Tíminn - 30.09.1950, Blaðsíða 8
„ERLEiW ¥FIRLir« í DAG:
Eru leppríkin filötuð?
34. árg.
Reykjavík
„Á FÖRIVl/M VEGI4Í I DAGi
TofiaradeUan
30. september 1950.
215. blað.
STYRJÖLDSN í KOREU:
Suðurherinn kominn að 38.
breiddarb. á nokkrum stöðum
^kipað að ncma þar slaðar um slnn en ckk
er( iíkvcðið livorl farið skaí jfir baiiR'inn
Tilkynnt var í gær, að hersveitir suðurliersins, sem sótt
hafa norður eftir austurströnd Kóreu-skagans, hefðu kom-
izt alla leið að 38. breiddarbaugnum snemma í gærmcrgun.
Á öðrum stöðum eiga hersveitir S. Þ. skammt eftir þangað.
iiiiiiiiiiiiiiiiini
Það voru hersveitir Suður-
Kóreumanna, sem fyrstar
urðu að landamærunum milli
Suður- og Norður-Kóreu. Þær
námu staðar við landamærin
enda höfðu þær fengið skip-
un um að nema staðar og
fara ekki yfir bauginn heldur
skipuleggja lið sitt að nýju
og bíða þess, að hersveitir
S. Þ. næðu norður að baugn-
um á allri víglínunni.
Bandarískar hersveitir áttu
víða um 10 km. eftir að baugn
um og höfðu hafið skothríð
á stöðvar norðurhersins við
landamærin.
Engar fyrirskipanir hafa
verið gefnar um það, hvort
hersveitirnar skuli halda norð
ur fyrir landamærin eða
nema þar staðar og taka sér
varðstöðu. Walker hershöfð-
ingi lét svo um mælt í gær,
að hann biði nú frekari fyrir-
skipana í þessu efni.
Stríðinu lokið?
Mac Arthur er kominn aft-
ur til Tokyo frá Seoul þar
sem hann ræddi við Rhee for
seta og var viðstaddur sam-
komu þingsins. Hann lét svo
um mælt I gær, að stríðinu
i Suður-Kóreu væri raunveru
lega lokið eða að minnsta
kosti því hlutverki, sem hon-
um hefði verið falið að reka
innrásarherinn norður fyrir
38. breiddarbaug. Nú biði
hann nýrra fyrirmæla.
Forseti Norður-Kóreu hef-
ir skipað öllum herafla norð
urhersins að hætta bardög-
um og hverfa sem skjótast
norður fyrir landamærin.
Þeirri skipun verður þó
ekki svo auðvelt að hlíta. þvi
að ieiðum öllum til norðurs
hefir verið lokað, og tveir
þriðju hersins er innikróaður
og á sér engrar undankomn
auðið.
í gær voru teknir margir
íangar vlðs vegar um skag-
ann og er nú unnið að því
að uppræta þá herflokka, sem
enn eru á sveimi um skagann.
Þeir sýna þó enga mótspyrnu
framar.
Nýir fulltrúar kosn-
ir í öryggisráð
Á fundi allsherjarþingsins í
gær fór fram kosning þriggja
nýrra fulltrúa í öryggisráðið.
Kosningu náðu fulltrúar Hol-
lands og Brasilíu en þriðji
ful.'trúinn náði ekki kosningu
þar sem tvo þriðju atkvæða
þarf til. Stóð baráttan milli
fulltrúi Líbanon og Tyrk-
lands. Kosningu lauk ekki í
gærkveldi og verður hún tek
in fyrir að nýju í dag.
Bnmi að Gunnars-
holtiáRangárvölliim
- Aðfaranótt miðvikudags
síðastliðins brann til kaldra
kola fjárhús og hlaða að
Gunnarsholti á Rangárvöll-
um. Runólfur Sveinsson sand
græðslustjóri var að koma
heim um tvö leytið um nótt-
ina, og sá hann þá eldinn, en
byggingar þessar voru all-
fjarri bænum, tvo til þrjá kiló
metra upp með Hróarslæk,
og fjarri alfaraleið.
Hann fór þegar með fólk
sitt, en fékk ekki að gert,
því að byggingarnar voru þá
orðnar alelda.
í hlcðunni voru um tvö
hundruð hestburðir af sand-
töðu.
Ekki er vitað um upptök
eldsins, og ekki hafði neinn
komið þarna að, svo vitað sé,
frá því fyrir helgi, að þangað
var sótt hey sem selt hafði ver
ið búinu að Laxnesi í Mos-
fellssveit.
Sérskóli matsveina
og þjóna nauðsyn
Sveinspróf fór fram í mat-
reiðslu í þessari viku. í tilefni
þess bauð prófnend, stjórn
Sambands matreiðslu- og
framreiðslumanna og stjórn
Sambands veitinga- og gisti-
húsaeigenda nokkrum gest-
um til hófs i Sjálfstæðishús-
inu s. 1. miðvikudag.
