Tíminn - 05.09.1950, Side 4
4.
TÍMINN, þriðjudaginn 5. september 1950.
193. blað.
Sjómannaheimiliö á Siglufiröi
Árið 1948 hafði Sjómanna-
og gestaheimili Siglufjarðar
starfað í 10 ár. Hefði því þetta
10 ára yfirlit um starfið átt
að koma í síðustu árbók heim
ilisins, en af því gat ekki orð
ið. — Verður þetta yfirlit því
látið fylgja þessari árbók, en
vegna þess hve rúm hennar
er takmarkað verður að fara
mjög fljótt yfir sögu, en að
öðru leyti má vísa til árbók-
anna sjálfra, er komið hafa
út árlega, síðan 1942.
Eins og kunnugt er, er at-
vinnulif þannig háttað hér í
Siglufirði, að á hverju sumri
kemur hingað fjöldi manns
til síldveiða úr öllum lands-
hlutum og auk þess hafa er-
lend skip aðalbækistöðvar sín
ar hér.
íslenzku skipin leggja hér
upp afla sinn og margt fólk
vinnur að síldverkun í landi.
Aðbúnaður þessa fólks hefir
löngum verið ófullkominn, þó
að hann hafi farið batnandi
síðustu árin. Sjómenn höfðu
engan sama stað, þar sem
þeir gátu verið í ró og næði,
þegar þeir voru í landi og
vinnuskálar landverkafólks
voru oft harla óvistlegir. Varð
þetta oft til þess, að fólk
kaus að gleyma leiðindum og
einstæðingsskap sínum við á-
fengi og óheilbrigt skemm-
analíf. Til þessa ber að rekja
það óregluorð, sem lengi fór
af Siglufirði.
Lengi höfðu hugsandi
menn fundið að hér var
mikil þörf úrbóta og að koma
þyrfti upp vistlegum stað,
þar sem sjómenn og aðkomu
fólk gætu átt athvarf í frí-
stundum sínum og gæti orðið
þeim einskonar heimili, sem
fjarri væru heimilum sínum
mestan hluta sumarsins.
Norðmenn höfðu fyrir
löngu komið sér upp slíku
heimili, fyrir sína sjómenn,
Og sú starfsemi gefist mjög
vel, og haft hin beztu áhrif á
siglfirzkt bæjarlíf.
Eftir að St. Framsókn nr.
187 tók til starfa á ný 1935,
var þegar farið að ræða um,
hvernig hægt væri að bæta
úr heimilisleysi aðkomufólks-
ins, sem hingað leitaði yfir
sumartímann. Var málið
rætt hér í blöðunum og fékk
góðar undirtektir þjá al-
menningi.
Árið 1937 var hafizt handa
fyrir alvöru að hrinda þessu
máli í framkvæmd. Stúkan
sótti um styrk til Alþingis og
sýndi fram á hina miklu þörf
fyrir slikt heimili og á vetr-
arþinginu 1938 var samþykkt
að veita 30 þús. kr. styrk í
þessu skyni gegn því, að %
kæmu annarstaðar frá og
með því skilyrði að stofnun-
in yrði rekin imdir stjórn og
á ábyrgð bindindisfélaganna
í Siglufirði. Var gerð teikn-
ing af húsi og kostnaðaráætl
un samin, en vegna erfiðleika
á innflutningi byggingarefnis
var fyrirsjáanlegt að ekki
myndi hægt að ráðast í bygg
ingaframkvæmdir fyrst um
sinn.
En þá bauðst stúkunni til
kaups samkomuhús kven-
félagsins „VON“ við Suður-
götu 14, og var, með sam-
þykki ríkisstjórnarinnar, horf
ið að því ráðí að kaupa hús
þetta fyrir 36 þús. kr., en af
þeirri upphæð gaf kvenfélagið
hinu nýstofnaða Sjómanna-
heimili 6 þús. kr. Var nú
unnið að því að lagfæra hús-
ið fyrir hina væntanlegu starf
Eftir séra Óskar Þorláks.son
Nýlega er komin út árbók Sjómanna- og gesta-
heimilis Siglufjarðar fyrir árið 1949. Heimilið, sem er
starfrækt af stúkunni Framsókn, starfaði að þessu
sinni 3Vá mánuð á árinu. Tala gesta var allt 16.383.
