Tíminn - 07.10.1950, Qupperneq 5

Tíminn - 07.10.1950, Qupperneq 5
222. blað. TÍMINN, laugardaginn 7. október 1950. 5. Lauqard. 7. oht. Dreifing fjár- magnsins Það liggja ekki fyrir al- menningi neinar skýrslur um það, hvað mikið sé framleitt 1 hverju héraði landsins. Heildarskýrslur um allt fram ieiðslumagn og framleiðslu- verðmæti á hverjum stað eru engar til. Það væri þó næsta girni- iegt til fróðleiks, að shkar skýrslur væru til. Þjóðin hefði vissulega gott af þVi, að sjá svart á hvitu, hver er undirstaðan að afkomu henn ar. Þegar framleiðslumálin cru athuguð, sýnir það sig, að ýmsir staðir, sem i vitund sumra eru þýðingarlitlir smá staðir, eiga undarlega drjúg- an þátt 1 framleiðslu þjóðar innar. Lítil verstöð og fá- byggð sveit framleiða tíðum miklu meira en nokkurn hefði grunað að óathuguðu máli. En það verður nokkuð ann að uppi á teningunum, þegar athugað er hvernig fjár- magni þjóðarinnar er skipt. Þá kemur i ljós undarlegt ósamræmi. Þýðingarlítill framleiðslustaður er þá stund um svo furðulega snauður og félítill. Þetta ástand á rætur sínar að rekja til þess fyrst og fremst, að fjármagnið hefir um skeið ávaxtast fljótar í öðru en framleiðslu. Þess vegna leitar það frá fram- leiðslunni í verzlun og milli- liðastörf. Árangurinn verður svo i næstu umferð sá, að fram- leiðslustöðunum hrörnar. Það vantar bryggjur og hafn armannvirki í fiskiþorpum og verzlunarstöðum. Vegir, sem framleiðslan þarf, eru slæmir. Sveitir og þorp vant- ar rafmagn og svo framvegis. Og afleiðing af þessu verður svo flótti frá framleiðslustöð- unum og framleiðslustörfun- um. Þjóðin hefir skorið á lífæð sína og henni hlýtur að blæða út, ef ekkert er að gert. Þegar þessa er gætt, verð- ur það ljóst hve áríðandi er, að taka skiptingu fjármagns ins og dreifingu þess um land ið fastari tökum en verið hef ir, jafnframt því, sem það sýnir sig, að þeir, sem staðið hafa vörð um rétt dreifbýlis- ins í þessum málum, hafa bjargað þjóðinni. Það starf hefir þó nánast verið varnar starf, en það þarf að snúast í sókn. Sú hætta vofir yfir, að fólksstraumurinn frá van- ræktum framleiðslustöðum verði svo stríður, að þeir eyð ist og framleiðslan falli þar niður. Atvinnulífið þar rækt- un vegi, hafnir og fram- leiðslutæki. Þjóðin lifir ekki án þessa. En áhrifamiklir valdamenn vilja fá að festa fé hennar í ýmsu, sem er þeim til gamans en þjóðinni ekki til gagns. Þessvegna falla gamlar staurabryggj ur í fiskiþorpunum út um land og verða ekki endurbyggðar sök um féleysis og fátæktar, með an kaupmenn Reykjavíkur byggja stórhýsi yfir rekstur sinn og skrauthýsi yfir sjálfa sig. Og fólkið við hrundu bryggjuna fyllist bölsýni og vantrú á framtíðina og týn- MENN OG MÁLEFNI í FRÉTTUM: T ekur Shawcross við af Be vin Getgátur um eftir- mann Bevins. ( Sá orðrómur verður nú stöð- ugt þrálátari að Bevin utanrík- isráðherra Breta muni bráðlega láta af störfum, þar sem hann er mjög farinn að heilsu, Sami orðrómur segir einnig, að Attlee hafi þegar ákveðið eftirmann hans og sé það Sir Hartley Shawcross, sem hafi orðið fyrir valinu. Sawcross er þekktur sem einn allra snjallasti málaflutnings- maður Breta, enda var hann annar helsti málsækjandi þeirra í Núrnbergréttarhöldunum. Hann hefur verið þingmaður fyrir Verkamannaflokkinn síðan 1945 og er nú dómsmálaráð- herra í stjórn Attlees. Hann er annálaður