Tíminn - 27.07.1950, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.07.1950, Blaðsíða 5
161. blaö TÍMINN, fimmtudaginn 27. júlí 1950 5 intítm Fimmtud. 27. júlí Hæringur og síldin á austursvæðinu Allmörg undanfarin ár hef ir sú orðið reyndin á, að síld veiði á sumrin, sem að vísu hefir verið treg, hefir aðal- lega verið á „austursvæðinu“ sem kallað er, og þó einkum á Þistilfirði og austan við Langanes. Eftir að í ljós kom, að þessu var þannig farið, urðu uppi háværar raddir um það, að reist yrði síldarverk- smiðja á Austurlandi. Fór svo að um þetta voru sett lög á Alþingi. En um það leyti sem hugs- að var til framkvæmda í þessu efni, kom hin mikla síldarganga í Hvalfjörð og voru þá margir þeirrar trúar,! að framhald myndi verða á; síldveiði til bræðslu í Faxa-1 flóa. Þetta varð til þess, að ákveðið var að koma upp ^ miklum síldariðnaði við fló-1 ann. Síldar og beinamjöls-. verksmiðjur, sem fyrir voru,! voru stækkaðar og Faxaverk smiðjan byggð í Örfirisey. Ein aðalframkvæmdin var þó að koma upp fljótandi verk- smiðju. Þessi fljótandi verk- smiðja var að miklu leyti til- búin á árinu 1949, þ. e. sildar bræðsluskipið Hæringur, sem legið hefir í Reykjavikur- höfn og litið haft að gera hingað til, þar sem Hvalfjarð arsíldin brást sem kunnugt er. Hugmyndin um fljótandi síldarverksmiðju át.ti á árun- um 1947-48 víða fylgi að fagna. En hér var um nýjung að ræða hér á landi/ Þegar ráðist var í að kaupa Hæring og gera úr honum fljótandi verksmiðju, höfðu menn tvennt í huga jöfnum hönd- um. Að hin fljótandi verk- smiðja yrði syðra á veturna og ynni þá úr Hvalfjarðar- eða Faxafólasíldinni, en flytti sig norður á við með vorinu og gæti þá komið í stað hinn ar nýju verksmiðju, sem fyrir hugað var að byggja á Aust- urlandi Af þeim ástæðum og öðrum var byggingu Austur- landsverksmiðjunnar frestað, en þingmenn Austfirðinga studdu að því, að hinni fljót- andi verksmiðju yrði komið upp. Um framkvæmdina var svo myndað hlutafélag með þátttöku opinberra aðila og útgerðarmanna. Annaðist stjórn þessa félags kaup skips ins og aðrar framkvæmdir síðan. í fyrrasumar lá hin fljót- andi verksmiðja við bryggju 1 Reykjavík, til lítilla nytja sem kunnugt er, enda var síldveiðin lítil, en þó, eins og áður, aðallega á austursvæð- inu. En í vor, sem leið var ákveðið að flytja verksmiðj- una austur og henni valin staður á Seyðisfirði. En þar er ein ágætast höfn landsins, af náttúrunni gerð, dýpi mik ið nærri landi og skjól gott. í vikunni, sem leið lagði Hær ingur af stað til Seyðisfjarðar vestur og norður um land, og er þegar þetta er ritað, stadd ur á síldarmiðunum sunnan ERLENT YFIRLIT: Forseti Noröur-Kóreu Andstæðingiirnir viðiirkcitna, að Kim 11 Sun sc liættulegur kcppinautur Mae Artliurs á hernaðarsviðinu Nokkuð ólíkar sögur fara af manni þeim, sem er forseti Norð ur- Kóreu og jafnframt yfir- hershöfðingi. Sumar heimildir telja, að hann hafi lengstum dvalið í Moskvu og komið þaðan til að vera yfirmaður leppstjórn ar Rússa í Norður- Kóreu, er þeir hernámu landið. Þá um leið hafi hann tekið sér nafnið Kim II Sun, en það nafn hafi borið kunnasti skæruliðaforingi Kó-, reumanna fyrir 1—2 áratugum síðan. Jafnframt hafi verið byrj að á því að auglýsa þennan nýja j Kim II Sun sem mikinn skæru- 1 liðaleiðtoga í baráttunni gegn. Japönum. Samherjar Kim II Sun telja