Tíminn - 12.10.1950, Síða 4

Tíminn - 12.10.1950, Síða 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 12. október 1950. 226. blað. H I Ð E I N A Texti: Matth. 6. 33—34. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki. Verið því ekki áhyggjufull ir um morgundaginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning. ,,Ég er þess sannfærður, að góðum manni fær ekkert grandað,“ sagði einn spek- ingur fornaldar, sem ógnað var með dauða og tortýming, af skammsýnum veraldar- hugsandi mönnum, og þótti víst þá lítil speki af þeim, er á hlýddu. Og það er hið sama, sem fyr ir Jesú vakir, er hann flytur þau orð og þá boðun, sem ég las hér að texta. Og sjálfsagt hefir mörgum heimsmanni þá og nú fundist þau nær því að vera hneyksli og heimska, en að geta talist til þeirra æðstu lífssanninda, sem boðuð hafa verið. — Að leita fyrst guðs- ríkis, þegar þarfir jarðnesks rikis vors og tímanlegrar vel- ferðar kallar að á öllum svið- um. — Það mun vissulega láta mörgum annarlega í eyrum enn í dag, af þeim, sem telja sig vitra á veraldarvísu, svo að ekki sé sterkara að orði kveðið. — Er það ekki það, sem fjölmörgum finnst, að máske megi eitthvað um hugsa, þegar ekkert er ann-1 að, sem kallar að? Og eru! þessi orð ekki fyrst og fremst J ætluð þeim, sem fátt höfðu um annað að hugsaj eða öðru að þjóna. Nei. Þau eru flutt til manna, sem höfðu áhyggju af hversu þeir gætu fullnægt þörfum daglegs lífs, — af hverju þeir ættu að fæðast og klæðast, hvernig þeir ættu að verjast kúgun og undirokun, — og hvernig þeir ættu að vera ó- hultir um hag sinn og líf sitt. Fyrir fótum Jesú í fjallshlíð- inni situr hópur manna, sem herjaðir voru i huga af mörg- um og stórum áhyggjum dag- legs lífs, — eins og það fer hörðustum höndum um ver- aldlegan hag manna. Og fyr- ir innri sjónum hans blasir sjúkur og sár heimur. Spillt og harðdrægt heimsveldi, með öll einkenni upplausnar og hnignunar, sem veraldleg velgengni hafði búið því. Of- beldi og hernaðarhugur héldu flestum öðrum þjóðum í á- þján og ótta, — en innan að voru allar andlegar stoðir að bresta, — fúna og grotna. — Trúarbrögð í upplausn, — lífs skoðanir á reiki og barátta og ofsóknir milli skoðana og stefna um svo að segja hvern hlut. Þannig var það sjónarsvið, sem við Jesú blasti, er hann varaði við áhyggjum þessa heims og bauð að snúa leið og þjónustu fyrst og fremst að guðsríki. — Því ríki, sem er hið innra í sálum okkar mann anna. Því riki, sem á réttlæti, frið og fögnuð hins innra manns að hornsteinum, — og vex og blómgast fyrir hul- inn mátt og helgan kraft í mannlegum sálum. Hann vildi fá hjörtu mann- anna til að brenna, — brenna í ást til guðs og manna, — brenna í eldlegri þrá hinna háleitustu hugsjóna, sem yf- ir leiðum okkar skína, — brenna í eldmóði þeirrar trú- ar, sem skynjar smæð þess efnislega og ytra, — en tign, veldi og mátt þess andlega og Ræða sóra Sveinbjarnar Högnasonar við setning'n Alþingis í fyrradag eilífa. Brenna í þrá eftir að vilja rétt og gera rétt. — Sálartjónið og grotnun hins innra manns, er eitt, sem ótt ast ber. — Já, „hvað stoðar það manninn, þótt hann ynni allan heiminn, ef hann bíður tjón á sál sinni?