Tíminn - 23.07.1950, Qupperneq 7
159. blað
TÍMINN, sunnudaginn 23. júlí 1950
íþróttamót Stranda-
manna í Hólmavík
íþróttamót Héraðssambands
Strandasýslu var haldið á
Hólmavík síðast í júní.
Keppendur voru samtals 39
frá 5 félögum. Frá Sundfé-
laginu Gretti 4 keppendur,
frá Umf. Neistinn 8, frá Umf.
Hvöt 9, frá Umf. Reyni 6 -og
frá Umf. Geislinn 12 kepp-
endur.
Úrslit í einstökum greinum
urðu sem hér segir:
100 m. hlaup:
1. Ingimar Elíasson N 11,9
2. Pétur Magnússon R 12,4
3. Svavar Jónatansson 12,7
200 m. hlaup:
1. Ingimar Elíasson N 25,1
2. Magnús Guðmundsson 26,0
3. Halldór Hjálmarsson 26,9 i
400 m. hlaup:
1. Ingimar Elíasson N 60,3 j
2. Pétur Magnússon R 60,7
3. Magnús Guðmundsson 61,5
1500 m. hlaup:
1. Stefán Daníelss. H 4.46,6
2. Einar L. Guðm.ss. G 4.59,8
3. Guðjón Jónsson H 5.02,6
4x100 m. boðhlaup:
1. Umf. Neistinn 52,5
2. Umf. Geislinn 52,8
Kúluvarp:
1. Ingimar Elíasson N 11,79
2. Sigurkarl Magnúss. R 11,68
3. Pétur Magnússon R 11,31
Kringlukast:
1. Sigurkarl Magnúss. 3 37,56
2. Ingim. Kr. Ingim.s. G 35,57
3. Áskell Jónsson Gr. 35,28
Spjótkast:
1. Sigurkarl Magnúss. R 50,65
2. Ingimar Elíasson N 40,50
3. Lárus Jörundsson N 39,91
Hástökk:
1. Svavar Jónatansson G 1,66
2. Sigvaldi Loftsson G 1,55
3. Hellert Jóhanness. G 1,55
Langstökk:
1. Pétur Magnússon R. 5,57
2. Svavar Jónatanss. G. 5.56
3. Óli E. Björnsson G. 5,46
Þrístökk:
1. Sigurkarl Magnúss. R 12,39
2. Svavar Jónatanss. G 12,00
3. Óli E. Björnsson G .11,59
Kvennakeppni:
80 m. hlaup:
1. Guðrún Jensdóttir H 12,4
2. Sigríður Guðjónsd. H 13,0
3. Þuriður Magnúsd. R 13,5
Drengjakeppni 14—16 ára:
80 m. hlaup:
1. Friðrik Andrésson N 11,4
2. Flosi Voldimarsson G 11,6
3. Guðmundur Torfas. N 11,6
800 m. hlaup:
1. Guðm. Torfason N 2.37,9
2. Bragi Guðbrandss. N 2.40,0
3. Þórólfur Magnúss. R 2.49,4
Hástökk:
1. Friðrik Andrésson N 1,44
2. Bragi Valdimarsson G 1,39
3. Ingimar Hjálmarss. G 1,35
Langstökk:
1. Friðrik Andrésson N 4,76
2. Ingimar Hjálmarss. G 4,60!
3. Bragi Valdimarsson G 4,50
Þrístökk:
1. Friðrik Andrésson N 10,64
' 2. Ingimar Hjálmarss. G 10,51
3. Fiosi Valdimarsson G 10,34
Kúluvarp:
1. Bragi Guðbrandss. H 11,42
2. Friðrik Andrésson N 11,25
3. Flosi Valdimarsson G 10,88
Umf. Geislinn vann mótið,
hlaut 64 stig. Umf. Neistinn
hlaut 55 stig, Umf. Reynir 31
stig, Umf. Hvöt 22 stig og
sundfél. Grettir 4 stig.
Fáum straujárn í júlí
Sýnishorn fyrirliggjandi
LJÓS & HITI h. f.
Laugaveg 79. — Sími 5184.
BergurJónsson
Málaflutningsskrifstofa
Heima: Vitastíg 14.
Laugaveg 65, sími 5833
//
Við förum. á sítd"
Þegar þjóð vor lagði nú
síðast fram stórfé til kaupa
á stórum nýtízku skipum með
bezta fáanlega útbúnaði, var
ætlunln sú, að nú skildí ís-
lenzk útgerð ekki lengur vera
bundjn við landgrunnið kring
um ísland, og þá því siður
staðbundin við sjóþorpin, sem
gert væri út frá.
íslendingar, fyrsta hafsigl-
ingaþjóð veraldarsögunnar,
fyrsta þjóð heimsins, er
sigldi sjálfbjarga og óttalaust
um opin heimshöf og fann
ný lönd og álfur, hún átti nú
að hefja sig upp í það, að
verða raunveruleg haffiski-
þjóð, þjóð, sem ekki takmark-
aði veiði sína við afla hér við
land aðeins, heldur sigldi
fiskiskipum sínum milli landa
við norðanvert Atlantshafið
og stundaði veiðar þar, sem
aflinn væri beztur á hverjum
tíma árs líkt og t. d. Bretar
gera eða Norðmenn. Brezk
skip stunda t. d. veiðar allt
frá ströndum Marokkos í Af-,
ríku norður í Dumbshaf og,
norður að Svalbarði, og í vest
ur til íslands, Grænlands og
stranda Ameríku. Jafnvel
Færeyingar, litla haffiski-
þjóðin, sem hefir langtum
lakari skip en við, siglir þeim
milli landa við norðanvert
Atlantshafið og stundar þar
veiðar, sem uppgrip eru á
hverjum tíma, við Noreg, í
Dumbshafi við Svalbarð
(einkum Bjarnarey), við ís-
land, við Grænland og víðar,
og færeyskir útgerðarmenn
hafa góða fréttaþjónustu og
fylgjast með aflamöguleikun-
um á cllum fiskigrunnum við
norðanvert Atlantshaf. En
uppgripamesta og ábatamesta
veiðfn þeirra hefir síðan 1924
altaf verið við Grænland.
