Tíminn - 23.07.1950, Page 5
159. blað
TÍMINN, sunnudaginn 23. júlí 1950
5
Sunnud. 23. jtílt
Góð vara og
slæm
Sumir hafa furðað sig á
þeirri miklu hækkun, er orð-
ið hefir á ýmsum helztu sjáv-
arafurðum á erlendum mark-
aði nú upp á síðkastið, og
að sumar þessara vara hafa
jafnvel reynst litt seljanlegar
á þessu ári. Kommúnistar
segja, að þetta sé stjórninni
að kenna, og væri betur að
svo væri, því að ekki höfum
við íslendingar veigrað okkur
við að hafa stj órnarskipti,
jafnvel þótt minna hafi verið
í húfi en sölumöguleikar mik-
ils hluta af afurðum landsins.
En svo einfalt er þetta mál
ekki, og má þó vera, að ein-
hverju megi um þoka, ef geng
ið er að því með fullri atorku
af þeim, sem hlut eiga að
máli.
Á stríðsárunum og fyrst
eftir styrjöldina seldust allar
íslenzkar sjávarafurðir mjög
háu verði. Þá var matvælis-
skortur víða um heim, og jafn
vel „dýr“ fiskur er ódýr sam-
anborið við ýmsar aðrar fæðu
tegundir. Mestallur fiskurinn
var fluttur út ísvarinn eða
frystur. Á tiltölulega skömm-
um tíma var komið upp fjölda
frystihúsa, fiskiflotinn auk-
inn og botnvörpuskipin stækk
uð til þess, að koma mætti
sem mestu á markað úr
hverri veiðiför.
Um vöruvöndun var minna
hirt í þann svipinn. Hinir
langsoltnu stríðsþjóðir gerðu
ekki að sama skapi háar
kröfur til vörugæða og gerð-
ar eru á venjulegum tímum
eða í löndum, sem alltaf hafa
gnægð matar, hvernig sem
á stendur. Það má lika óhætt
segja, að hér á landi hafi ár-
um saman fyrst og fremst
verið um það hugsað að fram
leiða sem mest, en minni á-
herzla lögð á, að framleiða
vöru, sem bæri af hliðstæðri
framleiðslu frá öðrum lönd-
um. Nú er sú breyting á orð-
in, að matvælaframleiðslan
hefir aukizt. Nú kaupir fólk
ekki fisk, af því að það geti
ekki fengið annað. Nú kaupir
fólk þau matvæli, sem því
falla bezt í geð og telur sig
jafnframt hafa ráð á að
kaupa.
Því er nú mikið undir því
komið, að þess sé neytt til
fulls að íslendigar hafa betri
skilyrði til að framleiða góð-
an fisk en flestar — ef ekki
allar — aðrar þjóðir. En á
það hefir áreiðanlega nokkuð
skort að svo hafi ávallt verið
undanfarið.
Hér skal ekki sérstaklega
að því vikið, sem stundum
hefir þótt við brenna að ís-
varinn togarafiskur gæti verið
misjöfn vara. Hitt er mönn-
um í fersku minni, að all-
miklar birgðir af freðfiski
urðu ónýtar í Bretlandi ný-
lega. Varð það að visu tjón
kaupenda, enda ástæðan
sennilega sú, að þeir hafi lát-
ið geyma fiskinn of lengi. En
jafnframt verður að gera sér
grein fyrir því, að freðfiskur-
inn gæti verið miklu betri og
útgengilegri vara en hann
hefir verið undanfarið, og að
hér verður að ráða bót á eftir
ERLENT YFIRLIT:
Ríki prestastéttarinnar
Klnvcrska koitinis'inéKiasí jós'isitii ætlar að
iimlima Tíbet til fnllnustu í Kinavcldi
Eitt afskekktasta land verald
ar, Tibet, er nú að dragast inn
í heimsatburðina. Forseti kín-
versku kommúnistastjórnarinn-
ar, Mao Tse Tung, hefir lýst
yfir því, að Kínverjar muni nú
til fullnustu treysta yfirráð sín
í Tíbet, og beita til þess vopna-
valdi ef með þurfi. Samkvæmt
seinustu fregnum eru sendi-
menn frá Tibet nú staddir í
Indlandi á leið til Kína, en er-
indi þeirra er að ræða við Mao
Tse Tung um framtíðarsambúð
Kina og Tíbets. Mun ætlun
þeirra að reyna að tryggja
Tíbet sem mesta sérstjórn á-
fram.
