Tíminn - 12.10.1950, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFIRLIT“ í DAG
47 sumninqar sviknir
99Á FÖRMJM VEGI« I DAG
Sumarið, haustið oq . . .
Félagar í F.U.F. í Arnessýsiu
eru nú á í jórða hundrað
Fólagið hélt fjölsóttan fnnd og' sigæta
skemintisainkoimi á Selfossi um s. 1. helgi
Síðastliðið sunnudagskvöld hélt hið fjölmenna og at-
hafnasama F. U. F. í Árnessýslu mjög fjölmennan félags-
fund og samkomu á Selfossi. Á fundinum gengi 31 í félagið
og telur það nú nokkuð á íjórða hundrað meðlimi.
Fundurinn var haldinn í
Iðnskólanum á Selfossi og
var húsfyllir. Fyrir fundinum
lágu tvö aðalverkefni, að
kjósa fulltrúa á flokksþing
Framsóknarmanna og ræða
vetrarstarf félagsins.
Stofnaðir málfunda-
hópar
Meðal annars var ákveðið
að efna til málfunda víða um
sýsluna á vegum félagsins í
vetur og stofna málfunda
hópa. í fyrravetur var starf-
andi mjög glæsilegur mál-
fundahópur á Selfossi og af
þeirri reynslu, sem af því var
ákveðið að auka þá starf-
semi mjög.
Kosnir níu fulltrúar.
Þá voru kosnir níu fulltrú-
ar á flokksþing Framsóknar-
manna í haust og hlutu þess-
ir kosningu: Björgvin Jóns-
son, Selfossi, Gunnar Hali-
dórsson, Skeggjastöðum,
Helgi Ólafsson, Stokseyri, Her
dís Árnadóttir, Galtafelli, Jón
Kristinsson, Selfossi, Kristinn
Helgason, Halakoti, Ólöf Páls
dóttir Búrfelli, Sigurður Þor-
steinsson, Vatnsleysu og Þor-
steinn Eiríksson, Brautar-
holti. Þessir voru kjörnir
varafulltrúar: Árni Guð-
mundsson, Arnarhóli, Ás-
mundur Eiríksson, Ásgarði,
Gunnar Konráðsson, Gríms-
læk, Jón Eiríksson, Vorsataæ,
Jón Teitsson, Eyvindartungu,
Kjartan Ögmundsson, Kaldár
höfða, Loftur Kristjánsson,
Felli, Sigurður Guðjónsson,
Selfossi og Sigurður Guð-
Aukin starfsemi
ameríska bóka-
safnsins
Mikil aðsókn hefir að und-
anförnu verið að ameríska
bókasafninu á Laugaveg 24.
Hefir nú verið ákveðið, að
safnið skuli vera opið einu
kvcldi iengur i viku. Verður
það á fimmtudagskvöldum.
Er safnið þá opið tvö kvöld í
viku ti! klukkan 10.
í vetur er gert ráð fyrir, að
safnið verði jafnvel opið
fleiri kvöld í viku, auk þess,
sem það er opið alla daga.
Stendur ennfremur til að þá
verði tónlist af hljómplötum
1 húsakynnum safnsins og
kvikmyndir sýndar við og við
a.ð kvöltíinu. — Ráðgerir for-
stöðukona safnsins, að fífra á
næstunni út á land, meðal
annars til Sauðárkróks, Blönd
óss, Hóla, Akureyrar og Húsa
víkur, enda er búizt við að
hægt verði að útvega bækur
til þessara staða síðar i vetur.
mundsson. Súlholti.
í lok fundarins flutti Jör-
undur Brynjólfsson, alþingis
maður ræðu.
Fjö’sóit samkoma.
Að loknum fundinum hófst
almenn sksmmtisamkoma og
var hún fjölsótt og fór hið
betza fram. Sýnd var íslenzk
litkvikmynd, en síðan las ung
frú Stefanía Pálsdóttir á
Litlu-Reykjum í Hrunamanna
hreppi upp kvæði við mikla
hrifningu áheyrenda.
Að lokum var dansað af i
miklu fjöri.
Skólarnir settir
á Siglufirði
Frá fréttaritara Tímans
á Siglufirði.
Gagnfræðaskóli Siglufjarð-
ar var settur nýl. og er þetta
17. starfsár skólans. í hon-
um verða um 90 nemendur
1 vetur. Skólastjóri er sem
fyrr, Jóhann Jóhannsson og
engin breyting verður á
kennaraliðinu. Skólinn hóf
starf sitt fyrir 16 árum á
kirkjuloftinu á Siglufirði og
í því húsnæði starfar hann
enn, þótt það sé orðið allt of
lítið og óhæft.
