Tíminn - 17.11.1950, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1950, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 17. nóvember 1950. 257. blað Tíllögur um atvánnumál III: Ahrif gengishreytinga á kaupmátt launanna jctoug gengisskráning minnk- ar Iramleiðsluna. ákai nú frekar minnst á joað atriði, af því sem að fram un nefir verið sagt, sem hætt <-;r vió að mörgum verði til asteytingar, en það er: Áhrif gengisbreytinga á jcaupmatt iauna. Sii. aimennasta mótbáran gegn rettri gengisskráningu '-r sú, a? iækkað gengi ís- en?ki peninganna rýri kaup n; -t iaunanna. Þessi kenn- ing er sprottin af því, að nenn hugsa ekki reiknings- iæmið t,ii enda, en líta á ein angruð fyrirbrigði, sem í jpessu tilfelli er villandi. öú hugmynd, að ætla sér að viðhalda kaupmætti ís- ienzkra launatekna almennt :neð því að viðhalda röngu gengi, er álíka skynsamleg 'íins og ætla sér að lækka •;erð a dúk með því að reikna verðið á ívafinu á dúknum t. d. helmingi lægra en það kostaði raunverulega, en 'aækka svo verðið á uppistöð 'inm, sem næmi lækkuninni á ívafinu, þarínig að heildar- verðið á dúknum yrði það ,>ama. Þjóðin fær aldrei aneiri eekjv.r til neyzlu, þegar til jvengdar lætur, heldur en sem ,vvarar r'ramleiðslu hennar af vórum og þjónustu. Meiru ^et r hún ekki skipt með aér. Ef kaupgeta er nægileg til þess að allar vörurnar og oJl þjónustan verði keypt, þá ér þar með öllu skipt, sem jaægt er að skipta og þjóðin jaefir iengið það, sem hún getur fengið. Svo aftur sé vikið að dæm inum um ívafið og uppistöð- una, og ef við nú hugsum okkur, að einhverjum laga- : egium um óeðlilega lágt verð a íváfi væri framfylgt, myndi svo íara, að einhiferjir myndu : ara að nota ívaf sem uppi- stöðu, en þá mundi marga :;aia að vanta ívafið í uppi- stöðu vefja sinna, þannig að cakmarkast mundi eðlileg ::ra nieiðsla á dúkum. í þessu dæmi er innlenda framleiðsl an uppistaðan, en erlenda gjaldevrisvaran ivafið. Það ,em skeð hefir hér — og er alltaf að ske — er, að þetta Ivaf er misnotað vegna þess að það er of ódýrt. það er notað sem uppistaða, þ. e. a. s. eriend gjaldeyrisvara er notuð í stórum stíl þar sem nota ætti innlenda fram- ieiðslu, sem síðan veldur vönt un á ívafi þ. e. a. s. erlendri gjaldeyrisvöru, sem verður til bess að margur vefurinn •ar íslenzkum möguleikum verður óofinn. Ef til vill verður þetta með gengiskráninguna enn gleggra, ef við hugsum okk- r ennþá rangari gengisskrán ing i en nú á sér stað og ætiuð m okkar að auka kaup mátt launanna með því. Segj im t. d. að sterlingspundið væri skráð á 10 krónur. Þá myndi ekki vanta, að sykur- inn-og hveitið og hvað ann- ■ ð, sem keypt er erlendis frá yro ódýrt. Verkamaðurinn þyríti bá aðeins að verja mjög iitium hluta af launum Eftir Kristjián FriHriksson um vil kaup ví rj vörum og hefði þá þeim mun meira af tekjum sínum til kaupa á öðrum vörum. Ekki myndi þó heildarmagnið af þessum vörum aukast við þetta og ekki myndi heldur innlend framleiðsla aukast, i svo það magn, sem skipt ' yrði milli þjóðarinnar eftir penginatekjum hennar myndi ekki aukast. Augljóst er, að verðlagið á öllu því innlenda og því af gjaldeyris vörunum, sem kæmist yfir á svartan markað myndi hækka sem næmi lækkuninni á hinum gjaldeyrisvörunum. Neytandinn væri því sízt nær markinu eftir en áður, og auðvitað miklu verr sett- ur en áður, vegna alls þess glundroða og framleiðslu- truflana, sem slíkt hlyti að leiða af sér. Neytandinn dæmi sjálfur. Höfuðatriðið er, að menn venji sig við þá hugsun, að íslendingar hafa ekki skil- yrði til að búa við miklu hærra neyzlustig en ná- grannaþjóðirnar. í bezta falli getur okkur .tekist að afla okkur allrar sömu tækni til framleiðslu, eins og þær hafa. Það ættum vér að geta gert, því oss stendur til boða að kaupa á heimsmarkaðin- um allar sömu vélar og hrá- efni á sama verði og þær kaupa þessa hluti. Þess vegna eigum við auðvitað að skrá gengi meðallaunanna (þ. e. peningagengi