þetta allt ýkjur einar, sem and- j stæðingarnir hafi fundið upp.' Samkvæmt upplýsingum þeirra mun verða hér á eftir sagt nokk uð frá æfiferli Kim II Sun. Uppruni Kim II Sun Kim II Sun verður 38 ára gamall á þessu ári. Faðir hans var kennari og var einn af fylg- ismönnum Syngman Rhee, er hann hóf baráttu sína gegn harðstjórn kórensku keisara- stjórnarinnar. Vegna þessarar baráttu sinnar varð Syngman Rhee að sitja sjö ár í fangelsi og þola ýmsar pyntingar. Hann slapp síðan úr landi og kom ekki aftur fyrr en Japanir höfðu lagt undir sig landið. Brátt lenti í deilum milli hans og þeirra og í annað sinn varð Syngman Rhee að flýja land. Liðsmenn hans komu þá upp leynihreyf- ingu, er var áfram undir raun- verulegri stjórn hans og var faðir Kim II Sun einn af aðal- leiðtogum hennar. Japanir hand tóku hann fyrir þessa starf- semi og höfðu hann í fangelsi í mörg ár . Að lokum tókst hon- um að flýja til Mansjúríu með fjölskyldu sína, en þar var helzti griðastaður landflótta Kóreumanna á þessum tíma. Samherjar Kim II Sun segja nú frá því á áhrifaríkan hátt, er faðir hans lézt og móðir hans tók byssur hans tvær, lét þær í hendur sonarins og fól honum að halda baráttunni áfram. Um sannleiksgildi þesarar sögu skal ekki rætt hér, en hrakningar föðursins og fjöl- skyldunnar hafa áreiðanlega verið Kim II Sun strangur skóli, en gagnlegur á sama hátt. Víst er það líka, að hann tók upp merki föður síns, en vildi heyja baráttuna á róttækari hátt en hinir gömlu leiðtogar sjálfstæð isbaráttunnar, er voru undir leiðsögn Syngman Rhee. Meðal hinna landflótta Kóreumanna í Mansjúríu festi kommúnism- inn fljótt rætur sem hið rétta form sjálfstæðisbaráttunnar, enda reis alda kommúnismans mjög hátt í Austur- Asíu eftir fyrri heimstyrjöldma, þegar kínverski Kuomintangflctkkur- inn var að verulegu leyti komm- únistiskur. Kim 11 Sun var einn þeirra, sem gekk undir merki kommúnismans á ungiingsár- unum. Síðan hefur kommúnism inn verið hans leiðarljós. Leiðtogi skæruliða. Þegar Kim 11 Sun var 19 ára, hertóku Japanir Mansjúríu. Hinir landflótta Kóreumenn urðu að fara huldu höfði eftir það. Þeir áttu því samleið meö hinum kommúnistisku skæru- liðum. Kim gekk strax í sveit skæru- liðanna, sem gerðu árásir á samgönguleiðir Japana. Hann vann sér brátt mikið álit fyrir hugrekki og ráðsnilli og varð því furðu fljótt leiðtogi allstórr ar skæruliðasveitar. Hann gekk í kínverska kommúnistaflokk- inn undir forustu Mao Tse Tung og var útnefndur hers- höfðingi 25 ára gamall. Má af því marka álit það, sem hann hafði þá þegar. Sama ár stjórn- aði hann skæruliðaárás á landa mæraborgina Hesandin. Árásin heppnaðist mjög vel, heil jap- önsk hersveit var stráfelld og Kim 11 Sun gekk í broddi skæru- liðanna eftir aðalgötum borg- arinnar undir frelsisfána Kóreu manna. Þessi atburður fréttist til Kóreu og hefur Kim 11 Sun síðan verið þekktur þar. Eftirlýstur af Rússum og Japönum. Kim 11 Sun var nú orðinn svo þekktur, að valdhafarnir í Moskvu fóru að hafa áhuga fyrir honum í sambandi við Kóreumálin. Honum var boðið til Moskvu og honum veitt auk- in fræðsla þar bæði í hernaðar list og kommúnistiskum fræð- um .Japanir höfðu líka orðið áhuga fyrir honum og sagan segir, að 1941 hafi þeir gert honum tilboð og boðið honum hershöfðingjatign í japanska hernum, ef hann vildi ganga í lið með