgripi. í vögn- unum varð það að hýrast dög- um saman, oft matarlaust og án allrar aðhlynningar. Það varð að sofa á beru gólflnu. Margir veiktust af vosbúðinni og aðrir urðu sinnisveikir. Upp- haflega var leyft, að hver fangi mætti hafa með sér 50 kg. þungan farangur, en þegar til Rússlands kom, var allt gert upptækt. Nóttina milli 14.—15. júní 1941 voru 52 þús. manns fluttar burtu frá baltnesku löndunum með þessum hætti. Áður höfðu verulegir brottflutningar átt sér stað og stundum fóru þeir fram með þeim hætti að menn voru kvaddir í rússneska herinn. Samkvæmt fyrirliggjandi heim ildum voru á árunum 1940—41 um 60 þús. Estlendingar, 36 þús. Lettlendingar og 40 þús. Litháar fangelsaðir eða brott- íluttir með þessum hætti. Eftir að Rússar komust aftur til yfirráða í baltisku löndun- um eftir stríðslokin hafa þeir haldið þessari iðju áfram í ennþá stærri stíl. Frá því verð- ur sagt í síðari hluta þessarar greinar. Gerist áskrifendur aff 3 imanum Áskriftasímar 81300 og 2323 BlmJ •1«S« Þegar kötturlnn er ekki heiiua Afar fyndin dönsk gam- anmynd. Aðalhlutverk: Gerda-Neumann Svend Asmunssen Ulrik Neumann Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍ□ Fjölskylduvanda- mál (Dear Octopus) Skemmtileg ensk kvik- mynd gerð eftir hinu vin- sæla leikriti Dodie Smith. Aðalhlutverk: Margaret Lockwood Michael Wilding Celia Johnson Sýnd kl. 5, 7 og 9. Fasteignasölu- miðstöðin Lækjargötu 10 B. Síml 6530 Annast sölu fastelgna, sklpa, blfrelða o. fl. Enn- fremur alls konar trygglng- ar, svo sem brunatryggingar lnnbús-, líftryggingar o. fl. 1 umboði Jón Fizinbogasonar hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands h. f. Viðtalstími alla vlrka daga kl. 10—5, aðra tlma eftir samkomulagi. Er það úr moð . . . (Framhald af 3. síðu.) eitt, að ekki hefir verið sam þykkt af útgerðinni, að fisk- urinn skuli vera við Græn- land og veiðast, að hann er þar í trássi við ísl. valdhafa og hina ötulu sjómannastétt þessa lands. Hér verður ekki um kennt aðstöðuleysi til veiðanna við Grænland, því þrátt fyrir réttleysi vort þar, er ein höfn öllum þjóðin opin. Og vilji forráðamenn útgerðarinnar (t. d. Landsamband útgerðar manna eða Fiskimálanefnd) ekki annast heimflutning afla og útflutning útgerðar- nauðsynja mun hverjum ísl. bát innan handar að koma sér í félag við Færeyinga um þetta. Sá Bakkabræðra-bragur á stjórn útgerðarmála lands vors er hér hefir verið lýst verður að taka skjótan enda ef land vort á ekki að „sökkva“ með öllu, sem á þvi er. N.s. Dronning Alexandrine Næstu tvær ferffir frá Kaup mannahöfn verða: 15. júlí og 29. júlí. — Flutningur óskast tilkynntur skrifstofu Sam- einaöa í Kaupmannahöfn, hið fyrsta. Næsta ferð frá Reykjavík verður 22. júlí. Þeir sem feng ið hafa loforð fyrir fari sæki farseðla í dag til hádegis. Annars seldir öðrum. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Pétursson SKfPAUTGCKO RIKISINS Armann til Vestmannaeyja í kvöld. Tekið á móti flutningi í dag. Bergnr Jónsson Málaflutningsskrifstofa Langaveg 65, siml 5833 Helma: Vitastig 14. JOHN KNITTEL: FRÚIN Á GAMMSSTÖÐUM --------------- 53. DAGUR ------------------------ Hún hafði lítið breytzt frá því á brúðkaupsdaginn. Hún var kannske orðin eilítið fyllri í vöngum. Hún var íalleg og tíguleg kona, sem átti fáa sína jafningja. En hið nýja hlutverk hennar sem húsmóður á Gammsstöðum virtist stundum þoka henni sjálfri til hliðar. Og stundum fannst henni hún allt í einu vera orðin roskin og ráðsett. Hún var ævinlega nefnd húsmóðirin. Dagar Teresu- nafnsins voru taldir. Anton Möller gætti þess vandlega, að