Tíminn - 29.08.1950, Side 5
188. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 29. ágúst 1950.
5.
*
tmt
Þriðjud. 29. ágúst
Kaupdeilur
ERLENT YFIRLIT: f
Landvinningastefna Rííssa
Fyriraatlanir Péturs mikla. seni nii er dáð-
ur seni ein mesta þjóðhetja Riissa
Ritstjóri Alþýðublaðsins
virðist vera búinn að fá Fram
sóknarflokkinn á heilann.
Allt, sem honum finnst mið-
ur fara, stafar að hans dómi
frá Framsóknarflokknum
eða er undan hans rótum
runnið. Þannig ályktar hann,
t. d. að samþykkt, sem ný-
lega var gerð á fjórðungs-
þingi Norðlendinga, hafi rak
ið ætt sína til Framsóknar-
flokksins. Sannleikurinn er
þó vitanlega sá, að Framsókn
arflokkurinn hafði ekki hið
minnsta með þetta að gera,
enda starfar þingið algerlega
án nokkurra tengsla við flokk
ana.
Sú samþykkt þingsins, sem
farið hefir í fínu taugarnar
á ritstjóra Alþýðublaðsins,
fjallar um vinnudeilur og er
þar bent á það sem hugsan-
lega lausn, að sérstakur dóm-
ur dæmi í þeim, ef þær
standa svo lengi, að afkomu
þj óðarinnar stafi hætta af.
Þetta kallar ritstjóri Alþýðu-
blaðsins fasisma og til enn
frekari áherzlu Framsóknar-
fasisma, þegar honum finnst
mest við þurfa. í tilefni af
þessu er vitanlega samkvæmt
framansögðu óþarft að taka
það fram, að Framsóknar-
flokknum er þessi samþykkt
með öllu óviðkomandi, en
fyrst Alþýðublað,ið hefir reif-
að málið á framangreindan
hátt, þykir rétt að benda því
á, að því ferst ekki slíkur
bægslagangur í sambandi við
þetta mál.
Ef ritstjóri Alþýðublaðsins
hefði t. d. fylgst með starfs-
háttum Alþýðuflokkanna í
nágrannalöndunum, hefði
hann ekki stokkið svona
langt upp á nef sér. í þese-
um löndum hefir það iðulega
gerst að frumkvæði Alþýðu-
flokkanna, að þjóðfélagið
hafi skorist í vinnudeilur, þeg
ar heildinni stafaði sérstök
hætta af þeim. Það hefir t.
d. ekki verið ótítt í stjórnar-
% tíð Attlees, að brezka stjórn-
in hafi teflt fram herliði og
látið það taka að sér hlut-
verk verkfallsbrjóta. Þannig
hafa nokkur verkföll, sem
efnt hefir verið til við höfn-
ina í London, verið brotin á
bak aftur. Þótt stjórn Attlees
hafi vissulega viðurkennt
verkfallsréttinn, hefir hann
ekki viljað ganga svo langt
að viðurkenna rétt tiltölu-
lega fámennra starfsmanna-
hópa, eins og t. d. hafnar-
verkamanna í London, til að
stöðva og eyðileggja alla þjóð
félagsvélina vegna óverulegs
ágreinings.
Á svipaðan hátt hefir
danski Alþýðuflokkurinn oft
átt þátt í því, að kaupdeilur
þar í landi væru leystar með
þeim hætti, að tillögur sátta-
semjara væru lögfestar, þótt
deiluaðilar, annar eða háðir,
hefðu hafnað þeim.
Það liggur þannig fyrir
viðurkenning Alþýðuflokk-
anna á þvi, að þjóðfélagið
hafi rétt til þess undir vissum
kringumstæðum að blanda
sér í vinnudeilur og afstýra
því, að þær haldist til lengd-
ar. Um hitt má deila með
hvaða hætti það á að vera og
Talsvert er um það rætt, hvort
yfirdrottunarstefna rússnesku
valdhafanna mótist meira af
rússneskum landvinningadraum
um en kommúnistískum hug-
sjónum. Margir þeirra, sem um
þetta hafa rætt, hallast frekar
að þeirri skoðun, að hér sé fyrst
og fremst um rússneska land-
vinningastefnu að ræða, er noti
'sér kommúnismann til að gefa
henni meiri hugsjónablæ en
hún gæti ella haft.
Þeir, sem þessu halda fram,
benda m. a. á landvinninga-
stefnu Rússa fyrr á tímum, en
hún einkenndist mjög af sömu
áformum og núv.' valdhafar
Rússa virðast bera fyrir brjósti.
