Tíminn - 16.09.1950, Qupperneq 7
203. blað.
TÍMIXN, laugardaginn 16. september 1950.
7.
Guðbjartur
á Hjarðarfelli
(Framhald af 5. siBu.y
stál til varnar þvi, sem hann
taldi rétt vera og fyrir hlut
þess, sem miður mátti. Bak
við hógværð hans bjó mikið
skap, en vel tamdir geðsmun
ir. Guðbjarti voru svo sem
sjálfkrafa falin flest eða öll
trúnaðarstörf sem í héruðum
gerast. Hann var hreppstjóri,
sýslunefndarmaður, fulltrúi
á búnaðarþingi o. s. frv., og
hirði ég ekki að rekja það.
Sá aldursmunur var á okk-
ur Guðbjarti 1 æsku. að við
kynntumst heldur lítið, en
mín leið lá burt úr héraðinu.
Seinna varð ég honum sam-
ferða um koldimma haust-
nótt suður yfir Kerlingar-
skarð, heim til hans. Þá töl-
uðum við margt. Hann gerð-
ist ekki ræðumaður svo mjög
á mannfundum, nema hann
þyrfti að verjast, en í sam-
tali við vini sína lá íslenzk
tunga á vörum hans, mjúk og
sterk og hrein. Dómgreindin
var örugg og mild, minnið frá
bært, samúðin rík og hlý.
Hann var djúpvitur maður að
eðli. Og svo sem slíkir menn
gera, lifði hann öllu lífi sínu
rósamlega og æðrulaust; svo
tók hann og dauða sínum,
með þeirri ró og karlmann-
lega látleysi, sem alla tíð ein-
kenndi hinn góða mann.
Hann var að draga sig í hlé
frá önn lífsins, en mundi þó,
glaður hafa unað lengri lífdög
um, því að hann átti góðs að
njóta og góðs að minnast. En
það varð hlutskipti hinnar
ástríku konu að búa manni
sínum einnig hina hinstu
hvílu.
16. sept. 1950.
Helgi Hjörvar.
Meðan sumargæzka lék við
bændur um Snæfellsnes, háði
Guðbjartur í Hjarðarfelli
mestu þolraun sína. Æðruorð
lá ekki á tungu hans. Bros-
mild bráin harðnaði ekki.
Gekk hann þess þó ekki dul-
inn, hvert hallaði. Stilltur í
skapi, fumlaus og ótvíráður
hafði hann langa ævi lagt
hönd og hug að verki. Og í
síðustu brýnu fipaðist honum
ekki, þótt eigi mætti hann
fremur en aðrir við hinum
mikla sláttumanni.
Eyrbyggja varðveitir brot
margra manngerða. Enn eru
þær flestar lífs sunnan heið-
ar sem norðan um Nesið allt.
Bóndi vestur þar var hý-
býla prúður og gleðimaður, og
þótti honum illa, ef aðrir voru
eigi jafnglaðir sem hann.
Svo var einnig um Guðbjart
bónda í Hjarðarfelli. Það var
andstætt lífsskoðun hans, ef
á hallaðist um gleði manna.
Alls staðar, er hann mátti við
koma, rak hann ömurleika og
sinnuleysi á dyr, en opnaði
upp á gátt tærri gleði í starfi
og leik. Eigi mun Guðbjarti
einum að þakka, að óvenju
margt hýbýlaprúðra gleði-
manna er að mæta í Mikla-
holtshreppi, en ómæld munu
þó áhrif hans.
Guðbjartur var eigi víga-
maður í orði og því síður at-
höfn. Hann var sáttarmaður
í hverju máli, en þó var hon
um ekki svo skapi farið frem-
ur en Snorra- goða, að hann
veðsetti virðingu sina til móts
við illgirni og ranglæti ann-
ara. Lög öll vildi hann halda,
hvort sem þau voru skráð eða
ekki, ef þau voru að ráði beztu
manna. Hrein skipti voru að
hans lund. Hann var því al-
drei dulur á skoðanir sínar,
Samanburður á kaupi verka-
manna í U.S.A. og Rússlandi
Þessi samanburðir á raunverulegum tekjum verkamanna
í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum, reiknaðar út í fjölda
vinnustunda, sem þar til að kaupa lífsnauðsynjar, er tekinn
úr skýrslu, sem gefinn var út af Alþjóðasambandi Frjálsra
stéttarféiaga.