þeim. Á síðari styrjaldarárunum barðist Kim ýmist með skæru- liðum sínum í Mansjúríu eða dvaldist í Moskvu. Eftir ósigur Japana hélt Kim inn í Kóreu með skæruliða sína og jafn- framt sem aðalumboðsmaður Kim II Sun Rússa þar. Hann var formaður „þjóðnefndarinnar" sem mynd uð var á rússneska hernáms- svæðinu sem einskonar bráða- birgðastjórn Norður- Kóreu og hann var kjörinn stjórnarfor- seti eftir þingkosningarnar 1946. Kommúnistar höfðu þá banda- lag við tvo aðra flokka, sem nú eru úr sögunni og foringjar þeirra á bak við loku og lás, ef ekki hefur þá verið flýtt fyrir för þeirra yfir í eilífðina. Það var eitt af fyrstu stjórnar- verkum Kim að losa sig við þessa bandamenn og tryggja kommúnistum óskipt yfirráð. Mesta áhugamál Kim II Sun. Stjórnarstefna Kim II Sun hefur mjög borið þess merki, að hann væri háður Rússum. Verzlun landsins og viðskipt- um hefir verið beint í það horf að þjóna sem mest þörfum Rússa. Ýmsir fyrri samherjar Kim 11 Sun hafa sagt, að raun verulega væri hann nú ófrjáls ari en meðan hann þurfti að fara huldu höfði sem skæruliði. En Kim 11 Sun er svo trúaður kommúnisti, að þetta nýja ó- frelsi þjáir hann ekki. Hann (FramhalcL á 6. siðu.J Langaness, þar sem allmikið af flotanum er á veiðum. Þar með er þá, þótt með sérstökum hætti sé, komin síldarverksmiðja, eins og ósk að hefir verið eftir, á Austur landi. Að visu má segja, að á henni sé sá galli, frá sjónar- miði Austfirðinga, að hægt er að flytja hana þaðan, en ekki sýnist vera mikil ástæða til að gera það, nema síldin láti verulega á sér bæra að nýju í Faxaflóa. í Reykjavíkur- höfn eru þrengsli mikil, en Seyðisfjörður rúmgóður. Og vel má minnast þess, að oft hefir orðið vart vetrarsíldar á Austfjörðum svo að um munar, en litlir möguleikar til að gera verð úr henni. Þegar svo hagar til, eins og dæmi eru til, að síld veður 'suður um Vopnafjörð og Hér aðsflóa og jafnvel sunnar, er ómetanlegt hagræði að því fyrir veiðiskip á því svæði að geta losnað við síldina á Seyð isfirði, samanborið við það að þurfa að fara með hana jafn vel alla leið til Siglufjarðar, en það hafa þau stundum þurft að gera, þegar Raufar- hafnarverksmiðjan hefir ekki haft undan. Og ef verulega mikil síld er á austursvæðinu og mikill hluti flotans þar, má gera ráð fyrir, að það komi oft fyrir, þar sem sú verksmiðja getur ekki unnið úr nema 5000—6000 málum á sólarhring. Með komu hinnar fljótandi verksmiðju til Seyðisfjaröar á að verða miklu betur fyrir því séð en áður, að síldveið- in á austursvæðinu hagnýtist og er gott til þess að vita, hver sem árangurinn verður. Raddir nábúanna Morgunblaðið birtir i gær forustugrein um þing austur- þýskra kommúnista, sem Ein- ari Olgeirssyni var boðið á. Það segir m. a.: „Þessu þingi mun nú vera að ljúka. Hafa þær fregnir borist þaðan að talað hafi ver- ið af mikilli hreinskilni um nauðsyn þess að gera flokkinn „hreinan og sterkan" en eins og kunnugt er, var hann orð- inn til við einhverskonar sam- einingu sósíal-demokrata og Skyldleiki Stalins og Stefáns Jóhanns i Rétt þykir að vekja liér samtímis athygli á tveimur atburðum, sem eru að vísu óskyldir og hafa líka mjög I mismunandi heimssögulega | þýðingu. Raunar er ekki á- I stæða til að nefna þá í sömu ! andránni af annari ástæðu | en þeirri, að þeir gefa til ' kynna að viss andlegur skyld leiki sé milli