Tíminn - 29.08.1950, Qupperneq 3
188. blað.
TÍJVHNN, þriðjudaginn 29. ágúst 1950.
3.
/ s/enc/íVigajbæí t ir
*$5SS55$$SS$$$SSSS$$$3
Dánarminning: Hólmfríður Einarsdóttir,
hannyrðakennari
Hólmfriður frá Brimnesi
verður borin til moldar í dag.
Hún var fædd í Brimnesi í
Skagafirði 17. júni 1903, og
meðal kunningja alltaf kennd
við bæinn. Foreldrar hennar
voru merkishjónin Einar
hreppstjóri Jónsson, sem dá-
inn er fyrir nokkrum árum,
og kona hans, Margrét Símon
ardóttir, sem lifir, orðin átt-
ræð.
Þau hjón og heimili þeirra
var þekkt um allan Skaga-
fjcrð fyrir framúrskarandi
myndarskap. Sérstaklega var
gestrisni þeirra og höfðings-
skapur rómaður, og heimili
þeirra talið bera langt af
Skagfirzkum heimilum, sem
þó voru mörg meö ágætum. Á
þessu myndarheimili ólust
Hólmfriður sáluga og Sigur-
laug systir hennar upp. Þar
lærðu þær allt það bezta, sem
íslenzkt sveitalíf hafði upp á
að bjóða. Móðir þeirra var ef
til vill myndarlegasta hús-
móðir héraðsins, og hún
kenndi dætrum sínum. Auk
húsmóðurstarfanna, .var hún
öðrum fremri i handavinnu og
hannyrðum, og kenndi dætr-
um sínum hannyrðir, s. s.
baldýringu, spjaldvefnað og
unmfúrvais- 1 Biffeiðaeigiiin hefur meira en
iiðiöU2:os tvöfaldast fimm síöustu árin
Skýrsla um biíroiðaeign laii(l.sniaiina í
árslok 1919
stillingin, þrátt fyrir van-
heilsu og líkamlega vanlíðan
alla tið.
Hólmfríður var skynscm og
sérstaklega gjcrhyggin. Hún
var sjálfstæð, gjörhugsaði
hvert mál áður en hún tók
sínar ákvarðanir. Og þegar
hún hafði tekið sínar ákvarð-
anir varð þeim ekki haggað.
Hún var enginn flysjungur,
ekki eitt í dag og annað á
morgun. Hún yar þess full-
viss, að hverjum þeim manni
mundi vel farnast, bæði með
an hann starfaði hér, og eftir
að hann fengi starf á öðrum
tilverustigum, sem ætíð legði
sig fram um að skilja hlutina,
og aldrei gerði annað en það,
sem hann teldi rétt og satt.
Jafnframt var það hennar
lífsskoðun, að hverjum manni
bæri að leggja sig allan fram
í starfi sínu, og vinna eins
og hann gæti að framgangi
góðra mála. Eftir þessu lifði
hún. Hún gekk að hverju
verki með kappi.sem manni
fanst stundum að váeri of-
vaxið heilsu hennar. Ög hún
gerði aldrei annað en það sem
hún taldi rétt.
í vetur bættist krabbamein
ofan á annan lasleika hennar.
s. frv. Og enn var heimilið ög eins og áður bar hún veik
fyrirmynd í reglusemi allri sin sem sönn hetja.
og góðum siðum, svo það má Móðir hennar áttræð hafði
með sanni segja, að þær syst Þá ánægju að geta stundað
ur fengu gott uppeldi. Þær hana og á stundum látið
þóttu þá líka bera af ungum henni líða betur en ella, en
stúlkum i sveitinni, er þær Þá raun að sjá hana líða,
komust af barnsaldrinum og en Þá ánægju jafnframt, að
á ungmeyjaaldurinn, og var,sia Það þrek og þolgæði, sem
eftir þeim tekið á samkomum , hún bar veikindin með.
og mannamótum. En móðir ! Hún skildi við þennan heim
þeirra vildi láta þær fá viðari 22- ágúst.
