Tíminn - 27.10.1950, Blaðsíða 5
239. blað.
TÍMINN, föstudaginn 27. október 1950.
5.
Föstud. 27. okt.
Hvernig á að hindra
íogaradeilur?
Þegar þetta er skrifað veit
enginn ennþá hver úrslit
verða í atkvæðagreiðslu sjó-
manna um samningstilboð og
sáttatillögur í togaradeilunni.
Sú deila er nú búin að valda
fjögra mánaða stöðvun flot-
ans og kosta þjóðina tugi
milljóna króna í erlendum
gjaldeyri.
Slíkir atburðir eru næsta
alvarlegir og koma sárt við
þjóðarbúskap, sem stendur
höllum fæti fyrir. Öllum hlýt-
ur að vera ljóst, að slíkt er ó-
gæfæ og óska þess, að svona
hlutir þurfi helzt aldrei að
gerast. Slíkar deilur eru þjóð-
inni svo dýrar.
í síðustu togarastöðvun á
undan þessari fluttu þeir
Skúli Guðmundsson og Hall-
dór Ásgrímsson frumvarp um
togaraútgerð. Þar var gert ráð
fyrir því, að þegar ágreining-
ur um kaup og kjör hindraði
togara frá veiðum, mætti
ieysa málið með því, að taka
skipin leigunámi og leigja
þau félagsskap skipverja.
Það er enginn efi, að með
þessu frumvarpi var stefnt að
þeirri tilhögun, sem ein er
friðvænleg og líkleg til fullra
bóta. Með því að skipverjar
sjálfir beri ábyrgð og ágóða
af útgerð sinni er komizt
fram hjá tortryggni og deil-
um um það, hvernig skipta
skuli aflanum.
Það verður naumast irið-
vænlegt í íslenzku atvinnu-
lífi fyrr en svo er komið, að
starfsmenn atvinnuveganna
finni það og treysti því, að
þeir sjálfir beri út býtum eft-
ir því hvernig er unnið og
hvernig gengur. Þess vegna
hlýtur það að vera framtíð-
arlausnin að koma þarna á
tengslum á milli.
Eins og nú standa sakir, er
því sízt að neita, að mörgum
virðist sem ýmsir menn hafi
haft aðstöðu og tækifæri til
að gera sig auðuga með láns-
fé úr bönkunum og vinnu
annarra. Og það er engin von
til þess, að heiðarlegum starfs
mönnum finnist þessi skipan
svo fullkomin, að ástæða sé
til að bera djúpa virðingu
fyrir henni.
Það er ekki hægt að loka aug
unum fyrir því, að menn hafa
fengið tækifæri til að draga
mikinn auð til einkaeyðslu út
úr atvinnulífi þjóðarinnar.
Svokallaðir eigendur hafa
löngum notað sér þau tæki-
færi. Og þau blöðin, sem mest
tala um ónærgætnar kröfur
við sligaða atvinnuvegi, tala
aldrei um þessa hluti fremur
en þeir væru ekki til.
Þessi fjárdráttur frá at-
vinnulífinu er eitt af því, sem
verður aö laga, ef friður á
að ríkja í atvinnumálum þjóð
arinnar. Leiðin til þess er sú,
að þeir, sem vinna fram-
leiðslustörfin, reki fram-
leiðsluna sjálfir.
Því er ekki að neita, að- það
hefir staðið og stendur nokk-
uð í vegi þess, að slík skipan
komist á, aö hún viröist enn
ekki eiga nægu fylgi að fagna
meðal sjómanna. Þar virðist
ríkja um of, eins og víöar, sá
hugsunarháttur, að hafa sinn
ERLENT YFIRLIT:
Getulio Darnelleus Vargas
Fyrrverandi cinraeðiisherra BraKÍlíu vinn-
ur mikinn sigur í frjálsum kosniii.uuni
Það gefur bezt til kynna, h re
stórt og strjálbýlt land Brazilía
er, að það tók eina tuttugu
daga að ljúka talningu atkvæða
í forsetakosningunum, er fram
fóru þar 3. þ. m. Brazilía er líka
eitt af stærsþ/löndum veraldar
og það þeirra, sem hefir mesta
möguleika til að margfalda í-
búatölu sína, en hún er nú um
50 milj.