forustumanna Rússa og forkólfa íslenzka A1 þýðuflokksins að því leyti, hvernig þeir haga áróðri sín um. Forkólfar Rússa láta svo um þessar mundir, að þeir séu miklir friðarsinnar og vilji allt gera til að efla frið inn í heiminum. Óþarft er að rekja það hér, að verk þeirra tala allt öðru máli. Forkólfar Alþýðuflokksins starfa á miklu smærra sviði en Ieiðtogar Rússa og lúta því að minni viðfangs- efnum. í stað þess að sýsla við friðarmálin, láta þeir sér nægja að fást við vísitölu- mál. Þeir þykjast nú ekki hafa áhuga fyrir öðru meira en réttri framfærsluvísitölu og boða heilagt stríð til að „vernda“ réttan útreikning hennar, eins og Rússar boða helga krossferð til að vernda heimsfriðinn. En hver er annars fortíð Alþýðuflokksins í vísitölumái unum? í októbermánuði 1945 skrif aði færasti hagfræðingurinn, sem Alþýðuflokkurinn hefir átt fyrr og síðar, Jón heit. Blöndal, grein í blaðið „Út- sýn“, þar sem hann sýndi fram á, að framfærsluvísitúl- an væri a. m. k. 37 stigum of lágt reiknuð, þar af a. m. k. 15 stig vegna fölsunar á húsa leiguliðnum. Þetta skaðaði launþega vitanlega um marg ar millj. kr. árlega. Þegar Jón Blöndal birti þessar upplýsingar, átti Al- þýðuflokkurinn tvo ráðherra í ríkisstjórn og hinir svoköll- uðu verkalýðsflokkar höfðu meirihluta í ríkisstjórninni. Það hefði því mátt búast við skjótum aðgerðum til að leiðrétta vísitöluna eftir þess ar glöggu upplýsingar hins | merka hagfræðings. Alveg sér kommúnista. Niðurstaðan hefur svo orðið staklega hefði mátt búast við sú, að sett hafa verið ný lög ag húsnæðismálaráðherrann, fyrir flokkinn og hann endur- skipulagður. Á hann nú að vera gjörsamlega í samræmi við rússneska kommúnista- flokkinn. Þessar fregnir vekja hvergi neina furðu. Þær eru enn ein undirstrikun þess að allar deildir hins alþjóðlega komm- únistaflokks eiga að byggjast upp á nákvæmlega sama skipu lagi og móðurflokkurinn í Rússlandi. En ekki nóg með það að flokksskipulagið eigi að vera gjörsamlega hið sama. Sjón- armiðin verða einnig að sam- ræmast. Frá þeirri samræm- ingu hefir einnig verið skýrt í Berlín. Kommúnistadeildir hinna ýmsu landa verða að taka nákvæmlega sömu af- stöðu til allra mála og rúss- neski kommúnistaflokkurinn. Það er ekki til nema eitt sjón- Alþjýðuflokksmaðurinn Finn ur Jónsson, snerist hart við og léti ekki húsnæðisliðinn í vísitölunni vera falsaðan á- fram. En viti menn! Það var ekk ert gert af stjórninni, þar sem verkalýðsflokkarnir voru í meirihluta, til þess að leið- rétta þessa 37 stiga skerð- ingu. Og það var heldur ekk- ert gert til þess af næstu stjórn, sem var undir forustu Alþýðuflokksmannsins Stef- áns Jóhanns Stefánssonar og þar sem vísitöluútreikningur inn heyrði undir Alþýðuflokks manninn Emil Jónsson. Þvert á móti var haldið áfram að falsa vísitöluna í enn stærri stíl en áður, svo að ekki er ósennilegt að hún hafi verið armið í neinu máli. Það er (röskum 100 stigurn lægi'i en sjónarmið Kremlpáfans. Allt hún átti að vera, þegar stjórn Stefáns Jóhanns hrökl skal lúta einum vilja.“ Mbl. segir siðan, að nú væri fróðlegt að heyra, hvað Einar segir, er hann kemur úr ferða laginu. En trúlega þurfi ekki að „samræma" hann. aðist frá vóldum! En þctta var meðan Alþýðu flokkurinn var í stjórn. Nú er hann kominn í stjórnarand- (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.