Tíminn - 16.09.1950, Page 2
2.
TÍMINN, laugardaginn 16. september 1950.
203. blað.
‘Jrá kafi til keiia
m
S. K.T.
Útvarpið
Útvarpið í dag:
8.30—9.00 Morgunútvarp. —
10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15
Hádegisútvarp. 15.30—16.25 Mið
degisútyarp. — 16.25 Veðurfregn
ir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón
ieikar: Samsöngur (plötur).
19.45 Auglýsingar. 20.00 Préttir.
20.30 Útvarpstríóið: Tríó í Es-
dúr nr . 3 eftir Hummel. 20.45
Leikrit: „Syndaselur“ eftir
Svein Bergsveinsson. — Leik-
stjóri: Þorsteinn Ö. Stephensen
21.45 Tónleikar: Ungir söngv-
araar, Louis Roney og Marie de
Gerlando, syngja (plötur). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22 05
Danslög (plötur). 24.00 Dags-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell er væntanlegt
til Genúa á sunnudaginn. M.s.
Hvassafell fór frá Reyðarfirði í
gær áleiðis til Akureyrar.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Hafnarfirði
15.9. til Svíþjóðar. Dettifoss fór
frá Antwerpen 12.9., væntan-
legur til Reykjavikur 17. 9
Fjallfoss er í Reykjavík, fer
væntanlega 16.9. til vestur- og
norðurlandsins. Goðafoss fór
%frá Hamborg 14.9. til Rotter-
dam. Gullfoss kom til Kaup-
mannahafnar 14.9. fer þaðan
16.9. til Leith og Reykjavíkur.
Lagarfoss fór frá Halifax 13.9.
til Reykjavíkur. Selfoss fór frá
Gautaborg 9.9., kemur til Vest-
mannaayja um hádegi í dag
15.9. og fer þaðan síðdegis í
dag til Keflávíkur og Reykja-
vikur. Tröllafoss kom til New
York 11.9. frá Botwood í New
Foundland.
Ríkisskip.
Hekla fór frá Reykjavík á
hádegi í gær austur um land
til Siglufjarðar. Esja var á Ak-
ureyri í gær á leið til Þórshafn
ar. Herðubreið var á Húsavík
í gær. Skjaldbreið verður á
Skagaströnd i dag. Þyrill er
norðanlands. Ármann fór frá
Reykjavík í gærkvöldi til Vest-
mannáeyja.
Messur á morgun
Hallgrímskirkja.
Messað kl. 11 f. h. Séra Sigur
jón Árnason predikar.
Laugarneskirkja.
Messa kl. 11 f. h. Séra Garðar
Svavarsson.
Fossvogskapella.
Messa kl. 2 e. h. Séra Garðar
Svavarsson.
Nesprestakall.
Messað í kapellu Háskólans
kl. 2 e. h. Séra Jón Thoarensen.
Elliheimilið.
Guðsþjónusta kl. 10 f. h. Séta
Sigurbjörn Á. Gíslason.
Árnað heiila
Trúlofun.
Fyrir nokkru opinberuðu trú
lofun sína ungfrú Djurdja
Hersec frá Júgóslavíu og Frið-
rik Hreiðar Magnússon í Hafn-
arfirði.
Úr ýmsum áttnm
Slátursala S.Í.S.
Slátursaia S.l.S. er opin alla
virka daga, einnig laugardaga,
frá kl. 9 árdegis tii kl. 5 síðdeg-
is. Sími slátursölunnar er 7080.
Gefið samband frá skiptiborði
allan daginn frá kl. 9 til 5.
Sjóbaðstaðurinn í Nauhólsvík.
Sjóbaðstaðurinn í Nauthólsvík.
vík hefur nú verið lokað. Verið
er að vinna að þvi að taka upp
fleka og ganga frá öðrum á-
j höldum. Baðstaðurinn var í
■ sumar opinn frá 1. júlí s.l. Að-
! sókn var góð þegar vel viðraði
I einkum á laugardögum og
sunnudögum, en tíð hefir yfir-
leitt verið óhagstæð. Alls hafa
; á þessu tímabili sótt baðstaðinn
] ca. 4000 manns.
j Baðvörður var Guðmundur
Ingólfsson, sundkennari.
Til sængurkvenna í
Reykjavík.