sjóndeildarhring, en þær
fengu heima á Brimnesi. Þó
Skagfirzki fjallahxingurinn
sé fagur, þá þótti Margréti
hann of þröngur, þess. vegna
tók hún sig upp frá sínu á-
gæta heimili 1921, fól forsjón
þess öðrum, en sigldi með
dætrum sínum báðum til Dan
merkur, til þess að afla þeim
áukinns andlegs þroska og
frekari menntunar/
Þar voru þær systur í fleiri
ár, gengu í lýðháskóla, hús-
mæðráskóla og Hólmfríður í
teikni- og hannyrðaskóla, og
lauk þaðan prófi sem handa
vinnukennari vorið 1924.
Sumarið 1924 tók Hólmfríð
ur „lömunarveikina“ lá lengi
laungt haldin og fékk aldrei
heilsu aftur. Alltaf var hún
máttlitil og gekk við staf, og
aldrei kenndi hún sig heil-
brigða.
Um haustið 1924, byrjuðu
þær „Brimnessystur“ að
stunda handavinnukennslu í
Reykjavík. Eftir að Sigurlaug
giftist, og fluttist burt úr
Reykjavík, hélt HólmfríBur
ein uppi kennslunni. Þær eru
ekki fáar, ungu stúlkurnar,
sem stundað hafa nám hjá
Hólmfríði þann röska aldar-
fjórðung, sem hún hefur
stundað kennslu. Allar munu
þær hafa dáðst að hinum hæg
láta, gæflynda og ákveðna
kennara, sem aldrei æðraðist
hvernig sem gekk, heldur var
alltaf sama ljúfmennskan og
Hún er kvödd í dag, en við
sem kveðjum hana vitum að
nú starfar hún á öðru sviði,
og að þún þar mun halda á-
fram að gera það eitt, sem
hún telur rétt, og alltaf að
leggja sig alla fram til þess
að gera sín verk eins vei og
kostur er á. Og þeim vegnar,
vel, sem eftir þeim reglum
starfa, hvar sem þeir starfa.
Páll Zóphóníasson
Veður var mjög óhagstætt
til keppni, er fjórði leikur
Þjóðverjanna fór fram s. 1.
laugardag, og gerði það að
verkum, að leikurinn varð
frekar tilþrifalítill. Þjóðverj
arnir náðu þó mun meira úr
leik sínum bæði i fyrri og
seinni hálfleik og skoruðu eitt
mark í hvorum hálfleik.
Leikurinn.
Það, sem mest háði úrvals
liðinu, var hve erfiðlega fram-
línunni gekk að sameinast um
upphlaupin, einstaklingarnir
voru duglegir en of eigingjarn
ir í leik sínum og má segja
að mark Þjóðverrja hafi varla
komist i hættu allan leikinn
út. En þetta er nú gallinn,
sem verið hefur á flestum úr
valsliðum, sem fslendingar
hafa stillt upp á undanförn
um árum.
Vörnin komst betur frá
leiknum, en sérstaklega voru
það þó framverðirnir Gunn
laugur og Sæmundur, sem
voru driffjaðrirnar í liðinu og
reyndu að ná' stuttum sam-
leik. Þjóðverjarnir léku vel
saman, sérstaklega í seinni
hálfleik, þegar þeir léku á
móti vindi, en sami veikleik-
inn kom í ljós hjá þeim og í
hinum leikjunum, að mark-
skot þeirra voru léleg. í miðj
um fyrri hálfleik skoruðu þeir
fyrra mark sitt og var það
með hárri spyrnu af löngu
færi, sem Gunnar misreikn-
aði.
