Tíminn - 22.07.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1950, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, laugardaginn 22. júlí 1950 158. blað Sókn til menningar „í þúsund ár bjó þjóð við nyrstu voga. Mót þrautum sínum gekk hú djörf og sterk. 1 hennar kirkju helgar sjörnur loga. Og hennar líf er eilíft kraftaverk." (D. Stefánss.). í árroða 19. aldarinnar hófu Fjölnismenn ísl. þjóðarfram- sókn með þeirri yfirlýsingu að: „íslendingar viljum vér all- ir vera.“ Hinn norræni andi sveif yfir vötnunum, og fyllti loft- ið kliðmýkt andlegrar grósku. — Það var vor í lofti. Jón Sigurðsson og samherj- ar „virkjuðu“ þessa vor- strauma, til sóknar í raun- sæjum og alhliða átökum út öldina og allt fram á þenn- an dag. Og víst hefir H. Haf- stein túlkaö rétt staðreyndir, er hann kveður um þennan „óskamög“ þjóðarinnar, á hundrað ára minningardegi hans 1911: „Hundrað ára vor hans vekur vonir nú um íslands byggð, nepjusúld og sundrung hrekur safnar lýð i dáð og tryggð.“ Með byrjun yfirstandandi aldar, hefst ný vakningaralda í þjóðlífi okkar, samofin þeirri er Fjölnismenn á sinni tíð höfðu vakið. Með starfi og stefnuskrá „U.M.F. íslands“ hefst ný sókn undir forustu mikil- hæfra leiðtoga með kjörorð- inu: „íslandi allt.“ Dulin öfl leysast úr læðing og samhæfa sókndjarfa æskumenn, út um byggðir landsins, til varð- stöðu um arfhelgar minjar lands og þjóðar. Sú þjóðræknisalda, sem æskulýðshreyfingin hefir vak ið, er óbrigðul sönnun þess, að sjálfstæði og menningar- öryggi er 1 beinu hlutfalli við hugsjónaþrótt og sjálf- stæða dómgreind uppvaxandi kynslóðar. „Vormenn íslands" munu aldrei láta „fánann falla“ fyrir ásókn utanaðkomandi áhrifa, sem leita eftir að hópsetja fjöldann, og áiegla dómgreind hans, með fláráð- um orðaleik um ,,sjálfstæði“ og „frelsi“, þar sem áherzla raunveruleikans hvílir á ein- um raddstaf (ó) sé honum ekki hnuplað úr samhengi sannleikans ★ Yfirleitt munu íslendingar mega teljast sæmilega dóm- bærir í viðhorfum sínum til skapandi lífsþróunar. Uppeldisaðstæður þjóðar, sem um aldir hefir orðið að vinna hörðum höndum, sér til lífsframfæris, hafa alið upp raunhyggjumenn. Hin jákvæða hlið dreifbýlismenn- ingarinnar hefir þar fylli- lega notið sín, og fært þjóð- inni lífhæfan vaxtarmátt. • „En oftast hitt að hugsa og þegja, er heimasiður upp til fjalla.“ er yfirlýsing „Sigurðar trölla“ í samnefndú kvæði Stephans G.. Sigurður hafði að vísu gengið fram hjá kirkju á sjálfan jóladaginn, án þess að hlýða messu; en hann bjarg- aði einu mannslífi þann dag. — Það var hans jólamessa. Eftir Ifijan Einstaklingshyggja er ís- lendingum í blóð borin. íslendingum er fjarræn sáldeifandi múgsefjun. fsl. menning á sterkan hljóm- grunn, fyrir aðvörun, eins og þá, er skáldið Arnulf Över- land birti í viðtali 12. febr. 1949 í Berlingske Tidende: „Sú þjóð, sem venur sig á að hlýða á frásagnir um harð ýðgir grimmd og mannúðar- leysi, án þess að láta það á sig fá, hún býður tjón á sál sinni. Ef við glötum hæfileika okkar til að greina milli góðs og ills, þá höfum við glatað einhverri dýrmætustu gáfu, sem okkur var léð. — Þá er- um við ekki menn lengur.“ Skyldu ekki allir íslending- ar geta tekið undir þessa sið- rænu rökhyggju, fyrrverandi fanga nazistanna? Uppvax- andi kynslóð lifir á upplausn artímum stríðs og storma. Fellibylur örvita hernaðar- æðis, hefir gengið yfir mann- heima, og kollvarpað dýr- mætum stofnum, er mann- kynið hefir verið að lyfta til lífs. Og hvað er framundan? Surtarlogi gjöréyðingarinn- ar, eða fylling friðarþrárinn- ar? — Hvoru megin stöndum við íslendingar? Stöndum við ekki allir sem einn, að yfirlýsingu H. Haf- stein: „Öllum hafís verri er hjart- ans ís, sem heltekur skyldunnar þor.