mælskumaður. Shawcross er 47 ára að aldri. Það getur farið nokkuð eftir því, hvenær þingkosningar verða í Bretlandi, hvort Bevin lætur af störfum í haust. Ef kosningar verða í febrúar, eins og margir gera ráð fyrir, er talið vafasamt hvort Attlee gerir nokkrar stórbreytingar á stjórn sinni fyrir þær. Sé það hins- vegar ætlun hans að draga þær til vors eða lengur, þykir líklegt að hann geri verulegar breyt- ingar á stjórninni um leið og störf þingsins hefjast í nóvem- ber. ★ Walter S. Gilford. Truman forseti hefur nú á- kveðið að skipa Walter S. Gil- ford, sem er stjórnarformaður í stærsta símafyrirtæki Banda- ríkjanna, sendiherra Bandaríkj anna í London frá 1. nóvember að telja, en þá lætur Lewis W. Dauglas af sendiherraembætt- inu. Gilford er 65 ára gamall. Hann hefur unnið meginhluta ævinnar hjá umræddu símafyr irtæki. Jafnframt hefur hann starfað" mikið á ve^um ýmissa menningar- og mannúðarfé- laga. Hann á t. d. sæti í stjórn Rauða krossins og ýmsum há- skólastjórnum. Kreppuveturinn 1931—32 veitti hann forstöðu hjálparráðstöfunum, er stjórn Hoovers beitti sér fyrir. Hann hefur alltaf verið republikani, en tilheyrir þeim armi flokks- ins, sem hefur samstöðu með stjórn Trumans í utanríkismál- um. Hann hefur jafnan verið hvatamaður náinnar samvinnu milli Bandaríkjamanna og Breta. ★ BEVIN. Pórdættin ákveðið að fjárveit- ingar úr honum skuli hafnar og skuli þær veittar til eflingar friði og framförum í heiminum. Hoffman hefur verið faiið að hafa yfirumsjón með fjárveit- ingunum. Laun Hoffmans sem fram-1 kvæmdastjóra sjóðsins verða 100 þús. dollarar á ári, og eru það margfallt hærri laun en hann hafði sem framkvæmda- stjóri Marshallhjálparinnar. Laungreiðsla þessi stafar m. a. af því, að Hoffman er ekki að- eins ætlað að sjá um fjárveit- ingar úr sjóðnum, heldur jafn- framt að fé sjóðsins renti sig sem bezt. Mörg einkafyrirtæki vestra munu hafa boðið Hoff- man stórum hærri laun en þetta vegna hins mikla álits, er hann nýtur sem stjórnandi og fjármálamaður. ★ Eisenhower aftur? Sá orðrómur færist nú stöð- ugt í aukana, að Dwight Eisen- hower verði skipaður yfirhers- höfðingi hins sameiginlega hers, sem settur verður á lagg- irnar á vegum Atlanzhafs- bandalagsins. Eins og kunn- ugt er, náðist samkomulag um það á nýloknum fundi banda- lagsráðsins, að yfirherstjórnin yrði í höndum eins manns, er hefði tilheyrandi herforingja- ráð sér til ráðuneytis. Skipun Eisenhowers í þessa stöðu myndi vafalaust mælast mjög vel fyrir, þar sem hann nýtur almennrar viðurkenning ar sem snjall skipuleggjari og þykir yfirleitt taka afstöðu til mála af víðsýni og réttsýni. Hoffman og Fordsjóðurinn. Paul Hoffman, sem nú lætur af forstöðu Marshallhjálparinn ar, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Fordsjóðsins. Sjóð þennan stofnaði Fordætt- in fyrir nokkrum árum og nema eignir hans nú um 250 millj. dollara. Fé hefur ekki verið veitt úr sjóðnum, en nú hefur ★ Höfuöstaður Grænlands. 