Tíminn - 05.01.1951, Síða 2
z.
TÍMINN, föstudaginn 5. janúar 1951.
3. blað,
Eisílsvea* hdlnæmasta fæðuíegundin
er íslenzki
Aukín
heilbrigði
estsmeyzía eykur
]i|ú5arin!i;>r
VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS
verður haldin í Tjarnarcafé sunnudaginn 7. janúar
1951 klukkan 3,30 siðdegis
Dansleikur fyrir foilorðna hefst kl. 9
Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins í Ingólfshvoli.
Skemmtinefndin
'i til heiía
Jtvarpið
Úívarpið í dag;
8.30 Morgunútvarp. — 9.10
Veðurfregnir. 12.10—13.15 Há-
tíegisútvarp. 15,30—16.30 Mið-
degisútvarp. — (15.55 Fréttir .og
veðurfregnir. 18.15 Framburö-
arkennsla i dönsku. — 18.25 Veö
urfregnir. 18.30 íslenzkukennsla
II. fl. — 19.00 Þýzkukennsla; I.
fl. 19.25 Tónleikar: Harmoníku-
lög (plötur). 19.45 Auglýsingar.
20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssag-
an: „Við Háasker" eftir Jakob
JónSson frá Hrauni; VIII. (höf-
undur les). 21.00 Tónleikar: Tríó
í G-dúr op. 9 nr. 1 eftir Beet-
hoven. 21.45 Erindi: Manneldi
á íslandi og tannskemmdir;
fyrra erindi (Baldur Johnsen
læknir). 21.45 Tónleikar (piöt-
ur): Píanósónata í D-dúr eftir
Haydn (Soiomon leikur). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dag-
skrárlok.
Hvar eru skipin?
Samöandsskip:
M.s. Arnarfell lestar saltfisk
á Húnaflóahöfnum. M.s. Hvassa
fell er væntanlegt til Akureyr-
ar á morgun frá Stettin og
Kaupmannahöfn.
Ríkisskip:
Hekla fer frá Reykjavík á
morgun austur um land til
Siglufjarðar. Esja fór frá Ak-
ureyri í gær austur um land
til Reykjavíkur. Herðubreið er
í Reykjavík og fer þaðan á
mánudaginn til Vestfjarða.
Skjaldbreið fór frá Reykjavík
kl. 22 í gærkvöld til Snæfells-
neshafna, Gilsfjarðar og Flat-
eyjar. Þyrill er í Reykjavík. Ár-
mann fór frá Reykjavík síðdegis
í gær til Vestmannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss kom til Kaup-
mannahafnar 3.1., fer þaðan
6.11. til Hull eða Leith og
Reykjavíkur. Dettifoss fer frá
Súgandafirði í dag 4.1. til
Hólmavíkur. Fjallfoss fór frá
Lysekil 3.1. til Hamborgar. Goða
foss er í Reykjavík. Lagarfoss
fer frá Rotterdam 4.1. til Gdynia
og Reykjavíkur. Selfoss fór frá
Immingham 2.1. til Reykjavíkur.
Tröllafoss fór frá New York
28.12. til Reykjavíkur.
Árnað heilla
!
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Jakobi Jóns
syni ungfrú Unnur Sveinsdótt-
ir frá Eyvindará í Suður- Múla
sýslu og Baldur Kristjánsson
lögregluþjónn frá Skógarnesi.
Heimili þeirra e rað Hamrahlíð
3 í Reykjavík.
Trúlofun.
Opinberað hafa trúlofun sína !
ungfrú Hulda Sveinsdóttir
verzlunarmær í Borgarnesi og |
Helgi Ormsson rafvirkjanemi í
Borgarnesi.
Hjónaband.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Garðari
Svavarssyni ungfrú Ragnheið-
ur Tryggvadóttir og Þórður
Guðnason, Vallartröð 3, Kópa-
vogi.
Úr ýmsum áttum
í Borgarfirði eystra
er nú nokkuð mikill snjór á
jörðu, frost hart og haglítið.
Fyrir og um jólin var hægviðri
og hiýindi, en síðustu daga hef
ir snjóað. — Á gamlárskvöld var
brenna í kauptúninu, og milli
jóla og nýárs var barnaskemmt
un haldin. Er svo yfirleitt ár-
lega.
J óiatrésskemmtanir.
Jólatrésfagnaður barnanna, i
scm Félag Framsóknarkvenna
'hefir í BreiofirðirTgabúð, byrjar j
kiukkan 3,30 í dag.
í Skemmtun þeirra fullorðnu
] yrjar kl. 9 í kvold. Verða þar :
{ ..mlu og nýju dansarnir og.l
:pilar hljómsveit Björns R.
Einarssonar.
i Aögöngumiöar að t kvö’d-
fkemmtuninni kosta 15 krónur
og væri æskilegt að þeir yrðu
s. H.ir í Edduhusið fyrir kl. 5
í dag. Sími 6066.
í Fljótum.
e rnú mikill snjór, og liefir ver
ið þar haglaust lengi. Undan-!
, farna daga hefir verið þar 12—
: 16 stiga frost.
I
, Tjarnardómnefnd.
| Bæjarráð hefir nýlega skipað
■ dómnefnd í hugmyndasam-
keppni um fegrun Tjarnarinn-
ar. í dómnefndinni eiga sæti
Guðmundur Ásbjörnsson, for-
seti bæjarstjórnar, Bolli Thor-
oddsen, bæjarverkfræðingur,
Þór Sandholt, forstöðumaður
skipulagsdeildar og Vilhjálmur
Þ. Gíslason formaður Fegrunar-
félags Reykjavíkur.
