Tíminn - 18.10.1950, Blaðsíða 8
„ERLEIVT YFIRLIT“ I DAG:
Doutjlus Mac Arthur
34. árg.
Reykjavík
„A FÖRYI/M VEGl“ t DAG:
Þegar t/reiði er þakkaður
18. október 1950.
231. blað.
Rjúpan sé friðuð næstu 10°
15 ár eða ófriðuð næstu 3 ár
Fyrir alþingi liggnr nú í annað sinn þáltill. um alfriðun
rjúpu. Samþykkti þingið slíka ályktun í vor en ráðuneytið
hefir nú óskað nýrrar ályktunar af ástæðum sem skýrðar eru
í eftirfarandi bréfi, scm það hefir sent öllum þingmönnum.
| Méraðshátíð Fram I
I sóknarmanna í I
I Kjalarnesþingi I
,,Hinn 19. apríl 1950 álykt-
aði Alþingi ,,að fela ríkis-
stjórninni að alfriða rjúpu
fyrir skotum til 31. desember
1953.“
Samkvæmt lögum nr. 27/
1924 eru rjúpur alfriðaðar 1.
janúar—15. október árlega.
Ennfremur segir svo i lögun-
um: „Nú fækkar rjúpunni
svo, að ástæða þykir til þess,
að friða hana allt árið, og er
þá ríkisstjórninni heimilt að
skipa svo fyrir með reglugerð
um eitt ár í senn.“
Þar sem ráðuneytið telur
sér auðvitað skylt að fara að
vilja Alþingis í málinu, en er
hinsvegar kunnugt, að nátt-
úrufræðingar hallast ekki að
friðunarráðstöfun, leyfir ráðu
neytið sér að senda yður og
öðrum háttvirtum alþingis-
mönnum álitsgerð, er dr. Finn
ur Guðmundsson ritaði um
málið að beiðni þess, dags. 16.
ágúst s. 1.
Eins og álitsgerðin ber með
sér, telja náttúrufræðingar
sannað, að hin mikla fjölgun
og síðan skyndileg fækkun
rjúpna lúti vissum lögmálum,
og hafi friðanir litil áhrif i
því sambandi. Bendir dr. Finn
ur á niðurstöður erlendra vís
indamanna og eigin athug-
anir máli sínu til stuðnings
og vekur athygli á, að rjúp-
unni sé nú tekið að fjölga án
friðunarráðstafana og muni
án þeirra ná hámarksfjölgun
á árunum 1951—1953.
Þar sem rjúpan er hinn
mesti nytjafugl, er nauðsyn-
legt að komast að raun um,
hvort réttara er kenning nátt
úrufræðinga, sem segja að
rjúpunni fjölgi og fækki á
víxl eftir vissum lögmálum.
eða hinna, er telja hóflausa
veiði orsök rjúpnaþurrðar-
innar og friðun því nauðsyn-
lega, ef rjúpunni eigi að
fjölga á ný.
Leggur ráðuneytið áherzlu
á, að sannrevndar verði þær
kenningar, sem uppi eru í
þessu máli. Ef kenning nátt-
úrufræðinga er rétt, ætti
rjúpunni að halda áfram að
ÍFramhai.l a 7 sióu.)
Maður drukknar
í Reykjavíkurhöfn
Um sjöleyt'ð í gærmorgun
féll maður fram af trébryggju
austan við kolakranann við
Reykjavíkurhöfn, og drukkh-
aði hann. Maður þessi hét
Halldór Ólafsson, til heimilis
að Miðstræti 5, 35 ára, ókvænt
ur. Mun hann hafa verið
ölvaður.
Menn urðu þess varir, er
hann féll í sjóinn, og var lög-
reglunni gert viðvart. Náði
hún honum fljótlega, og voru
lengi gerðar lífgunartilraun-
ir, bæði af lögreglunni og i
Landsspítalanum. En þær
báru ekki árangur.
Kafli um ísland í
Frönsk bókagjöf
til Háskólans
Frakkarnir tveir, sem dvelj
ast hér á landi til að undir-
búa kafla um ísland í leið-
sögubók fyrir ferðamenn um
Norðurlönd. komu hingað i
háskólabókasafnið um leið og
þeir skoðuðu háskólann. Þótti
þeim þar tiltölulega lítið af
frönskum bókmenntum. Á-
kvað forstjóri Nagei-útgáfu-
fyrirtækisins i París, sem er
annar mannanna því að gefa
háskólabókasafninu franskar
bókmenntir, 200—300 bindi.
Er þetta vegleg gjöf, sem kem
ur sér vel í gjaldeyrisvaúidræð
unum. —
Franskt bókaútgáfufyrir-
tæki, er gefur út leiðsögu-
bækur fyrir ferðamenn, ætl-
ar að gefa út bók um Norð-
urlönd. Eru tveir af stjórn-
endum fyrirtækisins komnir
hingað til lands, þeir dr. Lois
Nagel og Albert Martineau, er
veitir forstöðu þeirri deild
Nagel-bókaútgáfunnar, er sér
um útgáfu leiðsögubókanna.
