Tíminn - 22.07.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1950, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, laugardaginn 22. júlí 1950 -rry----- 158. blað ')t‘á hap til Útvarpið Útvarpið um helgina. I dag: 8.30—9.00 Morgunút- varp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 —16.25 Miðdegisútvarp. — 16.25 Veðurregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 220.30 Útvarps- kórinn syngur; Róbert Abra- ham stjórnar (plötur). 20.45 Upp lestur. 21.15 Ljóðskáldakövld. 22.00 Fréttir og Veðurfregnir. Dagskrárlok. Siinnudag: 8.30—9.00 Morgun- útvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Hallgrímskirkju (séra Jakob Jónsson). 12.15— 13.15 Hádegisútvarp. 15.15 Mið- degistónleikar (plötur): a) Fiðlu sónata í A-dúr eftir Sésar Franck. b) Einsöngur: Pierre Bernac syngur. c) „Bolero“ eftir Ravel. 16.15 Útvarp til íslend- inga erlendis: Fréttir. — Er- indi (Gísli Kristjánson ritstjóri) 16.45 Veðurfregnir. 18.30 Barna tími (Ingibjörg Þorbergsdóttir og Skúli Þorbergsson): a) Sögur og æfintýri. — b) Söngur með gítarundirleik. — c) Framhalds sagan: „Óhappadagur Prillu“ (Katrín Ólafsdóttir les). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Paganini-tilbrigðin eftir Brahnis (plötur). 19.45 Auglýs- ingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Skemmtiatriði „Bláu stjörn- unnar“: MIM. 22.10 Fréttir og Veðíurfregnir. 22.15 Danslög (piötur). 23.30 Dagskrárlok. Mánudag: 8.30—9.00 Morgun- útvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp (um kl. 12.35 flytur séra Jóhann Hlíð ar ávarp um norrænt kristilegt stúdentamót). 15.30—16.25 Mið- degisútvarp. — 16.25 Veðurfregn ir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón leikar: Lög úr kvikmyndum (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar: „Góði hirðirinn", svíta eftir Hándel (plötur). 220.45 Um daginn og veginn (frú Filipía Kristjáns- dóttir). 21.05 Einsöngur: Elisa- beth Shumann syngur (plöötur) 21.20 Ferðaþættir frá Jótlandi (séra Sigurður Einarsson; — plötur). 21.40 Tónleikar: Kvar- tett í Es-dúr op. 125 nr. 1 eftir Schubert (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Létt lög (plötur). 22.30 Dagsskrárlok. Árnað heilla Hjónaband. 1 dag verða gefin saman í hjónaband ungfrú Svanhvít Ragnarsdóttir skrifstofumær frá Djúpavogi og Ófeigur Péturs san rafvirkjanemi frá Skaga- strönd. Heimili þeirra verður að Miðtúni 60 í Reykjavík. Bræðrabrúðkaup að Hjarðar- holti í Döium. Þann 13. júlí s. 1. héldu þrír synir hjónánna í Hjarðarholti, þeirra Þórðar Jónssonar og Nönnu Stefánsdóttur, brúð- kaup sitt, í hinni fögru sóknar- kirkju þar á staðnum. Hjónavigslurnar framkvæmdi sóknarpresturtnn, séra Ólafur Ólafsson á Kvennabrekku, að viðstöddum nánustu skyldmenn um og vinum fjölskyldunnar, úr Suður-Þingeyjar- og Dala- sýslúm. Brúðhjónin voru þessi: 1. Þráinn Þórðarson og Karen Guðlaugsdóttir, frá Húsavík. 2. Yngvi Þórðarson og Gyða Bárðardóttir, frá Grænavatni við Mývatn. 