í þessu sambandi er ekki sízt
vitnað til fyrirætlana Péturs
mikla, sem nú er ein dáðasta
þjóðhetja Rússa. 1 nýkominni
Dagrenningu er þetta nokkuð
rakið og fara kaflar úr þeirri
grein hér á eftir:
Áætlun Péturs mikla.
Árið 1897 kom út bæklingur í
Bandaríkjunum eftir mann að
nafni Alfred H. Burton, og nefnd
ist bæklingur þessi „Örlög Rúss-
lands“. Þar var sýnt fram á að
samkvæmt spádómúm Biblíunn-
ar mundi Rússland verða mikið
og ógurlegt stórveldi. Nú hefir
sami maður, sem nú er háaldr-
aður, skrifað viðbótargrein við
bækling sinn og sýnir fram á hve
furðulega núverandi stjórnendur
Rússlands fylgi heimsyfirráðaá-
ætlun, sem Pétur mikli Rússa-
keisari skildi eftir er hann dó
1725 og hversu hratt ber nú í þá
átt, sem hernaðaráætlun hins
volduga rússneska harðstjóra
stefndi, en lokatakmark hennar
var alheimsyfirráð Rússa.
Kaflar þeir, sem Burton tekur
upp úr heimsyfirráðaáætlun
Péturs Rússakeisara, eru teknir
úr bókinni „Russia“, sem gefin
var út í Bohn’“s Standard Lib-
rary, en auk þss birti blaðið
Tímes í London áætlunina í
heild fyrir nokkrum árum.
Að sjálfsögðu er mörgu sleppt
en þeir kaflar, sem Burton tek-
ur, fara hér á eftir í íslenzkri
þýðingu.
Öflugur her.
1. Rússneska þjóðin verður
stöðugt að vera vígbúin, til þess
að hermennirnir séu vígreifir
og vel á sig komnir. Þar má ekk-
ert hlé á verða, nema til þess að
létta á útgjöldum ríkisins, end-
urskipuleggja herinn og bíða
hagstæðs árásartíma. Með þess-
vel má vera að ýmsar aðrar
aðferðir séu heppilegri en
fastur vinnudeiludómstóll, er
skærist í leikinn, þegar deil-
ur hafa staðið lengi.En með
tilliti til þess. sem að framan
er rakið, heggur Alþýðublað-
ið býsna nærri bræðraflokk-
unum í nágrannalöndunum,
þegar það fer að bendla slíkri
hugmynd við fasisma, og
nokkuð nálægt heggur það
forustumönnum íslenzka Al-
þýðuflokksins, sem hafa sam
þykkt hvað eftir annað, að
kaup bænda skyldi ákveðið
með gerðardómi.
Það á vissulega að vera
grundvallarregla, að verk-
fallsrétturinn sé viðurkeijnd-
ur. En það má ekki fara með
hann út í öfgar, eins og t. d.
hér er komið, þegar 10—20
manna starfshópar, hafa orð
ið vald til að stöðva nær alla
þjóðfélagsvélina eða gera
hana óstarfhæfa. Hér þarf
að komast á svipuð tilhögun
ari aðferð er friðurinn tekinn
í þjónustu friðarins, til hags-
muna fyrir aukna og vaxandi
velmegun Rússlands....
3. Ekki má láta ónotað neitt
tækifæri til þess að skipta sér
af málefnum og þrætum Evrópu,
einkum þar sem Þýzkaland á í
hlut að málum, því að vegna
nálægðar sinnar höfum vér þar
mestra hagsmuna að gæta....
Útfærsla Iandamæranna.
8. Vér verðum linnulaust að
færa út landamæri vor — norð-
ur á bóginn meðfram Eystra-
salti, og suður eftir ströndum
Svarta hafsins.
9. Vér verðum að sækja fram,
eins og oss er unnt, í áttina til
Konstantinopel og Indlands. Sá
sem getur náð eignarhaldi á
þessum stöðum er raunveruleg-
ur stjórnandi heimsins. Með
þetta fyrir augum verðum vér
sí og æ að stofna til illdeilna ým-
ist við Tyrki eða Persa. Vér verð-
um að byggja bryggjur og skipa-
kvíar við Svartahafið og færa
oss smám saman upp á skaft-
ið unz vér ráðum bæði yfir því
og Eystrasalti, sem hefir tvö-
íalda þýðingu, ef áform vort á
að heppnast. Vér verðum að
flýta fyrir hruni Persaríkis, þoka
oss inn í persneskafólann, og
endurreisa, ef unnt er, verzlun-
arviðskiptin fornu við löndin að
austanverðu við Miðjarðarhafið
yfir Sýrland, og brjóta oss braut
inn í Indland, sem er byrgða-
skemma heimsins. Þegar vér er-
um þangað komnir getum vér
verið án enska gullsins.