í fjarveru Helgu Níelsdóttur,
ljósmóður næstu 4 vikur tekur
Guðrún Halldórsdóttir, ljósmóð
ir, Rauðarárstíg 40, við beiðnum
um hjálparstúlku til sængur-
kvenna. Fyrirspurnum svarað í
síma 2944 kl. 8—9 á mánudög-
um, fimmtudögum og laugardög
um.
Þjóðleikhúsið.
Sýningar á ISLANDSKLUKK
UNNI í Þjóðleikhúsinu verða i
kvöld og annað kvöld, en síðan
mun leikurinn ekki sýndur fyrr
en í síðustu viku mánaðarins
sökum lokaæfinga og frumsýn-
ingar á nýja leikritinu ÓVÆNT
HEIMSÓKN. Verður það sýnt
í fyrsta sinn á föstudaginn kem
ur og um helgina þar á eftir.
Merkjasöludagur Náttúru-
lækningafélags fslands.
Hinn árlegi merkjasöludaguí
Heilsuhælissjóðs Náttúrulækn-
ingafélags tslands er hinn 20.
sept. eða næstkomandi miðviku
dag.
Með hverju árinu sem liður,
verður mönnum ljósari hin
, brýna nauðsyn þess að komið
! sé á fót hressingar- og heilsu-
hæli fyrir þreytt og lasið fólk
og sjúklinga með allskonar
langvinna sjúkdóma, er þarfn-
ast fyrst og fremst heilnæmrar
fæðu hæfilegrar hreyfingar, úti
vistar og hvíldar, sem fólk get-
ur ekki veitt sér á heimilum
sínum eða í hinum yfirfullu
sjúkrahúsum.
Slíku hæli hyggst N.L.F.Í. að
koma upp og hefir fyrir nokkru
keypt jörðina Gröf í Hruna-
mannahreppi, en þar er mikill
jarðhiti, gróðurhús og góð rækt
unarskilyrði, jörðin vel í sveit
sett og umhverfi hið fegursta.
Sjóðurinn á nú nokkurt fé
handbært, og margir biða með
eftirvæntingu eftir því ssð hægt
verði að því að hægt verði að
koma upp þó ekki sé nema vísi
að hæli. Fer það eftir skilningi
og örlæti almennings, hve fljótt
það getur orðið. Sjóðnum ber-
ast iöulega smærri og stærri
gjafir, og einnig hefir mörg-
um reynst vel að heita á hann.
Er ekki að efa, að margir hugsi
vel til hans nú í sambandi við
merkjasöludaginn, ekki sízt þar
sem þessi dagur er afmælisdag
ur forseta félagsins, Jónasar
læknis Kristjánssonar, sem
fjöldi manna á gott upp að
unna. Og vist er það, að ekki
er hægt, á þessum degi, sem er
80 afmælisdagur hans, að gefa
honum betri afmælisgjöf en þá,
að sjóðurinn eflist og færist
nær því marki, sem honum er
sett.
ForNvtalijónin
hriðra Rcykjalnnd
(Framhald af 1. slSu.)
ríkum mæli gestrisni og ljúf-
mennsku forsetahjónanna.
Gafst gestunum kostur á að
skoöa staðinn úti og inni, og
vakti hin mikla nýrækt og
fyrirmyndarbúskapur sérstak
lega athygli þeirra.
íslenzk fríraerki
Notuð íslenzk frímerki kaupl
ég ávalt hæzta verðl.
JÓN AGNARS
Frímerkjaverzlun
P. O. Bov 356 — Reykjavlk
Kaupið Tímann!
^4 fo
Eldrl dansarnir I G. T.-húsinö
í kvöld kl. 9. — Húslnu iokað kL
10.30.
Aðgöngumlðasala kl. 4—6. — Siml 3355. —
''N
TILKYNNING
frá Innflutning’s- og' Gjaldeyrisdeild
Fjárhag’sráðs um yfirfærslu á
námskostnaði
Umsóknir um gjaldeyrisleyfi fyrir námskostnaði
fjórða ársfjórðungs þ. á. skulu sendast skrifstofu deild-
♦♦
arinnar fyrir 25. þ. m. 4
Skilríki fyrir því, aö umsækjandi stundi nám, skal
fylgja hverri umsókn, annars má búast við að um- ::
sókninni verði ekki sinnt.
Sækja skal um á þar til gerðum eyðublöðum, sem j*
liggja frammi á skrifstofu deildarinnar.
Umsóknir, sem berast eftir umræddan dag verða ekki n
♦*
teknar til greina. ||
Reykjavík, 15. sept. 1950, ||
Innflutnings- og’ gjaldeyrisdeild
♦♦
Fjárhag’sráðs
_ íí
^nmcnmn::»:tnn:::nn:tnn:mnKmmn:nm8tn:::nnn»u:»Kn::!«nm)
ornum i/ec^i
Horft yfir landið
Slátursölu
höfum við opnað á Skúlagötu 12,.
Seljum í sláturtíð:
Ný dilka- og ærslátur,
dilka- og ærhausa,
Vambir, blóð og mör.
Fólk er beðið að koma með ilát undir slátur og blóð.
ATH. að SLÁTURSALAN er opin alla virka daga kl.
9—5, einnig á laugardögum.
♦
Samband ísl. samvimrafélaga
Sími 7080 (Símasamband við Slátursöluna kl. 9—5).
Það ber margt fyrir augu
þeirra, sem vegi landsins fara.
Fyrir allmörgum áruin gerðist
það, að á sömu misserum reis
upp fjöldi vindrafstöðva víðs-
, vegar um sveitir landsins. Spað
I ar vindrafstöðvanna, festir á
■ stálgrindur á hólum og klappar
holtum yið bæina ©ða jafnvel
á hlöðugaflana , Orðu þáttur í
, yfirbragði heilla sveita.
j Uppgangstími vindrafstöðv-
anna varð skammvinnur, exr
; nýtt tekur við. Það, sem ný-
stárlegast er í ár, þegar ekið
er um þjóðvegina eru hin miklu
nýju og sístækkandi skurða-
kerfi. Bændur landsins eru að
þurrka óræktarmýrar og búa
í haginn fyrir sig til nýs og stór
fellds landnáms. Þarna hefir
mýrin legið í þúsund ár og þús-
undir ára, og á undaníörnum
öldum hefir hún aðeins verið
beitiland eða kannske slegnir
þar blettir og blettir.
Einn góðan veðurdag í vor
eða haust, eða í fyrravor eða
fyrrahaust, kom skurðgrafan
og jörðin var rist sundur
Langir skurðirnir og moldarrof
ið á bökkum þeirra sést langar
leiðir að. Kannske er nær óslit-
ið skurðakerfi um þvera sveit-
: ina, og gefu henni nýjan svip,
er kemur þeim spánskt fyrir,
‘ er ekki eru farnir að venjast
| þessú umróti.
Hið nýja land bíður og þorn-
ar. En einn góðan veðurdag
annað vor eða annað haust
munu þeir, sem þá fara um
vegina, sjá menn beita drátt-
I arvélum og ræktunartækjum á
þetta land, rista sundur þúf-
urnar, tæta sundur grasrótina
, og mylja moldina, og hin súr-
sæta angan gróðurmoldarinnar
mun fylla vit þeirra sem þá
eru að starfi.
Enn líða dagar. Maður geng-
ur út að sá. Og það skiptast á
skin og skúrir. Regnið drýpur á
jörðina og sólin yljar moldina,
og fræin þrútna, skjóta frjó-
öngum og brátt þekur slikju-
græn grasbreiðan hinn unga
akur.. Golan strýkur mjúklega
gróðurinn, og breiðan bylgjast.
Gamla mýrin er orðin að rækt-
uðu landi. kannske samfellt tún
um þvera sveit.
Það er þetta sem hinir löngu
skurðir með svörtu og mó-
rauðu rofinu á bakkanum boða.
J. H.
Þökkum innilega alla hjálp og hluttekningu við andlát
og jarðarför
JÓNS G. SIGURÐSSONAR, frá Hofgörðum
Börn og tengdabörn.
LÖGTÖK
Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f. h.
bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lögtök
látin fara fram til tryggingar ógreiddum útsvörum til
bæjarsjóðs Reykjavíkur, er féllu í eindaga 15. júlí, 15.
ágúst og 15. september s. 1., ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði, að átta dögum iiðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess
tíma.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 16, september 1950.
Kr. Kristjánsson.