Tíminn - 22.08.1950, Blaðsíða 3
182. blað.
TIMINN, þriðjudaginn 22. ágúst 1950.
ywww ncrT ffrwsssssssssssssssasssssssssssœsssssssssssssgsiresy^
/ slendin.gajpættir
wMwiwmwwiiii
Sjötugur: Magnús Jónsson, sparisjóðs-
gjaldkeri í Borgarnesi
Magnús Jónsson er fæddur
á Skarfsstöðum í Hvamms-
sveit 1 Dalasýslu 17. ágúst
1880. Han gel*k i búnaðar-
skólann á Hvanneyri i skóla-
stjóratið Hjartar Snorrason-
ar, en fór síðan á Flensborg-
arskólann, kennaradeildina,
og tók þar kennarapróf 1908.
Gerðist barnakennari í Borg-
arnesi um nokkur ár, en tók
við gjaldkerastörfum við
sparisjóð Mýrasýslu skömmu
eftir að hann var stofnaður
eða árið 1913 og hefir gengt
því starfi síðan.
Þó að það hafi orðið svo,
að störf Magnúsar við spari-
sjóð Mýrasýslu hafi verið
hans aðalstarf, hefir hann
gegnt fjölda annarra opin-
berra starfa.
Hann var um langt skeið
hreppsnefndaroddviti, Borg-
arnesshrepps, sýslunefndar-
maður, í skólanefnd og for-
maður skólanefndar o. fl.
Þegar að hlutafélagið
Skailagrimur var stofnað, til
þess að sjá um og reka sjó-
samgöngur milli Borgarness
og Reykjavíkur, var Magnús
kosinn formaðu*- þess og fram
kvæmdastjóri. Lét félagið
strax i öndverðu byggja vél-
skipið Laxfoss, til þess að
annast ferðirnar og sá Magn-
ás um útgerð þess í mörg ár.
Magnús hefir rækt öll störf
af sérstakri alúð, fyrirhyggju
og vandvirknl. líegar hann nú
■við þessi tímamót í ævi sinni
lítur yfir farinn veg, getur
hann með sanni fundið til
ánægju yfir því að í öllu
starfi sínu hefir hann verið
farsæll og farnast vel.
Það er enginn gustur á
Magnúsi Jónssyni eða i fram-
komu hans eða málflutningi.
Magnús er mjög prúður í allri
framkomu, hægur og látlaus.
En hann er drjúgur málfylgju
maður og laginn að koma
fram því, sem hann ætlar sér.
Ég hef haft Rynni af Magn-
úsi um tugi ára og verið sam-
starfsmaður hans um mörg
I ár og er ekkert nema gott um
1 þau kynni og það samstarf
að segja. Magnús er í eðli
sínu umbótamaður, jafnt f
verklegu sem á mennta- og
' menningarsviðinu. Hann er
I ljóð- og söngelskur og hefir
gott vit á músík. Skógarlund-
urinn, sem hann hefir komið
upp á klettabrúninni framan
við íbúðarhúsið, sýnir smekk-
visi hans og natni í því að
rækta og prýða.
Magnús er giftur Guðrúnu
Jónsdóttur frá Valbjarnar-
völlum, ágætiskonu. Eiga þau
þrjú börn uppkomin, Jón,
Hjört og Sesseiju, öll 'mann-
vænleg ög vei að sér.
Vinir Magnúsar í Borgar-
firði og víðar, hugsa til hans
nú um þessi tímamót i æfi
hans með þakklæti fyrir það
liðna og með ósk um að hon-
um muni enn um -langt skeið
endast þróttur til starfs.
Sverrir Gíslason.
Reykjavíkurmótið:
FRAM vann VAL 3:1
Seinni hluti Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu hófst s.I.
fimmtudag og vann Fram þá Noregsfara Vals með þremur
mörkum gegn einu. Mjög óhagstætt veður var meðan Ieik-
urinn fór fram, 5—6 vindstig, og háði það leikmönnum
beggja liðanna mikið og þó sérstaklega Val, sem ekki tókst
að ná stutta samspilinu, sem vakti aðdáun Norðmanna.
Fyrri hálfleikur 2:0.
Fram lék undan vindi i
fyrri hálfleik og fór leikurinn
að mestu fram á vallarhelm-
ing Vals. Flest upphlaupin
Tunnu þó út í sandinn, því yf-
Irleitt voru Framarar of ákaf-
ir í sókninni og hætti til að
•gefa knöttinn of langt. Valur
náði af og til upphlaupum,
sem þeim tókst þó ekki að
nýta. Leikur liðsins var of
"þver og lítill hraði var og gat
vörn Fram því auðveldlega
staðsett sig rétt og kveðið upp
hlaupin 1 kútinn.
Magnús Ágústsson skoraði
fyrsta markið 1 leiknum með
íallegu skoti frá vítateig, sem
Örn markmaður Vals hafði
enga möguleika til að verja.
Siðara mark Fram í hálfleikn
um skoraði Karl Bergmann,
beint úr hornsprynu, og verð-
ur það mark að skrifast á
reikning markvarðar og
hægri bakvarðar Vals.
Seinni hálfleikur
var mun jafnari, enda lék
Vaiur þá undan vindi. En
þeim varð á sama skyssan og
í fyrri hálfleik og leikurinn
var alltof þver og möguleikar
kantanna á engan hátt nýtt-
ir. Upphlaup Fram voru aftur
á móti mjög hröð, þótt sam-
leikurinn væri kannske ekki
alltaf sem beztur. í einu upp-
hlaupinu tókst Sæmundi að
bæta einu marki við og skor-
aði hann með lausu skoti frá
vitateig og fór knötturinn yf-
ir markmanninn. Sæmundur
er löngu orðinn frægur fyrir
þessi skot sin, og hefir hann
á sama hátt skorað fjölda af
mörkum. Það er eins og hann
hafi einkaleyfi á þessum
spyrnum, því þær sjást varla
hjá öðrum leíxmönnum hér.
Nokkru síðar tókst Val að
skora eina mark sitt i leikn-
um. Halldór lék upp með knött
inn og gaf hann til Sveins,
sem þegar spyrnti til hans aft
ur og skoraði Halldór mjög
laglega. Gekk þetta mjög
fljótt fyrir sig og var lang
glæsilegasta upphlaupið í
leiknum.
(Framhald á 6. síðu.)
Utan úr heimi
Blomberg snýr baki
við kommúnistum.
Óskemmtilegt atvik kom fyrir
sænska kommúnistablaðið „Ny
Dag‘ í sumar. Það birti mynd af
skáldinu Erik Blomberg í sam-
bandi við grein um Stokkhólms-
ávarpið. Næsta dag varð það svo
að lýsa óánægju sinni yfir því
að hafa birt myndina, þvi að þá
hafi Blomberg sagt sig úr
„sænsku friðarnefndinni." Á-
stæðan var m. a. Kóreustyrjöld-
in.
Blomberg er það skáld Svía,
er einna trúlegast hefir fylgt
kommúnistum að málum. Önn-
ur þekkt sænsk skáld, sem til
skamms tíma hafa fylgt komm-
únistum að málum, en hafa nú
snúið við þeim baki. eru Per
Meurling og Marika Stiernstedt.
★
Risaskip.
Ameríska skipafélagið Liberty
Liners Inc. hefir sótt um leyfi
til að mega byggja tvö farþega-
skip, sem hvort um sig eiga að
vera 105 þús. smálestir og geta
flutt 10 þús. farþega. Á stríðs-
um eiga þau hvort um síg að
geta flutt 30 þús. hermenn. —
Lengd þeirra á að vera 390 m.,
breidd 35 m. og þau eiga að rista
um 11 m. Þeim e'r ætlað að hafa
11 þiljur ofansjávar. Þau eiga að
hafa vélar, sem eru 400 þús.
hestöfl og venjulegur gagnhraði
þeirra á alf vera 34 knob. Það
þýðir, að ferð þeirra milli Ame-
ríku og Evrópu á ekki að taka
nema fjóra sólarhringa.
Áætlað er að hvort þessara
skipa um sig muni kosta 200
millj. dollara.
★
Fimmtugsafmæli Nobels-
verðlaunanna.
í desember í vetur eru liðin 50
ár síðan fyrstu Nobelsverðlaun-
in voru veitt. 1 tilefni af því hef-
ir öllum núlifandi Nobelsverð-
launamönnum verið boðið að
vera viðstöddum, er verðlaunin
verða afhent, en þeir munu vera
um 100. Þiggi þeir boðið verða
þar saman komnir fleiri andleg-
ir afreksmenn en áður munu
dæmi til.
Enn er ekki fullráðið, hvort
verðlaunaafhendingin fer fram
í Osló eða Stokkhólmi.
Rússneskt oratorium
fyrir börn.
Eitt af þekktustu tónskáldum
Rússa Prokofied, hefir nýlega
lokið við nýtt oratorium, sem
nefndist: Verðir friðarins. Ora-
torium þetta er ætlað barnakór
og orkester. Amuel Masjak, sem
ort hefir mörg barnaljóð, hefir
samið textann.
Verk þetta er í fimm þáttum.
í fyrsta þætti er lýst eyðilegg-
ingum seinustu styrjaldar, en í
öðrum þætti glæsilegum fram-
tíðarhorfum í styrjaldarlokin. í
þriðja þætti láta hinar draugs-
legu raddir stríðsæsingamann-
anna í Wall Street til sín heyra.
Þeir syngja meðan amerískir
flugmenn varpa eldi og dauða
yfir friðelskandi íbúa Norður-
Kóreu. í fjórða þætti rís alþýða
landanna til varnar. Fimmti
þáttur fjallar um aðalvörð frið-
arins, Sovétríkin, og bezta vin
og verndara barnanna, en það
er vitanlega enginn annar en
húsbóndinn í Kreml.
Bindindismaður drukknar
i víni.
Það slys vildi nýlega til í Kap-
staðnum í Suður-Afriku, að
verkamaður datt ofan í stóran
víngeymir og drukknaði. Líkið
náðist ekki fyrr en búið var að
dæla burtu 7000 lítrum af á-
íengi. Það hefir hjáipað til að
gera þennan atburð sögulegan,
að verkamaðurinn, sem drukkn-
aði, var eindreginn bindindis-
maður og goodtemplari.
Til minnis fyrir egg|a
framleiðendur
ýtbmíii Tmann
Eitt af því, sem eggjafram-
leiðendur skortir hvað mest,
er fullur skilningur á því —
hvað er vöruvöndun og hvers
virði slíkt er.
Á hverju sumri safnast upp
egg, vegna þess að framleiðsl
an er mest á þeim tíma árs,
en salan minnst. Þá kvarta
margir framleiðendur yfir
þvi, að þeir geti ekki losnað
við eggin eftir hendinni, held
ur þurfi að geyma þau lengri
eða skemmri tima. Þetta er
afleiðing þess, hversu allt er
skammt á veg komið hjá okk-
ur í þessum efnum. Hvernig
sú geymsla tekst, er öllum
framleiðendum mikið hags-
munamál, en þar veltur á
mestu, hvernig eggin eru með
farin frá byrjun. Þegar vitað
er að geyma þarf egg, er sér-
stck ástæða til að gæta var-
úðar um meðferð þeirra og
setja ekki önnur egg til
geymslu en þau, sem vænta
má að hafi fullt geymsluþol.
En vel með farin egg þola,
við góð skilyrði, - langa
geymslu.
Það sem fyrst ber að gera
til að tryggja eggjunum gott
geymsluþol, er að hænsnin
séu ekki fóðruð á skemmdu
fóðri. Þar næst, að taka egg-
in úr hreiðrunum eins oft og
við verður komið, og ekki(
sjaldnar en þrisvar á dag, og
bera þau strax á þann kald- (
asta stað, sem völ er á, svo
að þau gegnkólni sem fyrst
— aðeins að þau ekki frjósi
— en egg þola 1—IV20 frost, I
án þess að frjósa. Það er ein j
mesta hætta fyrir geymslu-
þolið, ef hænurnar eru látnar
liggja lengi á eggjunum eftir
að þeim er verpt, þó sérstakl-
ega ef þau eru frjó. Frjó egg
hafa mikið minna geymslu-
þol en ófrjó egg, þess vegna
á aldrei að láta hana ganga
með hænunum nema þegar
nota á eggin til útungunar.
Engin egg með minnsta brest
í skurni, eða með hrjúft
skurn, mega fara til geymslu
— heldur ekki egg með ó-
hreinindabletti eða egg, sem
hefur þurft að hreinsa. Eggj-
unum á svo að raða strax í
eggjabakkana, og gæ,ta þess,
að mjói endinn snúi niður.
Sé alls þessa gætt, og eggin
geymd á þeim kaldasta stað,
sem völ er á, er óhætt að
treysta því, að þau geta
geymzt lengi án þess að
skemmast.
Hvers virði vöruvöndun er
framleiðendunum sjálfum, er
óþarft að fjölyrða um. Allir
vita á hverjum það veltur, að
hafa öruggan og tryggan
markað fyrir framleiðslu sina.
En til þess að svo megi verða,
þarf að halda neyzlunni uppi,
og hafa vöruna þannig að
hún sé girnileg fyrir neyt-
endurna og að hún uppfylli
þær kröfur, sem þeir gera til
hennar.
Allir geta gert sér í hugar-
lund, hver áhrif það hefir
á sölu einnar vöru, þegar hún
er þannig meðhöndluð, að
kaupandinn verður að henda
miklum hluta hennar þegar
heim kemur. Hugsið ykkur
húsmóður, sem kaupir sex egg
og sýður á kvöldborðið handa
fólki sínu. Þegar svo máltíð-
in byrjar og fara á að boróa
eggin — sem öllum þykir hið
mesta hnossgæti — þá reyntst
hvert eggið eftir annað óætt.
Hvert umræðuefnið er, það
sem eftir er matartimans, og
hvern dóm framleiðendur
þessarar ágætu vöru fá, þarf
ekki að fjölyrða um.
Nú vilja ef til vill einhverjir
afsaka slík vörusvik sem
þessi, með langri geymslu við
erfið skilyrði 0. fl. 0. fl. Allt
slíkt hefir maður heyrt ótal
sinnum, þó að það séu lítt
frambærilegar afsakanir. En
hvað er þá að segja um aug-
sýnilega vísvitandi vörusvik,
sem því miður eru hreint
ekki svo óalgeng. Ég skal hér
aðeins nefna tvö dæmi, sem
bæði hafa átt sér stað á þessu
sumri.
Kona kaupir þrjú egg, sem
hún harðsýður til að hafa of-
an á brauð. Þegar hún sker
fyrsta eggið í sundur, þá reyn
ist innihaldið að vera hálf-
þroskaður ungi, og öll eggin
reyndust þannig. Allir geta
nú hugsað sér hvernig kon-
unni varð við — ekki aðeins
skaðann af að hafa keypt
ónýta vöru — heldur fékk
hún þann viðbjóð, að hún
áreiðanlega kaupir ekki egg
næstu mánuðina.
Önnur kona kaupir þrjú
egg til að hafa í pönnukökur.
Hún slær eggjunum við, til
að hella innihaldinu í deigið,
en eggin eru harðsoðin.
Minna dugði nú ekki þarna.
Ef til vi41, halda þeir góðu
menn, sem þannig meðhöndla
vöru sina, að enginn viti hvað
hún er, svo að þeir standi
jafnréttir eftir með sitt góða
mannorð. En varlega skyldu
þeir treysta þvi, því nú vill
svo til, að eggin eru stimluð
með númeri framleiðandans,
og þó margir stimli egg sín
svo illa, að lítt sé læsilegt, er
þó oftast hægt að komast að
hinu sanna.
Slikir menn, sem þannig
haga sér, hvar í stétt sem
þeir standa — eru sú mein-
semd í atvinnulífinu, sem
skera verður í burt, og verð-
skulda þá eina refsingu, að
vera auglýstir með nafni og
númeri, öðrum til viðvörunar.
( Alifuglaræktin t.