Viðræðum þessum mun verða
fylgt með verulegri athygli, því
að með því að tryggja yfirráð
sín í Tíbet, fær Kína miklu
lengri landamæri með Hind-
ústan en nú er. 1 fornöld lá
líka aðaireiðin miíli Indlands og
Kína um Tibet, en síðan lagðist
hún niður. Hin nýja samgöngu-
tækni getur aftur gert það að
verkum, að fjölfarnar sam-
gönguleiðir liggi aftur um Tíbet
milli Kína og Hindustan.
Úr sögu Tíbets.
Tíbet er gamalt ríki, svo gam-
alt, að fornsögu þess þekkir nú
enginn. Sú saga Tíbets, sem er
vel þekkt, hefst raunveruiega
ekki fyrr en á 7. öld e. Kr., þeg-
ar Gompo var konungur í Tíbet.
Hann var herkonungur mikill
og færði út yfirráð Tíbets alla
leið til Sinkiang í Kína og
Nepal i Indlandi. Hann markaði
einnig örlagarík spor í sögu Tí-
bets að því leyti, að hann ákvað
að gera Buddhatrú að hinum
viðurkenndu trúarbrögðum
landsins. Talið er að tvær drottn
ingar hans hafi ráðið mestu
um þessa ákvörðun. Raunveru-
lega er það hún, sem hefir lagt
grundvöllinn að frægð Tíbets á
síðari tímum, því að trúarbrögð
og helgisiðir Tíbetsbúa hafa
framar öðru gert garðinn fræg-
an.
Eitt af seinustu verkum Gom-
bos var bygging Potala, er á
síðari öldum hefir verið aðset-
ur æðstu prestanna, Dalaí Lam
anna. Potala hefir oft verið
nefnd Vatikan Mið-Evrópu. —
Fyrir öll þessi verk sín var hann
tekinn í guðatölu.
Næstu aldirnar gekk á ýmsu
í Tíbet. Borgarstyrjaldir áttu
sér þar stað, en Buddhaprest-
arnir uku þó stöðugt vald sitt
og stóðu af sér allar byltingar.
Mongólar gerðu innrásir í land-
ið og höfðu þar völdin um lengri
eða skemmri tíma. Einn af
keisurum þeirra gerði æðst prest
inn að yfirmanni landsins. Síð-
an hefir hann raunverulega
haft þau völd. Sá, sem nú fer
með þau, er sá 14. í röðinni.
Á 18. öld komst Tíbet undir
yfirráð Kína, en þó tæpast nema
að nafninu til. Síðan í kínversku
byltingunni 1912 hafa yfirráð
Kínverja í Tíbet verið lítið ann
an en formið eitt. Æðsti prest-
urinn hefir verið hinn raun-
verulegi höfðingi landsins. Nú
ætlar Mao Tse Tung að tryggja
Kínverjum fullkomin yfirráð.
Prestarnir virðast ætla sér að
reyna samningaleiðina við hann
hvort sem þeim verður það
jafnvel ágengt og við Mongól-
ana á sinni tíð.
Fjórðungur þjóðarinnar
prestar.
Tíbetbúar eru af mongóla-
ættum, en eru um margt sér-
stakur þjóðflokkur. Þeir eru nú
taldir um 3 millj. en land þeirra
er rúml. 1,9 millj. ferkm. eða
nær tuttugu sinnum stærra en
Island. Mikið af því er óbyggi-
legt hálendi. Aðalatvinnuveg-
urinn er landbúnaður, en námu
vinnsla er þar nokkur. Presta-
stéttin er fjölmennasta stétt
landsins og er ýmist talin fjórð- |
ungur eða fimmtungur þjóðar-
innar. Þeir eru og sú stétt, sem
öllu ræður. Klaustrin eru oft
á stærð við allstóra kaupstaði.'
Alls eru 3000 klaustur í Tíbet.!
Prestarnir eiga sérstaka full- (
í ríkisstjórninni og þinginu og
raunar eru það þeir, sem ráða
þar mestu. Klaustrin eru mið-
stöð allra menningarstarfsemi
í landinu. Byggingarstíllinn er
að ýmsu sérstæður og fallegur
og sama gildir málaralistin, er
beitir mjög táknmyndum til
að skýra leyndardóma trúar-
innar og hins mannlega lífs.
Dans prestanna, lamadans- i
inn, er líka mjög sérstæður og '
er ætlað að túlka ýms dulræn
fyrirbrigði. Aðalstarf prestanna.
er þó fólgið í því að biðjast fyr
ir og til þess eyða þeir mestum
tíma sínum.
