Tíminn - 26.10.1950, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.10.1950, Blaðsíða 7
238. blað. Reykjavík, fimmtudaginn 26. október 1950. 7, Þurrkur á Norð- Austurlandi í Norður-Þingeyjarsýslu hefir verið ágætt veður und- anfarna daga, sunnanátt og hlýviðri. í gær og fyrradag var fólk í heyi sem á sumar- degi væri, og standa nú vonir til, að allmikið af hrakning- um náist, ef ekki bregður til úrkomu næstu daga. Á Raufarhcfn er nú ágæt- ur þorskafli og stunda allir | bátar þar róðra. Er síðasta vika raunar fyrsta gæftavik- an um langan tíma. Ekkcrt að fárast Þjónn í Hróarskeldu var tekinn drukkinn á almanna- færi og dæmdur í fimmtíu króna sekt. Um leið og hann greiddi sektina sagði hann: „Þetta er ekkert um að fár- ast. Ég hefi að minnsta kosti þúsund sinnum verið fyllri en þetta — og enga sekt hlotið.“ Öryggisráð Bíll ók á hundrað kíló-' metra hraða í grennd við New York, þar sem hámarks hraðinn var þrjátíu kiló- metra. Lögregluþjónn stöðv- aði bílinn. í honum var Andrei Vishinsky og bílstjóri hans. Lögregluþjónninn gaf þeim það öryggisráð að gefa framvegis betur gætur að merkjum við þjóðvegina, og leyfði þeim síðan að halda leiðar sinnar. Mássólíni vinsæll Mussólíni hefir aldrei ver- ið prísaður meira á ítalíu en nú. Fluttir eru fyrirlestrar um hann, gefnar út bækur um hann, sýndar kvikmynd- ir af honum, og myndir af honum seldar svo hundruð- um þúsunda skiptir. Enginn íþróttaunnandi getui verið án Sportsblaðsins, sem flytur nýjustu fréttir frá öllum löndum. Einnig birtast í blað- inu innlendar og erlendar grein- ar um íþróttir. Sportblaðið kemur út einu sinni í viku og kostar árgangurinn 30,00 krón- ur. Gerizt áskrifendur. Nafn ....................... Heimili .................... Staður ..................... SPORTBLAÐIÐ. Vesturgötu 34, UPPÁHALD ALLRAR F JÖLSKYLDUNNAR! Makkarónur, Supur, I Súputeningar, Maisduft o. m. fl. Auglýsið í Tímannm. Togaradellan (Framhald af 1. síOu.) miða þá aflaverðlaun við verð aflans. Myndi þeim slík breyt ing hagstæð, ef verðhækkun yrði á fiskinum, en á hinn bóginn eru þeir með því fyrir komulagi, sem nú er lagt til að verði, lausir við áhættu af hugsanlegu verðfalli. Saltfiskveiðarnar. . Á ísfiskveiðum er gert ráð fyrir óbreyttum kjörum mið- að við það, sem fólst í sátta- tillögunum í sumar, nema þeg ar afli í veiðiför selzt fyrir meira en átta þúsund ster- lingspund. Þá fær hver skip- verji í sinn hlut 0,3% af sölu verði aflans frádráttarlaust, af því sem umfram er átta þúsund sterlingspund sem aukaverðlaun. Getur hér ver- ið um mikið fé að ræða, þeg- ar afli selzt vel. Á karfaveiðum á 18% af aflaverði að fara til skipverja allra. Er þá miðað við 375 króna verði á smálest að frá- dregnum 25 krónum vegna löndunarkostnaðar. Kemur þetta í stað fastra aflaverð- launa, 2,25 á hvern mann af smálest. Lýsisbræðslumenn Lýsisbræðslumenn áttu áð- ur að skila minnst 80 kg. af lýsi úr hverri smálest fiskis til þess að fá aukaverðlaun. Þetta er fellt niður, -þvi að hæpið er, að slíkt sér hægt, þegar fiskur er ekki þeim mun lifrarmeiri. í tillögun- um er þessu því breytt þann- ig, að þeir eiga að skila 95% af fyrsta og annars flokks lýsi til þess að hljóta auka- verðlaun. 12 stunda hvíld. Loks er gert ráð fyrir, að hvíldartími verði tólf stundri á öllum togveiðum, þegar fyr irhugað er að leggja afla upp á íslandi og ölium saltfisk- veiðum, hvar sem lagt er upp. Er þetta atriðið í sátta- tillögum mjög mikils vert réttlætismál siómanna. Gjaldeyrir, upp- sagnarfrestur Skipverjum verður látinn í té gjaldeyrir í erlendum höfn um á sama hátt og áður var, og jafnmíkið í erlendir upp- hæð og fyrir gengisbreyting- una og gildir það jafnt í Þýzkalandi sem þegar siglt er til annarra hafna. Samningarnir eiga að gilda til 15. nóvember 1951, en frá þvi má segja þeim upp með mánaðarfyrrivara. í nefnd þeirri, sem unnu að sáttatillögunum, voru Torfi Hjartarson, Gunnlaugur