Tíminn - 05.01.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.01.1951, Blaðsíða 5
3. blað. TÍMINN, föstudaginn 5. janúar 1951. * I~ 5. Föstud. 5. jnn. * iburðarverksmiðjan Það eru mikil og góð tíð- indi, að Efnahagssamvinnu- stofnunin i Washington hef- ir nú samþykkt að leggja fram 42 milljónir króna af Marshallfé til byggingar á- burðarverksmiðju. Fjárveit- ing þessi á að ganga til kaupa á vélum og efni til verksmiðj unnar og er gert ráö fyrir, að hún nemi 55% af stofn- kostnaði, sem er áætlaður 76 millj. kr., en um 80% af er- lenda kostnaðinum. Það er víst, að bygging-á- buröarverksmiðjunnar hefði dregist lengi enn, ef ekki hefði fengist þessi aðstoð á grundvelli Marshallsamvinn- unnar. Meðan stríðsgróðinn var óeyddur, var mögulegt að byggja verksmiðjuna af eig- in ramleik, en hinir svoköll- uðu nýsköpunarflokkar sam einuðust þá um það að stinga áburðarverksmið j umálinu undir stól. Framsóknarflokk- urinn barðist þá einn fyrir framgangi þess. Þessi svæf- ing nýsköpunarflokkanna myndi hafa nægt til að tefja framgang áburðarverksmiðju málsins um ófyrirsjáanlegan tíma, ef ekki hefði borist framangreind aðstoð frá Bandaríkjamönnum. Eftir að búið var að eyða stríðsgróð- anum og fjárhagserfiðleikarn ir ukust, gat þjóðin tæpast af eigin ramleik ráðist í slíka stórframkvæmd. Af hálfu Framsöknarflokks ins hefir verið lögð á það mik il áherzla, bæði í stjórn Ste- fáns Jóhanns Stefánssonar og í núv. stjórn, að reynt yrði að koma áburðarverksmiðjunni upp fyrir Marshallfé. Það er ekki sízt að þakka þessari bar áttu flokksins, að þetta hefir nú tekist, en vert er að við- urkenna, að ýmsir mætir menn utan flokksins*~ hafa líka að þessu stutt. Framleiðsla hinnar fyrir- huguðu áburðarverksmiðju er áætluð 6 þús. smálestir af köfnunarefni á ári. Árið 1949 nam köfnunarefnisinnflutn- ingur 2470 smálestum, en 1950 2325 smál. Framleiðsla verk- smiðjunnar verður því all- miklu en helmingi meiri en notkun þessa áburöar hefir veríð undanfarið. Verður því ekki annað sagt en að vel sé séð með byggingu verksmiðj- unnar fyrir vaxandi áburð- arþörf landbúnaðarins á komandi árum, þar sem jafn- framt verður vitanlega unn- ið að því að auka og bæta notkun búfjáráburðarins. Það er óþarft að lýsa því með mörgum oröum, hve mik ilvægt það er fyrir aukna ræktun landsins að tryggð- ur sé nægur áburður. Raun- verulega byggist ræktun jafn vel meira á þessu atriði en nokkru öðru. Því fylgir og ekki lítill gjaldeyrissparnað- ur að geta framleitt áburð- inn í landinu, en þurfa ekki að flytja hann inn. Með þessu sparast árlega milljónatugir af erlendum gjaldeyri, er hægt veröur að nota til ann- arra nauösynlegra innkaupa. Síðast, en ekki sízt, ber svo að nefna það öryggi, sem í því felst, að áburðarfram- leiðslan er í landinu sjálfu, ERLENT YFIRLIT: Hernaöarstyrkur stórveldanna Síiiari hliiti jí’reiiiar cftir Fritz Stcinlíerg,! srm talinn cr mcð fróðnstu iiiii nm {icssi ni£tl Styrkur Bandaríkjamanna og samherja þeirra. Rússland með öllu áhrifa- svæði sínu hefir stórum minni iðnaðarframleiðslu en Banda- ríkin ein. En Bandaríkin standa ekki ein. Þau eru í ríkjasam- starfi og England og vestur- hlutinn af meginlandi Evrópu er þar með, þau ríki, sem eru aðil- ar Atlantshafsbandalagsins og taka þátt í Marshallsamstarf- inu. Iðnaður Englands er ekki miklu minni en Rússlands og hann er meiri en iðnaður allra rússnesku leppríkjanna. Iðnaður Englands, Frakklands og smáríkjanna