Grænlandsmiðin eru orðin
aðalveiðisvæði Færeyinga.
En allar þessar vonir, sem
íslenzka þjéðin gerði sér til
útgerðarinnar á nýju, stóru
og fullkomnu skipunum hafa
verið sviknar. Nýsköpunar-
togararnir hafa naumast
vogað sér út fyrir landgrunn-
ið, t. d. ekki í fyrra norður
í Dumbshaf, þegar Færeying-
ar, Bretar og fl. þjóðir mok-
fiskuðu þar og mokfiska enn.
Vandaðir vélbátar um og yf-
ir 100 tonn eru gerðir út eða
róið með sama fyrirkomulagi
og árabátarnir voru fyrrum.
og höfðu verið síðan á stein-
öld! Útgerðin á þeim er ekki
aðeins svo heimalningsleg og
staðbundin, að til skammar
er fyrir þjóð og land, heldur
er og útilokað að útgerð svo
dýrra skipa geti borið sig
með slíku steinaldarfyrirkomu
lagi.
Þetta er því hneykslan-
legra sem íslenzkir sjómenn
hafa haft íramferði Færey-
inga fyrir augunum um ára-
tugi. Strax og vetrarvertlð
líkur hér, sigla þeir skipum
sínum til Grænlands og halda
þorskveiðinni þar áfram og
fá þar miklu arðmeiri vertíð
en vetrarvertíðin var. Það er
enginn galdur við þetta. ís-
lendingar geta gert þetta al-
veg eins og þeir, og þó auð-
veldara, þar sem leiðin frá
íslandi á Grænlandsmið er
skemri en frá Færeyjum og
skip íslendinga hraðskreið-
ari og betri.
Amlóðann brestur aldrei
afsökun, og íslenzku heim-
dragarnir hafa hana líka á
reiðum höndum: Við förum
á síld. Já, þeir hafa farið á
síld og legið í taugaæsandi
aðgerðaleysi fyrir norðan
land í 5 sumur og ekkert afl- ]
að, og nú er 6. sumarið gert
út á dauðan sjó við Norður-
land. Hver einasta fleyta er
þangað send. — Hvað varðar
þá um það, hvort aflast? Það |
er kauptrygging! Hvað varð-
ar þá um tap á útgerðinni?
Ríkið — svokallaða — borgar.
Þannig er cllu stefnt út í
sökkvandi fen reiðuleysis og
fjárglæfra. ,
Sérhvert mannsbarn við-
urkennir, að það eru fjár-
glæfrar en ekki hagsýni, að
senda allan bátaflotann á
síld yfir aðalbjargræðistím-
ann á árinu. Samt er þetta
gert, gert ár eftir ár!
Það er óforsvaranlegt, að
láta ekki nokkurn hluta báta
flotan stunda þorsk- og lúðu-
(Framhald á 2. slðu.J
Vörujöfnun nr. 2
Gegn afhendingu vörujöfnunarreita nr. 2 (síðari hluti)
af núgildandi vörujöfnunarseðli, fá félagsmenn af-
greiddar kartöflur sem hér segir:
1— 2 ein.
3— 4 —
5— 6 —
7— 8 —
9—10 —
11—12 —
13—14 —
15—16 —
17—18 —
19 og fl.—
1 kg.
2 —
3 —
4 —
5 —
6 —
7 —
8 —
9 —
10 —
Afgreiðsla hefst eftir hádegi á mánudaginn. — Vöru-
jöfnuninni lýkur á miðvikudagskvöld 26. júli.
Vegna skorts á umbúðum er æskilegt að félagsmenn
hafi með sér ílát undir kartöflurnar.
Q
•tiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiimiiir'iaiiiaiiiiiima
i £
Kaupirðu góðan hlut,
s
þá mundu hvar þú fékkst hann
Bændur! Seljið okkur ullina of kindum ykk- |
ar, við tökum við henni eins og hún kemur i
fyrir í heilum reyfum, og framleiðum úr
henni gott ullarband, góðan lopa, og hald-
góða og áferðarfallega fatadúka. — Þekk-
ing okkar og margra ára reynsla í ullariðnað-
inum verður ykkur að mestu liði, með því, að
þið verzlið við ÁLAFOSS.
Seljiö ull ykkar til
Taiið við umboðsmenn
Álafoss
Kiæðaverksmiðjan Alafoss h.f., Reykjavík
mmmimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiHiiiiiiimimmmiiimmiiiiiiimiiimiuiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimmmmmmmt
AUGLÝSING
um verð á Coca Cola
Verð á Coka Cola í smásölu í Reykjavík og nágrenni verður eins og verið hefir und-
anfarið.
Kr. 1.05 flaskan
þangað til öðru visi verður ákveðið.
Afgreiðsla frá verksmiðjunni til verzlana og annarra útsölustaða Coca Cola er háð
því skilyrði að hver flaska sé seld á réttu verði. Útsendingu verður hætt til þeirra
útsölustaða sem selja Coca Cola á hærra verði.
Ofangreint verð gildir ekki fyrir veitingastaði.
Verksmiðjan Vífilfell h.f.
iiiiiiiiiMiiiiiiiimiiiiiiitimiiHiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiHiiiiiii