Tíminn - 16.09.1950, Page 6

Tíminn - 16.09.1950, Page 6
iiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiiiiiiiiiiiwiiiiMiuiiiiiiMiiiuiiiiiiifiiiimiiliiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiNiiiiiiiiiiiiniiiiiimiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHlllilimiitii 6. TÍMINN, laugardaginn 16. september 1950. 203. blaff. Síml 81936 Ástartöfrar (Döden er et Ketlen) Norsk mynd alveg ný, með óvenjulega bersöglum ástar- æfintýrum. Byggð á skáld- sögu Alve Mogens og hefir vakið geysimikla athygli og er enn sýnd við metaðsókn á Norðurlöndum. Aðalhlutverk: Claus Viese Bjorg Riser Larsen Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9 Nils Poppe í Fjöl- | leikahusi Sprenghlægileg gamanmynd I með hinum vinsælu leikur- | um: | Nils Poppe Karl Reinholt Sigurd Walljen Sýnd kl. 3. TRIPOLI-BÍÓ) Óður Síhería (Rapsodie Siberienne) 1 Hin gullfallega rússneska lit I mynd, verður sýnd aftur i vegna fjölda áskorana. Ör- | fáar sýningar. Sýnd kl. 5, 7 og 9 NÝJA BÍÓ Skritni Polli (The History of Mr. Polly) : Skringileg mynd um skrít- inn mann, byggð á frægri j skáldsögu eftir H. G. Wells. j Aðalhlutverk: John Mills, Sally Ann Howes, Diana Churshill. (Dóttir W. Churshill.) Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 imiiiimiMMifi | BÆJARBÍÓj HAFNARFIRÐI ( Tázkuverzlun og f tilhugalif Hin fræga enska litmynd. | Aðalhlutverk: Anna Neagle Michael Wildeng Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. fMiiiiiiiiimimmimmmmmmHmimHMnumHn - iHiiiimiiiiiiiiiiiiimmiiiiimmmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii - ELDURINN1 | j gerir ekki boð á undan sér. | r Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá | Samvinnutryggingum f Vlnsamlegast greiðið blaðgjaldið tU innheimtu- manna vorra. I * TIMItfN Þetta allt og himna i ríki líka (All This and Heaven Too); Mjög áhrifamikil amerísk stórmynd, byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Rach el Field. Sagan hefir komið út í ísl. þýðingu. Danskur texti. Aðalhlutverk: Bette Davis, Charles Boyer. Sýnd kl. 7 og 9.15. Meðal mannaæta og villidýra (Afrika Screams) Hin afar spennandi og sprenghlægilega ameríska gamanmynd með: Abbott og Costello. Sýnd kl. 3 og 5. aiiimiimimiimiiiMmMmimmiunmiimiiiHiini i iiimiMiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiiiii! ; (TJARNARBÍóI MÓÐFRÁST I Afar áhrifamikil og vel leik- | I in þýzk mynd. Aðalhlutverk: Zarah Leander. Hans Stuwe. Sýnd kl. 7 og 9. Seldur á leigu w* Aðeins örfá skipti eftir. (Out of this world) Bráðskemmtileg amerísk söngva og gamanmynd. Aðalhlutverk: Eddie Bracken Veronika Lake Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. GAMLA BÍÓÍ i : Rauða akurlil jan | (The Scarlet Pimpernel) I i Með Leslie Howard Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára ; 1 11 ———— * 1 ii ii S Hve glöð er vor | ;eska (Good News) Hin bráðskemmtilega I söngvamynd í eðlilegum lit- | um. Peter Lawford Joan Mac Cracken June Allyson Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f. h. í Hafnar ió Munaðarlausi drengurinn Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára TVÆR SAMAN HNEIKSLIÐ Á SNYRTI- STOFUNNI (Slander House) Sérkennileg og skemmtileg amerísk mynd byggð á skáld _ sögunni „Scandal House“ eft ir Madeline Woods. Aðalhlutverk: Adrianne Ames Craig Reynolds OG UNDIR FÖLSKU FLAGGI f (Under strange Flags) | i Spennandi amerísk kvik-1 | mynd er gerist meðal upp- f i reisnarmanna í Mexico. Aðalhlutverk: Tom Keene Sýnd kl. 3 og 5. | ■miiiiiiiiiiimmiiimimiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiimmmi Þegar Guðimmdur varð hissa (Framhald af 5. síOu.) hæitka kaup a. m. k. eins mikið og gert var. Kjarabót- um mátti ná með öðrum hætti, t. d. með gengishækk- un og söfnun í sjóði til síð- ari tíma, til notkunar í þágu almennings. Ef verðbólgunni hefði ekki verið hleypt í al- gleyming, væru slikir sjóðir enn mikils virði, t. d. til að auka íbúðarhúsnæði í land- inu. Jafnvel á stríðsárunum var kauphækkunarstefnan vafa- söm fyrir launtakana — hvað þá nú, þegar atvinnuvegirn- ir eru reknir með tapi. Þetta er nú mörgum Ijós- ara en áður. Og þess vegna hafa fulltrúar launtakanna komizt að þeirri niðurstöðu, að kauphækkunaraðferðin sé gagnslítil eins og nú er ástatt um þjóðarbúskap íslendinga. En Guðmundur Vigfússon er hissa. Við því verður ekki gert. Hin úrelta kenning um að kauphækkun og kjarabæt ur séu eitt og hið sama, á enn ýmsa áhangendur hér á landi. Hið steinrunna launamanna- „íhald,“ sem einblínir á krónufjölda teknanna, er skammsýnt og svifaseint eins og annað íhald. Þeir, sem þessu íhaldi þjóna, í góðri trú eða af öðrum ástæðum, standa uppi eins og nátt- tröll í dögun, þegar almenn- ingsheill krefst þess, að reyndar séu nýjar leiðir til að tryggja framtíð þjóðar- innar. Baráttan fyrir hagsmunum almennings, þar á meðal þeirra, er laun taka, mun í framtíðinni byggjast á því að auka svo sem unnt er hin raunverulegu verðmæti, sem þjóðin vinnur fyrir á hverjum tíma, og finna sanngjarnar reglur til að skipta þeim milli sameiginlegra þarfa og einstaklinganna — og ein- staklinganna innbyrðis. Skipulagslaust og sinnulaust kauphækkunarkapphlaup stefnir í öfuga átt, hefir trufl andi áhrif á þjóðarbúskap- inn, og færir engum neitt í aðra hönd, eins og nú standa sakir, nema helzt ýmiskonar spekulöntum á sviði kaup- sýslu- og stjórnmála — og munu þó slíkir menn flestir, fyrr eða síðar, hitta sjálfa sig fyrir. — Guðmundur Vigfússon og félagar hans geta látið sig dreyma um að koma tíma,- kaupi verkamanna upp í 100 eða 1000 krónur á klukku- stund. Slíkt hefir átt sér stað sums staðar í veröldinni. En ef þeir gera sér í hugarlund, að maðurinn með þúsund króna tímakaupið yrði betur staddur en hann er nú, ættu þeir áreiðanlega eftir að verða hissa, þegar að því kæmi. í sil iti ÞJODLEIKHUSID Laugard kl. 20 íslandsklukkan 1. sýning annars leikárs ★ Sunnudag kl. 20 íslandsklukkan Aðgöngumiðasala frá kl. 13,15—20 daglega. Svarað í síma 80000 eftir kl. 14. JOHN KNIiTEL: FRUIN A GAMMSSTÖÐUM ÍDS. DABUR geimnum. Það var hróp og háreysti, söngur og dans, á göt- um þorpsins langt fram á nótt.... Já, þvílík nótt! En í „húsinu“ á Gammsstöðum var allt orðið hljótt um miðnætti. Þar voru engir eldar tendraðir til þess að gleðj- ast við. Teresa hvíldi í rúmi sínu, og þess varð varla vart, hvort hún dró andann.... Nei — hún var ekki lengur sak- laus, ekki hrein. Hún hafði verið manni sínum ótrú. Hún hafði svikið hann í tryggðum, en hún var ekki skækja. — Þvílík bölvun, stundi hún. Þetta var ekki mín sök, Gottfreð. Ég varð að gera það. Ég verð að þola mína hegn- ingu. Anton Möller læddist inn á tánum. — Kona! Kona! sagði hann. Sefurðu? — Ég sofna bráðum, stundi hún. - XXXIII. — Gottfreð — elsku vinur, skrifaði Teresa morguninn eftir. Ef þú elskar mig, þá komdu ekki heim næstu daga. Það er bezt fyrir okkur bæði. Ég þrái þig ákaft, en ég þarfn- ast næðis. Ég verð að jafna mig. Ég er döpur í dag. Veðrið hefir breytzt. Himinninn er orðinn alskýjaður. Komi rign- ing, vona ég, að hún komi fljótt, svo að jörðin verði aftur orðin þurr, þegar þú kemur. Ég sakna þín mjög. Hve lengi get ég verið án þín? Ég er hræðilega óhamingjusöm, og þó undarlega hamingjusöm. Hún stakk hréfinu í póstkassann. Þegar hún kom heim, sagði Lovísa henni, að Anton Möller hefði gengið að heiman með byssu um öxl. Hann hafði sagzt ætla að æfa sig á skotbrautinni. Anton Möller lét byssuna inn í skáp, er hann kom heim, og gekk siðan til fundar við Röthlisþerger. Hann var ekki hýr á svip. Honum var loks orðið lóst, að Teresa elskaði hann ekki.... Nei — h,ún elskaði hann ekki. Andlit hans var hart eins og steinninn þetta kvöld. Teresa gaut í laumi til hans augunum. Húh vissi, hvernig honum var innanbrjósts, en hún gat ekki bætt úr því. Hún vor- kenndi þessum aldraða manni ósegjanlega. En sú vorkunn- semi var blandin grimmdarfullum kulda þess, sem veit dag hefndarinnar vofa yfir kvalara sínum. En samt tók hún mikilvæga ákvörðun. — Anton, sagði hún, um leið og hún stóð upp frá kvöld- verðarborðinu. í nótt verða dyrnar opnar. — Ég býst ekki við, að þú hafir mikið aflögu handa mér, svaraði hann þurrlega. — Það verður þú sjálfur að dæma um, sagði hún. — Ég skal ekki ónáða þig framar, kona góð, sagði hann. Hann leit til liénnar. Hann var harður á brún, gustillur og ógnandi. — Auk þess er ég þreyttur, sagði hann. Ég var að skotæf- ingum í dag, og svo hjálpaði ég Röthlisberger að gera við vél. Ég er þreyttur. Hann reis á fætur, hægt og þungt. Hún sá, að hann reyndi að ýtrasta megni áð bæla niður reiðina, er svall í huga hon- um. Hann var fölur og beit á vörina, og hann riðaði ofurlítið, þar sem hann stóð. Teresa titraði, því að það var eins og hún fyndi andblæinn úr ríki dauðans leggja á móti sér. Þegar hún var fajin út, stundi Anton þungan, settist og studdi hönd undir kinn. Með hinni hendinni fitlaði hann við brauðhnífinn. ’' Þessa nótt koto Teresa til hans ótilkvödd, og hún reyndi af allri þeirri kænsku, sem konu er í brjóst lagin, að vekja þá trú hans, að hún elskaði hann. Anton Möller fannst upp- skeran af hjónahándinu aftur á móti litil. Viku síðar kom Gottfreð Sixtus heim. Teresa fagnaði komu hans, en var þó fðiðþrota. Hún var eins og flögrandi fugl á sífelldum þotuto upp og niður stigana og reyndi að dylja kæti sína, og þegar færi gafst, hvíslaði hún að honum alls konar órum, er þeim einum getur dottlð i hug, er ástin hefir villt sýn. ! ' » — En fyrst um sinn getum við ekki hitzt í hvamminum við lækinn. Ég verð að vera varkár. Ég skal láta þig vita, þegar við getum hitzt. Gottfreð varð þess fljótt var, hvað gerzt hafði. Hann hleypti brúnum. Hami hafði talið sér trú um, að fögnuður hinna angandi riátta yrði ævarandi. Nú vakti framkoma Teresu reiði hans. Og honum fannst ógæfan liggja í leyni undir þaki þessa nwss og bíða færis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.