Tíminn - 19.10.1950, Qupperneq 2
2.
TÍMINN, fimmtudaginn 19. október 1950.
232. blað.
‘Jrá hafi tií heila
* \
Jtvarpib
IJtvarpið i kvöld:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Einsöngur: Rina Gigli
og Giuseppe di Stéfano syngja
(plötur). 20.45 Erindi: Við heim
komuna (frú María Björnsson
i'rá Winnipeg). 21,10 Tónleikar
(piötur) 21,15 Erindi: Mannúð-
arhugsjón kristindómsins (dr.
Matthías Jónasson). 21,30 Sin-
fóniskir tónleikar (plötur): Kon
sertt í a-moll op. 102 fyrir fiðlu
og celló eftir Brahms. 22,00 Frétt
Ir og veðurfregnlr. 22,10 Sinfón-
iskir tónleikar (framhald): Sin
fónía nr. 2 (Hinar fjórar lyndis
einkunnir) eftir Carl Nielsen.
22,40 Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Sambandsskip:
M.s. Arnarfell er á leið til
Skagastrandar frá Keflavík.
M.s. Hvassafell er í Genúa.
Ríkisskip:
Hekla var við Hornafjörð í
morgun á norðurleið. Esja fór j
frá Akureyri í gær austur um
land til Reykjavíkur. Herðubreið j
er í Reykjavík. Skjaldbreið fór.
frá Reykjavík kl. 22,00 í gær- |
kveldi til Breiðafjarðar- og Vest
fjarðarhafna. Þyrill var á
Krossanesi í gærkvöld. Mb. Þor
steinn fór frá Reykjavík í gær-
kvöld til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Þórshöfn í
Færeyjum 7. 10, væntanlegur
til Grikklands 19.—20. 10. Detti
foss fór frá Antverpen 17. 10. til I
Hull, Leith og Reykjavíkur. Fjall
foss fór frá Gautaborg 16. 10. j
til Reykjavíkur. Goðafoss kom
til Gautaborgar 16. 10. frá Kefla
vík. Gullfoss er í Kaupmanna-
höfn. Lagarfoss fór frá Gdynia
17. 10., kom til Kaupmannahafn
ar 18. 10. Selfoss fór frá Kaup- j
mannahöfn 15. 10. til Stokk-1
hóims. Tröllafoss fer frá Reykja
vík kl. 20,00 í kvöld 18. 10. til
New Foundland og New York.
B/öð og tímarit
Nýtt blað í Eyjum.
Tímanum hefir nýlega borizt
nýtt stjórnmálablað sem byrj-
að er að koma út í Vestmanna-
eyjum. Heitir það Bjarki, en rit
stjóri þess er Hrólfur Ingólfsson
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins.
Stendur hann að bæjarstjórn-
-armeirihluta þeim, sem stjórn
bæjarins hefir á bak við sig.
Ástæðan til þess, að Hrólfur
byrjaði að gefa blaðið út er sú,
að hann hefir sætt hatramleg-
um árásum þess brots Alþýðu-
flokksins í Eyjum, er ekkert get
ur sóð nema íhaldiö og vill um
fram allt að ihaldið í Vestmanna
eyjum sé aðili að stjórn bæjar
ins. Hefir svo ólánlega til tekizt,
að þetta flokksbrot, með Pál
Þorbjörnsson í broddi fylkingar,
náði í reiturnar af sáluöu flokks
blaði Alþýðuflokksins, er Braut-
in nefnist, en það hefir komið
út upp á síðkastið, aðallega til
þess að taka þátt í innbyrðis
deilum flokksins í Eyjum og ti)
árása á hinn kjöma bæjarfull-
trúa Alþýðuflokksins.
Málflutningur Ifrólfs Ingólfs-
sonar í hinu nýja blaði er djarf
ur og skorinorður. Kemur bar
margt kynlegt fram um atferli
sumra Alþýðuflokksmanna varð
andi bæjarmálin.
Úr ýmsum áttum
Sláturtíð
er lokið á Seyðisfirði. Mun
,síðasti slátrunardagurinn hafa
verið í gær.
Betra veðurútlit.