Það var því skiljanlegt að
flestir áhorfendur reiknuðu
með að úrvalsliðið myndi bera
sigur úr býtum þar sem fyrri
hálfleikur hafði endað 1:0 og
íslendingarnir léku undan
vindi í þeim seinni. En það
virtist engin áhrif hafa, enda
léku Þjóðverjarnir mjög vel
og upphlaup þeirra voru bet-
ur uppbyggð en í fyrri hálf-
leik og vcrn þeirra gaf hvergi
eftir. Þegar líða tók á skoraði
miðframherji þeirra mark
enda var leikurinn
í seinustu Hagtíðindum
birtist-yfirlit um bifreiðaeign
ina í árslok 1949. Helztu upp-
lýsingarnar, sem þar er að
finna, fara hér á eftir:
Samkvæmt skýrslu frá vega
málaskrifstofunni var tala
bifreiða á skattskrá í árslok
1949 í hverju umdæmi svo
sem eftirfarandi tafla sýnir.
(Fólksbifreiðar í fremri tölu-
dálki og vörubifraiðar í aft-
ari):
Alls voru því bifreiðarnar
10.608. Auk þess voru til 460
mótorhj ól.
Eftir tegundum skiptast
bifreiðarnar þannig:
Fólksbif reiðar:
með fleirum en 1 sæti fvrir
farþega og því jafnframt ætl
aðar til mannflutn. Af þess-
þessum bifreiðum voru 97
Chevrolet, 62 Volvo og 58
Fórd.
Af mótorreiðhjólum voru
31 tegundir. Flest voru BSA.
69, Royal Enfield 68 og Ex-
celsior 60.
Tala bifreiða hefir verið
þessi undanfarin ár (fólks-
bifreiðar taldar í fremri dálki,
en vörubifreiðar í aftari):
Reykjavík 3,624 1,813 Ár
G.br., Kj.s. og Hafnf. 566 550 1941 — 1311 — 1165
Keflavík 107 66 1942 — 1504 — 1694
Akranes 78 65 1943 — 1993 — 1891
Borgarfj,- og Mýras. 135 139 1944 — 2115 — 1991
Snæfellsnessýsla 65 78 1945 — 2488 — 2401
Dalasýsla 39 42 1946 — 3479 — 3685
Barðastrandasýsla 35 42 1947 — 5762 — 4372
Isafjarðars. og ísafj. 92 78 1948 — 6061 — 4459
Strandasýsla . 23 31 1949 — 6163 — 4445
Húnavatnssýsla 94 115
Skagafj.s. og Sauð.kr. 94 113 Samkvæmt þessu hefir bif-
Siglufjörður 59 78 reiðaeignin meira en tvö-
Ólafsfjörður 12 14 faldast síðan í árslok 1945.
Eyjafj.s. og Akureyri 429 317 á árinu 1949 hefir bifreið-
Þingeyjarsýsla 126 119
N.-Múlas. og Seyðisfj. 52 63 um ijoigao um 88, og nemur
Neskaupstaður 20 21 sú fjölgun aðeins 0,8% af
S.-Múlasýsla 84 89 þeim bifreiðafjölda, sem fyr-
Skaftafellssýsla 82 109 ir var i lok næsta árs á und-
Vestmannaeyjar 23 73 an. En á 3 næstu árum á und
Rangárvallasýsla 108 119 an (1946—’'48) tvöf aldaðist
Árnessýsla 216 311 bifreiðatalan rúmlega.
Vegamálaskrifstofan hefir
einnig sundurliðað allar bif-
reiðar eftir aldri þeirra. Er
hér yfirlit um þá sundurlið-
un:
um liðum.
Kvöldskóli K.F.U.M.
Þessi ágæti og einkar vin-
sæli skóli byrjar 2. okt. n. k.
og starfar vetrarlangt. Skól-
inn er einkum ætlaður fólki,
sem vill stunda gagnlegt nám
samhliða atvinnu sinni. Eins-
kis inntökuprófs er krafizt,
en væntanlegir nemendur
verða að sjálfsögðu að hafa
lokið lögboðinni barna-
fræðslu. Skólinn starfar eins
og áður bæði í byrjendadeild-
um Og framhaldsdeild, síð-
degis og að kvöldlagi, og
ganga eldri nemendur hans
fyrir um skólavist í fram-
haldsdeildinni, ef þeir sækja
nógu tímanlega um hana.