Briem, Emil Jónsson og Ólaf- ur Thors. Betri kjör, hærra kaup. Sáttatillögur þessar fela ó- tvírætt í sér mjög bætt kjör og mun hærra kaup sjómönn um til handa en áður var. Stjórnir sjómannafélaganna hafa líka mælt með því við sjómenn, að þeir samþykki þessar sáttatillögur. þótt ekki nái fram að ganga allar þær kröfur ,sem gerðar hafa verið af þeirra hálfu í verkfallinu. Van Zeeland í London Van Zeeland landvarnar- ráðherra Hollands kom til London í gær til að sitja fund landvarnarráðherra Breta og Frakka. Landvarnarráðherra Breta mun fara vestur um hafa í dag á fund Atlanzhafs ráðsins. Yalna jökuls- lelðangiirinn (Framhald af 1. siOu.) Síðasti áfanginn að jökul- röndinni farinn í dag. í dag ætla leiðangursmenn að fara síðasta áfangann upp að jökulröndinni. Leggja þeir upp úr Illugaveri og halda að jökulröndinni', þar sem ætl- unin er að slá upp tjaldbúð- um, þar sem leiðangurinn ætlar að hafa aðalbækistöðv- ar sínar meðan á björgunar- starfinu stendur. Koptinn kominn. Helikoptervélin kom að vestan í gær innan í annarri stórri flugvél. Var strax byrj- að á því að setja hana saman og átti að vinna að því í alla nótt. En klukkan 8 1 morgun átti vélin að vera tilbúin og þá átti að fljúga henni aust- ur. Fer hún með íslenzku leið scgumennina, er fara eiga með bandaríkjamönnum á jökulinn, þá Árna Stefánsson og Friðþjóf Hraundal. Þegar austur kemur byrja þeir strax að undirbúa ferðina upp á jökulinn og verður farið að flugvélunum þar strax og veð ur leyfir og leiðangursmenn eru tilbúnir. Kóreustírðið (Framhald af 8. síðu). þau aftur, að því hlutverki loknu. Fangavandamálið erfitt. Hinn geysilegi fjöldi fanga, sem suðurherinn hefir tekið undanfarna daga hefir skap- að mikla erfiðleika og tafið sókn. Með alla fanga er farið til stuttrar yfirheyrslu í her- fangabúðir, en síðan er mörg um sleppt aftur, ef þeir eru ekki viðriðnir stríðsglæpi eða yfirmenn í hernum. í Seoul er nú unnið að því að rann- saka hve margir stríðsfang- anna, sem þar voru teknir séu bendlaðir við stríðsglæpi eða hryðjuverk. Eru nú eftir um 4000 fangar, sem eftir er að rannsaka til fulls. Mörg- um föngum, sem þar voru tekn'r, hef'r nú verið sleppt. Stlgamannaflokkar á kreiki. Nokkuð hefir borið á stiga- mannaflokkum í Suður- Kóreu undanfarna daga og hafa þeir unnið ýmis skemmd arverk. í gær reif slikur flokkur upp járnbrautarteina á nokkrú svæði milli Taegu Erlent yfirllt (Framtiald af 5. síOu.) — Og ég, gall Churchill við, get ekki annað en hrist höfuð mitt af fullri hreinskilni. Eins og hver sá, sem gæddur er ósvikinni kímnigáfu, getur Churchill sagt gamansögur af sjálfum sér. Ein er sú, að í járn- brautarvagní horfði maður einn lengi gaumgæfilega á hann og sagði svo: — Fyrirgefið, — en heitirðu ekki Churchill? — Jú, sagði Churchill og hélt áfram að reykja. Eftir góða stund sagði maður- inn aftur: — Fyrirgefið, — en þú skildir 'þó ekki heita Winston að for- nafni? Aftur játaði Churchill og svo var þögn alllanga stund unz maðurinn sagði: — Ekki myndir þú hafa geng- ið í skóla í Harrow? Churchill játaði því, en hinn andvarpaði léttilega og sagði: — Jú, mér fannst ég þekkja þig- Þegar Bretland og Rússland voru í bandalagi í styrjöldi:*»>. málaði Frank Salisbury stórt málverk af undirskrift brezk- rússneska sáttmálans 26. maí 1942. Þar sitja þeir við sama borð: Churchill, Eden, Molotov, Mai6ky og fleira stórmenni. Myndln var send undir her- skipavernd til Rússlands og hengd upp í viðhafnarsal ein- um í Moskvu, Bretlandl til verð ugrar virðingar. Árið 1946, þeg- ar viðhorfið hafði breytzt og Churchill af fullri alvöru tekið afstöðu gegn Moskvu, var mál- verkið tekið niður að stjórnar- boði og veit nú enginn hvað af því er orðið. Sendiherra Breta í Moskvu sagði Churchill frá hvarfinu og spurði hvort hon- um þætti sér ekki misboðið með þessu. — Ég veit ekki hvað segja skal, sagði Churchill og brosti við. Væri ég fcrsætisráðherra