Samkvæmt fregn, er blaðinu
barst frá Raufarhöfn í gær, var
nokkurt útlit fyrir þurrkflæsu
á Melrakkasléttu. Veður var þar
með skársta móti í gær, hæg-
viðri, lítil sem engin úrkoma, en
þurrklaust. Hins vegar var loft-
betra en oftast áður, og gerðu
menn sér nokkrar vonir um
þurrk. Hey, sem úti liggja og
síðast voru slegin, eru ekki enn
ónýt með öllu, og mætti gefa
þau með mat, ef þau nást nú.
Reykjavíkurapótek
hefir á boðstólum þorskalýsi,
sem selt er án lyfseðla Frá sögn
blaðsins í gær leiðréttist að
þessu leyti.
J «*" * * fli?
Skoðanagjald og prófgjald.
I Lögbirtingablaðinu er birt
ný reglugerð um skoðunargjald
fyrir bifreiðar og prófgjald bif-
reiðastjóra. Eru gjöld þessi hækk
uð samkvæmt hinni nýju regVu
gerð. Fyrir skoðun á bifreiðum
og bifhjólum ber eigendum nú
að greiða 80 króna árlegt gjald
til lögreglustjóra, þar sem far-
artæki eru skrásett. Fyrir bif-
reiðastjórapróf greiði umsækj-
andi 75 krónur.
Húnvetningafélagið
í Reykjavík heldur skemmti-
samkomu í Tjarnarkaffi í kvöld
kl. 8,30. Margt er til skemmtun-
ar svo sem spurningaþáttur,
kvikmynd, einsöngur og dans.
Ragnari Ásgeirsyni,
héraðslækni á ísafirði, hefir
verið falið að gegna Ögurhéraði
og Hesteyrarhéraði, ásamt lækn
ishéraði sinu.
Norskir vararæðismenn.
Bjarni Sighvatseon, banka-
stjóri í Vestmannaeyjum, og
Guðjón Elías Jónsson, banka-
stjóri á Isafirði, hafa tekizt á j
hendur að gegna vararæðis-
mannsstörfum fyrir Norðmenn,
hvor á sínum stað.
Bandarískur vararæðismaður.
Robert J. Gibbons hefir verið
gerður að bandarískum vara-
ræðismanni í Reykjavík.
Óvænt vitneskja.
í skýrslum þeim, sem land-
læknisembættið gefur út, er
margháttaðan fróðleik að finna,
ekki aðeins um heilbrigðismál,
heldur ótal margt annað. Þar
er ekki höndunum kastað til
neins, heldur allt unnið af
vandvirkni og natni, og jafnt
dregið fram það, sem betur
fer og miður.
Ekki fer lijá því, að menn
hljóta að undrast sumt, sem
þar kemur fram, þótt ekki
verði það véfengt. Þannig bera
skýrslur um krufningar, er
gerðar hafa verið að ósk yfir-
valda, það með sér, að eitt
árið virðast fjórar manneskj-
ur hafa kafnað í spýju sinni
sennilega ofurölva, ýmist í
rúmfötunum eða í fellingum
á eigin klæðum. Maður hefði
þó ætlað, að slíkir atburðir
væru fátíðir. Samt er eitt til-
felli á ári næsta algengt, sam
kvæmt þessum skýrslum.
Vörujöfnun VI
Föstudaginn, þann 20. þ. m., hefst vörujöfnun á
vefnaðarvöru og gúmmískófatnaði.
Byrjað verður að afgreiða nr. 3831. Afgreidd verða
30 númer á klukkustund.
Þeir félagsmenn, sem hafa félagsnúmer 3021—3860,
og fengu ekki afgreiðslu í síðustu vörujöfnun, eiga þess
nú kost á föstudag og laugardag. —
Fjániiiiliu
(Framhald af 1. síSu.)
ins, myndi það lítt stoða, ef
áhrifamiklir hópar manna og
einstaklingar hefðu ekki til
að bera skilning eða vilja til
þess að virða þessi lögmál.
Slíkur- vilji væri frumskilyrði
þess, að ófarnaði yrði bægt
frá dyrum þjóðarinnar, og
fyrr en hann skapaðist myndi
þjóðin ekki losna úr því dýki,
•sem hún er komin í í fjár-
málalegum efnum.
