Tíminn - 19.10.1950, Qupperneq 4

Tíminn - 19.10.1950, Qupperneq 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 19. október 1950. i 232. blaS. HÓLAR I HJALTADAL Hér 1 dag á hinum forna höfuðstaS Norðurlands, Hól- um í Hjaltadal, minnumst við 400 ára ártíðar Jóns bisk- ups Arasonar og sona hans tveggja er létu líf sitt 7. nóv. 1550 suður í Skálholti. Þeir voru dæmdir og teknir af lífi, af erlendu valdi gegn islenzkum lögum. Jón biskup Arason er ein- hver allra stórbrotnasti og umsvifamesti kirkjuhöfðingi, er saga vor greinir frá. Það er af fleiri en einni ástæðu, að hann hefur í minningu þjóðarinnar orðið ástsæll og því meir virtur, sem lengra er liðið frá aftöku hans. Vér virðum hann og met- um sem trúarhetju, er barð- ist til hinstu stundar fyrir þeirri trú, er hann eina taldi sanna og rétta. Að mínum dómi er það stórsómi fyrir æðstu kirkjuhöfðingja hinnar íslenzku. lúthersku kirkju, að þeir nú skuli hylla þennan mikla forföður sinn, sem af alefli barðist gegn siðaskipt- unum fyrir fjórum öldum siðan. Er það glöggur vottur þess, hve frjálslynd hin ís- lenzka þjóðkirkja er. Vér minnumst Jóns Arason ar, sem einhvers glæsilegasta kirkjuhöfðingja, er saga vor greinir. Þess er að vísu ekki að dyljast, að stundum fór hann eins og þá tiðkaðist meðal stórbrotinna valds- manna. fram með ofbeldi og ójöfnuði. Lengst af sínum valdatíma fór hann þó vel með sitt mikla vald, var frjáls lyndur umbótamaður um ým is veraldleg mál og yfirleitt ástsæll af undirmönnum sínum. Vér minnumst. Jóns bisk- ups Arasonar síðast en ekki sízt sem þjóðrækins íslend- ings, er hafði gleggri og betri skilning á sérstöðu íslendinga sem menningarþjóðar og hættu þeirri, sem henni var búin af vaxandi ágengni og áhrifum frá erlendu valdi, en flestir eða allir samtímamenn hans. Þótt ég nefni þessar stað- reyndir hér nú, þá er ekki ætlun mín að ræða störf Jóns biskups Arasonar, afrek hans né áhrif fyrir samtíð sína, og þau 400 ár er liðin eru frá lífláti hans. Það hafa aðrir mér færari gert á þess um stað í dag. Það er annað mál, sem ég vil gera hér að umtalsefni. Saga Hóla í Hjaltadal, hún er mikil og merkileg, bæði fyrr og síðar. Þar hafa margir örlagaþræðir verið spunnir, er áhrifaríkir hafa reynzt þjóð vorri. Hér mun aðeins stiklað á örfáum atriðum og þá sér stakiega leitast við að tengja saman hinn forna tíma, með an biskupsvaldið varð hið ráð andi afl, og endurreisnartím ann, bændaskólatímabilið og ræktunaröldina, er staðið hef ur frá 1882. Eins og kunnugt er, var Hof landnámsjörð í Hjalta- dal. Ættmenn Hjalta land- námsmanns voru nefndir Hof verjar. Hcfðu þeir ættmenn lengi héraðsvöld. Hóla er fyrst getið um miðja elleftu öld. Hafa Hólar sennilega í fyrstu verið byggðir úr Hofs- landi og verið hjáleiga þaðan. Þegar Hólar eru fyrst nefnd ir býr þar maður að nafni Öxi, sennilega af ætt Hof- verja. Var hann frægur af Ræða Steingríms Steinþórssonar forsætis- ráðherra við aflijúpnn ininnismerkis Jóns Arasonar að Hólum 13. ágnst s.l. kirkju einni mikilli, er hanu reisti. Má því segja, að , ,snemma beigist krókurinn að því er verða vill‘“. Árið 1106 varð Gissur ís- leifsson Skálholtsbiskup við þeim óskum Norðlendinga, að stofnsetja biskupsstól i Norð- lendingafjórðungi. Erfiðleik- ar voru um að fá hæfiiega bújörð fyrir biskupssetur. Á Hólum bjó þá Illugi prestur af ætt Hofverja. Hann lét af hendi bújörð sína og ættaróð al og gaf Hóla til biskupsset- ur. Virðist svo að allir ráða- menn um þetta ,hafi orðið á það sáttir, að engin jörð í fjórðungnum væri betur til þess fallin. Jón Ögmundsson var fyrst- ur Hólabiskup. Gerði hann Hóla strax fræga þau 15 ár, er hann sat í biskupsstól. Jón biskup var kennimaður mikill og hneigðist að meinlæta- og munkalifi, en var þó i aðra röndina ríklundaður höfðingi eins og hann átti kyn til. Um hans daga varð til orðtækið: „Heim að Hólum“, sem allir Skagfirðingar og fleiri nota enn. Jón biskup Ögmundsson gerði Hóla að andlegu höfuð bóli Noi$urlands. Má það stórvirki kallast á hvaða mæli kvarða sem mælt er. Frá því að Jón biskup Ög- mundsson leið, voru Hólar höfuðstaður Norðurlands allt til loka 18. aldar. Þann tíma allan sat þar æðsti höfðingi hins andlega valds — og oft réðu biskuparnir sérstaklega í katólskum sið, einnig mestu um landsstjórn og veraldleg mál. Mestan hluta þessa tíma var skóli á Hólum, mennta skóli, sem veitti andlegrar stéttar mönnum fræðslu. Prentgerð hófst fyrst á landi hér á Hólum. Er þáttur Hóla i bókaútgáfu hinn merkasti. Allt þetta og margt fleira mætti nefna, er ber þess ljóst vitni hvílíkt andlegt höfuðból Hólar voru um sjö alda skeið. í hugum vor íslendinga er dimmt yfir 18. öld. Aldrei hef ir þjóð vor verið fámennari, fátækari og orkuminni, enda var þá svo langt gengið að um það var rætt í fullri al- vöru að flytja þær hrjáðu sál ir, er enn drógu fram lífið, af landi burt. Oss Norðlending- um og raunar þjóðinni allri, virðist enn syrta i álinn þeg- ar í lok aldarinnar, um 1800, að biskupsstóllinn og skóli er fluttur frá Hólum. Þótt veldi og áhrif Hóla hefði dvínað samfara hnignun þjóðarinn- ar, þá voru þó Hólar til þess tíma tvímælalaus höfuðstað- ur Norðurlands og andleg mið stöð Norðlendingafjórðungs. Hér virtist því allt bera að sama brunni, sifelld hnignun, eyðing þeirra staða og verð- mæta, er hæst hafði borið með þjóð vorri á undanförn- um öldum. Jörðin Hólar ásamt öðrum biskupsstólsjörðum voru þá seldar. Enn um sinn sitja prestar á Hólum og svo er það fram um 1860. Þegar Benedikt prófastur Vigfússon á Hólum fellur frá 1861 hverfur sá ljómi einnig. Hólar hafa ekki verið prestssetur síðan, en dómkirkjan á Hólum aðeins annexia frá Viðvík og nú síð ar frá Vatnsleysu. Jörðin komst í algjöra nið- I • 1 * urníðslu. Hús og hinar fornu umbætur gengu úr sér og hrörnuðu, þar sem engu var I haldið við eins og þurfti. Dóm kirkjan á Hólum fór ekki var hluta af þessari eyðileggingu. Hið fagra tréverk kirkjunnar j var rifið úr henni og sumt af j því selt á uppboði eins og hvert annað spýtnarusl. Sj álf 1 Líkaböng þeirra feðga, Jóns 1 Arasonar og sona hans, kom , á Hrísháls, Var brotin niður og