“ Þannig spyr sú lífsskoðun, sem Jesús flutti — og þannig spyr hún enn í dag. Og máske er aldrei fyllri ástæða til að íhuga þá spurn- ingu en einmitt nú með þess- ari kynslóð. Upp af lífsskoðun kristin- dómsins, hefir sprottið ein hin merkasta og voldugasta menningaralda, sem risið hef ir í mannhelmi, þótt annar- leg og óskild öfl hafi oftast nagað rætur hennar. Hún hef ir fóstrað og fætt hugsjónir mannhelginnar og hverskon- ar mannréttinda, — hugsjón- ir frelsis, jafnréttis og eilífð- argildis hverrar manns- sálar. — Og í skjóli hennar hafa vax- ið fram þær mestu ytri fram- farir, og sigrar yfir efnisheim inum, sem enn hafa þekkst. — En það virðist hafa farið hér eins og oft áður, að menn hafi gleymt uppsprettunni, sem af var ausið, — þegar mönnum fannst í svip, að þeir þyrftu hennar eigi lengur með og að annað gæti full- nægt í svipinn, og svo er krop ið að saurugum lindum, sem sýkingu og spillingu valda. — Og það er ekki því að leyna, að menn eru teknir allvíða að óttast um þau verðmæti, sem innstu lindir menningar okkar hafa veitt, hversu þau verða varðveitt, — enda jafn vel horfin sumsstaðar, — og víðast hvar er komin vörn en ekki sókn, við að ná til hæða þeirra hugsjóna, sem kristin menning hefir alið. Aldrei hafa máske fleiri og voldugrí upplausnaröfl verið að verki i lífsskoðun vorri og menningu. Aldrei meira treyst á ofbeldi og ytra vald andans og vopna, — ráðleysi og áhyggjur aukast meðal manna og þjóða, — og háska- legar lifsskoðanir berjast um sálirnar og leita út á auðnir og vegleysur, sem allir hugs- andi menn og konur óttast hvar enda muni. Það, sem þjáir oss nú mest, og veldur mestum erfiðleik- um og áhyggjum með þjóð vorri og um heim allan, það er ekki fyrst og fremst skort- ur ytri efna, tækifæra aðbún- aðar, — um það stöndum vér öllum kynslóðum betur að vígi, ef vér kunnum með að fara. Það er hitt, sem að er, að erfiðleikarnir liggja í oss sjálfum. Menn eru reikul- ir í ráði, andlega séð. Þeir láta hrífast af blekkjandi öflum, sem á yfirborðinu eru, — þeir eru sljóir, að velja sér lífsskoð anir, — og þeir láta glepjast við að velja sér þá andlegu leiðsögn, sem færir frið í sál- irnar, — gefur lífi þeirra inni hald, festu, hamingju og gleði. — Þeir eru sjúkir á sál af heimshyggju, — og á- hyggjur hennar og umsvif eru að svipta þá lífskrafti, og starfsgleði. — Það hefir hingað til, það ég veit bezt, ekki tekist neinni þjóð, að halda velli, hvað þá að blómgast og styrkjast, ef innri andleg upplausn hefir gripið hana, — ef hún hefir glatað guðstrú sinni, horfið um aðstoð til bænda á ó- hlutu að enda með skelfingu, frá andlegum hugsjónum sín þurrkasvæðinu er nú allmargt en þær eru líka til í öllum sýsl- um og fellt yfir sig asklok efn 1 rætt. Ég birti hér í dag stuttan um lanasins í þeirri bók. Og ishyggjunnar og brauðstrits- pistil frá Sveini Sveinssyni frá það er allra alvailegasta atrið- ins eins Fossi, og er hann svo: ið í þessu alvarlega máli. Þetta ætti okkur. nútíma- kynslóðinni jafnvel að vera augljósast allra. Þar sem mörg dæmin eru fyrir augum 1 okkar. Og máske er engri þjóð meiri nauðsyn að skilja| það en okkur. — Ríki vort er. máske hið eina í veröldinni, j sem ekki styðst við vopn og vald til að halda því saman; og vernda það frá voða. Þarj er ekki á annað að treysta en göfgi og þroska hvers ein- j staklings. Skilning hans og réttsýni um þjóðarhag, sem verður að setjast ofar öllum stundarhag hvers einstaks manns, ef þjóðin á að lifa og