‘ ★ Það líður nú senn að helft 20. aldarinnar. Þeir ísl., sem þegar hafa fullnað 60 ár, hafa lifað og hrærst með bylgjugangi aldarinnar, og lífsviðhorfum í menningu samtíðar sinnar. Fullyrða má, að engin kyn- slóð hefir komist í jafnsterka snertingu við skapandi líf- mögn í efnis — og andans heimi, em sú sem nú er að vaxa úr grasi. Aldrei hafa meiri vaxtar- skilyrði borist uppvaxandi æskulýð, — ef rétt er metið og ávaxtað til alþjóðarheilla. Þrátt fyrir ýmsa barnasjúk dóma i menningarmálum okk ar, er grundvöllur til alþjóð- arsóknar opinn öllum, sem skynja hið lífgefandi „vega- bréf“ þjóðlífsþróunarinnar. Stærstu straumhvörf þess- arar aldar, í þjóðlífi voru, er tilfærsla þjóðarinnar úr dreifbýli til þéttbýlis, — frá mold til malar, frá gróanda til grjóts. Slíkt er áhyggju- efni fleiri þjóða, en okkar íslendinga. Borgir og kaup- staðir soga til sín vinnandi hendur sveitanna, og veldur þverbrestum og ýmsum blá- þráðum í menningarvef þjóð lífsins. Sú staðreynd blasir við, að framleiðendum fækk- ar ört í hlutfalli við fjölgun neytenda. Slík öfugþróim ber með sér neikvæðar áhrifaöld- ur inn í þjóölífið og veldur kyrkingi í sköpunarmætti framleiðslustarfanna, sem eru undirstaða alls þjóðar- hags. Stærsta átakið, sem nú bíð- ur úrlausnar í sókn íslend- inga til menningar, er að stöðva þennan flótta frá a ívarsson framleiðslustörfum, — eða eins og þjóðhollur íslending- ur hefir orðað það: Að , þunga miðja þjóðlífsins haldist í sveitunum." Á grundvelli framleiðsl- unnar, hvílir öll okkar þjóð- lífsþróun og menningarör- yggí- En sú er mest meinsemd í þjóðarbúskap okkar nú, að yfirbygging hans stendur á brothættum Ieirfótum. ★ íslenzkt stjórnarfar er að verða „tröllriðið" af innihalds lausum umbúðum skrifstofu- fargsins. Hin blóðlausu bákn, með ríkisstimpil að baki sér, eru að þrýsta öllu lífrænu at- hafnalífi þjóðarinnar út á „refilstigu" ríkisrekstrar, með Glám dýrtíðar og verðbólgu við stjórnvölinn. Hér þarf að spyrna fótum við, áður en meira tjón hlýzt af. Við lýðveldisstofnunina var „þjóðinni“ lofað nýrri stjórnarskrá. í stað hinnar stagbættu frá „dönsku mömmu.“ Sex ár eru liðin, síðan þessu var lofað, — en engar efndir ennþá, þrátt fyrir kosning nefndar, er flokkarn- ir töldu sig kjósa af trúnaði við þjóðina. (?) „Hvað dvelur Orminn langa?“ — Þora ekki þingflokkarnir að koma til dyranna, eins og þeir eru klæddir, og skila þjóð inni skilríkjum um þetta mál? — Gunnreif gekk ísl. þjóðin til atkvæða 1944, er hún kall- aði sjálfa sig heim, eftir hart- nær sjö alda útivist. íslendingar gengu að þeim vorverkum, sem einn maður, með sterkar minningar sög- unnar, um ódauðlega bar- áttu liðinna kynslóða, og „eld kveikjuna í hugum manna,, frá vöruin Jóns Sigurðsson- ar: „Vér mótmælum allir!“ — er „herraþjóðin“ við Eyrar sund hreykti hanakambi sín- um á þjóðfundinum fræga 1851. Nú þurfa íslendingar ekki lengur „að leita ullar í geit- arhús“ „dönsku mömmu." Nú geta þeir sjálfir grund- vallað sín eigin stjórnlög, — ef þeir vilja Staðreyndir blasa við allta augum um „moðsuðu" og vanefndir þingflokkanna okk ar í þessu máli — „brenndir, hráir, hálfvolgir“ af heimatil búnum flokkameinsemdum. Sannleikurinn er sá, að „þjóðin“ — við hinir vinnu- klæddu menn — megum vaka vel á verði, og vara okkur á því, að „flokksræðið“ svelgi ekki í sig hið marglofaða „lýðræði.“ — Og hvað er þá langt til „einræðis?“ Þegar svo er komið, að rík- ísstjórn og ráðherrar (óþarf- lega margir) þurfa að sækja ráð til „ráða“ og „nefnda“, — sem í framkvæmdinni ráða yfir ríkisstjórninni; — þá er það i raun og veru Alþingi, með sína kjörnu flokksfor- ingja, sem stjórna landinu, en ekki svokölluð ríkisstjórn og kjörinn forseti. Út úr þessu óskapnaðar völundarhúsi „ráða“- og „nefnda“flækjunnar, kemst (Framhaiá á 7. siðu.J t gær hitti ég mann, sem fór að tala við mig um frumvarpið „um rétt manna til kaupa á ítökum“, sem getið var um í Baðstofuhjali nýlega. Hann sagðlst hafa verið með þessu frumvarpi og með því hafi ver- ið reynt að ráða fram úr þessu vandamáli, sem endilega þyrfti að leysa. Hann sagðist trúa því vel, að þingmaðurinn, sem nefndur var, hefði flutt góða ræðu, því að hann hafði sjálfur einhverntíma heyrt