HljóinNvcitin
CFramháld af 1. siSu.)
sinf óníuhlj ómsveitarinnar,
nema fram til janúarloka. Er
starfsemi hennar nú þannig
háttað, að ríkisútvarpið styrk
ir starfsemina með því að
lána fastráðna hljóðfæraleik
ara sína, en Reykjavíkurbær
hefir lagt fram 150 þúsund
krónur í styrk til sveitarinn-
ar. —
Stj órn hennar annast
nefnd, skipuð samkvæmt
þessu skipulagi. Baldur
Andrésson frá bænum, Bjarni
Böðvarsson frá hljóðfæraleik-
urum og Jón Þórarinsson frá
útvarpinu, og er hann jafn-
framt formaður nefndar-
innar.
ornum vec^i
HÚSASAFNARI?
Mér hefir borizt svolátandi
bréf frá „Reykviking":
„Maður nokkur á þriggja í-
búöa hús i vesturbænum, neðan
Vesturgötu, og býr í því sjálfur.
Hann á einnig nýtt þriggja í-
búða hús í nýju hverfi vestur
við sjó. Nú er hann að byggja
þriðja húsið á næstu lóð við
nýja húsið, samkvæint leyfi
Fjárhagsráðs, veitt á hans nafn
Það virðist eiga að verða eins
og hitt húsið og þá væntanlega
með þremur íbúðum.
Sumir menn safna frímerkj-
um, aðrir peningum, hinir
þriðju safna húsum. Þessi mað-
ur virðist safna húsum. Nú vil
ég, er sendi Timanum þessar
línur, spyrjast fyrir um það,
hvað veldur því, að þessi mað-
ur nýtur fyrirgreiðslu Fjárhags
ráðs við húsasöfnunina? Það
kemur mér á óvænt. Samtímis
því að þessi maður byggir sér
þriðja húsið er öðrum, sem eru
húsnæðislausir eða búa í alls
óhæfu húsnæði, neitað um leyfi
til þess að byggja yfir sig, enda
þótt þeir geti fært sönnur á, að
þeir hafi ráð með að koma upp
húsi með sæmilegum hraða, ej
þeir fá leyfi til þess, hafi meðal
annars útvegað sér nægjanlegt
fjármagn.
Fjárhagsráð hefir starfað svo
lengi, að óhugsandi er, að þessi
maður hafi geymt til dæmis
sement svo lengi, að leyfi hafi
verið veitt með sérstöku tilliti
til þess.
Ég er einn þeirra, sem ekki
hafa fengið leyfi til þess að
byggja, og það er þess vegna
ekki nema mannlegt, að mér
virðist sjálfum, þótt ég sé all-
gramur yfir þessu. En ekki
meira um það — ég vænti skýr-
inga“.
Það er væntanlega óþarfi að
taka það fram, að Fjárhagsráði
er heimilt rúm hér í þessum
dálkum til svars við þessu bréfi,
enda sé lengd svarsins stillt svo
í hóf, að það rúmist í þeim.
J. II.
'miiiiiiimwag
Frá Tjekkoslóvakíu
Getum við útvegað kvensokka sérstaklega hagkvæmt
verð, til afgreiðslu strax, gegn nauðsynlegum leyfum.
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
Reykjavík
Frá SUMARGJÖF
Tekið á móti umsóknum um leikskólavist í Baróns-
borg í dag. Umsóknum veitt móttaka i skrifstofu félags
ins, Hverfisgötu 12. — Sími 6479.
Forstöðukonan
Saltað
f olaldak jöt
í hálftunnum
— ódýr matarkaup —
Samband ísl. samvinnnfélaga
Sími 267S
Málverk og húsgögn
Ef þið komið til bæjarins og vantar málverk til tæki-
færisgjafa, og ennfremur, ef ykkur vantar dívan, skáp
eða stóla — þá lítið inn í
Húsgagnaverzlma Signrðssonar
Skólavörðustíg 28. — Sími: 80 414
Frestið elvki lengur, að gerasf
áskriíendur TÍMANS