Tala baðgesta 4971 og 950 bréf voru skrifuð á heimil-
inu af gestum og send þaðan. Þetta er heldur minni
aðsókn en oft áður, enda minni skipakomur til Siglu-
fjarðar um síldveiðitímann í fyrra en venjulega.
Öllum, sem til þekkja, kemur saman um, að sjó-
manna- og gestaheimili þetta sé hin merkasta stofn-
un og stúkunni Framsókn til mikils sóma, en hún
hefir sama og einskis opinbers styrks notið, eða 5000
kr. frá ríkinu árlega og 2000 kr. frá Siglufjarðarbæ.
Hún er nú búin að starfrækja heimilið í meira en 10
ár, en í ársritinu birtist að þessu sinni yfirlit eftir
séra Óskar Þorláksson um starfsemina fyrstu 10 árin.
Tíminn telur hér sagt frá svo merkilegri starfsemi,
að hann tekur sér leyfi til að endurprenta frásögn
séra Óskars.
seml og 23. júlí 1939 var Sjó-
manna- og gestaheimili
Siglufjarðar opnað með fjöl-
mennri samkomu. Síðan hef
ir heimilið verið starfrækt 2
—3i/2 mán., á hverju sumri.
— Reynslan sýndi það strax,
að mikil þörf var fyrir þessa
starfsemi. Aðsókn var mikil
þegar fyrsta sumarið og hef-
ir jafnan farið vaxandi, og
skipta þeir nú tugum þús-
unda, sem á þessum 10 árum
hafa verið gestir á Sjómanna
heimilinu.
í árbók Sjómannaheimilis-
ins hefir starfseminni verið
lýst all ýtarlega frá ári til
árs, og svo er einnig gert i
starfsskýrslu ársins 1949, hér
að framan, svo að ekki er á-
stæða til að fjölyrða um það
hér, en þó má geta þess, að
alltaf hefir verið aukið við
starfsemina, eftir því sem ár
in hafa liðið og fjárhagur
hefir leyft og hægt hefir ver-
ið að koma við, í áðurnefnd-
um húsakynnum við Suður-
götu 14.
Starfsemi Sjómannaheim-
ilisins hefir átt miklum vin-
sældum að fagna frá byrjun,
meðal sjómanna og síldar-
fólks. Fjöldi gesta hefir jafn-
an hallað sér þar að, lesið blöð
og bækur, skrifað bréf, fengið
sér veitingar, tekið sér bað
og notið fyrirgreiðslu með
ýmsum hætti og reynt hefir
verið að láta alla þjónustu í
té við sem vægustu verði.
Þetta allt hafa sjómennirnir
metið. í árbókum heimilisins
undanfarin ár hafa verið
birtir listar yfir gjafir sjó-
manna á síldarskipum og er
það ekki lítil upphæð, þegar
allt kemur til alls. Miklu af
þessu fé hefir verið varið til
endurbóta og viðhalds á hús-
inu og til kaupa og endur-
nýjunar á áhöldum. Auk þess
sem alltaf hefir verið lagt
nokkuð í nýbyggingarsjóð.
Opinber viðurkenning á
þessu starfi hefir komið úr
ríkissjóði, bæjarsjóði Siglu-
fjarðar og frá Stórstúku ís-
lands, frá Kirkjuráði (eitt
ár), frá Síldarverksmiðjum
ríkisins og Síldarútvegsnefnd
flest árin og frá einstökum út
gerðarmönnum og útgerðar-
félögum, auk gjafa frá sjó-
mönnum og öðrum einstak-
lingum. Bókasafni heimilisins
hafa árlega borizt margar
góðar bókagjafir.
Stórstúka íslands hefir frá
byrjun látið sér mjög annt
um heimilið, því auk hins ár-
lega styrks, hefir Stórstúkan
veitt sjómannaheimilinu ríf-
legan hluta af happdrætti
templara, og hefir sú upp-
hæð verið lög i nýbyggingar-
sjóð heimilisins, auk þess hef
ir starfsmaður Stórstúkunn-
ar, hr. Páll Jónsson, starfað
við heimilið í fjögur sumur.
Þá hafa heimilinu borizt
mjög stórar gjafir, en þeirra
stærstar eru: minningargjöf
kr. 10.000,00 er ættingjar
Ingvars heitins Guðjónsson-
ar gáfu heimilinu til minn-
ingar um hann 1945, og lóðir
þær, sem ættingjar Sigurjóns
Benediktssonar og Kristjönu
Bessadóttur gáfu til minning
ar um þau hjón 1948.