Þó að Sovétríkin birtu ekki
verðskýrslur, hefir fengist
nokkur hugmynd um raun-
verulegt kaupgjald og yerð-
lag eftir rannsóknum ein
synjum. Næsta verk hans var
að finna út hvað meðal verka
maður í verksmiðju fékk í
kaup. Meðalkaup setur hann
800 rúblur á mánuoi og teiur
^^^^^^flhann Það vera heldur of hátt TI .... ,
stakra manna sem hafa dval | reiknag ef nokkuð. Kaup-, HoruafJ°rð
íð í Sovétrikjunum og fengið í venð að s
Sovétríkjunum og fengið
tækifæri til að rannsaka
þessi mál.
Nýjustu upplýsingar um
kaup og verð á lífsnauðsynj-
um í Sovétríkjunum eru frá
Michel Gordey, fréttaritara
blaðsins France Soire í París.
Gordey dvaldi tvo mánuði í
Moskvu s. 1. vor. Þó að Gordey
hafi verið gætt af rússnesk-
um eftirlitsmönnum í öllum
heimsóknarferðum hans og
viðtölum tókst honum að ná
því sem hann þurfti og skrif
aði það í vasabók sína.
Meðalkaup 800 rúblur.
Búðirnar voru fullar af
fólki. Vöruverð hafði nýlega
verið lækkað um 15 til 20%.
Þetta var þriðja verðlækkun
in á tveimur árum. Gordey
hélt áfram rannsóknum sín-
um þar til hann var sann-
færður um að hann hefði
fengið fullkominn lista um
meðal vöruverð á lífsnauð-
Tegund
Mjólk (lítir)
Egg (stykkið)
Smjör (kiló)
Sykur (kiló)
Kartöflur (kíló)
Nautakjöt (kíló)
Te (kiló)
Sápa (sykki)
Kjóll (bómull)
Kvenskór
Karlmannaskór
Karlmannasokkar
Geysir týntlur
(Framhald af 1. slBu.)
ráði var að senda þangað
fleiri flugvélar og láta þær
hafa bækistöð þar á meðan
á leitinni stendur.
í dag munu taka þátt í leit
inni að minnsta kosti tiu ís-
lenzkar flugvélar, en auk þess
þrjár flugvélar af Keflavík-
urvelli og mun von er tveggja
véla frá Azoreyjum til þess
að aðstoða við leitina.
Jón Oddgeir Jónsson átti
að fara snemma í morgun
austur að Stafafelli í Lóni til
þess að stjórna þaðan leit
á landi.
Þegar blaðið átti tal við
i gærkvöldi var
skipuleggja leit á
landi í dag. Munu flokkar
gjaldsmála skrifstofa Banda-
ríkjanna áætlar laun rúss- , ............
neskra verkamanna nokkuð leSSJa af stað birtingu og
lægri eða 500 til 600 rúblur! vsröur þá leitað a þeim svæð
á mánuði en gengur útfrú am er ekki voru leituð 1 Sær-
Ur öðrum byggðarlögum
fólk í bifreiðum. Eru þar á
meðal lögregluþjónar af Ak-
ureyri. í birtingu í dag verð-
ur sendur maþur á jeppa
fram með Kreppu frá Möðru
dal á Fjöllum með skilaboð
til þess um að leita eftir
mætti norðan Vatnajökuls og
annarstaðar á norðurhálenH
inu sem kostur er á.
n
Jnk
600 rúblum er raunverulegar
tekjur eru reiknaðar.
Ýms hlunnindi.
Gordey bætti 30% við kaup
verkamannsins sem hann í
raun og veru fær svo
sem veikinda trygging-
um, orlofsfé og fleiri
hlunnindum, sem rúss-
neskir verkamenn njóta ríf-
lega, og ýmsu er þeir fá mjög
ódýrt. Að lokum reiknaði
hann út verðlag á þeim
grundvelli hversu langan
tíma hinn rússneski verka-
maður væri að vinna fyrir
ákveðnu magni af ákveðinni
vöru.
Til samanburðar er kaup
og verðlag bandarísks verka-
manns reiknað út á sama
grundvelli.
munu einnig fara leitarflokk
ar.
Fólk í Hvannalindum beðið
að leita.
í Hvannalindum er nú statt
Enginn íþróttaunnandi getui
verið án Sportsblaðsins, sem
flytur nýjustu fréttir frá öllum
löndum. Einnig birtast í blað-
inu innlendar og erlendar grein-
ar um íþróttir. Sportblaðið
kemur út einu sinni í viku og
kostar árgangurinn 30,00 krón-
ur. Gerizt áskrifendur.
Nafn
Heimili
Staður
SPORTBLAÐIÐ, Vesturgötu 34,
Sovétríkin Bandaríkin
35 mín. 7 mín.
12 til 18 min 2 mín.
5 til 7 klst. 1 klst.
2 klst. 9 min.
10 mín. 5 mín.
2 til 3 klst. lVz klst.
37 klst. IVi klst.
30 mín. 3 mín.
21 til 25 klst. 2 klst.
V99999 31/2 klst.
41 klst. 5V2 klst.
46 mín. 12 min.
1133 til 150 klst 24 klst.
Orðsending
tifl mjólkurframleiðenda
Með tilvísun til 103. gr. heilbrigðissamþykktar
Reykjavíkur, skal vakin athygli á, að óheimilt er að
selja mjólk frá framleiðendum á lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur eða annarsstaðar i nágrenninu beint til
neytenda, nema leyfi heilbrigðisnefndar komi til.
Umsóknir um slik leyfi ber að senda til heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur, Austurstræti 10A, fyrir 1. okt n.k.
Borgarlæknir
hvort sem í hlut áttu með-
haldsmenn eða andstæðingar.
En þótt svo væri, lét honum
I vel að miðla málum, koma í
veg fyrir árekstra. Ósigri
kunni hann að taka skcrung
lega, og lét jafnan þá, er að
honum studdu, njóta sann-
mælis. Fáa ætla ég, er full
skil kunni á Guðbjarti, sem
eigi hefði kosið hann verndar
mann. Sú var eigind hans,
að bregða skildi yfir þá, er
um sárt áttu að binda, og þá
gat þess gætt, að hann réð
: hvítum hjöltum og ódeigum
brandi.
| Guðbjartur verður öllum,
sem hann þekkti, harmdauði
þvi að hann var sem Arnkell
í Álftafirði, vitur, vel skapi
| farinn og hjartaprúður. —
Guðbranda, kona hans batzt
j honum ung. Veit ég, að hún
ber vel af sér harmana, því
að á ást þeirra sió aldrei föiva.
L. K.
Köld borð og heit-
nr matnr
'jendum út um allan bæ
SILD & FISKUR
Auglýsing’asími
Timans
er 81300.
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu 10 B. Sími 6530
Annast sölu fasteigna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
innbús-, líftryggingar o. fl. i
umboði Jóns Finnbogasonar j
hjá Sjóvátryggingarfélagi ís-
lands h. f. Viðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra1
Wma eftir samkomulagi.
Eignizt DVÖL
Hjá forlagi DVALAR er nú
til lítið eitt af eldri árgöng-
um og einstökum ^heftum, en
því miður er DVÓL ekki til
samstæð. Það sem til er, er
um 150 arkir eða 2400 síður
lesmáls. Er hér um að ræða
eitthvert stærsta og bezta
safn erlendra smásagna, sem
til er á íslenzku.
Þetta býður DVÖL yður fyr
ir kr. 50,00, auk burðargjalds,
sent gegn póstkröfu hvert á
land sem er.
Sendið pantanir í pósthólf
561, Reykjavik.
TILKYNNING
Hér með skal vakin athygli á að leyfi heilbrigðis-
nefndar þarf til að hafa kýr, hesta, kindur, alifugla
eða loðdýr í lögsagnarumdæmi Reykjavikur, nema í
sambandi við búskap á lögbýli eða rekin i þágu al-
mennings. Samþykki heilbrigðisnefndar þar ávalt um
húsakynni og allan útbúnað og tilhögun varðandi
hollustuháttu.
Hlutaðeigendur eru því hér með áminntir um að
senda skriflega umsókn hér að lútandi til heilbrigðis-
nefndar Reykjavíkur, Austurstræti 10A, fyrir 15. okt.
næstkomandi.
Borgarlæknir
TILKYNNING
um einkaskóla
Athygli skal vakin á að í lögsagnarumdæmi Reykja
víkur má enginn halda einkaskóla, nema hann hafi
til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra.
Umsókn um kennsluleyfi ásamt tilskyldum vottorð-
um um heilbrigði kennara og heimilismanna, ef kenna
skal á heimili hans, skal senda borgarlækni, sem met-
ur hvort húsnæði og annar útbúnaður sé fullnægj-
andi. Leyfisbeiðni skal fylgja lýsing á húsnæði, sem
ætlað er til kennslunnar, með uppdrætti, ef þurfa
þykir, sé ætlun aðilja að kenna fleiri en 10 í einu.
Borgarlæknir