enginn nefndi hana Teresu, nema hann sjálfur. Einn dag gekk hún niður í þorp'ð. Hana langaði til þess að horfa á aökomufólkið þreyta skauptahlaup á brautinni við gistihúsið. Kannske ætlaði hún að reyna að taka fáein- ar myndir. Það var eins og þessi nýi andblær, er veturinn flutti með sér upp í fjalllendið, drægi hana að sér af ómót- stæðilegum krafti. Henni þótti gaman að sjá, hve mjúklega vetrargestirnir svifu yfir ísinn, og það bar við, að hún fór að gera sér 'í hugarlund. hvernig lifnaðarhættir þessa fólks væri aðra tíma ársins. Við slíka drauma leið tíminn fljótt. Tíminn — það var annars undarlegt fyrirbæri. Stundum virtist hann fljúga frá manni eins og ör væri skotið. En stundum siluðust mínúturnar varla áfram. Það var óskilj- anlegt. Vísarnir á úrinu sigu þó alltaf áfram jafnt og þétt. Tetesa settist þeim megin skautabrauatrinnar, er sólar- innar naut betur, og hugsaði um kvöldin, vetrarkvöldin. Hversu óendanlega löng og seinfær voru ekki þessi vetrar- kvöld, er hún sat heima við sauma eða bóklestur eða rabb- aði við Heiðveigu. Heiðveig var góð kona. Hún var búin að eignast barn, og lóks var hún gift. Hún var hyggin og skiln- insglögg á mannlegt líf. Kannske vissi hún ein, dwe hús- móðir hennar var einmanna þessi vetrarkvöld. En Teresa óskaði samt ekki neinnar breytingar. Henni var alls ekki á móti skapi, þótt Anton brygði sér í veitinga- krána á kvöldin og spilaði við kunningja sína. Hún ætlaði að bíða vorsins, og þá ætlaði maður hennar með hana til útlanda. Hún hlakkaði til þess. Það var góð tilbreyting að búa um skeið í gistihúsum stórborganna. Teresa horfði á hljómsveit gistihússins, er lék skauta- fólkinu til skemmtunar. En hugur hennar dvaldi við brúð- kaupsdaginn og ferð þeirra Antons t'l Bernar. Og hún lét hugann fljúga áfram — til Zúrieh, Schaffhausen, Luzern og aftur heim að Gammsstöðum. Til Basel höfðu þau ekki komið. Anton hafði sagt, að það væri ekki vert að ónáða Gottfreð Sixtus. Kannske lægi leiðin til Basel einhvern tíma seinna. Hana langaði til þess að sjá Gottfreð Sixtus aftur — þennan mikla, lærða stjúpson sinn, sem reyndar hafð' einu sinni skrifað henni frá Basel — en ekki nema einu sinni. Og hversu oft hafði hún ekki lesið þetta eina bréf! Kæra stjúp- móðir min! var upphafið. Teresa hleypti brúnum. Hljóm- sveitin hætti að leika. Og þegar hún varð þess vör, spratt hún á fætur og hraðaði sér he'm á leið. — Hvar hefir þú Verið, Teresa? spurði Anton Möller. er hún kom heim. — Ég sat úti við skautabrautina. Og hún bætti því v'ð, að sig langaði til þess að læra á skautum, ef honum væri það ekki á móti skapi. — Geturðu ekki haft eitthvað annað fyrir stafni? spurði hann. Þú gætir fótbrotið þig. Eftirláttu það öðrum. — Þú hefir þó áreiðanlega stig'ð á skauta, þegar þú varst ungur, sagði hun. — Jú. En ég fótbraut mig líka e'nu sinni. Og ég er líka karlmaður', Teresa. Þú er viðkvæmt blóm. Komdu inn að borða. Ég finn, að steikarlykt leggur um allt húsið. Sagðirðu Heiðveigu, að kartöflurnar hefðu verið illa brúnað- ar í gær. — Já. — Þær verða þá væntanlegar góðar í dag. Þau fóru inn í borðstofuna. Anton Möller festi stóra þerru um hálsinn á sér, brosti glaðlega og hvolfdi i sig vænum sopa af brennivíni. — Þetta er áreiðanlega hollt fyrir magann, sagði hann. Læknirinn skal ekki framar fá grænan skilding frá mér. Hann tók brauðhleifinn og ætlaði að skera sér sneið af honum á borðdúknum. — Æ, hver fjandinn, sagði hann allt í einu. Þar hefi ég gleymt því. Það kom bréf frá Gottfreð í morgun, og hann

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.