Þá má loks geta þess, sem
St. Framsókn hefur lagt fram
beint og óbeint til heimilis-
ins þessi ár og þá ekki sízt
með vinnuframlögum ein-
stakra félaga, í ýmsum mynd
um og margvíslegum öðrum
stuðningi, og ber þá alveg
sérstaklega að minnast leik-
nefnda stúkunnar og leik-
fólks utan stúku og innan,
sem árlega hefur safnað
miklu fé.
Þess má geta hér, að auk
bindindisstarfsins hefur rekst
ur Sjómannaheimllisins ver-
ið annað höfuðverkefni stúk
unnar.
Það hefur verið hin mikla
gæfa Sjómannaheimilisins
þessi ár, hve vel hefir tekist
um val starfsfólks, er starfað
hefir við heimilið og allt hef-
ur borið hag stofnunarinn-
ar mjög fyrir brjósti. Þessar
forstöðukonur hafa starfað
við heimilið: Frú Þorfinna
Sigfúsdóttir, frú Lára Jó-
hannsdóttir, frú Guðlaug
Steingrímsdóttir og frk.. Rósa
Viggósdóttir. Frk. Anna Sig-
mundsdóttir annaðist starf-
rækslu baðanna í mörg ár.
Forstcðumenn hafa verið:
Jóhann Þorvaldsson, kennari,
Eiríkur Sigurðsson, kennari,
Ak., Friðrik Hjartar, skólastj.
Siglfirði, og Páll Jónsson,
erindreki, R.vík. Þá hafa all
margar stúlkur starfað við
heimilið á hverju sumri og
rækt störf sín vel og trúlega.
Þegar litið er yfir 10 ára
starf Sjómannaheimilisins er
ánægjulegt að minnast þess
hve starf þetta hefir gengið
vel og giftusamlega, hvernig
heimilið hefur orðið mörgu
aðkomufólki ^g sjómönnum
griðastaður, auk þess sem
Vigfús Guðmundsson í
Hreðavatnsskála skrifar Bað-
stofuhjalinu eftirfarandi:
„Þótt oft séu margar læsilegar
greinar og góðar hugvekjur, sem
Tíminn flytur, hefir mér fátt
þótt eins vænt um nú lengi, sem
hann hefir flutt, eins og grein
Sigurðar Þórarinssonar um
náttúruvernd, er ég var að ljúka
við að lesa í nýkomnum Tíma.
Það er alves: grátlegt, hve
margir eru skeytingarlausir um
verndun hinnar dýrðlegu nátt-
úru, sem allsstaðar blasir við
augum manna. Sigurður minn-
ist m. a. á eitt dæmið hér í ná-
grenninu: eldgíginn Grábrók.
Nú síðustu árin hefir verið flutt
óhemju mikið byggingarefni úr
gígnum (eða réttara sagt gíg-
unum tveim) til Borgarness,
Akraness og víðsvegar um hér-
aðið.
Ennþá hafa ýmsir verið svo
dauðans sinnulausir, að skerða
gíginn hér og þar að óþörfu og
rífa m. a. burtu mosann sem
verið hefir að gróa í mörg
hundruð ár — hefir klætt gíg-
inn og gefið honum sérkenni-
legan svip.
Nú þegar eru komin svöðusár
á gíginn, sem sennilega fást
ekki grædd aftur næstu aldirn-
ar. Og verði haldið áfram á
sömu braut, má búast við eyði-
leggingu fegurðarinnar að
miklu leyti á þessum fagra og
sérkennilega eldgíg, sem liggur
í byggð við einn fjölfarnasta
þjóðveg landsins.
Milli skála míns og eldgígsins
var allstór fallegur grashvamm-
ur mót suðri, er náði niður að
þjóðveginum. Þegar ég kom hér
uppeftir eitt vorið fyrir fáum
árum síðan, voru vegavinnu-
menn búnir að tæta alla gras-
rót og jarðveg með jarðýtu burt
úr hvamminum, og eftir var að-
eins bert grjótið. Nóg möl og
grjót var þó rétt hjá til þess að
nota í vegauppfyllinguna.