Forsetakosningunni að þessu
sinni lauk með miklum sigri
Getulio Vargas, er var forseti
Brazilíu á árunum 1930—45 og
í raun réttri einræöisherra lands
ins þann tíma. Árið 1945 hrakti
herinn hann frá völdum, er horf
ur þótti á, að hann myndi van-
efna loforð sitt um frjálsar kosn
ingar. Forseti var þá kosinn
Dutra hershöfðingi, frambjóð-
andi svonefndra socialdemo-
krata, en stjórn hans hefir ekki
reynzt vinsælli en svo, að fram-
bjóðandi flokks hans varð hinn
þriðji í röðinni, en sjálfur mátti
Dutra ekki gefa kost á sér sam
kvæmt stjórnarskránni. Sá, sem
kom næstur Vargas, var Gomez
hershöfðingi, frambjoðandi í-
haldsmanna, er var aðalkeppi-
nautur Dutra í forsetakosning-
unum 1945. Vargas var fram-
bjóðandi svokallaðs verkalýðs-
flokks, enda átti hann mest
fylgi meðal verkamanna og smá
bænda. Annars er flokkaskipt-
ing allt önnur í Brazilíu en t.
d. í Evrópu og því lítið hægt
að dæma flokkana eftir nöfn-
iim þeirra. Þannig mun f’.okkur
Gomez vera frjálslyndari en
flokkur Dutra, þótt nöfnin bendi
til annars.
Starfsferill Vargas.
Getulio Vargas, sem nú verður
forseti Brazilíu í annað sinn,
varð 67 ára garnall á s. 1 vori.
Hann er kominn af bændaætt-
um og ólst upp í sveir. Sextán
ára gamall hóf hann nám við
herforingjaskóla, en lagði síðar
fyrir sig ’aganám og lauk lög-
fræðiprófi 1907. Síðan fékkst
hann við lögfræðistörf og blaða
mennsku og lét allmikiö til sin
taka i héraðsmálum. Árið 1923
var hann kjörinn þingmaður.
Þremur árum síðar varð hann
fjármálaráðherra. Árið 1928 var
hann skipaður fylkisstjóri í Bio
Grande de Sul og vorið 1930
var hann frambjóðandi í íorseta
kosningunum. Fylgismemi hans
töldu að hann hefði unr.ið, en
úrsiitin verið fölsuð. Þeir gerðu
sér því lítið fyrir og gerðu stjórn
arbyltingu. Þannig varð Vargas
forseti og þessari tign hélt hann
um 15 ára skeið.
Vargas hafði áður en hann_
varð forseti tekið þátt í allmörg
um byltingum og byltlngatii-
raunum, sem þá voru tíðir at-
burðir í Brazilíu. Fyrir fram-
göngu sína í þes.sum efnum
hafði hann hlotið herforingja-
titil. Margar tilraunir voru líka
gerðar til að steypa honum af
stóli, en honum tókst að bæla
þær niður fljótlega. Vinsældir
þær, sem hann vann sér sem
forseti, stöfuðu ekki sízt af því,
að honum tókst að koma á stöð
ugri stjórn og afstýra losi því
og ringulreið, er áSur fylgdi
hinum tíðu stjórnarskiptum.
Vinsæll forseti.
Margt fleira en þetta var þess
valdandi, að Vargas varð vin-
sæll forseti meðal almennings.
Hann kom á ýmsum merkileg-
um félagslegum umbótum, er
bættu kjör og aðstöðu alþýðu.
Meðal annars veitti hann verka
lýðssamtökunum aukin réttindi
og hlynnti að samvinnufélags-
skapnum á margan hátt. Hann
jók mjög og bætti skólahaldið.
Oft var talað um alþýðlegt ein-
ræði í sambandi við stjórn hans.
Peron Argentínuforseti hefir að
ýmsu leyti tekið stjórn Vargas
sér til fyrirmyndar, enda hefir
honum tekist að ná alþýðuhylli.
Vargas var hins vegar ólíkur
Peron að því, að hann barst lítið
á og gerði lítið til að auðga sjálf
an sig. Hann lifði óbrotnu og
yfirlætislausu lífi og fékk því
það orð á sig, að hann væri heið
virður stjórnandi. Yfirleitt var
stjórn hans mild og beitti and-
stæðingana stórum minni harð-
ýðgi en t. d. stjórn Perons gerir.
Vargas kom sjaldan fram op-
inberlega og hélt sjaldan ræður.
í viðtölum við menn gerði hann
meira að því að hlusta en tala
sjálfur. Hann þótti sérlega lag-
inn í umgengni við menn og
kom því máli sínu oftast fram,
án þess að beita hörku. Hins
vegar skorti hann ekki einbeitni
og hugrekki, ef því var að skipta.
Það var t. d. frægt, að einu sinni
varðist hann, ásamt f jórum varð
mönnum og dóttur sinni í þak-
herbergjum forsetahallarinnar,
er uppreisnarmönnum hafði tek
ist að ná henni á vald sitt áður
en herinn kom á vettvang.
f tómstundum sínum hefir
Vargas lagt mikla stund á út-
reiðar og golf. Hann hefir og
mikla ánægju af bókalestri.
Sigur Vargas.