í bókinni um Norðurlönd,
sem alls verður um 600 blað-
síður, er gert ráð fyrir, að 100
blaðsíður verði um ísland. Er
koma áðurnefndra manna
hingað í sambandi við efnis-
söfnun til islenzka kaflans.
Þeir félagar ræddu við
blaðamenn á Hótel Borg í
gær, og gerðu sér þá tíðrætt
um möguleika þá, er ísland
hefir til að verða fjölsótt
ferðamannaland. Telja þeir
hverina með stórfenglegri
náttúrufegurð landsins nægja
til þess, að ísland gæti orð-
ið eftirsótt ferðamannaland
og þjónustan við ferðamenn-
ina gæti þá ef til vill orðið
jafn þýðingarmikill liður í
þjóðarbúskapnum og síldveið
arnar, og miklu áreiðanlegri
tekjustofn, segja hinir sér-
fróðu Frakkar, er ættu að
þekkja manna bezt, hvað
ferðafólki hentar.
| Framsóknarfélag Kjal- §
í arnesþings. sem stofnað I
| var í fyrra, heldur héraðs- |
1 hátíð næsta smtnudag 22. i
I akt. að Fciagsgarði I Kjós. I
i Ræöumenn verða þar |
| Rannveig Þorsteinsdóttir |
1 alþingismaður og Hermann \
| Tónasson, iandbúnaðarráð i
i herra. Guðmundur Jónsson i
Í syngur cinsöng við undir- i
i leik Friiz Weischappels. =
Í Samkoman hefst kl. 9,30 i
I og ferðir verða lir Reykja- í
| vík frá Ferðaskrifstofunni f
| klukkan 8,30.
Sóknin að Pyongyang
var mjög hröð í gær
Suðurlierinn á nti ófurna 20—30 km. til
hurgarinnar og mætir lítilli mótisp.vrnu
Bandarískar hersveitir tóku í gær borgina Hwangju, sem
er 23 mílur sunnan við Pyongyang vestarlega á skaganum.
Borg þessi er mikilvæg járnbrautarstöð og gefur vald yfir
nokkrum aðalvegum til höfuðborgarinnar.
iiiiiiiiiiiiiiiiiai)iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiii!ii)iiiii
Veglegt afmæiishóf
héraðssambandsins
Skarphéðins
Héraðssambandið Skarp-
héðinn minntist 40 ára afmæl
is síns með hófi að Selfossi
síðastliðinn laugardag. Var
þangað boðið öllum gömlum
starfsmönnum og stjórnend-
um sambandsins, helztu
styrktarmönnum þess og í-
þróttamönnum frá afmælis-
mótinu í sumar og auk þess
átta mönnum frá hvei’ju
sambandsfélagi og nokkurra
fyrirmanna úr héraði.
Hófið hófst klukkan fjög-
ur, og voru gestir á þriðja
hundrað. Ingimar Jóhannes-
son kennari rakti sögu sam-
bandsins, Sigurður Greipsson
rakti íþróttastarfsemi þess,
Ungmennafélag Hrunamanna
sýndi leikþætti, Einar Sturlu-
son frá Fljótshólum söng ein-
söng við undirleik Gunnars
Sigurgeirssonar, en síðan voru
fluttar margar stuttar ræð-
ur. Enn fremur voru veitt
verðlaun fyrir íþróttaafrek á
afmælismótinu í sumar. Þor-
steinn Sigurðsson írá Vatns-
leysu stjórnaði almennum
söng.
Hófinu lauk laust fyrir mið
nætti. —
Sókn suðurhersins norður
á bóginn var mjög hröð í gær
og sóttu hersveitir fram allt
að 40 km. sums staðar og átti
hann víðast eftir 25—30 mílur
ófarnar til Pyongyang. Mættu
hersveitirnar lítilli mótspyrnu
noröanmanna og gafst fjöldi
þeirra upp í gær og afhenti
vopn sín.
Á austurvígstöðvunum eru
hersveitir Suður-Kóreumanna
komnar inn á miðjan skag-
ann beint austur af Pyong-
yang og eiga litlu lengra ófar-
ið til borgarinnar en hersveit
irnar að sunnan.
Hersveitir Suður-Kóreu-
manna hafa einnig haldið á-
fram sókn sinni norður strönd
ina frá Wonsan fyrir Choson-
flóann og eru fremstu sveitir
komnar allt að járnbrautar-
borginni Hamhung, og eru
þessar hersveitir þá komnar
um 150 mílur eða 240 km.
norður fyrir 38. breiddarbaug.
Truman flutti
ræðusína í nótt
Truman forseti Bandaríkj-
anna kom t'l Kaliforníu í gær j
morgun og dvaldist þar í gær. |
í nótt kl. 4 eft'r ísl. tíma mun !
hann flytja útvarpsræðu í
San Francisko og verður
henni útvarpað víða um heim.
Búizt er við að Truman hafi
mikilvægan boðskap að flytja.