í vestanverðri Evrópu er meiri en allur iðnað- ur kommúnistalandanna. Og það eru miklar líkur til þess, að það hlutfall verði enn óbreytt sjöunda áratug aldarinnar. Niðurstaðan er þvi sú, að auk þess, sem Bandaríkin sjálf hafa nú meiri iðnað en öll lönd kom- múnista, eru bandamenn þeirra þar að auki út af fyrir sig með meiri iðnað en öll kommúnista- ríkin eins og nú standa sakir og það helzt fyrst um sinn. Ef útþensla og yfirgangur Rússa nær ekki nema að núverandi takmörkum er óhugsandi að þeir nái Bandaríkjunum á sviði iðnað ar, og ólíklegt að þeir jafhist á við ríki Vestur-Evrópu. Ef Rússar ná öllu Þýzkalandi. Ef Rússar næðu hins vegar öllu Þýzkalandi undir sín yfir- ráð hefðu þeir þar með fengið sterkustu aðstöðu í Evrópu og þeir hefðu jafnvel náð aðstöðu til þess að bjóða sjálfum Banda- ríkjunum byrginn á iðnaðarsvið inu. Af því má gjörla ráða hví- líka þýðingu Þýzkaland og Mið- Evrópa hefir fyrir gang og úr- slit heimsmálanna. Án þess að innlima Þýzka- land hlýtur Rússland að verða annað í röðinni og ef þunga- iðnaður Vestur-Evrópu samein- ast verður Rússland ekki nema hið þriðja. Þar sem England er hér ekki talið með ríkjunum á megin- landi Vestur-Evrópu stafar það af því, að enn er ekki fullséð hvoru megin þau endanlega leggjast og hverjum notast að iðnaði þeirra. Það er ekki ein- ungis pólitiskt mál, heldur lika hernaðarlegt. Og þar með er komið að því, að gera saman- burð á hernaðarstyrk stórveld- anna. Hernaðarstyrkur heims- veldanna. Þá er fyrst að taka það fram, að það væri grundvallar mis- skilningur að halda að yfirburð- ir Bandaríkjanna á sviði iðnað- ar hlyti jafnframt að þýða sam- svarandi yfirburði hernaðar- lega. Um það er ekki að ræða, af þeim ástæðum, sem nú skal greina: 1 fyrsta lagi er vígbúnaður Rússa miklu meiri en Banda- ríkjamanna í hlutfalli við iðnað landanna. Rússneski herinn var aldrei afvopnaður í líkingu við það, sem gerðist í Bandaríkj- unum og auk þess hafa Rússar alltaf lagt áherzlu á framleiðslu hergagna. Meginástæða þess, að Rússar urðu fyrri en Bandaríkja menn bjuggust við til að fram- leiða kjarnorkusprengju, var einmitt sú, hvað hergagnaiðn- aður þeirra stóð á háu stigi. Þess vegna er hernaðarstyrk- ur Ráðstjórnarrikjanna gagn- vart Bandaríkjunum á friðar- tímum hlutfallslega miklu meiri en ætla mætti af iðnaðarstyrk beggja landanna. Það væri því líka miklu léttara fyrir Ráð- stjómarríkin að koma vopna- framleiðslunni í hámark ef til styrjaldar kæmi, heldur en Bandaríkin, vegna þess að Rúss- ar eru nú miklu nær hámark- inu. Hér þarf líka að taka land- fræðilega afstöðu Ráðstjórnar- ríkjanna til athugunar. Evrópa öll liggur innan þess svæðis, sem náð verður til með sprengju árásum frá Rússlandi og allt meginland Vestur-Evrópu er í bráðri árásavhættu frá löndum kommúnista. Svo kynni því að fara, að iðnaðarlönd Vestur- Evrópu yrðu innlimuð í her- námssvæði kommúnista, ef bráð lega drægi til styrjaldar, og yrðu þannig hernaðarlegur styrkur Ráðstjórnarríkjanna. En það er ekki nóg að Banda- ríkin geti framleitt þrisvar eða fjórum sinnum meira stál en Rússland. Þessu stáli verður að breyta í hergögn, sem nota má á vígstöðvunum. Og þau verða ekki notuð nema her og vopn og aðrar birgðir verði flutt til vígstöðvanna. Þýzki herinn vann mikla sigra, þegar hann réðst inn í Rússland 1941, en þó varð hann stöðvaður á sigurför sinni og síðan yfirunninn. Það var ekki sízt af því, að iðnaðarhéruð Þýzkalands