Eftir að Vargas var hrakinn
frá völdum 1945, settist hann
að á búgarði sínum og hafði
um hríð hægt um sig. Hins veg-
ar tók að bera meira á honum,
er nálgast tók forsetakosning-
arnar, en lengi vel lét hann þó
svo, að hann myndi ekki gefa
kost á sér. Það var ekki fyrr en
hann fann, að almenningsálitið
var honum hliðhollt, er hann á-
kvað endanlega að gefa kost á
sér.
Þeirrar skoðunar hefir nokk-
uð gætt, að Vargas myndi verða
hlut tryggan, án nokkurrar
áhættu. Við nánari athugun
munu sjómenn vafalaust sjá,
að þeim er fyrir beztu, að þeir
verði beinir þátttakendur í
framleiðslunni.
Reynslan hefir og sýnt, að
bæj arútgerðarfyrirkomulag-
ið er engin lausn á þessu
máli. Bæjartogararnir hafa
engu síður verið stöðvaðir en
þeir togarar, sem eru í emka-
rekstri. Hér þarf því að finna
grundvöll fyrir nýtt fyrir-
komulag.
Það er að vísu eftir að
þreifa fyrir sér með heppi-
legustu tilhögun viö togara-
rekstur á þeim grundvelli,
sem frumvarp þeirra Skúla
markaði. En það er verkefni,
sem verður að taka fyrir af
fullri alvöru. Þjóðin á hér svo
mikið í húfi, að hún þolir ekki
að þessi atvinnutæki séu
stöðvuð mánuðum saman allt
af öðru hvoru.
Það er stundum of seint að
fara að hugsa fyrir úrræð-
um, þegar í óefni er komið.
En það skulu menn hafa hug-
fast, að enda þótt togaradeila
sú, sem nú hefir stöðvað skip-
in þriðja hluta ársins kunni
að leysast í bili, er sama hætt
an þó yfirvofandi eftir sem
áður. Og það veit enginn nær
næsta stöðvun skellur á.
Þess vegna þarf að hugsa
fyrir heppilegri framtíðar-
skipan togaraútgerðarinnar
með það fyrir augum að sorg-
arsagan frá 1950 endurtaki
sig ekki. Það er eitt af því,
sem gera verður, til að tryggja
sjálfstæði og hagsæld þess-
arar þjóðar á komandi tím-
um. —
VARGAS
andstæður Bandaríkjunum, ef
hann kæmist til valda á ný.
Þetta er m. a- byggt á því, að
hann hefir látið þau orð falla,
að Bandaríkin hafi verið á bak
við það, er honum var steypt af
stóli 1945. Það hefir ýtt undir
þennan orðróm, að kommúnist-
ar hafa látið svo sem þeir styddu
Vargas í forsetakosningunum,
enda þótt lítil vinátta væri með
þeim og honum áður. Líklegt
þykir þó, að valdataka Vargas
muni ekki hafa neinar breyting
ar á utanríkisstefnu Brazilíu í
för með sér. Vargas var t. d.
fyrir styrjöldina talinn hliðholl
ur Mussolini og Hitler, en samt
snerist hann gegn þeim og gekk
í lið með Bandaríkjunum í styrj
öldinni.
Kosningasigur Vargas þykir
sýna, að stjórn hans á árunum
1930—45 hafi fallið alþýðunni
vel og hún hafi því kosið að
fá hann aftur sem forustumann.
Hins vegar þykir það ekki spá
góðu fyrir lýðræðislegum stjórn
arháttum í Suður-Ameríku, að
tvö stærstu ríkin þar, Argen-
tína og Brazilía, hafa valið sér
stjórnendur, sem eru einræðis-
sinnáhir. Það þykir ekki ólíklegt,
að þetta ýti undir einræðis-
hyggju í hinum minni ríkjum
Suður-Ameríku.
-----------------v------------
Raddir nábúanna
Mbl. ræðir í forustugrein í
gær um innrás kínverskra
kommúnista i Tibet:
„Engum dylst að kommún-
istar eru með þessari nýju of-
beldisárás að breiða yfir hrak-
farir sínar í Kóreu. Þeim er
ljós hinn geysilegi álitshnekk-
ir, sem stefna þeirra hefir beð-
ið við Kóreuævintýrið. Þann á-
litshnekki treysta þeir sér ekki
til þess að vinna upp nema
með nýrri styrjöld og nýju of-
beldi.
Þannig leiðir ein ofbeldisár-
ásin aðra af sér. 1 þetta skipt-
ið er það ekki þátttökuríki
Sameinuðu þjóðana, sem á er
ráðist. Til þess treysta komm-
únistar sér ekki í bili. Þeir
hafa séð að hin ungu friðar-
samtök mannkynsins eru öfl-
ugri og ákveðnari í að verja
heimsfriðinn og frelsi þjóð-
anna en þeir gerðu sér í hug-
arlund. Þess vegna hika þeir
í bili við að fremja nýtt ofbeldi
gagnvart meðlimum þeirra. En
enginn veit, hvenær hin alþjóð
legu skemmdaröfl kommúnism
ans telja sig orðin nægilega
öflug til þess að bjóða Sam-
einuðu þjóðunum byrginn. Þess
vegna byggist heimsfriðurinn
fyrst og fremst á því að hinar
frjálsu þjóðir treysti varnir sín
ar og séu sem bezt viðbúnar
að verja lönd sín og mannrétt-
indi“.