vort) eftir sams konar launum viðskiptaþjóð anna, þ. e. a. s. ef eitt £ er meðaldaglaun Bretans, þá á eitt £ að vera skráð á dag- laun íslandingsins (60—70). Þá verður hér nógur gjald- eyrir, mikil framleiðsla og þá myndast samkeppni milli verzlananna og framleiðend- anna um kaupgetu verka- mannsins og þá fyrst en ekki fyr eru sköpuð skilyrði til þess að raunverulegur kaup- máttur launanna aukist, ekki sízt vegna þess, að við það eykst framleiðslan. Neytand- inn á að dæma um það sjálf ur hvaða vöru hann telur sér mikilsverðast að fá og hann hefir betri aðstöðu til að dæma um sínar eigin þarfir heldur en nokkur nefnd get- ur haft, hversu vitrum og vel viljuðum mönnum sem sú nefnd væri skipuð. „Fjórtánda milljóna- hundraðið.“ Enn eitt dæmi skal tekið, sem sýnir hversu skaðleg hin ranga gengisskráning er þjóðarbúskapnum og hversu gjörsamlega tilgangslaus hún er í þá átt að halda uppi kaupmætti launateknanna sem mun þó almennt talin hin helzta réttlæting hennar. Hugsum okkur, að peninga- tekjur þjóðarinnar væru t. d. 1400 milljónir eitthvert ár íð. Öll þessi kaupgeta leitar útrásar á einhvern hátt. Ef við hugsum okkur ennfremur að kaupgetan þyrfti ekki að vera nema 1300 milljónir, til þess að öll framleiðslan á vör um og þjónustu yrði keypt á réttu verði, þá er augljóst, að fj órtánda milljónahundraðið fer á svarta markaðinn í einni eða annari mynd, t. d. til að yfirkaupa hús,húsaleigu vinnu eða einhverja þá vöru, sem nú selst á svörtum mark aði beint og óbeint. Ef við nú hugsum okkur, ,að gengi krónunnar væri breytt í rétt horf, en kaupið ekki hækkað, þá mundi þetta 14. milljónahundraö fara til þeirra, sem nú vinna að gjald eyrisöflun, en það myndi örfa gjaldeyrisöflunina og framleiðsluna yfirleitt og einmitt á því er mest þðrf. Aftur á móti mundi þetta milljónahundrað ekki lenda í vösum svartamarkaðssalans í báðum tilfellum skiftir þjóðin með sér allri sinni framleiðslu og þjónustu, en aðeins er á milli þess að velja hvort menn vilja heldur láta framleið- anda gjaldeyrisvörunnar fá sambærilegt verð við það, sem erlendir stéttabræður hans fá, og sem hann óhjákvæmi- lega þarf ,til þess að geta haldið framleiðslu sinni á- fram, eða hitt, að taka upp- hæðina af útgerðarmannin- um, sjómanninum eða bónd- anum og fá hana í hendur svartamarkaðssalans, t. d. þess ,sem selur húsnæði og hús á svörtum markaði í skjóli innflutningshafta á byggingarefni, svo eitt dæmi sé nefnt. Ótímabærar kauphækkanir eru kjaraskeröing. Niðurstaðan af því, sem hér hefir verið sagt, er því sú, að hinar ótímabæru kauphækk- anir megna alls ekkert í þá átt að bæta kjör fólkksins, en leiða aðeins af sér gengisfell ingar, sem gera þá ríku rík- ari, en fátæka rgenn og bjarg álnamenn fátækari og trufla auk þess framleiðsluna og minnka hana - og eru því ber sýnilega kjaraskerðing fyrir launþegana. Það sem þarf því að gera, er að byggja upp atvinnurek- endasamtök í landinu, með atbeina ríkisstjórnar og lög- gjafarvalds. Atvinnurekenda- samtök, sem séu fær um að standa á móti ótímabærum kauphækkunum. Hagfræðilegar ástæður ráði. En það á ekki að byggja þessi atvinnurekendasamtök upp vegna hagsmuna atvinnu rekendanna, heldur vegna hagsmuna alþýðu manna í landinu m. a. til að standa á móti skæruhernaði smáhópa, sem ætla að hækka sín laun á kostnað annarra launþega. Síðan þarf öfluga flokka stjórnmálalega þroskaðra manna, sem séu færir um að leggjast á sveif með atvinnu rekendum eða launþegum á víxl, eftir hinum hagfræði- legu ástæðum hverju sinni. Gengið verður að færast í rétt horf, svo unnt sé að losa um þá fjötra, sem atvinnu og (Framhald á 7. síðu.) Náttúrulækningafélagið hefir minnt á sig og sína starfsemi undanfarið. Tíminn birtir nú daglega uppskriftir frá því. Rétt er að gefa þessu öllu gaum. Náttúrieg óskemmd fæða er eflaust holl og má um það nefna mörg dæmi. Ég er kjöt- æta og ætla mér að verða, en ég er sannfærður um það, að náttúrulækningafélagið