1 áliti dönsku Grænlands- nefndarinnar, sem nýlega lauk störfum, var dregið í efa, hvort Godthaab væri vel til þess fall- in, að vera aðsetursstaður Græn landsstjórnar og framtíðar höf uðstaður Grænlands. M. a. var (Framhald á 6. siðu.) ist í burtu og reynir að losa sig úr tengslum við framleiðsl una. Með þvílíkum hætti eru þjóðlífsmyndirnar frá ýmsum sviðum. Hrunda bryggjan í fiskiþorpinu og skrauthýsi kaupmannsins í Reykjavík eru 'táknræn fyrir það öfug- streymi, sem átt hefir sér stað. Þjóðinni ríður nú lífið á að önnur réttari dreifing fjár- magnsins verði upp tekin. All ur sá mikli fjöldi, sem ennþá hefir afkomu sína bundna beinum tengslum við fram- leiðsluna verður þar að standa fast saman um að knýja fram þær aðgerðir, sem vernda sjálfstæða tilveru þjóðarinnar í heild. Öfugstreymi það, sem átt hefir sér stað í þessum mál- um á undanförnum árum, mætti verða til þess að opna augu enn fleiri en ella fyrir því, að hér þarf að verða á stórfeld breyting. Menn mega ekki sætta sig við það, að gef in séu fögur fyrirheit og há- tíðleg loforð um breytta og bætta ráðstöfun fjárhagsins í þessu sambandi, ef engar efndir fylgja svo á eftir. Fólk ið i hinum dreifðu sveitum og kauptúnum verður að ganga fast eftir því, að gefin heit séu efnd, og það eiga ekki síður þeir að gera sem í þéttbýlinu búa, því að þeirra framtið er ekki síst undirvþví komin, að blómlegt athafna líf dafni í sveitum og sjávar- þorpum. Hver myndi t. d. hlutur Reykjavíkur verða, ef hún nyti ekki góðs af fram- leiðslu og gjaldeyrisöflun hina dreifðu þorpa og byggð arlaga? Stiórnarskrármá lið (Framhald af 4. siðu.) þing verður ekki rofið. Svo er það t. d. hjá Norðmönnum og hefir gefist vel. Þriðja atriöiý fjallar um æðsta dómstól þjóðarinnar og er þannig: Skipun æðsta dómstóls þjóðarinnar sé ákveðinn í stjórnarskrá ríkisins. Eins og ég benti á fyrr í þe su erindi er það eitt ákveð ið í núgildandi stjórnarskrá, að dómsvaldinu skuli skipað með lögum. Þetta þýoir að A1 þingi getur breytt allri dóms skipan þjóðarinnar á einu þingi með einföldum lögum. Það getur lagt niður dóm- stóla og breytt þeim að eigin vild, án þess að reka sig á nokkrar hindranir. nema smá vegis útgjöld úr ríkissjóði, og í slík útgjöld er aldrei horft ef breyta þarf dómaskipan- inni. Það er ekki einu sinni ákveðið í stjórn- arskránni hve margir dóm- arar skuli vera í Hæsta- rétti né neitt um starf réttar ins. Þetta er þó sú stofnun sem hver einasti borgari lands ins getur átt líf sitt og öryggi undir. Það er alveg óverjandi að ekki skuli vera í sjálfri stjórnarskránni a. m. k. höf- uðdrættirnir í skipun æðsta dómstóls þjóðarinnar, og það verður því að taka upp að okkar dómi. Fjórða atriðið er um skipt ingu landsins i fjórðunga eða fylki: Landinu verði skipt í fjórðunga eða fylki, sem njóti nokkurrar sjálfs- stjórnar. Umdæmi þessi verði ákveðin i stjórnar- skrá ríkisins, en málefnum þeirra og stjórn skipað með lögum. Stjórnskipun, sem byggð er á fullri aðgreiningu löggjaf- ar- og framkvæmdarvalds, gefst bezt í þeim þjóðfélögum sem grundvölluð eru á all- sjálfstæðum smærri heildum. Þessar smærri heildir — sem í Bandaríkjunum eru nefnd ríki, en í Sviss kantónur — þurfa að hafa nokkurt sjálf- stæði til þess að fyrirbyggt sé að alríkið sölsi undir sig þau málefni,*sem bezt eru komin heima i héruðum, en hið ótakmarkaða þingræði hcfir einmitt á þvi sviði sýnt hvað mestan yfirgang. Fylki og fjórðunga mætti að sjálfsögðu búa til með sér stökum lögum og án stjórnar skrárbreytingar. Svo var t. d. meö ömtin gömlu áður. En þá er einnig hægt að leggja þá skipan alla niður með því að afnema lögin — eins og gert var með ömtin 1907 — pessvegna er tryggilegast að fjórðunga eða fylkja mörkin séu ákveðin