lágu svo langt að baki víglínunnar og aðflutning- ar Þjóðverja voru um langan veg og torsóttan, en Rússar áttu skammt að sækja til iðnaðar- stöðva. Það gerði aðstöðuna svo ójafna að stríðsgæfan snerist við. Ráðstjórnarríkin geta ekki unnið styrjöld í Banda- ríkjunum. Fjarlægðin frá iðnaðarstöðv- um Bandaríkjanna til senni- legra vígstöðva í hugsanlegri styrjöld er þó miklu meiri og það þýðir, að mikil framleiðsla Bandaríkjanna fer í súginn áð- ur en hergögn koma í gagnið ef siglingar til landsins kynnu að stöðvast að meira eða minna leyti. Núverandi ríkisstjórn á þakkir skilið fyrir það, að hún hefir beitt sér fyrir því og komið því fram, að Mars- hallfénu verði hér eftir beint til nauðsynlegra og umfangs- mikilla stórframkvæmda, eins og Sogs- og Laxárvirkjan- anna og áburöarverksmiðjunn ar, er á komandi árum eiga að geta orðið öflugar stoö- ir fyrir íslenzkt atvinnulíf. Því miður verður ekki hægt að segja það sama um ráð- stöfun Marshallfjárins fyrstu árin. Þá einkenndist ráðstöf- un þess enn af gróðavímunni og trúnni á „höppin.“ Með þessum þremur framan- greindu stórframkvæmdum er það hins vegar tryggt, að Marshallaðstoðin verður til mikils stuðnings fyrir ís- lenzkt atvinnulíf í framtíð- inni og ætti að hjálpa til að gera þjóðina fjárhagslega sjálfstæðari og óháðari, en sá er líka tilgangur Marshall- aðstoðarinnar. Það er ekki aðeins ástæða til þess fyrir bændastéttina að fagna framgangi áburð- arverksmiðjumálsins. Þjóðin öll hefir ástæðu til að fagna þeirri framkvæmd, því að hún á að geta orðið atvinnu- lífi hennar og fjárhagsaf- komu styrkur á komandi tím- um. ef til styrjaldar skyldi koma. Þess vegna koma yfirburöir Bandaríkjanna engan veginn allir til skila á vígstöðvunum. Auðvitað á þetta eins við ef taflinu er snúið við. Fjarlægð- irnar hafa sömu þýðingu fyrir hvern, sem langt þarf að sækja. Rússar hafa því ekki hin minnstu skilyrði til að vinna stríð, sem háð yrði í Ameríku. En þetta þrennt, sem hér hef- ir verið nefnt, hinn mikli víg- búnaður Ráðstjórnarríkjanna í dag, landfræðilega hagstæð af- staða þeirra í Evrópu og Asíu og hinar löngu flutningaleiðir, sem Bandaríkjamenn verða að fara til að heyja stríð í Evrópu eða Asíu, hjálpast allt að til að gera minna úr yfirburðum Bandaríkjanna á iðnaðarsviði, ef um væri að ræða styrjöld gegn Ráðstjórnarríkjunum. Það er ekki sjáanlegur neinn geysilegur hernaðarlegur styrk- léikamunur þessara heimsvelda til að heyja stríð í Evrópu eða Ameríku. Ef slík styrjöld, — þrátt fyrir öll nútímahernaðar- tæki — drægist á langinn, yrðu smám saman nokkrir yfirburðir hjá Bandarikjunum eða réttara sagt þeirra megin, því að þá er reiknað með að brezka heims- CFramhaúl Raddir nábáanna Frá Vestmanoa- eyjum Ég var í Vestmannaeyjum núna um jólin hjá kunningj- um minum í góðu yfirlæti. | Þar er margt merkilegt að sjá. Sérkennileg náttúrufeg- urð og mörg myndarleg ! mannaverk. Má t. d. nefna j hafnargerðina og stórar bygg j ingar, sem seí ja svip á bæ- inn, svo sem verksmiðjuhús j við höfnina og glæsilega hó- I telið hans Helga Benedikts- sonar. í Vestmannaeyjum hafa líka verið byggð mörg í- búðarhús á siðari árum, eink um einbýlishús, snotur og vel byggð að sjú. Hlutfails- lega fáir af íbúum Eyjarma munu búa í leiguhúsnæði. Kunnugir menn sögðu mér, að kostnaðarverð íbúðarhús- anna, sem byggð hafa ver- ið í Eyjum síðustu árin fyrir 1950, hafi yfirleitt verið 200 —250 krónur á hvern rúm- metra