„Lokað land.“
Tibetingar eru mjög vingjarn
legir í framgöngu og hinir gest-
risnustu heim að sækja. Þó má
Tíbet heita nær lokað land, þar
sem útlendingum er meinaður
aðgangur. Því valda stjórnmála
refjar prestanna. Þeir óttast
að völdum þeirra sé hætt, ef
erlend áhrif berast til landsins.
Einangrunin veldur og eðlilega
tortryggni, enda hafa stjórn-
málamenn Tíbets jafnan litið
erindreka stórveldanna óhýru
auga. Lengi vel vildu þeir ekki
taka við fulltrúa frá Bretum
meðan nýlenduveldi þeirra var
mest. Það hefir ekki dregið úr
þessari tortryggni; að á síðari
áratugum hafa margir góð-
málmar fundist í Tíbet.
Bæði Rússar og Bretar
Mao Tse-Tung
reyndu um skeið að ná áhrif-
um í Tibet, en Bretar hafa á
síðari árum látið Indverja erfa
sæti sitt í þeim efnum. Land-
fræöilega og menningarlega
heyra Indland og Tíbet saman.
Ólíklegt er þó, að Indverjar
reyni að ágirnast Tíbet hér eft-
ir, þar sem það hefir verið form
lega talið til Kínaveldis og Ind-
verjar munu ekki að fyrra-
bragði vilja troða illsakir við
Kínverja.
Náttúrufegurð er mikil og
stórbrotin í Tíbet. Norðurhluti
landsins er hrjóstugur og lofts
lagið óhagstætt. 1 Suður-Tíbet
eru frjósömustu héruð lands-
ins. Þar í dölunum eru aðal-
borgirnar og þar eiga stórfljót
Kina, Indlands og Burma
(Framhald á 7. síðu.)
því sem unnt er — og svo
fljótt sem verða má — ekki
síst þegar um það er að ræða
að útbreiða þessa vöru og
afla henni álits á nýjum
mörkuðum, sem áreiðanlega
má tengja miklar vonir við,
ef lán er með.
Gengisbreytingin veldur þvl
m. a„ að full ástæða er til að
gera ráð fyrir að hægt sé að
selja allmikið magn af frosn-
um fiski fyrir vestan haf, ef
þeim, sem verkunina og út-
flutninginn annast tekst að
gera þessa vöru svo úr garði,
að hún verði a. m. k. fyllilega
sambærileg við sams konar
vöru frá öðrum þjóðum, sem
hana hafa bezta að bjóða. En
þetta á að vera hægt, og það
verður að komast í kring sem
fyrst. Það nær engri átt að
að telja sér trú um, að freð-
fiskur sé óseljanleg vara. En
framtíð hans er undir því
komin, að hann verði óum-
deilanlega fyrsta flokks vara
eins og t. d. íslenzka saltsíldin
er og íslenzkur saltfiskur hef-
ir verið a. m. k. stundum.
Nokkur undanfarin ár hef-
ir ríkið ábyrgizt fast verð á
bátafiski. Slikt var neyðar-
úrræði og ekki til frambúðar.
Frambúðarúrræðir er vöru-
vöndun, samhliða lækkun á
reksturskostnaði. í því sam-
bandi nægir ekki að fram-
leiða miðlungsvöru eða sæmi-
lega, heldur beztu vöru, sem
til er, og til þess á að vera
aðstaða hér. Þá aðstöðu ber
að nota.
Raddir nábúanna
Mbl. segir í forustugrein
sinni í gær, að æskilegt væri,
að hægt væri að finna grund-
völl fyrir útreikning á fram-
færsluvísitölunni, sem allir
gætu sætt sig við. Það segir
síðan;
„Hér skal enginn dómur
felldur um það, hver sé hin
rétta visitala framfærslu-
kostnaðar í dag. Um það at-
riði má sjálfsagt lengi deila
hægt væri að fela þennan út-
reikning einhverjum þeim að-
ilja, sem nyti svo almenns
trausts að niðurstöðurnar
yrðu ekki véfengdar þannig að
ekki kæmi til þess að þjóðfé-
lagið yrði sett á annan end-
ann út af deilu um þessa hluti.
En jafnvel þótt þessi ágrein
Tvö stlg
Það gefur að skilja, að
margt er nú rætt og ritað um
útreikning framfærsluvísitöl-
unnar fyrir júlímánuð, þar
sem Alþýðusambandið hefir
hótað að hefja allsherjar
kauphækkunarbaráttu vegna
ágreinings þess, sem út af
henni hefir risið.