kynni ég naumast við að hafá myndir af Stalin og Molotov í stjórnarskrifstofunni. Churchill er fjölhæfur maður en hann hefir ekki hijómlistar- gáfu: — Ég er því miður ekki gædd- ur þeirri gáfu, sagði hann fyrir mörgum árum, en ei ég gengi í þjónustu hljómlistarinnar kysi ég mér hlutskipti stjórnandans. Þá óraði hann ekki fyrir því, að hann ætti eftir að stjórna hinum mikla brezka þjóðkór, sem þyrptist að húsi hans á sigurdeginum vorið 1945 og söng fullum hálsi. En aldrei verður hljómlistin dægradvöl fyrir Churchill eins og málara- listin. Þegar hann var siðast í París kom hann inn í listverkaverzlun og skoðaði þar ýms verk eftir frægustu meistara samtíðarinn- ar. Svo stanzaði hann við litla mynd og spurði hvað þessi kost aði. — 5000 franka, sagði listmuna salinn. — Ekki er það nú mikið. Þekk irðu málarann? — Nei, sagði kaupmaðurinn, en það hvað vera einhver ung- ur og alveg óþekktur málari. — Beztu þakkir fyrir upplýs- ingarnar, — einkum að hann er ungur, sagði Churchill og lagði peningana á borðið. Það er ég, sem málverkið er eftir. Aumingja kaupmaðurinn gapti af undrun, en Churchill bætti brosandi við: — Van Gogh var heldur ekki frægur meðan hann lifði. En þrátt fyrir allar gaman- sögur um Churchill er hann þó stærstpr í baráttunni, þegar mest reyndi á og England stóð hættast. Hann kunni þá sömu listina og í kersknisvörum og kímnimálum að segja allt, sem segja þurfti með fáeinum orð- um. Þegar Ribbentrop talaði við hann sagði hann: — Þegar þú talar um stríð, sem efalaust yrði allsherjar- stríð, skaltu ekki vanmeta Eng land.Það er merkilegt land, sem aðeins fáir útlendingar skilja. Það má ekki dæma Englahd eft ir núverandi stjórn þess. Þegar þjóðin stendur andspænis ör- lagastundu geta óvæntir hlutir gerzt. Ég endurtek þetta: Það má ekki vanmeta England. Þið getið steypt okkur öllum út í styrjöld, en þá mun England sameina allan heiminn gegn ykkur. Því miður bar Ribbentrop ekki gæfu til að taka mark á þessari viðvörun. Þá hefði hann ef til vill ekki verið hengdur í Nurn- berg. Og þó er ef til vill mestur kraftur í máli Churchills, þegar hann talar einslega við menn í fullum trúnaði. Hvílik áhrif hafa ekki orð hans haft á mann eins og Henry Hopkins, fulltrúa Roosevelts, sem kom til Eng- lands meðan brezka þjóðin stóð ein í baráttunni. Þá sagði Harry Hopkins við Churchill að skiln aði: — Þér er að vonum nokkur forvitni á að vita, hvað ég muni segja við Roosevelt forseta, þeg ar ég kem á fund hans. Og ég get sagt þér, að þá mun ég vitna til þess, sem segir í bókinni miklu: Hvar sem þú ferð vil ég fara og vera hvar sem þú ert. Þín þjóð skal vera mín þjóð og þinn guð minn guð. Og svo bætti hann við. Hver svo sem endalokin verða. Við skulum líka muna þau orð, sem Roosevelt forseti end- aði langt og alvarlegt skeyti til Churchills með: Það er gaman að vera sam- tímamaður þinn. ■♦♦♦♦♦♦♦♦ »♦♦♦♦♦♦< Gerist áskrifendur að ímanum Áskriftarsími 2323 og Taejon. Islenriingaþættir ... (Framhald af 3. síOu.) fríður hópur og mannvænleg- ur. Getur hún því á þessum tímamótum ævi sinnar, glaðst yfir ávaxtaríku starfi. Mörgum mun í dag hugsað til frú Ragnhildar með þakk- læti og hlýhug og óska henni til hamingju með þetta mevka j afmæli og öll ólifuð æviár.; Ég vil svo enda þessar línur með þakklæti fyrir allar hin- ar mörgu ánægjustundir fyrr og síðar og ég á enga ósk betri en að æfikvöldið verði frið- sælt og fagurt og við vinir hennar og ættingjar megum enn um hríð njóta ástúðar hennar og umhyggjusemi. Hjartans þökk fyrir allt, Hildur mín. Jakobína Ásgeirsdóttir. Biblíu-bréfaskólinn býður yður ókeypis nám skeið 25 lexíur auðskild- ar og skemmtilegar. Lexí urnar fjalla um mikil- væg atriði kristindóms- ins og svara þýðingar- miklum spurningum lífsins. Allir sem óska að verða þátttakendur, sendi nöfn sín og heim- ilisfang til Biblíu-bréfaskólans Box 262, Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.