Þeir Frifffinnur Jónsson
stjórnarmeðlimur Sambands
veitinga- og gistihúsaeigenda
og Böðvar Steinþórsson fluttu
ræður, þar sem þeir bentu
á nauðsyn þess að Matsve^.
og veltingaþjónaskólinn taki
hið fyrsta til starfa. Einnig
bentu ræðumenn á nauðsyn
nýrrar véitingaloégjafar, en
gildandi lög um pað efni eru
til endurskoðunar hjá nefnd
er samgöngumálaráðuneytið
hefur skipað.
Sveinbjörn Pétursson hélt
ræðu fyrir hönd próftaka. Var
ræða hans sköruleg og var
góður rómur gerður aff henni.
Guðmundur Vilhjálmsson
framkvæmdastjóri Eimskipa-
félags íslands hélt og ræðu,
og að lokum Friðrik Gíslason
próftaki.
Prófi luku þessir menn:
Friðrik Gíslason Hressingar-
skálanum h.f., Sveinbjcrn Pét
ursson Tjarnarcafé li. f. og
Tryggvi Jónsson Hótel Borg.
Prófnefnd var skipuð
Tryggva Þorfinnssyni form.,
Marbirni Björnssyni og Frið-
steini Jónssyni.
Agætur árangur
aí sáningn rússn.
lerkifræs
Síðastliðið vor fékk Skóg
rækt ríkisins tuttugu kíló-
grömm af fræi af síberísku
lerki, sem vex í Úralfjöll-
um í 1290 metra hæð milli
55.—69. breiddarstigs.
Þessu lerki var sáð að
Turnastöðum í Fljótshlíð.
Hallormsstað og Vöglum.
Kom það vel upp og hefir
dafnaö afburðavel í sum-
ar.
í fyrra fékk Skógræktin
einnig fimm kílógrömm
af lerkifræi frá Síberíu og
héraðinu umhverfis Arkan
gelsk. Hefir það dafnað
mjög vel bæði sumrin.
Hákon Bjarnason skóg-
ræktarstjóri telur engan
efa á, að lerkið muni reyn
ast mjög vel norðan lands
og austan, en nokkur vafi
er á því, hversu það þolir
úrkomuna sunnan lands.
Miklum erfiðleikum er
bundið að fá fræ frá Rúss
landi. En þessar fræsend-
ingar fékk Skógræktin fyr
ir ötula meðalgöngu Sig-
urðar Hafstað sendifull-
trúa íslands í Moskvu, er
naut við útvegun mikils
verðrar fyrirgreiðslu rúss-
neskra skógræktarmanna.
Myndarlegt félagsheimili
hyggt að Kirkjubæjarklaustri
AS j*ví standn 17 fciög „nr sveitinni milli
"
saiida'* o*»’ t*r mikið unnið í sjsílibofSavinnu
Frá fréttaritara Tímans
Að Kirkjubæjarklaustri er nú verið að reisa mikið og
veglegt félagsheimili. Standa vonir til að aðalbyggingin
komist undir þak í haust. Að byggingunni er unnið mikið
í sjálfboðavinnu.
Byggingin hófst í okt. í
fyrra og standa að henni 17
félög í fimm hreppum og
taka öll meiri eða minni þátt
í framlögum til byggingarinn
ar. Aðfengnir styrkir og fram
lög til heimilisins nema nú
um 60 þús. kr. en von er á
20 þús kr. til viðbótar
í fyrrahaust var svo slæm
tíð, að ekki var hægt að
vinna nema rúman mánuð að
byggingunni og var þá graf-
inn grunnur og steyptur kjall
ari. Grunnflötur hússins er
400 ferm.
í sumar tafðist byggingin
einnig vegna hins óhagstæða
tíðarfars og menn voru
bundnir vlð slátt svo lengi
fram eftir hausti að síðla
fengust menn til byggingar-
innar.
Mikið unnið í
sjálfboðavinnu.
En um þessar mundir vinna
B.Í.L. efnir tii nám-
fyrir leikstjóra
Okcypis fyrir fólaga 11. f. L. o«»' L. ¥1. F. í.
Bandalag íslenzkra leikiélaga, cr siofnað var í sumar af
35 ieikfélögum og leikflokkum, mun í haust gangast fyrir
námskeiði, sem ætlað er leikstjórum utan af iandi. Verður
námskeiðið háð 15.—30. október.
Kennarar og
kennsiugreinar
Ævar Kvaran leikari mun
annast tilsögn í leikstjórn, og
leiðbeinir hann meðal ann-
ars um skipulag og verkaskipt
inu á jleiksviði, leikritaval,
I undirbúningsvinnu leik-
stjóra við handritið, hlut-
verkaskipun, æfingar og sýn
ingu.