Barnaskóli Siglufjarðar var
einnig settur fyrir nokkrum
dögum. í honum verða um
400 börn i vetur og nemur
fjölgun þar 30 börnum. Skóla
húsið er orðið of lítið og verða
2 deildir að starfa í öðru
húsnæði og einnig fara ljós-
böð fram annars staðar. Tveir
nýir kennarar, Sæmundur
Dúason og Magnús Þórarins-
son hefja starf við skólann í
haust.
11% lambanna 40
pnnd eða meira
Páll Diðriksson, bóndi á
Búrfelli í Grimsnesi, skýrði
Tímanum frá því í gær, að 13
þúsundum fjár hefði verið
slátrað að Selfossi í haust.
Vænsta lambið, sem kom í
sláturhúsið, hafði 55 punda
skrokk. Var það frá Tungu-
felli í Hrunamannahreppi,
eigin Árna Jónssonar. —
Reyndust lömbin úr Hruna-
mannahreppi jafnvænzt.
Voru 11% af þeim með fjör-
tíu punda skrokk og þar yfir.
Meðalvigt lambgimbrar-
lamba, er Sveínn Sveinsson
á Hrafnkelsstöðum lagði inn,
var nær 36 pund.
iimiiiimiiiiiiimiimiiimiiimiiiMiiiiiiimiiimimitmii
Taka Wonsan þýðingarmikill
áfangi í Kðreustyrjöldinni
I>aðan er aðeins nokkrra minútna flug
fyrir flngvélar S. 1». til árása á Pyongyang
Það var tilkynnt í aðalstöðvum Mac Arthurs í gær, að
sókn suðurhersins í Kóreu miðaði janft og þétt og alger-
lega samkvæmt áætlun. Á miðvígstöðvunum hafa Banda-
rískar hersveitir tekið bæinn Yonchon.
I Góða ferð yfir I
Atlanzhafið: I
= Carlo, úlfhundur'.nn, sem|
| bjargað var af Vatnajöklii
i eftir langvinnt hungur ogj
: harðrétti, á að halda á-l
1 fram för sinni vestur umj
| haf í dag með flugvél frá|
i Keflavík.
| Hann hefir síðustu dagaf
i verið í góðu yfiríæti hjáf
| Itauða krossi ís’ands ogi
I er búinn að jafna sigi
j nokkurn veginn eft'ri
| hungrið og útileguna.
j Ýmsir munu hafa crðiðj
I til þess að fala hundinn,!
i en það hefir ekki verið viði
f það komandi, að neinumf
f manni hér yrði gefinni
f kostur á því. Svo hannf
f verður enn á ný að leggjai
i af slað í langferð.
iimmiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Stofnaðar nýjar
slysavarnadeildir
Björs'iiniii við Látra
bjarg sýncl á 123
stöðnm
Slysavarnafélag íslands
hefir látið ferðast um landið
allmikið í sumar og sýna
kvikmyndina „Björgunin við
Látrabjarg" og hefir myndin
verið sýnd alls 300 sinnum á
123 stöðum. Jafnframt þessu
voru stofnaðar slysavarna-
deildir, þar sem hægt var og
þær voru ekki til áður, eink-
um á Norðausturlandi. Guð-
mundur G. Pétursson sá að
mestu um kvikmyndasýning
arnar en séra Jakob Jónsson
sá um stofnun deilda. Varð
honum mikið ágengt og stofn
aði sjö deildir á þessum stöð-
um Vopnafirði, Völlum, Fljóts
dal, Skriðdal, Breiðdal, Beru-
fjarðarströnd, Jökuldal. Á
Þórshöfn var einnig stofnuð
deild í sumar.
Þaðan hafa hersveitir sótt
nokkuð norður eftir aðalveg-
inum til Pyongyang, höfuð-
borgar Norður-Kþreu. Á vest
urstrðndinni eru hersveitirn-
ar komnar að Haeju. Mót-
spyrnan þarna er allhörð, en
þó hvergi svo, að norður-
hernum hafi tekizt að stöðva
sóknina. Eru hersveitirnar
komnar 20—30 km. norður
fyrir 38. breiddarbaug á þess
um slóðum.
Flugvöllurinn vlð
Wonsan tekinn.
Borgin Wonsan er nú al-
gerlega í' höndum suðurhers-
ins og hefir hann nú treyst
svo aðstöðu sina, að ekki þyk
ir hætta á að hann missi
hana aítur. Taka borgarinn-
ar er mjög þýðingarmikil fyr
ir sóknina í Norður-Kóreu,
því að þaðan er aðeins nokk-
urra mínútna flug yfir til
Maður hverfur
Síðastl. föstudag hvarf hér
í bænum tvítugur sjómaður
Garðar Gunnar Þorsteinsson
að nafni og hefir hans ekki
orðið vart síðan. Garðar er
frekar hár maður, með dökkt
hrokkið hár, hann var klædd
ur ljósum fötum í hvítri
skyrtu og brúnum skóm síð-
ast þegar til hans spurðist.