Af hálfu Alþýðusambands-
ins er því haldið fram, að
vísitalan hafi átt að vera 116
til 117 stig og mun þetta hafa
verið lokatillaga fulltrúa þess
í vísitölunefndinni. Þessi tala
er m. a. fenginn með því að
taka hækkun þá, sem orðið
hefir á húsnæðisvísitölunni
inn í framfærsluvísitöluna,
en sú hækkun mun alltaf
hækka framfærsluvisitöluna
um 2—3 stig. í gengisfelling-
arlögunum er engan staf fyr-
ir því að finna, að breytingar
á húsnæðisvísitölunni eigi að
taka inn í framfærsluvísitöl-
una, enda líka víst, að hækk-
un á henni veldur ekki hækk
un á húsaleigunni — a. m. k.
ekki umfram það hámark,
sem ákveðið er i nýju húsa-
leigulögunum. Ef fylgt væri
því ákvæðum gengislaganna
við útreikning vísitölunnar
og tillit jafnframt tekið til
hins raunverulega ástands,
hefði framfærsluvísitala júlí
mánaðar átt að vera um
114 stig. Um það má náttúr-
lega deila, hvort það hefði
verið rétt vísitala, en það
hefði verið sú vísitala, sem
var í samræmi við gengislög-
in, ef ekki hefði verið tekið
tiílit til lagaákvæða, er síðar
voru sett.
Eftir að gengislögin voru
sett, setti Alþingi lagaákvæði
um hámarkshúsaleigu og
taldi meirihluti visitölu-
nefndar rétt að taka tillit til
þess. Samkvæmt því ákvað
hún vísitöluna 109 stig og
hafði af þeirri ákvörðun leitt,
ef hún var látin gilda, að
kaupuppbótin samkv. gengis-
lækkunarlögunum hefði hald
ist áfram 5%. Þetta taldi rík-
isstjórnin ekki rétt, þótt það
stæðist lagalega, þar sem ár-
angurinn af hámarksákvæð-
inu um húsaleiguna væri
ekki farin að bera tilætlaðan
árangur. Hún ákvað því með
bráðabirgðalögum að kaup
skyldi greitt samkvæmt vísi-
tölu 112. Það er tveimur stig-
ingur yrði leystur má þó á
það benda að afkoma atvinnu ^ um iægra en ef vísit. hefði
veganna getur orðið þa,nnig verjjy ákveðin að öllu leyti í
hattað, að ekki seu tok a þvi .
’ samræmi við akvæði gengis-
að greiða fulla vísitöluupp-
bót ef ekki á að henda annað
verra fyrir launþega, þ. e. a.
s. almenn stöðvun atvinnu-
tækjanna og atvinnuleysi. —
St j órnarandstöðuflokkarnir,
sem telja sig sjálfkjörna máls
svara verkalýðsins, hafa sí og
æ klifað á því við verkamenn
að undanförnu, að þeim yrði
það einhver sérstakur vinn-
ingur ef þeir gætu hindrað
það, að ráðstafanir þær, sem
gerðar voru til viðreisnar sjáv
arútveginum á síðasta vetri,
næðu tilgangi sínum. Hefir
verið gripið sérhvert tækifæri,
sem boðist hefir til þess að
æsa launþega upp í þessu
skyni, nú síðast þessi vísitölu-
deila."
Hvaða hagnað gætu verka-
menn þá haft af því að brjóta
ráðstafanir rikisstjórnarinn-
ar niður, spyr Mbl. Engar aðr
ar en nýja veröbólgu og nýja
gengislækkun eða stórfellt
atvinnuleysi. Aðrar geta af-
leiðingarnar ekki orðið, eins
og nú er ástatt með afkomu
atvinnuveganna.
laganna og ekkert tillit tekið
til hámarksákvæðisins um
húsaleiguna.
Það er því um tvö stig, sem
deilan raunverulega stendur.
Um það má deila óendan-
lega, hvað meta skal áhrif
hámarksákvæðisins. Þar má
finna rök með og móti. En
um eitt er ekki hægt að deila.
Það er vafasamt, að atvinnu-
vegirnir fái risið undir
12% launauppbótinni og al-
veg víst, að þeir geta það
ekki, ef um einhverja veru-
lega hækkun á henni yrði að
ræða. Afleiðing þess gæti ekki
orðið önnur en stöðvun at-
vinnulífsins og atvinnuleysi
eða ný verðbólga og gengis-
lækkun í einhverri mynd.
Þetta ættu forystumenn
verkalýðssamtakanna að í-
huga vel áður en þeir hefja
kauphækkunarbaráttuna —
ekki vegna ríkisstjórnarinnar,
heldur vegna afkomu þeirra
stétta, sem þeir eru fulltrú-
ar fyrir. X+Y.
v