í sjálfri stjórnar skránni og jafnvel einnig aðal drættirnir í stjórn þeirra, en að öðru leyti sé þeim málum skipað með lögum. Sú mótbára heyrist stund- um gegn upptöku fylkja eða fjórðunga að það muni verða of kostnaðarsamt að halda þeim uppi og þar kæmi að- eins eitt skriffinsku og stjórn arbáknið í viðbót. Það er vafalaust að nokkur kostnaður verður við stjórn fylkja eða fjórðunga þegar sú skipan verður upp tekin. Er nvað kostar það þjóðina að láta byggðarlögin tæmost til Reykjavíkur eða íárra kaup- staða? Hvað kostar það þjóð- ina að sí auka skrifstofubákn í Reykjavík vegna þess að þau þurfa að taka í sínar hendur meira og meira af þeim málum sem vera ættu í höndum annarra landshluta og væru miklu betur komin þar? En hvortteggja þetta er að gerast fyrir augum okkar nú í dag. Mér finnst því kostn aðarhliðin á málinu hreint aukaatriði, þegar horft er á málið í heild. Hinsvegar tel ég, að af þessu þyrfti ekki að vcrða tilfinnanlegur kostnað arauki. Kostnaður við sýslu- nefndir mundi minka veru- lega því hluti af málefnum þeirra mundi flytjast til fylk is eða fjórðunga stjórnanna, og auk þess myndu skrifstofu báknin i Reykjavík dragast saman og starfslið þaðan ef til vill flytjast til höfuðstaða fylkjanna eða fjórðunganna þar sem stjórnir þeirra ka'mu til með að hafa aðsetur. Loks er svo fimmta atriðið: Hin nýja stjórnskipan verði lögtekin á sérstöku stjórnlagaþingi og staðfest með þjóðaratkvæði. Ekkert ákvæði er jafn sjálf sagt og þetta. Alþingi ber að afsala sér öllum afskiptum af setningu nýrra stjórnar- laga þar sem það sjálft er ein allra þýðingarmesta stofn unin sem stjórnarskráin á að setja starfsreglur og ákveða starfssvið. Flokkaskiptingjn á Alþingi er því og til fyrir- stöðu að það geti litið jafn hlutlaust á málið og nauðsyn legt er, því hver flokkur fyrir sig og allir saman munu reyna að tryggja sér sem mest fríðindi og valdaaðstöðu á kostnað þjóðarheildarinn- ar. Krafan um stjórnlagaþing er því sjálfsögðust af öllum þeim kröfum, sem bornar hafa verið fram í sambandi við stjórnarskrármálið. ★ Ég tel mig þá hafa gert nokkra grein fyrir stjórnar- skrármálinu í heild og þeim höfuðatriðum, sem halda verð ur hæst á lofti í hinni nýju sókn, sem nú er að hefjast í þessu mikilvæga máli. Ég veit að þið sjáið, að hér er aðeins stiklað á stærstu atrið unum og sveigt hjá því, að taka afstöðu til þeirra atriöa sem siður er hægt að telja aðalatriði. Þetta er gert með vilja. Fyrst verða menn að gera það upp við sig hvort þeir aðhyllast fulla aðgrein- ingu framkvæmdar- og lög- gj afarvaldsins, eða þeir óska aðeins endurbóta á núver- andi kerfi. Þeir sem aðeins óska endurbóta á þingræðis- kerfinu eiga ekki heima í okk ar samtökum og ber því að veita þeim aö málum sem vilja lappa upp á þá skipan sem nú er. Hinir eiga heima í okkar samtökiim sem vilja hreina aðgreiningu framkvæmdar- valds og löggjafarvalds og vilja miða allar aðrar breyt- ingar við það aðalatriðið. Síðar þrengjum við við- fangsefni og tökum þá til at hugunar hin önnur mál, sem við nú hreyfum lítið eða ekki við, og sættum okkur þá við það sem ofan á kann að verða þar í einstökum atriðum því aðalmarkið er algjör aðgrein- ing löggjafar- og fram- kvæmdavaldsins og á því höf uðmarki meigum við aldrei missa sjónir. ifttreitil TitnaHH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.