koparbrotin seld úr landi. Kirkjan var rúin flestöllum dýrgripum sínum og skrauti. Svo var gengið hreint til verks um að eyðileggja allt er minnti á forna frægð Hóla. Þann veg. sem hér hefir lýst verið með örfáum orðum var ástatt um Hóla i Hjaltadal þegar kom fram um 1880. Jafnvel trúarhetjur og mestu andans höfðingjar þjóðarinnar héldu þá, að vald og áhrif Hóla væru aldauða. Sjálfur Matthías Jochumsson segir svo, í hinu rismikla kvæði Skagafjörður: Ekkja stendur aldin kirkja ein í túni fornra virkja, Hver vill syngja, hver vill yrkja Hóladýrð þinn erfisöng. Skáldið af guðsnáð, sjáand inn mikli, spámaður, hin bjartsýna trúarhetja, hafði al gjörlega tapað trú á, að Hólar yrðu reistir úr rústum. Hóla- dýrð var að hans dómi al- dauða — aðeins saga um forna frægð. Þvi betur varð Maathías Jochumson ekki sannspár um þetta. Hólar risu úr rústum. Nú voru það héraðsmenn sjálf ir er hófust handa. Metnaður Skagfirðinga og myndarskap ur hratt af stað starfsemi, er leiddi til endurreisnar Hóla- staðar. Að vísu voru farnar aðrar leiðir, en tíðkast hafði áður um starfsemi á Hólum. En sagt var einu sinni að all- ar leiðir lægju til Róm. Það má á fleiri en einn veg reisa merkilegar menningarmið- stöðstöðvar, saga Hóla í Hjaltadal sannar það. Árið 1880 ákvað sýslunefnd Skagafjarðarsýslu að kaupa Hóla í Hjaltadal og reisa þar búnaðarskóla. Næstu ár ganga Húnvetningar og Ey- firðingar til liðs við Skagfirð ina um þetta mál. Þeim for- ystumönnum þessara héraða og þó sérstaklega Skagfirðing um, er frumkvöðlar voru um þetta, hefir enn ekki verið þakkað sem skyldi. Það var í mikið ráðist á þeim tíma og við þær ástæður, sem þá vor af fátækum sýslufélögum a stofna til búnaðarskóla, al gjörlega af eigin rammleil Það verk hefir Sögunefm Skagfirðinga að skýra greir lega frá brautryðjendastörf um forgöngumannanna þessu sviði. Búnaðarskóli tók til starf vorið 1882. Hvaða ár og hver: ið ár var það? Það var ári þegar aldrei kom neitt suma um Norðurland. Það snjóa? í hverri viku. Jörðin var þ\ nær graslaus og nýting á þeir litlu heyjum sem náðust, hi: aumasta. Mislingar gengu y ir, svo að fólk lá í hrönnun (Framhald á 3. siðu) Oddur Ármann í Hjallanesi sendir okkur hér smábréf um innflutning og dreifingu drátt arvéla. „Nú er þeim mönnum að ,fjölga, sem sjá hversu innflutn- ingur dráttarvéla er orðinn nauðsynlegur og jafnframt vex óánægja mginna við að sjá hve miklu af þeim dráttarvélum og jeppabílum, sem inn hafa veriö fluttir, hefur verið ranglega út- hlutað. En því miður hafa bænd ur ekki fengið alla þá svokölluðu landbúnaðarjeppa, sem þeim þó sérstaklega voru ætlaðir. Til þess að sannfærast um það þarf maður ekki annað en að koma til Reykjavíkur eða einhvers annars kaupstaðar og sjá hve margir jeppar hafa ílenzt þar. Það er líka mjög algengt, að til sé á sama bænum bæði jeppa bíll og dráttarvél, og það þótt búið komist vafalaust vel af með hesta eingöngu. En ef leyfð ur verður innflutningur á ein— hverju af ofangreindum vélum, þarf að ganga vel úr skugga um það, að slíkt komi ekki fyrir nema