Esperantistar.
Esperantistafélagið Aurora
heldur aðalfund sinn í kvöld
kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Á dag-
skrá er félagsstarfið og gagn-
semi alþjóðamálsins.
IljúkrunarkvennablaSið.
Siðasta tölublað 1950 er ný-
komið út. Efni þess er m. a.
jólahugleiðing eftir séra Jón
Auðuns, hjúkrunarkona í Land-
spítalanum ræðir við hjúkrun-
arkonu Rauða krossins, þáttur
um geðvernd á sjúkrahúsum
eftir Guðríði Jónsdóttur o. fl..
Sjón'.eikurinrj Pabbi.
sem orðið hefir vinsælastur;
i hinna erlendu sjónleikia, er
sýndir hafa verið i Þjóðleik-
húsinu, verður sýndur í kvöld.
1. R. Skíðaferðir
að Kolviðarhóli um helgina:
Laugardag kl. 2 og 6. Sunnudag
kl. 10. Farið frá Varðarhúsinu,
farmiðar við bílana. Stanzað við
Vatnsþró, Undrland og Lang-
holtsveg.
Skíðadeild í. R. ..
1 arbók Landsbankans
er getið byggingarkostnaðar
á landi hér árið 1949. Er
það merkilegt og þýðingar-
mikið rannsóknarefni. Þar
segir að byggingarkostnaður
hafi verið lægstur á landi
hér í Vestmannaeyjum. Hann
er talinn 200—250 krónur á
rúmmetra í steinhúsum í
Eyjum. Þetta er athyglis- 1
vert, og væri þess vert, að
meira væri opinberlega skýrt
frá byggingamálum Vest- |
mannaeyinga. I sumar birt-
ist í Tímanum viðtal við
Ólaf Kristjánsson bæjar- 1
stjóra í Vestmannaeyjum
um byggingamálin þar.
Fegrunarfélag Reykjavíkur
héit aðalfund sinn á þriðju-
dagskvöld. I stjórn félagsins
voru kosnir Vilhjálmur Þ. Gísla
son formaður, Jón Sigurðsson
borgarlæknir varaformaður,
Ragnar Jónsson forstjóri ritari,
Björn Þórðarson forstjóri gjald
keri og Sveinn Ásgeirsson hag-
fræðingur meðstjórnandi. I
varastjórn eru Soffía Ingvars-
dóttir, Sigurður Ólason og Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson.
Á fundinum var skýrt frá
því, að félagið hefði ákveðið að
kaupa útilegumann Einars Jóns i
sonar myndhöggvara og koma,
honum fyrir á góðum stað í
bænum. Ennfremur hefir1
menntamálaráð boðið félaginu
myndina Saltfiskþurrkun eftir
Sigurjón Ólafsson myndhöggv-
ara.
Austfjarðabátar
Þrír bátar frá Djúpavogi
byrjuðu róðra milli jóla og ný
árs. Eru þeir búnir að róa
þrisvar og hafa aflað 10—12
skippund hver í róðri af góð-
um fiski.
Bátarnir sem róa frá
Djúpavogi í vetur er Leifur
Eiríksson, Svanur og Papey
sem er stærst um 40 lestir.
Hinir eru báðir yfir 20 lestir.
Aflinn er allur hraðfrystur,
þorskurinn í 7 punda pakka
fyrir Evrópumarkað en ýsan
í litla pakka fyrir Ameríku-
markað.
Aðalfundur Fegrunarfélags Reykjavikur var nýlega
haldinn. Þar kom meðal annars fram, að Fegrunar-
félagið ætlar sér að gróðursetja tré við Snorrabraut,
Sóleyjarg., Hringbraut og ef til vill fleiri götur í bænum.
★ ★ ★
Mig langar til þess að leggja hér orð í belg, meðan
tími er til. Það er nefnilega svo mál með vexti, að
trjárækt á vegum opinberra aðila hefir gengið bálega
i Reykjavík, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Eymd-
arkræklur, sem hjara á heljarþröm eða veslast upp á
nokkrum árum, tala víða til manns. Það er ömurleg
ræktun.
★ ★ ★
Nú má enginn skilja mig svo, að ég sé að amast við
því, að Fegrunarfélagið taki þetta mál upp á arma
sína. En.vítin verða að vera til varnaðar. Handvömmin
við safnahúsið og Arnarhól er til dæmis — hríslurnar
settar þar, sem þær verða fyrir sífelldu hnjaski, svo að
þær geta aldrei náð sér á legg. Þessa má Fegrunarfélag-
ið vel minnast, þegar það fer að gróðursetja plöntur á
bersvæði við götur bæjarins. Það getur ekki gefið góða
raun, nema svo sé fyrir séð, að plönturnar verði ekki
fyrir ágangi meðan þær eru að ná þeim vexti, að ekki
verður yfir þær gengið. Þær verður að friða rækilega.
Annars verða þær engum til ánægju.
J. H.
Happdrætti
Háskóla
íslands
Vinningar 7500
Samtais kr. 4.200.000.OO
Viðskifitamenn hafa forg'ang'sróU
að núineriim siiinm til miðvikis-
ilagskvölds
Drggið verður 15. jan.
Hver vill slcppa tækifæri til 150
liízsund króna vinnings?
Frestið ekki lengur, að gerasf
áskrifendur TÍMANS