Öfundsýki smáþjóðanna.
10. Ennfremur verðum vér að
leggja oss í lima til þess að koma
á og viðhalda nánu sambandi
við Austurríki og láta sem vér
styðjum áform þess um stækkun
á kostnað Þýzkalands á kom-
andi tímum, en æsa jafnframt
á laun öfundsýki smáríkjanna.
Með því móti getum vér komið
því til leiðar, að einhver flokkur
leiti aðstoðar hjá Rússum og
þannig verðum vér eins konar
verndarar landsins og það brýt-
ur oss brautina til yfirráða síð-
ar meir.
11. Vér verðum að gera austur
rísku þjóðhöfðingjunum hugleik
ið, að reka Tyrki burt frá Ev-
rópu og vér verðum að koma í
veg fyrir að þeir verði afbrýði-
samir, þegar vér hernemum
Konstantiopel annað hvort með
því að taka hana fyrst í sam-
bandi við styrjaldir við Evrópu-
og í Danmörku, þar sem verk
fallsvaldið er raunverulega
komið í hendur heildarsam-
takanna og því er ekki beitt,
nema meirihluti félags-
manna, sem að baki þeim
stendur, vilji beita því. Slíkt
er mikil trygging fyrir þvi,
að verkfallsréttinum sé ekki
beitt, nema hagsmunir verka
lýðsins krefjist þess. Með
þessu er skæruhernaður, sem
er ekkert annað en misnotk-
un verkfallsréttarins, útilok-
aður.
Það er ekki síður hags-
munamál verkalýðssamtak-
anna en þjóðfélagins að fyr-
irbyggja misnotkun verkfalls
réttarins. Þess vegna væri
heppilegast, að þessir aðilar
gætu komið sér saman um þá
lausn, sem veitti verkfalls-
réttinum sjálfsagða og eðli-
lega viðurkenningu, en hindr
aði jafnframt misnotkun
hans.
MOLOTOFF,
sem nú er sagður stjórna
landvinningasókn Rússa.
ríki, eða með því að lofa þeim
hluta af herfanginu og það get-
um vér svo alltaf tekið aftur í
góðu tómi.
12. Vér verðum að safna um
oss, eins og umhverfis miðdepil,
öllum þeim gríska þjóðarbrot-
um, sem dreifð eru um Ungverja
land, Tyrkland og Suður-Pól-
land. Vér verðum að koma því
þanníg fyrir að þeir telji sig
eiga stuðnings að vænta frá oss
og með því að stofna svo eins
konar háklerkavald, ínunum vér
tryggja veg vorn til alheims
yfirráða.
Tungur tvær.
13. Þegar Svíþjóð er orðin
eign vor, Persaland horfið, Pól-
land undirokað, Tyrkland sigr-
að, — þegar herir vprir eru orðn
ir sameinaðir og skip vor ráða
yfir Svartahafi og Eystrasalti
verðum vér að gera hirðinni í
Versölum og í Vín leynileg til-
boð, hvorri í sínu lagi án þess
að hina gruni, að þær gerist með
oss aðilar að heimsyfirráðum.
Samþykki önnur hvor þeirra
uppástungu vora, og það má
teljast víst, ef nógsamlega er
leikið á metorðafýkn þeirra og
eigingirnd, þá verðum vér að
(Framhald á 7. síðu.)
Raddir nábáanna
í Degi 23. þ. m. segir m. a.
á þessa leið:
„Gylfi Gíslason prófessor
hefir skrifað langa grein í Al-
þýðublaðið til þess að reyna að
sanna, að þjóðnýtingarstefnan
sé enn aðalkeppikefli jafnað-
armanna erlendis. Jafnframt
hefir hann reynt að gera starf
sem samvinnufélaganna hér á
landi tortryggilega. í sambandi
við fullyrðingar prófessorsins
um fastheldni brezkra jafnað-
armanna við þjóðnýtingará-
áformin, er fróðlegt að lesa
ummæli hins frjálslynda blaðs
New Statesman and Nation um
þetta efni nú nýlega. Þar segir
m. a.: „Aðvörun sú, sem kjós-
endur veittu (Verkamanna-
flokknum) í febrúar s.l., hefir
breytt andrúmsloftinu í Verka
mannaflokknum. Flokkurinn
er að byrja að sjá hinar raun-
verulegu takmarkanir þjóðnýt
ingarinnar, sem allsherjar
lækningar, og hann er að byrja
að viðurkenna að neytandinn
er alveg eins mikilvægur stjórn
málalega og framleiðandinn.