Magnús Pálsson mun kenna
grunnflatarteikningu og út-
skýra ýms atriðið varðandi
leiksvið og gerð og fyrirkomu
lag leiktjalda, en hann.stund
aði nám í þessum efnum í
Englandi. Haraldur Adolfsson
starfsmaður þjóðleikhússins,
kennir andlitsförðun.
Kennt verður daglega kl.
8—12 og 4—7 að mestu levti
i Handíöaskólanum, en að
nokkru i þjóðleikhúsinu.
Fyrsta námskeiðið.
Þetta fyrrsta námskeið af
þessu tagi, ^em efnt er tii
hérlendis, og geta sótt það
ókeypis allir félar Bandalags
íslenzkra leikfélaga og Ung-
mennafélags íslands. Hefir
Ungmennafélag íslands veitt
nokkurn styrk til þessarar
starfsemi.
Félög þau, sem vilja senda
á námskeið þetta eiga að
gera Ævari Kvaran Bergstaða
stæti 36 í Reykjavík, viðvart
fyrir 10. okt.
Það er skoðun stjórnar
Bandalags íslenzkra leikfé-
laga, að leiklist í dreifbýli
landsins geti þá fyrst tekið
verulegum framförum, er
hægt að veita efnilegum
mönnum þar nauðsynlega
undirstööuþekkingu um leik
stjórn. Á þeirri forsendu er
efnt til þessa námskeiðs.
Fær að sitja fnndi
Á fundi Öryggisráðsins í
gær var samþykkt með sjö at
kvæðum gegn fjórum að leyfa
fulltrúa Pekingstjórnarinnar
setu á fundum ráðsins þegar
rætt verður um kæru Rússa
fyrir afskipti Bandaríkjanna
af málum Kína. Jafnframt
var samþykkt, að málið yrði
ekki tekið fyrir á ný fyrr en
í nóvember. Fulltrúi Kína
greiddi atkvæði gegn tillög-
unni og krafðist þess að fá
að beita neitunarvaldínu, en
forseti ráðsins úrskurðaði, að
hér væri aðeins um dagskrá
að ræða og tilhögun umræðna
um mál, svo að ekki væri
leyfilegt að beita neitunar-
valdi.
dag hvern margir menn viff
húsið og eru það mest sjálf-
boðaliðar frá félögum, sem að
heimilinu standa. Er unnið
kappsamlega því að ætlunin
er að koma húsinu undir þak
í haust svo að hægt verið að
vinna að inréttingu í vetur.
Falleg lóð.
Lóðina undir félagsheimil-
ið gáfu bræðurnir á Klaustri.
Stendur húsið austur undir
sandinum við veginn milli
gamla kirkjugarðsins og
Skaftár. Er staðurinn hinn
fegursti og ákjósanlegasti.
Aðalsalur hússins mun rúma
um 200 manns í sæti og er
ætlunin að koma þeim hluta
hússins undir þak i haust.
Þakið er hvolþak úr járni,
og gaf Helgi Lárusson, for-
stjóri, það ásamt innréttingu
og öllu sem henni tilheyrir.
Hafa þeir Klaustursbræður
lagt sig mjög fram um að
þoka byggingunni áleiðis og
lagfrfram mikla hjálp og ann
an stuðning.
Útbygging verður frá aðal-
salnum og er hún tvær hæðir.
Á neðri hæð er rúmgóður veit
ingasalur og fleiri herbergi
en á efri hæð verður fundar-
salur búinn sýningaklefa fyr
ir kvikmyndavélar..
Teikningar að félagsheimil
inu gerði Gisli Holldórsson,
arkitekt, en yfirsmiður við
það er Valdimar Runólfsson,
húsameistari og bóndi I
Hólmi í Landbroti.
Heimili „sveitarinnar
milli sanda“.
Svæði það, sem á að sækja
að þessu nýja félagsheimili
(Framhald á 7. síðu.)
Ekki teljandi van-
höld aí mæðiveiki
í Mýrdal
Frá fréttaritara Tímans
í Vik i Mýrdal.
Undanfarnar vikur hefir
verið góð tið i Vestur- Skafta
fellssýsiu og urðu heyskapar
lok nokkuð góð, svo að hey-
fengur er í meðallagi að vöxt
um en heldur lélegri að nýt-
ingu, einkum töður. Uppskera
kartaflna í Vík er í meðal-
lagi.
Slátrun er hafin í Vík fyrir
viku og eru dilkar í góðu
meðallagi að því er virðist
og heldur vænni en í fyrra.
Mæðiveikin í Mýrdalnum
virðist breiðast hægt út og
ekki verður enn vart teljandi
vanhalda af hennar völdum.
Hún hefir og ekki komið upp
á bæjum utan girðingarhólfs
ins I dalnum enn.