dafna. — Þar verður hver ein staklingur, að muna hvatn- * ingu skáldsins, sem kvað:1 „Þér íslandsbörn, þér muna megið eitt, að móðir vor á rétt, sem ei má hrjá./Hvers einstaks vild ei vega má þar neitt,/né vinsemd, óvild, basl né hokurstjá./Allt slíkt er smátt, oss mikil helg og há/ er hugsjón þjóðar, — framtíð ættarlands. Sú hugsjón og framtíð, hún byggist fyrst og fremst á innra gildi og göfgi okkar sjálfra. Á göfgi hugsjónanna, sem vér ölum með oss, — á styrkleika og fórnarlund þeirrar trúar, sem vísar oss veg. — Hún byggist á þjón- ustu vorri og hollustu við það guðsríki og réttlæti þess, sem Jesús boðaði, hið innra í sál- um vorum. Fortíð þjóðar okkar segir þá einnig sína sögu i þess- um efnum. Hún byggist j hvorki á ytra valdi, vopnum eða veraldarauði. — í gegnum 1 margar myrkar og erfiðar ald j ir, í fátækt, i áþján og hvers- konar ytra umkomuleysi varð j veitti þjóðin þá innri glóð ■ heilbrigðrar og styrkrar trú- ; ar, sem hún kvað af sín sál- arljóð í sorta og næðingum aldanna, sem yljar sál vorri enn fram á þennan dag, — og þannig skóp hún sér and- leg verðmæti, sem eru okkur dýrri arfur en allur verald- arauður, — og gert. haía meir íil verndar pjóðnrsálinni og styrktar þeim sigrum, sem 1 síðan hafa unnist, — en öll i ytri aðstaða, auður eða vopn- | aðar hersveitir. Vér þurfum þar ekk: ieng: að leita til að skynja það afl, sem undir sló. Styrka Dfssknðun, trú á sigurmátt hins góða og traust til nans, sein sigurinn gefur. Og ég held. að' oss væri hollt, a m. k. endrum og eins, að beina þeirri spurnirgu til vor: Hvaða tilverurétt eig- um vér áfram, — og hvernig fáum vér lifað, sem frjáls og óháð menningarþjóð, ef vér svíkjumst sjálf um að standa vörð um þá lifsskoðun og þá trú, sem virðir mannhelgi og manngöfgi öllu valdi og vopn um ofar, og sem boðar frelsi, jafnrétti og bræðralag, sem grundvöll allra mannlegra samskipta og sambúðarhátta, — og sem metur mannssálina meira en allan veraldarauð. — Ég fæ ekki betur séð, en það, að þessi lífsskoðun fái að sigra og ríkja með oss og (Framhald á 7. síðu.) „Eins og kunnugt er af blöð- unum, hefir ríkisstjórnin ákveð ið að hálfri fimmtu miljón kr. skuli varið til þess að leysa vand ræði bænda á óþurrkasvæðun- um, og hefir fénu þegar verið skipt milli sveitarfélaga, en hreppsnefndum er falin skipt- ing heima fyrir. Tveir þriðju hlutar af þessu fé verður lán, en þriðjungur framlag eða styrkur, en þó er hlutfallið milli láns og framlags misjafnt eftir því hvernig á stendur. Enginn sem fengið hefir 80% meðal hey feng, fær hjálp. Um þessa ráðstöfun ríkis stjórnarinnar er ekki að segja nema gott eitt. Það getur marg borgað sig að hlaupa undir bagg ann, þegar eitthvað kemur fyrir menn, sem er óviðráðanlegt. En sú athugasemd, sem ég vildi gera við þessa ráðstöfun, er það, að mér finnst það vera ósann- gjarnt og ekki hyggilegt að ætla þeim bændum, ef nokkrir eru, á óþurrkasvæðinu, sem hafa yf- ir 80% meðalheyfengs, ekkert af þessu mikla fé, sem fer í þessi óþurrkapláss. Þeir fáu bændur innan um hina í rosaplássinu, sem sýnt hafa fyrirhyggju og dugnað fram yfir aðra í plássinu, ættu að sjálfsögðu að fá sinn hluta af þessu fé, sem kalla ætti verð- laun eða viðurkenningu fyrir dugnað og fyrirhyggju. Þá bændur, sem eru öðrum til fyrirmyndar, má ekki draga niður, en um fram allt að