í húsunum. Þar má finna mörg dæmi um það, að eignalausir eða eignalitlir menn hafa byrjað á bygg- ingu íbúðarhúsa á þessum ár- um og haft þau í smíðum í 2—4 ár, en skulda nú aðeins 15—30 þúsund krónur vegna bygginganna, eftir að þær eru fullgerðar. Þeir hafa sjálf ir lagt fram mikla vinnu við byggingarnar í fristundum sínum, stilt daglegri eyðslu sinni mjög i hóf meðan á þessum framkvæmdum stóð, og varið til þeirra svo miklu, sem þeir gátu af atvinnu- tekjum sínum á tímabilinu. Þetta eru svipaðar aðferðir og enn tíðkast yfirleitt í sveit- um landsins við slíkar frara- kvæmdir. En hvernig stendur á því, að nýju íbúðarhúsin eru helmingi ódýrari í Vestmanna eyjum heldur en t. d. í Reykja vík? Alþýðublaðið og Þjóðviljinn deila nú um, hvort styrkleiki kommúnista hafi aukizt eða minnkað hér á landi síðustu árin. Um þetta segir Alþýðu- blaðið í gær: „Einangrun kommúnista er komin svo vel á veg, að það er . hlægilegt, þgar höfundur for- ustugreinar Þjóðviljans í gær er að tala um það, að allar til- raunir til að einangra flokkinn hafi mistekizt. Enn fremur seg ir hann, að kommúnistaflokk- urinn sé nú sterkari en nokkru sinni fyrr. En það vantar óvart sannanimar. Telur Þjóðvilj- inn það kannske vott um styrk leika kommúnistaflokksins, að ósigur hans í Alþýðusambands kosningunum í haust varð miklum mun meiri en fyrir tveimur árum, og mun þó for- ustumönnum fiokksins hafa þótt nóg um ófarirnar þá? Eða birtist styrkleiki flokksins í því, að nú skuli lokið völdum hans í fulltrúaráði verkalýðs- félaganna í Reykjavík, þeirra samtaka íslenzkra verkalýðs- félaga, sem koma næst Al- þýðusambandinu að áhrifum og þýðingu? Þannig mætti lengi telja. En vill ekki Þjóð- viljinn tilgreina þó ekki væri nema eina sönnun um aukinn styrkleika kommúnistaflokks- ins til dæmis síðustu tvö árin?- Það er vissulega rétt, að fylgi kommúnista hérlendis hefir hrakað að undanförnu. Þó eru áhrif þeirra enn alltof mikil og það stafar m. a. af því, að Alþýðuflokkurinn keppir við þá í yfirboðum og fylgir þannig í slóð þeirra í stað þess að fordæma yfirboð in, eins og jafnaðarmanna- flokkarnir gera annars stað- ar. Ég sleppi því að reyna að skýra það fyrirbrigði í þess- ari grein. En ég leyfi mér að fullyrða, að byggingarnar þurfa ekki að vera dýrari annars staðar en þar, ef jafn skynsamlega er að unnið. í höfuðstað landsins eru margir menn, sem búa í ó- hentugu og óhóflega dýru Ieiguhúsnæði, vegna þess að þeir geta ekki keypt íbúðar- hús þar fyrir það háa verð, sem á þeim er. Þeir, af þess- um mönnum, sem eru vel vinnufærir og geta því sjálfir unnið að byggingum, ættu að kynna sér, hvernig eigendur nýju og snotru íbúðarhúsanna í Vestmannaeyjum, hafa far- ið að því að koma þeim upp. Það gæti orðið gagnleg fræðsla. ★ Ég var við messu í I.anda- kirkju á jóladaginn, hjá séra Halldóri v Kolbeins. Þessi gamla kirkja er sérkennileg og falleg, og henni er vel við haldið. Fremst í kirkjugólfið eru greipt ártölin 1774—1780, og sýnir þetta aldur kirkjunn ar. Þeir, sem koma til Vest- mannaeyja, ættu að * skoða Landakirkju. ★ Það var ánægjulegt að vera í Vestmannaeyjum um jólin. En það getur líka verið skemmtilegt og fróðlegt að skreppa þangað á vetrarver- tiðinni, þegar atvinnulífið þar er í fullu fjöri. Enginn íslendingur þekkir landið sitt til hlýtar ncma hann hafi komið til Vest- mannaeyja. Ferðalög eru nú (Framhald á 6. síðu )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.