Byrjað hafði svo verið að beita
jarðýtunni á skógi vaxinn halla
skammt frá hvamminum. En
þá kom bóndi úr sveitinni að og
leiddi athygli skemmdarverka-
mannanna að því, hver spjöll
þeir væru að gera. Hættu þeir
I þá náttúruspjöllunum á þessum
1 stað. En síðan gapir við frá
þjóðveginum raufin upp hall-
ann, þar sem bjarkarhríslurnar
heyja ár eftir ár sitt dauðastríð
í börmum skurðsins, sem jarð-
ýtan gerði.
Hérna eftir endilöngum daln-
um rennur ein af yndislegustu
laxám landsins. Fyrir nokkrum
árum var talsverð stund lögð á
að auka í henni laxinn með
laxaklaki, hálfgerðri friðun o. fl.
ráðum. Árangur virtist góður,
þrátt fyrir mjög mikla rán-
yrkjú í nokkrum hluta hennar.
En fyrir fáeinum árum tók fé-
lag manna í Reykjavík mestalla
ána á leigu fyrir hátt gjald.
Siðan er stunduð svo grimmileg
rányrkja (8 stengur frá morgni
til kvölds mestallt sumarið) í
þessari litlu fögru bergvatnsá,
að nú lítur helzt út fyrir, að
hún verði að mestu laxlaus áð-
ur en langur tími líður, ef svona
fer fram eins og undanfarið.
Mest hefir verið tínt upp úr
henni í sumar af 1—2ja kíióa
laxbröndum.
En Iaxárnar eru eitt hið dá-
samlegasta náttúrufyrirbrigði,
sem landið okkar hefir að bjóða.
Og það náttúrufyrirbrigði, ef vel
væri með farið, sem Island gæti
haft fullkomnara heldur en flest
önnur lönd heimsins.
Fyrir allmörgum árum var hér
allt fullt af farfuglum. Nú sjást
þeir aðeins örfáir. En í stað
þeirra er minkkvikindið komið,
sem læðist hér um hvarvetna í
skúmaskotum og hremmir það-
an saklausa sumargestina, sem
fleytzt hafa á vængjum sínum
sunnan yfir hin breiðu höf, til
þess að eiga hér afkvæmi sín
og fóstra þau upp í hinni frið-
sælu, ósnortnu íslenzku náttúru.
Þá eru það líka ferðamenn-
irnir. Þótt oft séu þeir kær-
komnir, þá eru þeir sumir und-
arlega kærulausir i umgengni
sinni við náttúruna.
í tjald- og áningarstöðum
þeirra, sem venjulegast eru í
fögrum skógarbrekkum, grasi
grónum grundum eða yndisleg-
um hvömmum, má oft sjá öm-
urlegan viðskilnað. Allskonar
drasli og leifum er stráð þar um
allt, svo að stundum líkist hálf-
gerðu svínabæli, þar sem daginn
aður var heillandi, ósnortin
náttúran. Þó tekur út yfir þegar
fólk er að leika sér að því að
rista í börk hinna fögru bjark-
artrjáa, slíta hríslur og blóm,
jafnvel ekki einu sinni til þess
að prýða sig eða farartækin með
þeim, heldur fleygja þeim hér
og þar.
Svona má lengi haida áfram
að telja upp aðeins hér í ná-
grenninu, og svipað er þetta
líklega um land allt.
Margfaldar þakkir skal Sig-
urður Þórarinsson hafa fyrir
sína ágætu grein um náttúru-
vernd á þessum hólma, sem við
íslendingarnir höfum fengið til
varðveizlu og sem hver kynslóð
hefir helgar skyldur við að skila
betri á sem flestan hátt, heldur
en þegar hún tók við honum.“
Hér lýkur grein Vigfúsar. Ég
er samþykkur honum eins og
svo oft áður.
Starkaður.
TILKYNNING
frá ÞÓRSKAFFI
Eins og undanfarna vetur verður salurinn leigður
út fyrir smærri og stærri veizlur, dansleiki, funda
höld og annað því um líkt. Þau félög, og aðrir,
sem þurfa slíkt húsnæði, ættu að tala við mig
sem fyrst.
Er til viðtals alla daga kl. 2—4.
Virðingarfyllst,
RAGNAR JÓNSSON. — Sími 6497.
Auglýsingasími Tímans 81300
(Framhald á 7. siðu.)