Valdsvið örygg-
ísráðsins rætt
Stjórnmálanefnd allsherj-
arþingsins ræddi tiHögur ríkj
anna sjö um víkkað vaidsvið
öryggisráðs ns. Áður en fund-
ur hcfst í nefndinni áttu þeir
fund mcð sér Dulles, fulltrúi
Bandaríkjanna og Vishinsky
um ágreiningsmál ríkja sinna
í þessum málum, og sátu full-
trúar þeirra einnig fundinn.
Fundurinn var lokaður og
ekki v'tað um árangur hans.
Raufarhafnarmálið
enn óupplýst
Tíðindamaður frá Tíman-
um átti i gær tal við Svein
Sæmundsson yfirlögreglu-
þjón, sem enn er á Raufar-
höfn við rannsókn þjófnaðar-
málsins. Sagðist honum svo
frá, að ekkert hefði komið
fram við hina löngu og yfir-
gripsmiklu rannsókn, er gæti
gefið vísbendingu um það,
hver valdur væri að þjófnað-
inum.
Allir menn í þorpinu hefðu
verið komnir i fastasvefn
klukkan þrjú umrædda nótt
og enginn svo litið út eftir
það, enda niðamyrkur, unz
hinir fyrstu komu á fætur
um sjöleytið.
Það mun hafa komið til
tals, að Sveinn Sæmundsson
og Axel Helgason, sem er hon
um til aðstoðar, fari frá Rauf
arhöfn með Esju á morgun.
En með þeirri ferð mun sýslu
maður Þíngeyinga koma til
Raufarhafnar.
Koninir (il §ai»on
Frcnsku hershöfð'ngjarn-
ir, sem franska stjórn;n sendi
til Indó-Kína komu til Saigon
í gær. Munu þeir athuga þar
herstjórn Fx-akka og vígstöð-
una og gera síðan tiUcgur um
það, hvernig sókn af hálfu
setuliðs Frakka skuli hagað,
og hve mikinn liðsauka og
vopn sé nauðsynlegt að fá.
Hofsósbátum
Frá fréttaritara Tímans
á Hofsósi.
Frá Hofsósi stunda nú róðra
18—20 trillubátar og tveir vél
bátar. Hefir afli verið allgóð-
ur. Trillubátarnir fá 2000—
3000 pund i róðri.
Hraðfrystihús Kaupfélags
Austur-Skagfirðinga kaupir
allan fiskinn. og er þorskur-
inn saltaður, en ýsan öll fryst
á Ameríkumarkað. Til jafn-
aðar rnunu vinna í hraðfrysti
húsinu 24—26 manns.
Barn veikist af
skordýraeitri
Borgarlæknirinn i Reykja-
vík hefir beðið blað-ð að flytja
eft'rfarandi aðvörun frá sér:
„Samkvæmt upplýsingum
frá Landsspítalanum hefir
barn ve'.kzt eftir að hafa borð
að skordýraeitur, sem heitir
DATOR ROACH HIVES. Er
þvi lýst íem togleðurskenndri
plötu í sívölum pappahólk.
Borgarlæknirinn varar því ein
dregið við að hafa eitur þetta
á stöðum þar sem börn ná til
þess og óskar ennfremur eftir
upplýsingum um, hvort vitað
sé, að skordýraeitur það, sem
hér greinir, sé nokkurs stað-
ar á boðstólum".
Blaðið átti i gærkveldi tal
við lyflæknisdeild Landsspítal
ans og spurði um þetta til-
felli. Þetta er fimm ára gömul
telpa og var henni farið að
batna. En það er ástæða til
að minna fólk á, að hafa að-
vörun borgarlæknis í hyggju.
Vatnajökulsleiðang-
urinn vekur at-
hygli erlendis
Ekstrablaðið í Kaupmanna-
höfn, sem undanfarið hefir
birt fjölda greina, frásagna
og mynda frá íslandi, birti
allrækilega frásögn af för
Árna Stefánssonar og félaga
hans á Vatnajökul, er þeir
björeuðu líkkistunni og hund
inum Carló úr flaki Geysis,
og aftasta síða blaðsins var
öll þakin myndum frá þess-
um atburði.
Er þar að makleikum borið
hið mesta lof á þol og þrek
leiðangursmanna/
28 menn farast í
í flugslysi í London
Brezk Dakota-flugvél, er
hafði nýlega haflð sig til flugs
frá Northon-flugvellinum við
London á leið til Skotlands,
steyptist til jarðar í úthverfi
London í gær. Var flugstjór-
inn snúinn við og ætlaði að
lenda aftur vegna vélbilun-
ar, en komst ekki alla leið á
flugvöllinn. Lenti flugvélin á
húsþaki og féll síðan brenn-
andi niður í garð. í flugvél-
Jnni voru .21 farþegar og
fimm manna áliöfn. Fórust
allir sem í vélinni voru nema
einn maður, sem slapp með
moiðsli. Meðal þej.rra,, sem
fórust var lítið barn.