á fyrir sér að ryðja til rúms ýmsum góðum réttum, sem munu bæta mataræðið samhliða neyzlu kjöts og fisks, og því eigum við kjötæturnar sitthvað af þeim að læra. I»á datt mér það í hug, að sumir lærðir muni segja, að orð myndin fiski og þar með eign- arfall hennar fiskjar eigi ekki við nema veiði. Ég kann ekki að fara með rökin, en þetta munu þeir kenna. í því sam- bandi vildi ég rifja upp þessi sambönd: Heilagfiski, góðfiski, illfiski og stórfiski. Þó að fyrri orðin tvö eigi ef til vill aðeins við veiddan afla, held ég endi- lega að seinni orðin bæði geti átt við lifandi skepnur í sjón- um. Ég held, að fiski sé hvorug- kynsmynd orðsins fiskur, líkt og neyti af naut. Neyti er ef til vill í sjálfu sér samheiti um bæði kyn, en það er það alls ekki alltaf í sambandinu blótneyti. Gæti því ekki verið, að fiski ætti stundum við lif- andi skepnu í sjó, — jafnvel þó að enginn reyni að veiða hana. Mér þykir rétt að birta hér bréf, sem Tímanum hefir bor- izt. Það er þakkarbréf vegna þeirrar afstöðu til áfengismála, sem stundum kemur fram í blað inu. Bréfið er frá móður. Það úr því, sem ég birti hér, á erindi inn í almennar umræður, en vitanlega geymum við beina þökk og vanþökk og höfum fyr ir sjálfa okkur að öðrum kosti. Bréfkaflinn hljóðar svo: Ég þakka fyrir grein í Tím- anum í dag um vínveitingar í Þjóðleikhúsinu. Ég held að það sé mög fámennur hópur, sem er því fygjandi að vín verði haft þar um hönd. Allur al- menningur fordæmir það, og vonandi að þessum fámenna hóp takist ekki með mögnuðum áróðri, að koma á vínveiting„a- leyfi í leikhúsinu. Nýlega sá ég í dagblaði kvört un yfir hlátrum leikhúsgesta í tíma og ótíma. Þætti mér ekki ótrúlegt að glaumurinn ykist við vínneyzlu. Ég get ekki skil- ið það fólk, sem getur ekki sét- ið yfir leiksýningu í tvo eða þrjá klukkutíma án þess að fá 1 sér „snaps“. Það hlýtur að vera bilað á taugum. Hér er alvörumál í uppsigl- ingu, ef nokkrum áróðursmönn I um vinneyzlunnar tekst að inn- j leiða þá háttu í Þjóðleikhúsinu. ' Leikhúsið kvað hafa gert skóla ' fólki kleift að sækja sýningar | þess undanfarið, með því að j veita ríflegan afslátt á aðgöngu miðum. Hefir skólafólk notað j sér drjugum þessi hlunnindi, j enda eru þau ágæt. En ég býst , við, að á marga foreldra renni , tvær grímur, áður en þeir eggja i börn sín á að sækja þá staði, ! þar sem vínveitingar eru hafð- ar um hönd. Við vitum af reynzl j unni, að margur unglingurinn I er veikur á svellinu, og ætti ' Þjóðleikhúsið sízt af öllu að I verða sá staður, sem leiddi unga j fólkið í freistni, um leið og það er að veita því andlega upp- lyftingu. Nýlega var fyrirskipað strangt eftirlit og bann við vínneyzlu ' í skólum og á skólaskemmtun- ! um. Þessi fyrirmæli hefðu þurft j að koma fyrir mörgum árum. ! Margir foreldrar hafa haft j miklar áhyggjur út af óreglu ■ barna sinna. Mér finnst það að I bæta gráu ofan á svart, að um j leið og þessi fyrirmæli eru gefin skólunumj skuli vera hafinn áróður fyrir því, að vin sé haft um hönd í Þjóðleikhúsinu. Það væri sorglegt, ef leikhúsið ætti eftir að verða í tölu þeirra staða þar sem Bakkusi væri hampað af nokkrum „snaps“-mönnum og konum, sem yrðu svo þeim leikhúsgestum til leiðinda, sem kæmu í þeim tilgangi að njóta listar þeirrar, sem þar væri framborin. Og um leið og vín flyti á borðum Þjóðleikhússins, yrði hlutverki þess lokið sem menningarlegs griðastaðar fyrir uppvaxandi kynslóð." Þetta sjónarmið móðurinnar finnst mér eigi fullan rétt á sér, en það er miklu meira og alvarlegra sem hér er um að ræða, en þó að einhver hafi talað um að ætti að veita vín í Þjóðleikhúsinu. Rödd móður- innar á fullt erindi í sambandi við skemmtanalífið í dag, jafn vel meðal svokallaðra æskulýði félaga í sumum fínustu skemmti stöðum landsins. Starkaður gamli. • Hangikjöt •" Nægar birgðir fyrirliggjandi. Ný framleiðsla kemur í hverri viku. S. I. s. Sími 4241 Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.