sýna þeim viðurkenningu til áfram- haldandi fyrirmyndar og lær- dóms fyrir hina mörgu, sem enn hafa ekki áttað sig á hlutunum“. í þessu sambandi kemur margt til greina. Þeir, sem skara fram úr og eru fyrirmynd verð- skulda verðlaun. En fleira verð- ur að líta á en verðleikana eina. Hér er um björgunarstarf að ræða. Og þá þarf jafnan minnst að gera fyrir þá, sem mest er varið í og bezt kunna að mæta þeim vanda, sem að höndum ber. Samkvæmt síðustu prentuðum búnaðarskýrslum er votheys- gerð á þessu óþurrkasvæði sam- bærileg við það, sem víða er annars staðar. Og ég held helzt, að sá hreppur landsins, sem hef ir tiltölulega mesta votheysgerð það árið, sé einmitt á þessu svæði en það er Norðfjarðar- hreppur með hlutfallið 22 vota móti 25 þurrum. Annars staðar eru svo geigvænlegar tölur, sem Það er ekki rétt að refsa mönn um fyrir það, sem aðrir hafa gert eða látið ógert. Það er aUtaf að skipta um bændur á jörðúm eins og fólk við önnur störf. Ungir menn taka við jörð og búi. Og það er ekki víst, að þeir eigi þess nokkurn kost að byggja sér votheyshlöðu, hvað fegnir sem þeir vildu, fyrsta 1 eða fyrstu árin. Og er þá nokk uð vit að refsa þeim fyrir það, að aðrir höfðu ekki gert þaö? Væri rétt að gangá að þeim, sem búa í óviðunandi húsnæði I í Reykjavík og refsa þeim fyrir I það, að hafa ekki byggt yfir sig? Eða á að refsa mönnum fyrir það eitt að taka til ábúðar jörð, þar sem margt er ógert af því, sem þeir vildu gera og vita að þarf að gera? Ætli þær yrðu þá afar margar jarðirnar, sem byggðust? Það langar engan bónda til að láta hey sin hrekjast og verða að skít, eins og það er orðað í sveitinni. Finnska-, góð- skáldið Runeberg segir frá því, að bóndi nokkur spurði aldrað- an uppgjafarhermann hvemig honum hefði verið innanbrjósts þegar ofurefli óvinaliðs um- kringdi hann og lítinn hóp fé- laga hans. Líkt og þér, svaraði stríðsmaðurinn, þegar þú áttir flatan flekk og regnleiðingar voru umhverfis þig og ætlaði að koma ofan í. Þessi mynd er ekki út í bláinn. Menn gera sitt ýtrasta, hugsa um það eitt að gera það sem þeir geti og bjarga því, sem bjargað verði. Þeir berjast æðru laust fyrir lífi sínu. Ég fullyrði, að þetta er almennt einkenni bænda hér á landi þann dag í dag. Auðvitað hefði á mörgum svið um mátt gera betur, en hver er sú stétt, sem ekki má segja það um? j Hefðu ekki einhverjir getað | lagt fyrir? Svo má lengi spyrja. En hér skiptir mestu máli, hvað við höfum lært af því sem lið- ið er. Við verðum að halda á- fram þaðan sem við erum í dag. Ei sturlun oss gefur þá stund, isem er misst. Ég er sannfærður um að þetta sumar hefir lagt mörgum bónda á minni dýrmæta reynslu, og hann sýnir það í verki, ef hann fær nokkurt tækifæri til ’þess. Þess vegna gleðjum við okkur j við það, að betri og bjartari tím ar fari í hönd og þessi plága I gangi aldrei framar yfir landið. | Starkaður gamli. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og út- för móður minnar GUÐRÚNU INGIMUNDARDÓTTUR, Fossatúni. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Ólafur Sveinbjörnsson. * Orðsending * frá Bridgefélagi Rvíkur Væntanlegir þátttakendur í 2. 3„ og 4. flokki í tví- menningskeppni félagsins, gefi sig fram við stjórn fé- lagsins í síðasta lagi föstudaginn 13. þ. m. Stjórnin. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.