Þeir sem kynnú að hafa orð
ið hans varir siðan á föstu-
dag eru beðnir að gera rann-
sóknarlögreglunni aðvart.
Pyongyang, svo að árásir á
höfuðborgina eru mjög auð-
veldar.
Walker í Wonsan.
Walker hershöfðingi flaug
til Wonsan í gær og lenti þar
skömmu eftir að suðurherinn
tilkynrfti, að flugvöllurinn
væri örugglega í hans hönd-
um og tilbúinn til notkunar.
Með hershöfðingjanum voru
ýmsir liðsforingjar hans. —•
Verður nú undinn bráður bug
ur að því að flytja benzín og
aðrar nauðsynjar flugvéla
þangað, svo að flugherinn
geti haft þar bækistöð til á-
rása. Verður flughernum nú
auðvelt að gera árásir á höf-
uðborgina og aðra mikilvæga
(Framhald á 7. síðu.)
Truman hittir Mac
Arthur á Sandvík-
* I
ureyjum
Truman forseti Bandaríkj-
anna lagið af stað flugleiðis
í gær til Sandvíkureyja í
Kyrrahafi, en þar á smáey
mun hann hitta Mac Arthur
að máli. Með Truman er
Bradley hershöfðingi og for-
maður herforingjaráðsins.
Truman fór hinum mestu
lofsorðum um Mac Arthur og
herstjórn hans við frétta-
menn áður en hann lagði af
stað í gær.
Nýja sundlaugin í
• v • P •
Hin nýja sundlaug Siglu-
fjarðar var starfrækt í fyAsta
skipti í -éumar. Var hún opn-
uð 12. júlí, en lokað var henni
1. október. Alls voru baðgest-
ir i sumar 17887 eða 233 til
jafnaðar á dag. Flestir voru
baðgestír 233 á dag, en fæst-
ir 24.
Flestir voru baðgestir í
ágústmánuði, 7730. þar af
4858 börn, við sex þúsund í
júlímánuði og rösk fjögur
þúsund í september.
Umgengni hefir verið mjög
góð, bæði heimamanna og að
komufólks. Framan af var
laugin hituð upp með olíu-
kyndingu, en í september var
byrjað að hita hana með raf
magni, og varð„ hitinn betri
eftir það. Meðalhiti laugarinn
ar í sumar var 25 stig.
Sundlaugarstjóri var Helgi
Sveinsson, og starfaði með
honum enn kennari, Jóhann-
es Jónsson, og auk þess tvær
stúlkur og einn karlmaður.
Finnski kórinn syngur
tvisvar á sunnudaginn
Hóf að Ilcitel Borg á scziinudagskvöld
Finnski karlakórinn, sem kemur hér við á söngför sinni
vestur um haf, er væntanlegur á sunnudagsmorguninn til
Reykjavíkur. Er gert ráð fyrir, að kórinn syngi tvívegis í
Austubæjarbíói þennan sama dag, klukkan þrjú og klukk-
an sjii.
Á sunnudagskvöldið efnir
Samband íslenzkra karlakcra
til hófs að Hótel Borg til heið
urs hinum finnsku söngmönn
um. Er cllum söngmcnnum
liér, ungum og gömlum, heim
il þátttaka í hófinu, og veitir
Friðrik Eyfjörð í Leðurverzl-
un Jóns Brynjólfssonar upp-
lýsingar um það.
Það eru 12—13 ár síðan er-
lendur karlakór kom hingað
síðast, svo að koma Finn-
anna er eigi lítill viðburður,
ekki sízt þar eð hann er tal-
inn frábær kcr, eins og ráða
má af því, að sjálfur Síbelíus
sendir honum kveðju, sem
birt er í söngskránni, og ber
á hann hið mesta lof.
Líf og list
okí. Iioftið komið út
Októberheftið er komið út.
Á forsíðu er mynd af Steini
Steinar, ef.tir Örlyg Sigurðs-
son. I heftinu er viðtal við
Stein og Thór Vilhjálmsson.
Kvæði eftir Sigfús Daðason,
Stein Steinar og Thór Vil-
hjálmsson. Smá saga er einn
ig í ritinu eftir þann síðast-
nefnda. Auk þess eru sögur
eftir Sigurjón frá Þorgeirs-
stöðum, Svein Bergsveinsson
og Hemingway. í heftinu eru
leikdómur fréttir og fleira
smálegt. *