til hans á fundi,en þar með væri ekki sagt, að hann hefði haft á réttu að standa. Sjálfur sagðist hann þekkja dæmi þess, að menn ættu ítök í jörðum í fjarlægum heruðum og það næði engri átt, að það fyrirkomulag væri látið haldast. Þeir yrðu að selja jarð- eigendum ítökin. Ýmislegt sagði hann fleira og virtist hafa hinn mest áhuga fyrir málinu. Ég skal ekki leggja dóm á þetta og og hefi ekki gert það. Ég var bara að nefna dæmi þess, að ein ræða á þingi hefði haft mikil áhrif, eftir því sem mér virtist, og gat ég þess af því, að ég held yfirleitt, að mikil ræðuhöld á þingfundum hafi fremur litla þýðingu — nema þá að þær séu sérlega vel sam- dar og skilmerkilega fluttar — en það var þessi ræða, svo að af bar. Ég veit hvað ég er að segja um það, því ég heyrði hana sjálfur. Af þessu ítakamáli ættla ég hinsvegar ekki að skipta mér af, enda kemur mér það ekki sérlega við. Það er nóg af um- ræðum um stjórnmál annars- staðar en í Baðstofuhjalinu. Og nóg; um það. Smíðaskólinn á Hólmi í land- broti í Vestur- Skaftarfellssýslu er stofnun, sem mig langar til að vekja athygli á. Þar geta ungir menn lært trésmíði og jafnvel nokkuð í húsasmíði. Lika er þar járnsmiðavérkstæði sem nemendur geta fengið að- gang að og tilsögn, ef þeir óska. Þetta er heimavistarskóli og munu 8—10 nemendur geta ver- ið þar í einu. Skólinn veitir ekki iðnréttindi, en fyrir þá, sem vilja starfa að smíði og byggingum í sveitum og smá- þorpum er hann mjög gagnleg- ur, og námstíminn ekki lengri en svo, að margir, er ekki hafa tök á að stunda reglulegt iðn- nám, geta vel séð af tíma til að vera á Hólmi. Skólastjóri er Valdimar Runólfsson trésmíða- meistari. „Bóndi“ skrifar mér á þesa leið: „Hræddur er ég um, að sumir nágrannar mínir hafi byrjaö helzt til seint að slá nú sem oftar. Þess vegna mistu þeir af þurrkum og sumt af töð- unni var orðið úr sér sprottið. Það er leiðinlegt, að sjá nýsleg- ið gras, sem er orðið hálfhvítt að neðan, og það er miklu lé- legra fóður en hitt, sem slegið er í sprettu. Ég hefi ævinlega byrjað snemma og aldrei séð eftir því,, nema einu sinni og það var vegna veikinda. Mér þótti vænt um, að Páll Zopho- níasson skyldi hvetja okkur bændurna til að byrja snemma. Hann gerði það í útvarpinu, og það rækilega. Mér þykir vænt um menn eins og Pál, sem eru lifandi í starfi, og segja öðrum það, sem þeir álíta að þeim geti orðið lið að. Góð vísa er aldrei of oft kveðin.“------ Þetta skrifar bóndinn og ým- islegt fleira, sem vera má, að ég geti um síðar. Síldveiðin er byrjuð, og það er eins og undanfarið, að síldin heldur sig mest austan til. Menn eru strax byrjaðir að salta, enda kvað vera búið að selja með meira móti af saltsildinni. Það er gott, því að saltsíldin er miklu verðmeiri en bræðslu- sildin. Útlendu skipin salta alla sína síld, og skipshafnirnar vinna sjálfar að því um borð. Þess vegna komast þau af með minni afla en okkar skip og svo auðvitað af því að reksturs- kostnaður þeirra er minni. ' Á Akureyri moka togararnir upp karfa til bræðslu í sildar- verksmiðjunni í Krossanesi, og sagt er, að sjómennirnir hafi allt að fimm þúsund krónur á mánuði upp úr veiðunum. En í Reykjavik liggja togararnir i höfn og allar verksmiðjurnar við Faxaflóa iðjulausar. En nú er Hæringur farinn til Seyðis- fjarðar, og sumir segja, að hann fari aldrei þaðan aftur. Gestur. Konan mín INGIBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR frá Óseyrarnesi Andaðist 21. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigurður Þorsteinsson frá Flóagafli Þökkum innilega hluttekningu og vináttu við frá- fall og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR Ingólfstræti 21C Sérstaklega þökkum við forstjóra, stjórn og starfs- fólki Sambands ísl. samvinnufélaga fyrir auðsýnda virðingu við minningu hins látna. Björg Þórðardóttir Hulda Sigurðardóttir Jón Jónsson Stefán Júlíusson iFrestið ekki lengur, að gerast | áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.