Þessar námsgreinar eru
kenndar: íslenzka, danska,
enska, kristin fræði, reikn-
ingur, bókfærsla og handa-
vinna (námsmeyjum) í byrj-
unardeildunum, en í fram-
haldsdeildinni er. auk þess
kenndur upplestur (fram-
sagnarlist) og íslenzk bók-
menntasaga.
Skólinn hefir ágætum
kennurum á að skipa og not-
ar mjög hagkvæmar kennslu
bækur, sem mjög mikið má
læra af á ótrúlega skömm-
um tíma. Skólann hafa und-
anfarin 30 ár sótt nemend-
ur, jafnt konur sem karlar,
frá fermingaraldri og fram til
þrítugs. Hefir það færzt mjög
í vöxt í seinni tið, að ungt
fólk víðsvegar af landinu
sæki þangað til náms, oft
samhliða starfi eða námi í
sérskólum.
Umsóknum’ um skólavist
verður eins og áður veitt m’ót-
taka í nýlenduvöruverzlun-
inni Vísi á Laugavegi 1 frá
1. sept. og þar til skólinn er
fullskipaður að því marki, er
(Framhald á 7. síðu.)
1. Jeep (Willy's) 1,443 23’,4%
2. Ford 861 13.8%
3. Austin 489 7.9—
4. Chevrolet 417 6.8—
5. Dodge 380 6,2—
6. Plymouth 265 4.3—
7. Jeep (Ford) 246 4.0—
8. Renault 236 4.0—
9. Chrysler 200 3.2—
10. Buick 159 2.6—
11. Morris 129 2.1—
12. Studebaker 123 2.0—
13. Vauxhall 110 1.8—
14. Standard 104 1.7—
15. Pacard 91 1.5—
16. Pontiac 81 1.3—
17. Mercury 75 1.2—
18. Hudson 57 0.9—
19. Nash 51 0.8—
20. De Soto 48 0.8—
Aðrar tegundir (57) 598 9.7—
Samtals 6.163 100.0%
Vörubifreiðar:
1. Chjevrolet 1.125 25.3%
2. Ford 977 22.0—
3. Austin 333 7.5—
4. GMC 314 7.1—
5. Dodge 298 6.7—
6. Fordson 250 5.6—
7. International 161 3.6—
8. Studebaker 152 3.4—
9. Bedford 132 3.0—
10. Renault 87 2.0—
11. Volvo 87 2.0—
12. Bradford 65 1.4—
13. Fargo 61 1.4—
14. Diamond 59 1.3—
15. Morris 27 0.6—
16. Tatra 19 0.4—
17. White 17 0.4—
18. Opel 17 0.4—
19. Clark 17 0.4—
20. Federal 16 0.3—
Innan 5 ára
5— 9 ára
10—14 ára
15—19 ára
20 ára og yfir
Samtals
Fólks-
bifr.
3444
1641
732
254
92
6163
Vöru-
bifr.
1982
1674
233
373
183
4445
Samkvæmt þessu er rúml.
helmingur bifreiðanna yngri
en 5 ára, tæplega y3 5—9 ár&.#
og rúmL Ve eldri en 10 ára,
Meðalaldur vörubifreiða var
6.8 ár, almenningsbifreiða
5.7 ár o galmennra fólksbif-
reiða 5.9 ár. —
Aðrar tegundir (60) 231 5.2—
Samtals 4.445 100.0%
Af fólksbifreiðum í árslok
1949 voru 297 almenningsbif-
reiðar eða með fleiri sætum
en fyrir 6 farþega. Þar af
voru 108 Ford, 72 Chevrolet
27 Studebaker og 17 Dodge.
Af vörubifreiðum voru 274
M.s.„Gullfoss<ð
fer frá Reykjavík laugardag-
inn 9. september kl. 12 á há-
degi til Leith og Kaupmanna
haínar.
Pantaðir faraeðlar skulu
sóttir eigi síðar en föstudag
1. september. Það skal tekið
fram, að farþegar verða að
sýna fullgild vegabréf þegar
farseðlar eru sóttir.
H.f. Eimskipaf élag íslands
Gerist. áskrifendur að
ZJímaniim
Áskriftarsími 232S