Innrás kommúnista í Tíbet
sýnir, að kommúnistar eru
ekki hættir við yfirganginn,
þótt þeir hafi beðið ósigur í
Kóreu. Honum halda þeir á-
fram, unz tekizt hefir að
koma á nógu öflugum alþjóða
samtökum til aó treysta frið-
inn.
Stefán Pétursson
og fréttastofan
Ritstjóri Alþ;ýðublaðsins er
öðru hvoru að reyna að láta
líta svo út, að hann og flokk-
ur hans séu andstæðir íhald-
inu. Þetta gengur honum þó
mjög erfiðlega, því að alltaf,
þegar eitthvað er blakað við
íhaldinu, rennur honum blóð
ið til skyldunnar og snýst jafn
vel fyrr til varnar en ítiaidið
sjálft.
Glöggt dæmi um þetta er
að finna i Alþýðublaðinu í
gær. Hér í blaðinu hefir það
verið átalið, að dómsmála-
ráðherra skuli láta önnur lög
gilda fyrir Vetrarklúbbinn en
Sjálfstæðishúsið. Mbl. hefir
ekkert reynt að verja þetta,
enda er það ekki hægt. Ste-
fán Pétursson veður hins veg
ar fram á ritvöllinn í gær og
telur það fyllstu ósvinnu að
ætla Vetrarklúbbnum „full-
komlega“ sama rétt og Sjálf-
stæðishúsinu!
Þá er Stefán ekki minna
reiöur yfir því, að Tíminn
skuli ekki hafa tckið undir
ádeilur íhaldsblaðanna á
„taumlausan kommúnistaá-
róður ríkisútvarpsins^,* Verð-
ur ekki annað skilið en Ste-
fán álíti, að Tíminn hafi með
þessu unnið sér til algerrar
óhelgi.
í tilefni af þessari ádeilu
Stefáns þykir þeim, sem þetta
ritar, rétt að taka það fram,
að hann hefir ekki orðið var
við hinn „taumlausa komm-
únistaáróður í útvarpinu“ og
hefir hann þó hlustað á fregn
ir þessar eins og hver ann-
ar, og einnig fylgst með er-
lendum fréttum eftir öðrum
leiðum alveg á borð við Ste-
fán Pétursson. Viðkomandi
erlendum fréttum virðist Rík
isútvarpið hafa valið sér
hina beztu heimild, sem völ
er á til að byggja á heiðar-
legan og hlutlausan frétta-
flutning, en það er brezka
útvarpið. Brezka útvarpið hef
ir valið sér þá starfsaðferð,
eins og beztu ensku blöðin,
að segja ekki aðeins frá mál-
stað og málflutningi þjóðar
sinnar og samherja hennar,
heldur einnig frá því, sem and
stæðingarnir hafa fram að
færa. Brezka útvarpið hefir
með þessu síður en svo geng-
ið í þjónustu „taumlauss kom
múnistaáróðurs,“ heldur verð
ur einmitt kommúnistaáróðr
inum bezt mætt með því að
málin séu lögð heiðarlega og
hlutlaust fyrir hlustendur og
þeir geti síðan dæmt sjálfir,
hvor málstaðurinn sé betri.
Hitt gæti orðið kommúni5t-
um mikil hjálp, ef annað-
hvort væri ekkert sagt frá
afstöðu þeirra eða hún rang-
tiilkuð, því að slíkt væri merki
um ótta við málflutning
þeirra. Það er t. d. áreiðan-
legt, að blað eins og „The
New York Times,“ sem skýr-
ir jafnt frá málflutningi and
stæðinga og samherja og birt
ir t. d. ræöur Vishinskys og
Maliks orðréttar, er miklu
hættulegri andstæðingur
kommúnista en amerísku aft
urhaldsblöðin, sem ýmist
segja ekkert frá ræðunum
eða rangfæra þær.
Árásirnar á fréttaflutning
Ríkisútvarpsins virðast stafa
einna mest af því, að vissir
menn þola ekki brezku frétt-
irnar. Hinir sömu menn virt-
ust hins vegar kunna því vel,
þegar áróðursfréttir nazista
frá Berlín voru þuldar í út-
varpið. Ástæðan er sú, að
þessir menn þola ekki frjáls-
(Framhald á 6. síðu.)
4
4