brýna þörf beri til þess, jafnframt sem að þess sé gætt, hvar þörfin fyrir slíkar vélar sé mest Þetta tel ég að sé nauðsynlegt a. m. k. á meðan sama öngþveiti ríkir í gjald- eyrismálum þjóðarinnar. í þá, að dráttarvélin sé látin knýja blásarann. Enn vitanlega er það margt fleira, sem út- heimtir fremur vélaafl, nú en áður, því að víðast hvar er land búnaðurinn orðinn mun stór- brotnari, þó að þetta eitt sé nefnt sem dæmi. Oft hefur verið bent á það, að félagsnotkun á stórvirkum landbúnaðarvélum sé heppileg. Þetta held ég að sé eitt af því sem bændur ættu að taka til athugunar. Nú þegar hörgull er á erlendum gjaldeyri, til véla kaupa, sem annars, og þær vélar sem inn verða fluttar verða sennilga nær ókaupandi fyrir meðalstórt sveitaheimili, vegna dýrleika, væri æskilegt að 2, 3 eða fleiri bændur ættu sömu dráttarvélina, þar sem dreifbýlið er of mikið og bú- in ekki of stór til þess að notast megi við hesta að ein- hverju leyti.“ Þetta finnst mér skynsamlegt bréf og hófsamlegt. Það er vont að geta ekki brugðið vélaafli fyrir sig á stórum búum, en það er heldur ekki gott að safna svo miklum vélakosti á lítið bú, að „heyskapurinn verði ekki nema fyrir vélamar." Þó að þær éti ekki hey þarf að borga tilkostnað við þær. Nú er votheysverkun í stór- um stíl að ryðja sér mjög til rúms hér á landi, sem eðlilegt er, því að allir vilja vera sem minnst háðir hinni óstöðugu íslenzku veðráttu. Þá fer véla- aflið að verða nauðsynlegra, sérstaklega við heimflutning heysins. Því að það sjá allir, að það er seinlegt og erfitt verk að flytja blautt heyið ein göngu á hestvagni en léttara verk og fljótlegra er að aka því heim að votheyshlöðunni með dráttarvél. Þá tíðkast einn ig þar sem votheysturnar eru og blása verður heyinu upp Félagseign véla er mál, sem bændur þurfa alvarlega að hugsa um. Það er engin nýj- ung, að bændur eigi saman jarðyrkjuverkfæri og hefur það gefist vel og áreiðanlega haft stórkostlega þýðingu fyrir fram för landbúnaðarins. Því þurfa bændur að athuga sem bezt, hvernig þeir koma sem bezt við sameign véla við atvinnu- rekstur sinn og er því bending Odds hin þarfasta. — En auk þess er ábyrgðarstarf og vanda verk að skipta því, sem inn kann að verða flutt. Starkaður gamli. Þakka innilega öllum vinum móður minnar SIGRÍÐAR HAFLIÐ ADÓTTUR, frá Sumarliðabæ, tryggð og hugulsemi í hennar garð síðustu æviárin. — Einnig öllum þeim, er gerðu útför hennar góða, og hugs uðu þá hlýtt til hennar. Helgi Hannesson. I Hjartanlega þakka ég öllum, sveitungum, vinum og | | vandamönnum nær og fjær, sem glöddu mig á 80 ára 1 I afmælisdegi mínum 14. október með heimsóknum, gjöf- I 1 um og skeytum. — Lifið heil. — | Ingveldur Þorsteinsdóttir, Laugardalshólum :!!885!8»ö8:::85:j Fræðslu og skemmtikvöld K. R. O. N. í Þórskaffi (Hverfisgötu 116 uppi).'Föstudaginn 20. október kl. 8,30 SKEMMTIATRIÐI: 1. Kvikmyndasýning. Sjómannalíf (Mynd Ás- f geirs Long). 2. Fræðsluerindi: ísleifur Högnason. 3. DANS. Aðgöngumiðar fást í búðunum. KRON

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.