Af þessum ástæðum er flokk-
urinn að komast að þeirri nið-
urstöðu, að hugsjónir sam-
vinnumanna og starfsaðferðir
þeirra hafa eins stóru hlut-
verki að gegna í lýðræðissósí-
alísku landi og stjórnarnefnd-
ir þjóðnýttra atvinnugreina."
Hin nýja stefnuyfirlýsing
brezka verkamannaflokksins,
sem nýlega var sagt frá hér
í blaðinu, sýnir líka greini-
lega, að flokkurinn leggur
stórum minni áherzlu á
aukna þjóðnýtingu en hann
hefir áður gert.
Baðstofuhjal.
(Framhald af 4. slBu.)
En mig minnti, að Stjánn hefði
sagt mér í fyrra, að hann og
hans menn væru á móti geng-
islækkun, Jú, Stjáni sagði, að
það væri satt, en nú væri ástand
ið svo alvarlegt, að ekki þýddi
að vera á móti henni lengur. Nú
væru allir sínir menn með geng-
islækkuninni, og allir þingmenn
væru sammála um, að ekki yrði
hjá því komizt lengur að lækka
gengið. Ég hélt, að þeir ætluðu
I að mynda stjórnina og lækka
i gengið í þessari viku, sagði hann.
En nú er komið fram á föstu-
dag og ekkert gerist. Ég held, að
það væri gott, að þeir heyrðu
þína skoðun á málinu.
Ég sagðist nú halda, að ég
reyndi að hafa mína skoðun út
af fyrir mig, og spurði, hvort
hans menn ætluðu að mynda
stjórnlna. Nei, Stjáni sagði, að
það ættu „stóru flokkamir“ að
gera, því að þetta væri svo
„stórt“ mál. Annað dygði ekki.
En hans menn og fleiri smá-
flokksmenn væru með lífið í
lúkunum út af því, að stóru
flokkarnir gætu ekki komið sér
saman. Og þá færi útgerðin í
hundana, og enginn maður
fengi atvinnu.
„.... Aldrei fór ég í þingið
með Stjána, en kom við í búð og
keypti mér spariföt út á stofn-
aukann, því að ég bjóst við, að
krónan hlyti að lækka úr því að
allir þingmenn væru með því,
eftir því sem Stjáni sagði. Ég sá
líka í ísafold minni eftir að ég
kom heim, að stjórn stóru flokk
anna var komin á laggirnar og
búið að lækka krónuna. Mig
minnir, að það væri gert á gó-
unni. Nú getur Stjáni verið á-
nægður, hugsaði ég, og ég líka,
úr því að ég fékk sparifötin. Þau
endast mér víst úr þessu á með-
an ég tóri.
En svo kom Stjáni á Vestur-
götumTi til min í sumar, og aldrei
hefi ég orðið eins hissa á ævi
mihni. Hann hafði, svei mér,
munninn fyrir neðan nefið,
sagði að stóru flokkarnir hefðu
gert samsæri á móti verkalýðn-
um, og gengislækkunin væri
hrein svik við þjóðina. Hann
sagði að sinir menn og aðrir
smáflokkamenn væru allir á
móti gengislækkuninni, og nú
ætti að gera verkfall á móti
stjórninni út af þessu. Hún
skyldi komast að því fullkeyptu
fyrir að fara svona skammar-
lega að ráði sínu.
En útgerðia, sagði ég. Var hún
ekki að fara í hundana. Og
hefði ekki allir orðið atvinnu-
lausir, ef útgerðin hefði farið i
hundana?
Mér er f j..sama um útgerð
ina, sagði Stjáni. En sérðu ekki,
maður, að þið bændurnir tapið
á þessu? Og auðvitað tapar út-
gerðin líka, því að verðið á fisk-
inum hefir enn fallið í útland-
inu.
Heldurðu, að það sé gengis-
lækkuninni að kenna aö verðið
féll í útlandinu? spurði ég. Ekki
hélt Stjáni, að það væri nú bein
línis henni að kenna. En hann
sagðist alltaf hafa verið á móti
gengislækkun, og allir hans
menn. — Og nú skyldi verða
verkfall, sem um munaði.
Þá sagði ég við Stjána minn:
að ég ætti nokkra kapla af
þurru heyi úti á engjum, og
þyrfti endilega að koma þeiin
heim fyrir kvöldið. Hann skyldi
láta fara vel um sig í baðstof-
unni á meðan.-----En þegar ég
om heim um kvöldið, var hann
farinn, og ég hefi ekki séð hann
síðan------“
Þetta skrifar Jón í Flóanum
og ýmislegt fleira, sem ég birti
ef til vill seinna.
Gestur.