3. Hjalti Þórðar- son og Inga Aðalheiður Guð- brandsdóttir, frá Lækjarskógi í Dölum. Að loknu brúðkaupinu voru tvö systrabörn, fjölskyldu- og tengdafólksins, skírð í kirkj- unni. Á eftir hinni fögru kirkjuat- höfn var veitt af. mikilli rausn, inni í salarkynnum húsbænd- anna, og mannfagnaður stóð fram á nótt. Úr ýmsum áttum Ferðafélag íslands. ráðgerir skemmtiferð um Vest- u^jand og hefst ferðin 27. júlí. Farið með bifreiðum til Stykkis hólms. Haldið til Flateyjar og ferðast um eyjarnar. Þá til Brjánslækjar á Barðaströnd. Farið í Vatnsfjörð og dvalið þar einn dag í skóginum. Farið ríð- andi vestur í Arnarfjörð (um Fossheiði. Komið í Geirþjófs- keita | fjörð, inn undir Dynjanda að Rafnseyri og til Bíldudals. Far- ið yfir Rafnseyrarheiði til Þingeyrar (eða sjóveg) og að Núpi, en næsta dag til ísafjarð ar. Ferðast um ísafjarðardjúp í 2 daga á bátum. Frá Arngerð- areyri haldið Suður Þorskafjarð arheiði til Kinnarstaða og að Bjarkarlundi og með bifreiðum til Reykjavíkur. 8 daga ferð. Áskriftarlistl liggur frammi og séu farmiðar teknir fyir kl. 5 næstkom. þriðjudagskvöld. Ferðaskrifstofa ríkisins. Ferðaskrifstofan efnir til eftirtalinna ferða á sunnudag- | inn: 1. Til Gullfoss og Geysis. 2. Hringferð um Kaldadal, Borg arfjörð og Hvalfjörð. 3. Ferð í Þjórsárdal. 4. Ferð austur í Fljótshlíð. Upplýsingar í síma 1540. Grasaferð Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur. Náttúrulækningafélag Reykja víkur efndi til grasaferðar um síðustu helgi upp á Hveravelli. Var lagt af stað. eftir hádegi laugardag 15. júlí, gist í skála Ferðafélagsins um nóttina og þá næstu. Á sunnudaginn var gengið til grasa. Veður var frem ur óhagstætt, þurrt og nokkuð hvasst, en eigi að síður var grasatekjan góð, og komu marg- ir með ríflegan vetrarforða heim með sér af þessum gamla og góða íslenzka mat, sem er í senn hollur og ljúffengur. Á mánudag var haldið heimleiðis og komið við á nokkrum stöð- um til að sjá sig um. Þáttakend ur í förinni voru 22, þeiría á meðal Jónas læknir Kristjáns- son, en fararstjóri var Steindór Björnsson frá Gröf. — Um verzl unarmannahelgina efnir félag- ið til skemmtiferðar inn á Þórs mörk. Reynivallaprestakall. Messað að Reynivöllum kl. 2 e. h. sunnudag 23. júlí. Sóknarprestur. -A(ö ornum vecýi - Saga af tveimur konum Kaupirðu góðan hlut, þá mundu hvar þú fékkst hann Bændur! Seljið okkur ullina af kindum ykk- ar, við tökum við henni eins og hún kemur fyrir í heilum reyfum, og framleiðum úr henni gott ullarband, góðan lopa, og hald- góða og áferðarfallega fatadúka. — Þekk- ing okkar og margra ára reynsla í ullariðnað- inum verður ykkur að mestu liði, með því, að þið verzlið við ÁLAFOSS. o o o o Seljið ull ykkar til Talið við umboðsmenn Álafoss Klæðaverksmiðjan Alafoss h.f., Reykjavík o O o o O o O o o o o o O o O Trésmíðavél Nýleg og góð bandsög óskast til kaups. Sögin þarf að geta sagað minnst 10“ hæð. Upplýsingar á trésmíða- verkstæðinu. — i Landssmiðjan Simi 1680. Lokað vegna sumarleyfa frá 24. júlí til 7. ágúst. Gólfteppagerðin Gólfteppahreinsnnin TILKYNNING frá Sælgætis- og efnagerðin Freyja h. f. Frá og með deginum í dag verður verksmiðjan lokuð um óákveðinn tíma. Hvar eru skipin? Skipadeild S. í. S. M.s. Arnarfell fór frá Kotka í gær áleiðis til Reykjavíkur. M.s. Hvassaíell fór frá Flekke- fjord í Noregi í gær áleinðis til Reykjavíkur. Ríkisskip. Hekla er væntanleg til Glas- gow i dag. Esja er á leið frá Austfjörðum til Akureyrar. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Húnaflóa á suð urleið. Þyrill er i Reykjavík. Ármann fór frá Reykjavík í gærkveldi til Vestmannaeyja. Flugferðir Loftleiðir. Innanlandsflug: I dag er á- ætlað að fljúga til Vestmanna- eyja kl. 13.30, til Akureyrar kl. 15.30. Þá er og ákveðið að fljúga til ísafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Á morgun er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja. Utaniandsflug: Geysir lagði af stað til New York kl. 22.50 í fyrrakvöld. í Vesturheimsblaðinu Lög- bergi eru eftirfarandi sögur sagðar: Jean Nicol hafði í ellefu ár verið auglýsingastjóri hinna miklu gistihúsasamsteypna, Savoy, Claridge og Berkeley í London. Starf hennar var að auglýsa ágæti hluíaðeigandi gistihúsa og koma í veg fyrir, að það, sem miður þótti, væri birt í blöðunum. Allt í einu sagði hún upp þessari hálaunuðu stöðu, og fólk hélt, að hún væri ekki með öll- um mjalla. En hún svaraði ofur rólega, er kunningjarnir furð- uðu sig á þessu í áheyrn henn- ar: „Ég ætla að kaupa garð í Cornwall og rækta blóm og kartöflur. Það er líf. Hér í Lond on hefi ég gengið í fínum töt- um og borðað góðan mat» En ég hefi ekki haft tíma og tæki- færi til þess að vera ég sjálf.“ Evelyn Gibbs var yfirmaður kvennadeildar brezka útvarps- ins. Hún sagði af sér, 38 ára gömul. Hún sagði: „Ég hefi unnið við útvarpið í þrettán ár — með það í huga að fá þessa stöðu. En dag einn, er ég var í mesta flýti að ráðstafa dagskránni, flaug mér í hug: Hvaða áhrif hefir þetta á mig? Ég fann, að mér var í nöp við þá persónu, sem ég var að verða. Ég hafði það sí og æ í huga, að ég yrði að vera búin að ljúka ákveðnu starfi fyrir ákveðinn tíma. Ég var ekki manneskja lengur, heldur vél, sem sífellt var knúin áfram. Ef ég stjórnáði dagskránni, þá stjórnaði hún ekki síður mér.“ Þessi kona settist að í litlu þorpi og stundar þar garðrækt, hænsnarækt og gæsarækt. Ef til vill finnst sumum þetta ekki merkileg saga. En hún varp ar þó ljósi yfir alvarlegt við- fangsefni, er nútímamaðurinn á við að stríða í ríkum mæli. Maðurinn er búinn að gera þjóð félögin að vélrænu kerfi, og hann er orðinn þræll þessa sköp unarverks síns. Flestir malast hægt og hægt í þessari myllu, en stöku menn gera uppreisn, eins og þessar konur tvær, er fórnuðu vellaunuðum stöðum fyrir sálarheill sína. Skyldi ekki þessi sama kvörn vera að verki sumstaðar í okk- ar þjóðfélagi? J. H. Fryst lambalifur er ein eftirsóknarTeréasta fæðutegund, sem til er. FÆST I REILDSÖLU HJÁ: £attiíatuf( íáL Aatnúimtífófaqa Sími 2678 GERIST ASKRIFEISDUR A» TIMAKUII. - ASKRIFTASIMI 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.